Fréttablaðið - 16.04.2003, Page 19
16. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR
Ég missti af Sopranos, sem ernáttúrlega ófyrirgefanlegt.
Sérstaklega í ljósi þess að þetta er
eini þátturinn sem ég reyni að
horfa alltaf á. Ég datt hins vegar
inn í þátt sem ber heitið „Uppdrag
granskning“ eða
„Verkefni rann-
sókn“ sem var í
sænska sjónvarp-
inu. Ég ætlaði ekk-
ert sérstaklega að
horfa á þennan
þátt, en mér hlýn-
aði um hjartaræt-
urnar þegar ég
heyrði í kynningunni að annar
rannsóknarblaðamaðurinn var
gamall kennari minn, Lars Göran
Svensson. Þegar hann kenndi mér
var hann var handhafi sænsku
blaðamannaverðlaunanna fyrir af-
hjúpun sína á þvottahússkandaln-
um í Alingsås, þar sem stjórn
þvottahúss bæjarins sukkaði með
almannafé. Lars Göran er mikill
nákvæmnismaður og kafar ofan í
hlutina. Hann fær líka tækifæri til
þess. Hann er ekki mikið fyrir
sviðsljósið og finnst best að vinna
með góðum spyrli.
Það gerði hann í þessum þætti.
Janne Josefsson sá um að spyrja.
Ýtinn og kurteis, eins og svo
margir Svíar. Efnið var átakan-
legt. Hvernig samtök Votta Jehóva
meðhöndluðu kynferðislega mis-
notkun á börnum utan laga og
samfélags. Hin sorglega niður-
staða var sú að börnin liðu ekki
einungis fyrir hin hryllilegu brot
sem framin voru á þeim, heldur
urðu einnig fórnarlömb þess sam-
félags sem átti að gæta þeirra. Allt
í nafni þess að vernda orðstír sam-
takanna. Þetta er þáttur sem
mætti sýna hér heima. ■
Við tækið
HAFLIÐI HELGASON
■ fylgdist með sænskri rannsóknar-
blaðamennsku gamals kennara síns.
21.00 Miðnæturhróp
21.30 Joyce Meyer
22.00 Life Today
22.30 Joyce Meyer
Á Breiðbandinu má finna 28
erlendar sjónvarpsstöðvar sem
seldar eru í áskrift og þar af eru
6 Norðurlandastöðvar. Að auki
sendir Breiðbandið út flestar ís-
lensku útvarpsrásirnar ásamt 10
erlendum tónlistarrásum með
mismunandi tónlistarstefnum.
17.45 Olíssport Fjallað er um
helstu íþróttaviðburði heima og er-
lendis.
18.15 Western World Soccer
Show (Heimsfótbolti West World)
18.45 Enski boltinn (Arsenal -
Man. Utd.) Bein útsending frá leik
Arsenal og Manchester United.
21.00 Manchester United: The
Movie (Rauðu djöflarnir) Einstök
heimildamynd um Manchester
United, eitt frægasta knattspyrnufé-
lag heims. Sigurganga liðsins und-
anfarin ár hefur verið með ólíkind-
um og úrslitaleikur Manchester
United og Bayern München í
Meistarakeppni Evrópu verður
lengi í minnum hafður. Aðalhlut-
verk: Alex Ferguson, David Beck-
ham, Ryan Giggs, Roy Keane. Leik-
stjóri: Bob Potter. 2000.
22.30 Olíssport Fjallað er um
helstu íþróttaviðburði heima og er-
lendis.
23.00 NBA (Philadelphia - Was-
hington) Bein útsending frá leik
Philadelphia 76ers og Washington
Wizards.
1.30 Creating Kate (Þokkagyðjan
Kate) Erótísk kvikmynd. Stranglega
bönnuð börnum.
2.50 Dagskrárlok og skjáleikur
13.50 Natty í föðurleit (The Jour-
ney of Natty Gann) Aðalhlutverk:
Meredith Salenger og John Cusack.
15.30 Ringlaði prófessorinn (The
Absent Minded Professor) Aðal-
hlutverk: Fred McMurray, Nancy Ol-
son, Keenan Wynn og Tommy Kirk.
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Disneystundin
18.54 Víkingalottó
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.35 Kastljósið
20.00 Ed (6:22)
20.45 At - Kosningar 2003 Unga
fólkið og Alþingiskosningarnar. Sjá
nánari upplýsingar um kosninga-
dagskrá Sjónvarpsins og Útvarpsins
á vefslóðinni www.ruv.is/kosningar.
