Fréttablaðið - 16.04.2003, Page 4
Sænsk fjölskylda:
Stefna Kók
STOKKHÓLMUR, AP Sænsk fjölskylda
hefur stefnt Coca Cola fyrirtækinu
og krafist þess að fyrirtækinu verði
bannað að markaðssetja drykk und-
ir heitinu Urge. Það er einmitt eft-
irnafn fjölskyldunnar, sem óttast að
ef drykkurinn slær í gegn verði það
til þess að þau verði tengd við
drykkinn.
Samkvæmt sænskum lögum má
ekki markaðssetja vöru undir ætt-
arnafni annarrar fjölskyldu. Coca
Cola fékk Urge þó samþykkt, sem
enskt orð sem væri mun þekktara
en ættarnafnið Urge sem sex Svíar
bera. ■
4 16. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR
Eiga samkeppnisyfirvöld að heim-
ila sameiningu Búnaðarbankans
og Kaupþings?
Spurning dagsins í dag:
Færðu páskaegg?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
28,2%
37,3%
Nei
34,5%Alls ekki
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Asía
DÓMSMÁL „Þetta er engin vanvirð-
ing við dóminn. Það er tjáningar-
frelsi hér og ég hlýt að ráða í
hverju ég mæti,“ sagði Ástþór
Magnússon þegar hann mætti í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær
þar sem rétta átti í máli á hendur
honum. Ástþór er ákærður fyrir að
brjóta hegningarlög með dreifingu
tilhæfulausrar viðvörunar um
sprengjutilræði gegn íslenskri
flugvél, til þess fallinni að vekja
ótta um líf, heilbrigði og velferð
manna, brot sem varðar allt að
þriggja ára fangelsi.
Líklegt má telja að sakborning-
ur hafi sjaldan komið til réttar-
halda eins útilítandi og Ástþór í
gær, en hann var skyrtuklæddur
og að því er virtist alblóðugur.
Væntanlega hefur þó um tómat-
sósu verið að ræða fremur en blóð.
Þegar ákæran var þingfest vakti
Ástþór nokkra athygli þegar hann
mætti fyrir rétt klæddur jóla-
sveinabúningi.
Áður en hann fór inn í réttarsal-
inn sagði hann blaðamönnum: „Ég
er með skjöl til að sanna mitt mál.
Skjölin sýna að það sem ég segi er
rétt.“
Ástþór var með skjalabunka í
tilskornum pappakassa, albúinn að
takast á við ákæruvaldið. Réttar-
höldin voru endasleppari en sak-
borningurinn vonaðist til. Dómar-
inn neitaði honum um að verja sig
sjálfur og skipaði verjanda honum
til handa og frestaði þá réttarhöld-
unum.
Þessi þróun mála var Ástþóri
síður en svo að skapi. „Ég vil ekki
sjá neinn verjanda. Ég vil mót-
mæla þessu. Ég ætla ekki að vinna
með neinum verjanda. Ég mæti þá
ekki við nein réttarhöld. Þú verður
þá bara að láta lögregluna ná í mig.
Og svo var ég búinn að biðja um
þrísettan dóm og þessi skrípaleik-
ur er að ganga of langt. Það er tján-
ingarfrelsi og ég vil verja mig
sjálfur. Ég get ekki staðið í enda-
lausum frestunum á þessu máli. Þú
ert búinn að fá mig til að mæta
hingað. Þú baðst mig um að hafa
með mér skjöl! Ætlarðu að taka við
skjölunum? Nei? Hvað á ég að gera
við skjölin?“
Við svo búið þeytti Ástþór skjöl-
um sínum í kassann, því dómarinn
neitaði að taka við þeim, og rauk
burt reiður mjög með þeim orðum
að þangað kæmi hann ekki aftur.
jakob@frettabladid.is
Í KENNEDY-
GEIMRANNSÓKNASTÖÐINNI
Stór hluti geimskutlunnar Columbia brann
upp á leið sinni til jarðar.
Flak geimskutlunnar
Columbia:
Brotin
rannsökuð
FLÓRÍDA, AP Ákveðið hefur verið að
gefa vísindamönnum kost á því að
skoða brotin úr flaki geimskutl-
unnar Columbia þegar rannsókn á
slysinu er lokið. Einnig kemur til
greina að brak úr flauginni verði
lánað til safna.
