Fréttablaðið - 01.07.2003, Page 2
2 1. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Það væri óskandi að komast í eina
til að reka flóttann.
Stefán Pálsson er formaður Samtaka her-
stöðvaandstæðinga, sem héldu á árum áður fjöl-
mennar Keflavíkurgöngur til að mótmæla veru
bandarísks herliðs á íslenskri grund.
Spurningdagsins
Stefán, eru ekki síðustu forvöð að
fara í göngu?
GAZA-SVÆÐIÐ Palestínska lögreglan
tók við yfirráðum yfir landsvæð-
um á norðanverðri Gaza-strönd-
inni samfara brotthvarfi ísra-
elskra hversveita á fyrsta degi
vopnahlés palestínskra vígasam-
taka. Ísraelski herinn fjarlægði
vegatálma sína á aðalþjóðvegin-
um frá norðri og suðurs og opnaði
leiðina fyrir Palestínumönnum í
fyrsta skipti í tvö og hálft ár.
Skugga bar á fyrsta dag vopna-
hlés þegar herskár Palestínumað-
ur skaut til bana erlendan verka-
mann hjá ísraelsku fyrirtæki
skammt frá borginni Jenín á
Vesturbakkanum. Palestínsku
samtökin al-Aqsa hafa lýst
ábyrgð á árásinni á hendur sér.
Al-Aqsa er angi út úr Fatah-
hreyfingunni en liðsmenn sam-
takanna höfðu þó ekki undirritað
vopnahléssaminginn sem sam-
þykktur var af Hamas, Jihad og
Fatah um helgina.
Palestínskir og ísraelskir ráða-
menn hafa haldið áfram viðræð-
um um tilhögun brotthvarfs Ísra-
ela frá Vesturbakkanum. Að sögn
palestínskra öryggisfulltrúa hafa
Ísraelsmenn samþykkt að hörfa
frá Betlehem á morgun.
Ariel Sharon, forsætisráð-
herra Ísraels, mun funda með
Mahmoud Abbas, forsætisráð-
herra Palestínumanna, í dag til
þess að ræða frekari framkvæmd
vegakortsins. ■
Í SÆLUVÍMU
Palestínskur lögreglumaður veifar fána
þjóðar sinnar á þaki tveggja hæða bygg-
ingar í borginni Betlehem á Vestur-
bakkanum.
Vopnahlé í átökum Ísraela og Palestínumanna gengið í gildi:
Palestínumenn taka við landsvæðum
Aflétting trúnaðar:
Ekki á færi
nefndar
VARNARMÁL Sólveig Pétursdóttir,
formaður utanríkismálanefndar
Alþingis, gefur lítið fyrir yfirlýs-
ingar Guðmundar Árna Stefáns-
sonar, þingmanns Samfylkingar,
um að nefndin þurfi að koma sam-
an, meðal annars til að ræða hvort
hún eigi að aflétta trúnaði sem
ríkir um samskipti Íslands og
Bandaríkjanna vegna framtíðar
varnarliðsins. „Það er ekki á for-
ræði nefndarinnar að taka slíka
ákvörðun,“ segir Sólveig. Málið sé
á forræði forsætisráðherra og
hann einn geti aflétt trúnaði.
Guðmundur Árni skrifaði Sól-
veigu bréf fyrir hönd þriggja full-
trúa Samfylkingar í nefndinni og
fór fram á fund um stöðu við-
ræðnanna. Samkvæmt þingsköp-
um verður að halda fund krefjist
þrír af níu nefndarmönnum þess.
Sólveig segist ekki gera ráð fyrir
að fundarfært verði fyrr en í
næstu viku, erfiðlega hafi gengið
að ná nefndarmönnum saman
undanfarið. ■
LEITAÐ Í RÚSTUNUM
Fjöldi björgunarmanna vann að því að
grafa fólk undan rústum byggingarinnar
með aðstoð sérþjálfaðra hunda.
Bygging hrundi:
Fólk fast í
rústunum
TEL AVIV, AP Að minnsta kosti fjórir
létust og þrír slösuðust þegar
tveggja hæða bygging hrundi til
grunna í Tel Aviv í Ísrael. Þeir
sem létust voru fimm ára stúlku-
barn, tvær ísraelskar konur og
par frá Nígeríu.