21.35 Svona var það (26:27)
22.00 Tíufréttir
22.20 Hamingjuleit (6:6)
22.50 Til varnar krúnunni (De-
fense of the Realm) Bresk spennu-
mynd frá 1985. Blaðamaður sem
flettir ofan af njósnara á breska
þinginu kemst að því að fleira
hangir á spýtunni. Leikstjóri: David
Drury. Aðalhlutverk: Gabriel Byrne,
Greta Scacchi, Denholm Elliot og
Ian Bannen.
0.30 Kastljósið
0.50 Dagskrárlok
6.58 Ísland í bítið
9.00 Bold and the Beautiful
9.20 Í fínu formi
9.35 Oprah Winfrey
10.20 Ísland í bítið
12.00 Neighbours (Nágrannar)
12.25 Í fínu formi (Þolfimi)
12.40 Reba (1:22) (Pilot)
13.00 What Women Want (Það
sem konur vilja) Aðalhlutverk: Mel
Gibson, Helen Hunt. Leikstjóri:
Nancy Myers.
15.00 Spænsku mörkin
16.00 Barnatími Stöðvar 2
17.40 Neighbours (Nágrannar)
18.05 Spin City (16:22)
18.30 Fréttir Stöðvar 2
19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður
19.30 Friends 3 (15:25) (Vinir)
20.00 Að hætti Sigga Hall (7:12)
20.30 Dharma og Greg (22:24)
21.00 Coupling (2:7) (Pörun)
21.30 The Mind of the Married
Man (8:10)
22.00 Ungfrú Reykjavík 2003 Bein
útsending frá Broadway þar sem
glæsilegar stúlkur keppa um titilinn
ungfrú Reykjavík 2003.
23.20 All Over the Guy (Ást í öðru
veldi) Aðalhlutverk: Dan Bucatin-
sky, Richard Ruccolo, Doris Ro-
berts. Leikstjóri: Julie Davis. 2001.
Stranglega bönnuð börnum.
0.50 What Women Want Aðal-
hlutverk: Mel Gibson, Helen Hunt.
2.50 Spin City (16:22)
3.10 Friends 3 (15:25) (Vinir)
3.30 Ísland í dag, íþróttir, veður
3.55 Tónlistarmyndbönd frá
Popp TíVí
6.00 It’s a Mad, Mad, Mad, Mad
World (Vitskert veröld)
8.30 Pirates Of Silicon Valley
10.05 Rugrats in Paris: The Movie
12.00 Passport To Paris
14.00 It’s a Mad, Mad, Mad, Mad
World
16.30 Pirates Of Silicon Valley
18.05 Rugrats in Paris: The Movie
20.00 Get Carter (Gómum Carter)
22.00 Gladiator
0.30 Passport To Paris
2.00 Romeo Must Die
4.00 Gladiator
7.00 70 mínútur
16.00 Pikk TV
19.00 XY TV
20.00 Trailer
21.00 South Park 6
21.30 Crank Yankers
22.03 70 mínútur
23.10 Lúkkið
23.30 Meiri músík
17.45 Brúðkaupsþátturinn Já (e)
18.30 Innlit útlit (e)
19.30 According to Jim (e)
20.00 Guinness World Records
Fólk er fífl og það sannast hvergi
betur en í þessum fjölskrúðugu
þáttum þar sem menn reyna að
ganga fram af sjálfum sér og öðr-
um með skemmtilegum fíflalátum
og stundum stórhættulegum. Sjáið
fullorðið fólk dansa á línu, sjúga
spagettí upp í nefið, jórtra, borða
úr, henda sér fram af byggingum
og margt fleira.
21.00 Fólk - með Sirrý
22.00 Law & Order Lennie Briscoe
er töffari af gamla skólanum, lögga
sem kallar ekki allt ömmu sína.
Hann vinnur með hinum geðuga
Reynaldo Curtis við að rannsaka
glæpi, yfirheyra grunaða og herja á
illmenni út um borg og bý. Jack
McCoy saksóknari og aðstoðar-
menn hans vinna síðan úr málun-
um, sækja hina grunuðu til saka
og reyna að koma þeim í fangelsi.
