Fréttablaðið - 16.04.2003, Page 23
52 ÁRA Björgvin Halldórsson er 52
ára í dag. Óþarfi er að kynna af-
mælisbarnið, sem ber aldurinn vel
og gefur ekki tommu eftir:
„Þetta gerist einu sinni á ári og
ekkert við því að gera,“ segir
Björgvin um afmælið og ætlar
bara að vinna eins og hann er van-
ur. Björgvin er alltaf að: „Ég vil
alltaf hafa eitthvað að gera; eitt-
hvað að sýsla og nú er ég að taka
upp plötu. Ætla að nota páskadag-
ana í það. Þá er friður,“ segir hann.
Björgvin neitar því ekki að
töluverður munur sé á því að vera
52 eða 25 ára: „Nú hefur maður
náð þeim þroska sem maður
óskaði sér, er vitrari en áður. Hins
vegar var oft gaman að hafa ekki
vit á hlutunum og láta slag
standa.“
Þegar Björgvin var strákur
voru afmælin stórmál, „jafnvel þó
þau stæðu á oddatölu,“ eins og
hann orðar það. En dagurinn í dag
verður öðrum líkur nema hvað að
ekki er ólíklegt að Björgvin og
Ragnheiður eiginkona hans fái sér
eitthvað gott að borða í ljósaskipt-
unum. Annars eru þau að flytja og
því í mörg horn að líta: „Við erum
bara að flytja um nokkra metra,“
segir Björgvin en þau hjónin eru
svo til orðin ein á heimilinu og
þurfa ekki að vafra um í 260 fer-
metra einbýlishúsi lengur. Fundu
hæð í næsta húsi sem Kjartan
Sveinsson teiknaði: „Engar dórísk-
ar súlur heldur algert seventies,“
segir afmælisbarnið, sem er alls
ekki farið að hyggja að ævikvöld-
inu þó árin færist yfir eitt af öðru:
„Það yrði æðislegt að sitja í sól
undir sólhlíf og taka því rólega.
Sáttur við allt og alla,“ segir hann.
En þess er langt að bíða. Seinni
hálfleikur rétt að byrja. ■
Með súrmjólkinni 28 16. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR
FEGURÐARSAMKEPPNI Ungfrú Ís-
land.is verður kjörin í beinni
sjónvarpsútsendingu á Skjá ein-
um föstudaginn 25. apríl.
Keppnin fer fram í höfuðstöðv-
um Bifreiða og landbúnaðarvéla
á Grjóthálsi í Reykjavík en
fyrstu verðlaun eru einmitt
Getz-bifreið frá umboðinu. Ung-
frú Ísland.is leggur ekki ein-
vörðungu upp úr útliti keppenda
heldur skyggnist undir yfirborð-
ið og metur innri mann að jöfnu
við þann ytri. Athygli hefur vak-
ið að tveir keppenda eru af er-
lendu bergi brotnir þó komnir
séu með íslenskan ríkisborgara-
rétt. Irena kemur frá Póllandi og
Svetlana er rússnesk. Báðar
hafa stúlkurnar verið búsettar
hér á landi um nokkurra ára
skeið. ■
Smáauglýsingar: Bolabítur til sölu. Borð-ar hvað sem er. Hefur mjög gaman af
börnum.
FÖGUR FLJÓÐ
Keppendurnir í Ungfrú Ísland.is. Tveir útendingar eru í hópnum, Svetlana er önnur frá vinstri í
fremstu röð og fyrir ofan hans stendur Irena frá Póllandi.
Fegurð
í bílahöll
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON
Ber aldurinn vel og gefur ekki tommu eftir.
Þetta gerist...
Afmæli
BJÖRGVIN
HALLDÓRSSON
■ er 52 ára í dag og ætlar að vinna eins
og fyrri daginn. Það var meira um að vera
þegar hann átti afmæli sem strákur. Jafn-
vel þó afmælið stæði á oddatölu.