Fréttablaðið - 16.04.2003, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 16. apríl 2003
Það er nú eiginlega að bera íbakkafullan lækinn að ætla að
fara að tala um krónur og aura
þessa dagana. Yfir landann rignir,
h e l l i r i g n i r ,
svona prósent-
um og hinsegin
prósentum og
líka öðruvísi
prósentum, svo
hinn almenni
kjósandi er orð-
inn gegndrepa
og flýtir sér í
skjól undan
dembunni. Horf-
ir út um glugg-
ann og reynir að
sjá í ljósbláan
himin, hvort
ekki sé einhver tilbúinn að láta
rigna einhverju öðru, gera eitt-
hvað nýtt, tala um eitthvað annað.
Þróun byggðar og búseta
áhyggjuefni
Því hefur verið haldið fram að
litli flokkurinn frjálslyndi – sem
reyndar fer óðum stækkandi – sé
eins máls flokkur og hafi ekki fast-
mótaða stefnu varðandi nokkuð
annað en fisk og slor. Þetta er alger-
lega fjarri sannleikanum því raunin
er sú að stefna flokksins er mjög
skýr varðandi langflest það er
varðar líf fólks. Þróun byggðar og
búsetu í landinu er til að mynda
mikið áhyggjuefni flokksmanna og
-kvenna. Grípa þarf til aðgerða eigi
síðar en nú þegar til að stöðva
fólksflótta af landsbyggðinni á möl-
ina. Málum er þannig háttað, ef svo
heldur fram sem horfir, að í veru-
legt óefni stefni í sveitarfélögum
úti á landi. Útlit er fyrir að eftir
nokkur ár verði eldra fólk í miklum
meirihluta íbúa landsbyggðarinnar.
Unga fólkið, sem sér um endurnýj-
un og viðhald stofnsins, flytur á
brott; flýr, á þessa örfáu ferkíló-
metra á höfuðborgarsvæðinu.
Ekki er þetta þó eingöngu vandi
landsbyggðarinnar. Ef betur er að
gáð er þetta líka stór vandi Reykja-
víkur og nágrennis. Það hlýtur að
renna upp sá dagur að sveitarfélög-
in á höfuðborgarsvæðinu geti ekki
tekið við fleira fólki. Nú þegar er
orðið þröngt á þingi. Íbúðaverð rýk-
ur upp fyrir öll skynsemismörk,
biðlistar eftir dagvistarplássum
lengjast, fólk bíður svo lengi eftir
tíma hjá heimilislæknum, að það er
orðið fullfrískt þegar það loks
kemst að. Hvernig verður ástandið
eftir nokkur ár ef ekkert verður að
gert? Er þetta sú þróun sem við
viljum halda við? Nei, þetta er víta-
hringur sem íslenska þjóðin verður
að komast út úr. Strax. Þennan
straum, þennan flótta, þarf að
stöðva og snúa við. Grundvall-
armannréttindi sérhvers Íslend-
ings eru að fá að búa á hverjum
þeim stað sem hann sjálfur kýs.
Ríkisstjórnin fremur mann-
réttindabrot
Réttur fólksins í hinum dreifðu
byggðum landsins til atvinnu, og
þar með lífsins, hefur verið af þeim
tekinn fyrir tilstuðlan þeirra vald-
hafa sem undanfarin ár hafa setið
óáreittir við háborðið. Ríkisstjórn
Íslands hefur framið gróf mann-
réttindabrot á þegnum sínum og
slegið miskunnarlaust á hendur
þeirra er risið hafa upp og mót-
mælt. Lýðræðið á undir högg að
sækja; einræði er það sem koma
skal, ef þjóðin vaknar ekki upp og
brýst fram til byltingar; krefst rétt-
ar síns aftur og frelsis – jafnréttis –
bræðralags. Krefst þess að fá aftur
atvinnuréttinn sem af henni var
hrifsaður og gefinn fáum.
Landsbyggðin á nú öflugan
málsvara. Hópur fólks, knúinn
áfram af hugsjón, er reiðubúinn
að leggja allt af mörkum til að
reisa við bæi og þorp landið um
kring. Þetta er frjálslynt fólk sem
skorast ekki undan ábyrgð og
stendur og fellur með orðum sín-
um. Einhuga munum við ganga
fram í sigri, brjóta niður vígi,
bruna fram af hæðum voldugur
her; því að vopnin sem vér berj-
umst með eru ekki jarðnesk, held-
ur máttug vopn Guðs til að brjóta
niður vígi; vopn sannleika, rétt-
lætis og sannfæringar.
Taktu þátt í byltingunni, merk-
tu við F á kjördag. ■
Málsvari
lands-
byggðar-
innar
Kosningar
maí 2003
STEINUNN
KRISTÍN
PÉTURSDÓTTIR
■ frambjóðandi í 3.
sæti á lista Frjálslynda
flokksins í Norð-
vesturkjördæmi skrifar
um byggðamál.
„Grundvall-
armannrétt-
indi sérhvers
Íslendings eru
að fá að búa
á hverjum
þeim stað
sem hann
sjálfur kýs.
VANDI LANDSBYGGÐARINNAR
Grípa þarf til aðgerða eigi síðar en nú þegar til að stöðva fólksflótta af landsbyggðinni á
mölina.