22.50 Jay Leno
23.40 Boston Public (e)
0.30 Dagskrárlok Sjá nánar á
www.s1.is
Sjónvarpið
22.50
Skjár 1
22.00
Rannsóknarlögreglumennirnir
leita að manni sem myrti bréf-
bera. Skömmu síðar finnst kona
sem var myrt með svipaðri að-
ferð. Það virðist því ljóst að um
raðmorðingja er að ræða.
■
Lars Göran er
mikill ná-
kvæmnis-
maður og
kafar ofan í
hlutina. Hann
fær líka tæki-
færi til þess.
Orðstír á kostnað skjólstæðinga
Law and Order
Til varnar
krúnunni
Breska spennumyndin Til varnar
krúnunni (Defense of the Realm)
er frá 1985. Þar segir frá blaða-
manninum Mullen sem kemst
að því fyrir tilviljun að virðuleg-
ur breskur þingmaður hefur dul-
arfull tengsl við útsendara KGB.
Mullen áttar sig fljótlega á því
að fleira hangir á spýtunni og að
hugsanlega sé ríkisstjórnin að
reyna að sópa einhverju vand-
ræðamáli undir teppið. Hann
fær gamlan jaxl og aðstoðar-
konu þingmannsins í lið með
sér og reynir að komast til botns
í málinu.
Leikstjóri er David Drury og að-
alhlutverk leika Gabriel Byrne,
Greta Scacchi, Denholm Elliot og
Ian Bannen.
Tilboðsverð
án vsk. 2992.-
m.vsk. 3.725.-
Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00.
Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun
okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00.
• Þvottavatn í einu hólfi
• Skolvatnið i öðru hólfi
• Fótstigin rúllupressa
Tvær í einni
Tveggja hólfa Rocket-ræstifatan (15 l)
hefur fótstigna rúllupressu sem kemur
í veg fyrir hokur við þrifin. Einföld og
þægileg lausn fyrir heimilið og minni
svæði hjá stofnunum og fyrirtækjum.
Hreinna gólf og beinna bak
RÆSTIFATA
SJÓNVARP Leikararnir Tobey
Maguire og Íslandsvinurinn
Viggo Mortensen eru á meðal
þeirra karlleikara sem fengu til-
nefningu til MTV-kvikmynda-
verðlaunanna í ár. Þær fengu
þeir fyrir myndirnar „Spider-
Man“ og „The Lord of the Rings:
The Two Towers“ en báðar fengu
myndirnar fimm tilnefningar í
ár. Báðar í flokknum „besta
myndin“.
Mynd rapparans Eminem, „8
Mile“, „Barbershop“ og „The
Ring“ voru einnig tilnefndar í
flokknum.
Það ætti svo að koma fáum á
óvart að Kirsten Dunst hafi feng-
ið tilnefningu í leikkonuflokknum
en einnig var koss hennar og
Maguire úr „Spider-Man“ til-
nefndur í flokknum „besti bíókoss
ársins“. Willem Dafoe sem lék
Græna púkann fékk tilnefningu
sem „flottasta illmennið“.
Nýr flokkur var búinn til fyrir
verðlaunin í ár. Hann verðlaunar
fyrir „besta leik tölvufígúru“ og
þar eru tilnefndir Gollrir úr
Hringadróttinssögu, Yoda úr
Stjörnustríði, Kangaroo Jack úr
samnefndri mynd, Dobby úr
„Harry Potter and the Chamber of
Secrets“ og Scooby-Doo úr
samnefndri kvikmynd.
Þetta verður í tólfta sinn sem
kvikmyndaverðlaun MTV eru
veitt. Þau fara fram að þessu sinni
þann 31. maí í Shrine Auditorium
í Los Angeles. ■
SPIDER-MAN
Koss Kóngulóarmannsins og Mary Jane í rigningunni fékk tilnefningu sem „besti bíókoss
ársins“ á MTV-kvikmyndaverðlaununum í ár.
Tilnefningar til MTV-kvikmyndaverðlaunanna:
Kóngulóin á móti
hringnum eina
Við gerum betur
Njóttu
þess
að
ferða
st um
landi
ð
á góð
um bí
l
Avis dagsleiga, helgarleiga, vikuleiga. Eyddu minna í bílinn en meira í sjálfan þig og þína.
Kynntu þér tilboð Avis á bílaleigubílum.
Hringdu í Avis sími 5914000
Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – www.avis.is
* Opel Corsa, innifalið 50 km, vsk. og trygging
Aðeins2.850á dag
*
24