„Við höfum ákveðið að reyna
að læra af þessum harmleik í stað
þess að grafa hann í jörðu niður,“
sagði talsmaður bandarísku geim-
ferðastofnunarinnar NASA. Flaki
geimskutlunnar Challenger sem
fórst árið 1986 var komið fyrir í
neðanjarðarbyrgi og geimhylki
flaugarinnar Apollo 1, sem brann í
flugtaki 1967, er í lokaðri geymslu
í rannsóknastöð NASA.
Yfir 32 prósent af flauginni
hafa skilað sér í hendur vísinda-
manna NASA en enn eru að finn-
ast brot úr flakinu. ■
MANNSKÆÐUR STORMUR Sex
manns létu lífið og um 200 slös-
uðust þegar hitabeltisstormur
gekk yfir Bangladesh. Mörg
hundruð kofar voru jafnaðir við
jörðu, tré rifnuðu upp með rótum
og rafmagnsstaurar brotnuðu.
Rafmagnslaust varð í stórum
hluta höfuðborgarinnar Dhaka og
víða annars staðar.
VERKFALL VELDUR MATVÆLA-
SKORTI Verkfall flutningabíl-
stjóra á Indlandi hefur valdið því
að verð á ýmsum matvælum hef-
ur hækkað upp úr öllu valdi. Um
2,7 milljónir flutningabíla standa
óhreyfðar á meðan á verkfallinu
stendur og ef svo fer sem horfir
munu vörutegundir á borð við
grænmeti, ávexti og mjólkurmat
verða illfáanlegar í stórborgum
landsins áður en langt um líður.
ENDURUPPBYGGING Í SRI LANKA
Norðmenn ætla að gefa sem nem-
ur um 208 milljónum íslenskra
króna til viðbótar til endurupp-
byggingar í Sri Lanka. Norðmenn
hafa haft milligöngu um friðarvið-
ræður stríðandi aðila í landinu og
hafa þegar heitið tæplega 1,3
milljörðum króna til uppbygg-
ingarstarfsins sem fram undan er.
DÓMSMÁL Kópavogsbúi missti öku-
leyfið í hálft ár og var dæmdur til
að greiða 70.000 króna sekt fyrir
að aka undir áhrifum svefnlyfs.
Maðurinn var stöðvaður klukk-
an 16.00 þriðjudaginn 25. júní árið
2002 í Kópavogi og þótti aksturs-
lag hans grunsamlegt. Hann var
handtekinn og blóðsýni tekið.
Hann sagðist hafa tekið svefnlyf
kvöldið áður en að auki kom fram
við vitnisburð hans að hann hafi
fengið heilablóðfall tveimur árum
áður. Í greinargerð læknis segir
meðal annars: Hann var rólegur í
fasi, snyrtilegur, hæglátur og
samvinnuþýður en þreytulegur og
geispar í viðtalinu. Gangur hans
er rólegur og yfirvegaður, tal
skýrt og hann fer eðlilega með
„Stebbi stóð á ströndu“. Hann
man fjóra hluti af fimm eftir tvær
mínútur og fjóra hluti eftir sjö
mínútur. Hann gerir fingur-/nef-
próf þokkalega vel en lendir þó
hliðlægt á nefinu. Læknirinn telur
skerðingu vera á hreyfigetu og
viðbragðsflýti mannsins þrátt
fyrir þetta og blóðsýni leiddi í ljós
zópíklón svefnlyf. Styrkur þess í
blóðinu bendir til þess að ökumað-
urinn hafi tekið meira en venju-
lega svefnskammta af lyfinu.” ■
Fangar á flótta:
Flugu á brott
í þyrlu
FRAKKLAND, AP Lögreglan í Frakk-
landi fínkembir nú suðurhéruð
Frakklands í leit að þremur saka-
mönnum sem tókst að sleppa úr
Luynes-fangelsinu, skammt frá
Aix-en-Provence. Mennirnir eru
taldir vera höfuðpaurar í alþjóð-
legum eiturlyfjahring.
Félagi þremenninganna rændi
þyrlu og skipaði flugmanninum að
voma yfir fangelsislóðinni. Lét
hann sig síga niður í kaðalstiga,
sagaði gat á öryggisrimla yfir lóð-
inni og tók fangana með sér um
borð.
