Fréttablaðið - 16.04.2003, Page 13

Fréttablaðið - 16.04.2003, Page 13
18 16. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR BUFFON Gianluigi Buffon, markvörðurinn sterki í liði Juventus, fagnar marki gegn Bologna í deildarleik á Ítalíu sem háður var um síð- ustu helgi. Leiknum lauk með 2:2 jafntefli. Atlantic-bikarinn: KR-HB á KR-velli? FÓTBOLTI Íslandsmeistarar KR og Færeyjameistarar HB leika um Atlantic-bikarinn sunnudaginn 27. apríl. Leikurinn verður annað hvort í Egilshöll eða á KR-velli og hefst klukkan 17. Aðalvöllur KR er í góðu ástandi eftir mildan vetur og telja KR- ingar að hann verði tilbúinn fyrir leikinn. KR-ingar þurfa að svara því á þriðjudag í næstu viku hvort leikurinn verður í Vesturbænum. Skagamenn unnu B36 2:1 í fyrra í fyrstu viðureign Íslands- meistara og Færeyjameistara um Atlantic bikarin. ■ FÓTBOLTI Mynd Phil Noble frá leik Liverpool og Manchester United í september 1999 var valin besta ljósmyndin í sögu ensku úrvals- deildarinnar. Myndin var valin í til- efni af tíu ára afmælinu deildarinn- ar. Af sama tilefni var Alan Shearer valinn besti enski leikmaðurinn, Eric Cantona besti erlendi leikmað- urinn og Alex Ferguson besti knatt- spyrnustjórinn. David Beckham skoraði mark áratugarins í leik gegn Wimbledon árið 1996 og Peter Schmeichel átti markvörslu áratug- arins í leik gegn Newcastle árið 1997. Besti leikurinn var 4:3 sigur Liverpool á Newcastle árið 1996. ■ MYND ÁRATUGARINS Angist leikmanna og stuðningsmanna Liverpool eftir að Michael Owen mistókst að skora í leik gegn Manchester United á Anfield í september 1999. Myndin var valin sú besta í tíu ára sögu ensku úrvalsdeildinnar. Enska úrvalsdeildin: Bestu afrekin og atvikin FÓTBOLTI Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri United, segir viður- eignina í kvöld vera þá mikilvæg- ustu á leiktíðinni. Þrátt fyrir að liðið hafi hikstað gegn Real Madrid í Meistara- deildinni og í úrslitum deildarbik- arsins gegn Liverpool telur Ferguson að leikmenn sínir séu að toppa á réttum tíma. „Form okkar og seigla á síðustu vikum hefur verið að aukast og stemningin í búningsklefanum hefur verið frá- bær,“ sagði Ferguson. Þrátt fyrir að United sé í efsta sætinu, þremur stigum á undan Arsenal, hafa meistararnir engu að síður örlítið forskot. Þeir eiga leik til góða auk þess sem marka- hlutfall þeirra er örlítið betra. Verði jafntefli í kvöld gæti það því hagnast Arsenal, vinni liðin þá leiki sem eftir eru. Auk þess þarf Arsenal ekki að hafa áhyggjur af þeirri pressu sem fylgir Meistara- deildinni. Úrslitaleikur bikar- keppninnar gegn Southampton þann 17. maí verður eini leikur liðsins fyrir utan baráttuna í úr- valsdeildinni. „Við vitum að Manchester United er gott lið en við vitum einnig að við getum sigrað þá. Það hefur gerst áður,“ sagði Wenger, minnugur 1:0 sigurs Arsenal á United undir lok síðustu leiktíðar sem tryggði liðinu enska meist- aratitilinn. Búist er við því að fyrirliðar beggja liðanna, þeir Patrick Vieira og Roy Keane, verði með í kvöld þrátt fyrir að hafa meiðst lítillega um síðustu helgi. Vieira á von á hörkubaráttu á miðjunni við Keane. „Það er alltaf gaman að leika gegn Keane. Þú vilt alltaf spila á móti þeim bestu hverju sinni og hann er einn besti miðju- maðurinn í heiminum. Þetta verð- ur mikil barátta, ekki bara á milli okkar, heldur alls staðar á vellin- um.“ Óvíst er hvort Ryan Giggs og John O’Shea geti leikið með United vegna meiðsla en Fabien Barthez og David Beckham verða aftur á móti báðir klárir í slaginn eftir lítilsháttar meiðsli. Thierry Henry og Dennis Bergkamp voru hvíldir megnið af bikarleiknum gegn Sheffield United um síðustu helgi. Þeir ættu því að verða saman í framlínu Arsenal í kvöld þrátt fyrir að hafa ekki skorað í síðustu fjórum leikj- um liðsins. Eric Cantona, fyrrum leikmað- ur United, telur sína gömlu félaga vera andlega sterkari en Arsenal. Hann spáir jafntefli í leiknum í kvöld en telur að United eigi eftir að vinna meistaratitilinn. „Ég tel leikmenn United vera sterkari andlega og með pressuna frá Meistaradeildinni yfir sér eru þeir betur í stakk búnir til að glíma við þá leiki sem eftir eru í deildinni.“ Alan Shearer, framherji Newcastle, telur að einvígið á milli United og Arsenal verði tví- sýnt. „Ég á erfitt með að gera upp á milli liðanna vegna þess að þau hafa bæði frábæra leikmenn. Bar- áttan um meistaratitilinn getur engu að síður ráðist af þessum leik.“ ■ CANTONA OG SHEARER Alan Shearer og Eric Cantona halda á enska meistarabikarnum. Shearer var á dögunum útnefndur besti enski leikmað- urinn í tíu ára sögu ensku úrvalsdeildarinn- ar. Cantona var valinn besti erlendi leik- maðurinn. Hann lagði skóna á hilluna 1997 eftir að hafa leikið með United í fimm ár. FÖGNUÐUR Paul Scholes fagnar þriðja marki sínu gegn Newcastle um síðustu helgi ásamt þeim Roy Keane og Nicky Butt. United hefur verið á miklu skriði upp á síðkastið í ensku deildinni og er nú í efsta sætinu þremur stigum fyrir ofan Arsenal. AP/MYND LEIKIR ARSENAL 16. apr. Man.Utd (h) 19. apr. Middlesbrough (ú) 26. apr. Bolton (ú) 4. maí Leeds (h) 7. maí Southampton (h) 11. maí Sunderland (ú) LEIKIR UNITED 16. apr. Arsenal (ú) 19. apr. Blackburn (h) 27. apr. Tottenham .(ú) 3. maí Charlton (h) 11. maí Everton (ú) Mikilvægasti leikur ársins Arsenal tekur á móti Manchester United í leik ársins í ensku úrvals- deildinni á Highbury í kvöld. United hefur ekki tapað í síðustu 13 leikj- um sínum í deildinni og er á gífurlegri siglingu. 2 fyrir 1 Tilboð Bar-B-Q svínasteik með frönskum kartöflum, salati, sósu og kókdós Kr: 799 (aðeins um páska) gegn framvísun auglýsingarinnar Opið alla páskana Verið velkomin Á r m ú l a 4 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.