Fréttablaðið - 16.04.2003, Síða 25

Fréttablaðið - 16.04.2003, Síða 25
Húsdýragarðurinn í Laugardalstendur í blóma og aðsóknin aldrei verið meiri. Styrmir storkur trekkir, svo ekki sé minnst á nýja kálfinn hans Guttorms. Tómas Guðjónsson hefur stjórnað Hús- dýragarðinum frá opnun í maí 1990: „Sem barn dreymdi mig um að stjórna dýragarði en gallinn var bara sá að enginn dýragarður var til á Íslandi. Ég lærði því líffræði og ætlaði mér að gera eitthvað ann- að þegar Húsdýragarðurinn varð allt í einu að veruleika og draumur minn líka þegar ég fékk starfið,“ segir Tómas, sem var aðeins fimm ára gamall þegar hann var farinn að ganga um með orma í vösunum og fræða jafnaldra sína um dýra- ríkið með beinni tilvísun í það sem í vösunum var. Snemma beygist krókurinn: „Húsdýragarðurinn er í raun af- rakstur gönguferðar þeirra Davíðs Oddssonar, Magnúsar Sædal, bygg- ingafulltrúa borgarinnar, og Þórðar heitins Þorbjarnarsonar, fyrrum borgarverkfræðings. Þeir röltu hér um Laugardalinn og fengu þá þessa hugmynd sem nú blasir við öllum,“ segir Tómas, sem er borgarbarn í húð og hár þó dýrin eigi og hafi alltaf átt hug hans allan. Fæddur og uppalinn í Vesturbænum og býr þar með eiginkonu sinni, Ástu Melittu Urbancic, og fjórum börnum. ■ NJÁLA Fluguhnýtingar og nælon- þráður voru ekki komin í tísku þegar hetjur riðu um héröð á gull- öld íslenskra töffara og brenndu hús og klufu menn í herðar niður. Þrátt fyrir það virðast flugur hafa verið búnar að hasla sér völl sem varasamar tálbeitur. Jan Murto- maa, áhugamaður um laxveiði og Íslendingasögurnar, hefur legið yfir enskum þýðingum Íslendinga- sagnanna í vetur og hnaut um þessa vísu, í Penguin-útgáfu frá 1960, sem eignuð er Úlfi Uggasyni: I refuse to rise To the tempting fly Of the message I was sent, Feathered with bright poetry. I am too wise a fish To gobble the angler’s bait; These are troubled waters, But I can avoid being caught. Úlfur vill ekki verða ginning- arfífl þegar félagi hans reynir að mana hann til mannvíga með fiðraðri flugu í vísuformi og bít- ur ekki á agnið. Jan á bágt með að trúa því að víkingarnir hafi „líka verið færir fluguveiðimenn“ og hefur skrifað greinarkorn um vísuna sem að öllum líkindum mun birtast í næsta tölublaði Trout and salmon þar sem hann spyrst fyrir um það hvort ein- hver viti hvaðan Úlfur gæti hafa fengið þá vitneskju að hægt væri að blekkja fiska með skærfiðruð- um flugum. Viðar Hreinsson bókmennta- fræðingur segir greinilegt að flugan hafi þarna verið búin að öðlast merkingu sem tálbeita og nefnir annað dæmi sem tengist húskarlavígum þeirra Hallgerð- ar og Bergþóru en eftir að Sig- mundur, húskarl Hallgerðar, hafði gert Bergþóru skráveifur kom það í hlut Gunnars á Hlíðar- enda að stilla til friðar. Að því loknu bað hann Sigmund að láta ekki aðra flugu koma í munn sér, þannig að það má vel ímynda sér að myndmálið tengist fiskveiðum þótt tími hinna litskrúðugu flugna væri langt því frá runninn upp. ■ 30 16. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR DÝRAVÖRÐUR ■ Fimm ára gamall átti Tómas Guðjóns- son sér draum um að stjórna dýragarði. Draumur hans rættist fyrir 13 árum þegar Húsdýragarðurinn var opnaður og Tómas þar settur yfir menn og dýr. Með orma í vösunum TÓMAS Í HÚSDÝRAGARÐINUM Hugmyndin varð til í gönguferð Davíðs Oddsonar og tveggja félaga um Laugar- dalinn. FLUGUVEIÐAR Þrátt fyrir að flugu- veiðimenningin hafi ekki skotið rótum á ritunartíma Njálu er nokkuð um það í textanum að æs- ingamenn renni flugu fyrir vígamenn sem voru þó mis- ginkeyptir. Fluguveiðar ■ Þrátt fyrir að fróðir menn þekki engar heimildir um að menn hafi stundað fluguveiðar á tímum Njálu ber flugur á góma sem tálbeitur í sögunni og mynd- málið kemur öllum laxveiðimönnum kunnuglega fyrir sjónir. af fólkiFréttir Fluguveiðar í Njálu ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að Framsókn er ekki í framsókn. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Sumarliði (Guttormsson). Bashar Assad. Frá Rússlandi og Póllandi. Hrósið ...fær Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri fyrir að setja Einræðis- herra Chaplins á dagskrá Ríkissjón- varpsins í miðju stríði og kosninga- baráttu hér heima. Prenta.is býður þér stórkostlegan sparnað! Vissir þú að það er hægt að endurfylla flest Tónerhylki með áfyllingarsettinu frá prenta.is? Sparaðu í rekstrarkostnaði prentarans þíns og notaðu Tónerhylkið þitt aftur og aftur. Sem dæmi getur þú fyllt á Tónerhylkið þitt fyrir u.þ.b 1990 kr hjá prenta.is Þú getur sparað þér stórar upphæðir á prenta.is Prenta.is hjálpar þér að spara www. prenta.is Finnst þér dýrt að kaupa tónerhylki? Páskaveðrið VESTFIRÐIR Á Ísafirði verður að mestu skýj- að og hitinn á bilinu fjögur til tíu stig. Skýjað og súldarveður er framan af páskahelginni, en á laugardag og sunnudag sést væntanlega til sólar. Ísafjörður er mikill menningarbær og meðfram því að njóta fegurðar svæðisins er upplagt að skella sér á Söngvaseið, en aukasýn- ingar verða yfir páskana. SUÐVESTURLAND Ekki lítur það neitt sérstaklega vel út með skíðafærið. En lengi má vona. Þótt ekki sjái mikið til sólar verður milt veður og hitinn fjögur til níu stig. Helst að blási og rigni á föstudaginn langa. Sund og gönguferðir eru til- valin. Heiðmörkin er að vakna. SUÐURLAND Á sunnanverðu landinu verður skýjað og væntanlega mun rigna eitthvað. Veðr- ið verður milt og hitinn fimm til átta stig. Bíltúr er fín hugmynd. Hveragerði er sígildur áfangastaður og svo er ekki úr vegi að gá til vorsins á Þingvöllum. AUSTFIRÐIR Hlýindin ráða ríkjum á Austur- landi. Hitinn verður á bilinu sex til tólf stig. Hallormsstaða- skógur er við það að springa út. Fyrr en venju- lega. Þangað er hægt að sækja sér vorstemningu og fuglasöng. NORÐURLAND Á Akureyri verður milt veður, hitinn á bilinu sex til 14 stig. Hörðustu skíðaáhugamenn ættu að geta rennt sér efst í Hlíðarfjalli. Í Hlíðarfjalli verður aðstaða fyrir krakka að renna sér. Hluti skemmtunarinnar er líka að sýna sig og sjá aðra. Þar fyrir utan stendur sundlaug bæjarins alltaf fyrir sínu, auk þess sem vorið er að vakna í grasagarði bæjarins. Spennan vex fyrir kosningarn-ar og þessa dagana eru menn víða að funda og ráða ráðum sín- um. Á svona tímum er alltaf at- hyglisvert að fylgjast með því hverjir funda með hverjum og hvar. Þannig vakti það forvitni vegfaranda eins þegar hann sá þá Illuga Gunnarsson, aðstoðarmann forsætisráðherra, og Kára Stef- ánsson ganga saman inn í Stjórn- arráðshúsið um helgina. FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.