Þetta er í þriðja sinn á nokkrum
vikum sem alræmdum föngum
tekst að sleppa úr haldi í Frakk-
landi. Eru yfirvöld undir miklum
þrýstingi að herða öryggi í fangels-
um landsins, sem eru mörg hver
bæði yfirfull og illa mönnuð. ■
FARÞEGAR SLÖSUÐUST Harður
árekstur tveggja bíla varð í há-
deginu í gær á gatnamótum Flug-
vallarvegar og Hringbrautar. Far-
þegar í báðum bílunum slösuðust
og voru fluttir til skoðunar á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja. Bílarn-
ir eru mikið skemmdir og þurfti
að fjarlægja þá með kranabíl.
ÚTAFAKSTUR Á ÞVERAFJALLSVEGI
Umferðaróhapp varð á mótum
Þverafjallsvegar og Skagavegar í
gærmorgun. Svo virðist sem öku-
maður hafi misst stjórn á bílnum
og hafnað utan vegar. Minnihátt-
ar meiðsl urðu. Bíllinn varð hins
vegar óökufær. Að sögn lögregl-
unnar á Sauðárkróki er símasam-
bandslaust á þessu svæði, sem
þykir afar bagalegt. Talsverð um-
ferð sé á þessum vegi og óhæft
að ekki sé hægt að láta vita verði
óhöpp fyrr en keyrt hefur verið
talsverðan spöl áður en símasam-
band kemst á.
Í frétt um mál Korea Ginseng
Corporation gegn Heilsuverslun
Íslands ehf. og Ólafi Erni Karls-
syni, sem voru sýknaðir af öllum
kröfum stefnenda, sagði að KGC
hefði verið gert að greiða 300
þúsund í málflutningskostnað.
Það er ekki rétt, heldur féll máls-
kostnaður niður.
FERÐAMÁL Valgerður Sverrisdóttir
iðnaðarráðherra og Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra undir-
rituðu í gær samkomulag um
verkefni í ferðaþjónustu á lands-
byggðinni.
Samkomulagið er til þriggja
ára og gerir ráð fyrir 22 milljón-
um króna til sex verkefna á þessu
ári en jafnframt munu ráðherr-
arnir beita sér fyrir því að til
sameiginlegra ferðaþjónustu-
verkefna verði veitt 40 milljónum
á ári næstu tvö ár. Í byggðaáætl-
un 2002 til 2005 er ferðaþjónustu
sérstaklega getið í tengslum við
sóknarfæri landsbyggðarinnar í
atvinnumálum. Bent er á að
leggja þurfi áherslu á sérkenni
hvers landshluta og á skipulagn-
ingu vaxtarsvæða. Markmiðið sé
að tryggja markvissa uppbygg-
ingu og sjálfbæra þróun greinar-
innar og efla íslenska ferðaþjón-
ustu almennt. ■
Sendiráð Kanada:
Lóð fyrir
sendiherra
UTANRÍKISMÁL Kanada leitar nú að
byggingarlóð á höfuðborgarsvæð-
inu fyrir embættisbústað sendi-
herra síns á Íslandi.
Þegar hefur verið send fyrir-
spurn til bæjarráðs Hafnarfjarð-
ar um lausar lóðir. Bæjarráð hef-
ur falið Lúðvíki Geirssyni bæjar-
stjóra að veita upplýsingar um
lausar lóðir.
Verkfræðiskrifstofa Stanleys
Pálssonar rekur málið fyrir hönd
utanríkisþjónustu Kanada. Sendi-
ráð Kanada er við Túngötu í
Reykjavík. Sendiherrann heitir
Gerald R. Skinner. ■
■ Leiðrétting
■ Lögreglufréttir
HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS
Maðurinn fór eðlilega með „Stebbi stóð á
ströndu“ en það dugði ekki, hann missti
prófið í hálft ár.
Stebbi stóð á ströndu dugði ekki til:
Missti prófið eftir neyslu svefnlyfja
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR
Iðnaðarráðherra og Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra hafa undirritað sam-
komulag um eflingu ferðaþjónustu á
landsbyggðinni.
Samkomulag um eflingu ferðaþjónustu:
Landsbyggðin fær
100 milljónir
ÁSTÞÓR MAGNÚSSON
Reiddist því mjög þegar dómarinn skipaði honum verjanda og frestaði réttarhöldunum.
Skrípaleikur sem
gengur of langt
Ástþór Magnússon mætti mjög óhefðbundinn til fara í Héraðsdóm
Reykjavíkur í gær. Honum mislíkaði þegar dómarinn tilnefndi verj-
anda honum til handa og frestaði réttarhöldunum – svo mjög að hann
rauk burt með þau orð á vörum að þangað kæmi hann ekki aftur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M