Í fyrirspurnatíma á nýafstöðnuLandsþingi Sjálfstæðisflokks-
ins sagði Tómas Ingi Olrich
menntamálaráð-
herra að hann
vildi beita sér
fyrir því að fjár-
mögnunarleið-
um Ríkisút-
varpsins yrði
breytt. Talaði
hann um að af-
nema skyldu-
áskrift að RÚV í
þessu samhengi.
Nú kunna að
vera margir
sem fagna þess-
ari umræðu og
væntanlegum úrræðum mennta-
málaráðherra en ég er hræddur
um að margir geri það á röngum
forsendum. Það er mikill fjöldi
fólks sem vill afnema skyldu-
áskrift að RÚV og er ég í þeim
hópi. Hins vegar telja margir að
með því að afnema skylduáskrift
að RÚV þá hætti þeir að greiða til
Ríkisútvarpsins og sjónvarpsins.
Það er ekki rétt.
Afnotagjöld lakasti kostur-
inn
Þótt skylduáskrift sé afnumin
hættir ríkið ekki að greiða fyrir
rekstur stöðvanna. Þær tillögur
sem menntamálaráðherra lagði
til á fundinum í stað skylduá-
skriftar voru nefskattur, fjár-
framlag af fjárlögum eða afnota-
gjöld. Af þessu þrennu taldi ráð-
herrann afnotagjöldin lakasta
kostinn. Eftir stendur því nef-
skattur eða hluti af fjárlögum.
Hvorugur þessa kosta felur í sér
mikla breytingu frá núverandi
kerfi, að minnsta kosti ekki fyrir
almenning. Menntamálaráðherra
virðist gera sér grein fyrir því að
mjög margir eru ósáttir við að
þurfa að greiða í hverjum mánuði
2.408 kr. í afnotagjöld af fjölmiðli
sem þeir nota ekki, en verða engu
að síður að greiða af svo þeir geti
átt sjónvarps- eða útvarpstæki.
Það myndi eflaust gleðja marga
ef þeir fengju að halda sínum
2.408 kr. í hverjum mánuði, en
þannig yrði það því miður ekki
þótt skylduáskriftin yrði afnum-
in. Þessi sama upphæð yrði ein-
göngu tekin af fólki í hverjum
mánuði í formi skattheimtu af
launum eða vörukaupum. Það er
því mikill misskilningur að al-
menningur hætti að greiða fyrir
rekstur Ríkisútvarpsins og sjón-
varps þótt skylduáskriftin yrði
afnumin.
Reynt að slá á gagnrýnis-
raddir
Skylduáskrift almennings
verður einungis gerð ósýnilegri
með framlögum af fjárlögum og
vonast ráðamenn því til þess að
það lækki að einhverju leyti gagn-
rýnisraddirnar. Skylduáskrift
sem innheimt er með gíróseðli um
hver mánaðamót er nefnilega
mjög sýnileg og fer fyrir brjóstið
á fjölmörgum sem líta á hana sem
beina skattheimtu.
Það er eðlilegur hlutur að ríkið
innheimti þjónustugjöld fyrir
veitta þjónustu. Með þeim hætti
greiða eingöngu þeir sem notfæra
sér tiltekna þjónustu ríkisins fyr-
ir hana, en aðrir ekki. Óeðlilegt
verður að teljast að stórum hópi
fólks sé gert skylt að greiða fyrir
afnot af fjölmiðli sem þeir ekki
nota. Fjölmiðill, líkt og RÚV, er af-
þreyingarmiðill og sinnir RÚV ef-
laust hlutverki sínu ágætlega fyr-
ir þá sem hafa áhuga á því efni
sem þar er boðið upp á. Það er
hins vegar ljóst að margir sýna út-
varps- eða sjónvarpssendingum
RÚV lítinn eða engan áhuga. Þeir
þurfa engu að síður að borga fyrir
rekstur stofnunarinnar.
Nú má ekki misskilja mig. Ég
er alls ekki að halda því fram að
sú dagskrárgerð sem er á Ríkisút-
varpinu, eigi ekki rétt á sér. Þvert
á móti getur hún verið afar fræð-
andi og skemmtileg og eru fjöl-
margir sem hlusta eða horfa á
Ríkisútvarpið og sjónvarp. En
smekkur fólks er misjafn og fjár-
hagsstaða þess einnig. Er því ekki
réttara að þeir sem vilja kaupa af-
þreyingu sem hentar þeim, greiði
fyrir hana sjálfir?
Umræðan um réttmæti ríkis-
fjölmiðla er önnur og bragðmeiri
umræða sem gefur ef til vill til-
efni til annarra greinaskrifa og
verður hún því ekki gerð að um-
talsefni að þessu sinni. ■
SJÓNVARPSMASTUR
Skylduáskrift almennings verður einungis
gerð ósýnilegri með framlögum af fjárlög-
um og vonast ráðamenn því til þess að
það lækki að einhverju leyti gagnrýnis-
raddirnar.
Skylduáskriftin hverfur ekki
Kosningar
maí 2003
HAUKUR ÖRN
BIRGISSON
■ formaður Frjáls-
hyggjufélagsins skrifar
um skylduáskrift að
RÚV.
„Óeðlilegt
verður að telj-
ast að stórum
hópi fólks sé
gert skylt að
greiða fyrir
afnot af fjöl-
miðli sem
þeir ekki
nota.