Óttast var að allt að fimm
manns í viðbót lægju fastir undir
rústum byggingarinnar og unnu
björgunarmenn hörðum höndum
að því að bjarga fólkinu. Ísraelski
herinn lagði til tæki og sérþjálf-
aða hunda til að aðstoða við leit-
ina.
Talið er að gashylki hafi
sprungið inni í byggingunni og
valdið því að hún hrundi. Flestir
íbúa hússins voru erlendir farand-
verkamenn. ■
SÓLVEIG
PÉTURSDÓTTIR
Segir málflutning
Samfylkingarfólks
vera með ólíkind-
um.
Lýðheilsustöð tekur
til starfa:
Forstjóri fær
styttra leyfi
LÝÐHEILSUSTÖÐ Jón Kristjánsson,
heilbrigðisráðherra hyggst setja
nýjan forstjóra til bráðabirgða
yfir Lýðheilsustöð sem tók til
starfa í dag. Guðjón Magnússon,
sem skipaður var forstjóri til
fimm ára og átti að hefja störf í
dag, fór fram á frí til 15. septem-
ber 2004. Ráðherra hafnaði því en
féllst á að veita Guðjóni leyfi til 1.
október. Guðjón hafði ekki tekið
ákvörðun þegar blaðið fór í prent-
un í gærkvöld og því lá ekki fyrir
hvort og þá hver yrði settur yfir
stöðina til bráðabirgða. ■
TÓNLIST Ný smáskífa Sigur Rósar,
sem heitir ekki neitt, hefur fengið
betri viðtökur í Bandaríkjunum
og Kanada en nokkur smáskífa ís-
lenskrar hljómsveitar.
Platan fór í fjórða sæti yfir
söluhæstu smáskífur í Kanada í
annarri viku sinni á lista en fór
niður um fimm sæti viku síðar og
situr nú í því níunda.
Árangurinn í Bandaríkjunum
getur ekki talist síður merkilegur.
Hún er nú í 11. sæti yfir sölu-
hæstu smáskífur Bandaríkjanna.
Lag Sigur Rósar, sem er fyrsta
lagið af nýjustu breiðskífunni
„()“, er nú ofar á listanum en nýj-
ar smáskífur Jennifer Lopez,
Madonnu, Celine Dion, Busta
Rhymes, Linkin Park og Eminem.
Drengirnir í Sigur Rós héldu
afar magnaða tónleika á Hró-
arskelduhátíðinni um helgina
ásamt strengjakvartettinum Am-
inu. Þar léku þeir í Græna tjald-
inu, sem er næststærsta svið há-
tíðarinnar og rúmar um 50 þúsund
manns. Troðfullt var á tónleikum
þeirra og drengirnir klappaðir
upp tvisvar. ■
SIGUR RÓS
Árangur Sigur Rósar
hlýtur að teljast stór-
kostlegur. Engin önnur
íslensk hljómsveit hef-
ur nokkru sinni náð
jafn hátt á smáskífu-
sölulistum vestra.
Sigur Rós nær besta árangri íslenskra tónlistarmanna með nýrri smáskífu:
Fór í 11. sæti í Bandaríkjunum
BAGDAD, AP Mannréttindasamtök-
in Amnesty International segjast
hafa gögn undir höndum sem
bendi til þess að bandarískir her-
menn brjóti á mannréttindum ír-
askra fanga. Hundruð Íraka hafa
verið teknir höndum frá því
stríðið í Írak hófst og segir Am-
nesty gögn sín benda til þess að
aðstæður fanganna séu ómannúð-
legar og niðurlægjandi. Amnesty
skorar á Bandaríkjamenn að
heimila föngunum
að hitta fjölskyld-
ur sínar og njóta
lögfræðiaðstoðar
og biður um rett-
láta meðferð þeim
til handa. Amnesty
skorar enn fremur
á Bandaríkjamenn að láta rann-
saka hvað hæft er í ásökunum um
illa meðferð, pyntingar og jafn-
vel dauða íraskra stríðsfanga.
Lýsingar Íraka sem teknir
hafa verið höndum af bandarísk-
um hersveitum eru ófagrar. Þeir
segjast hafa verið kirfilega
bundnir með plastböndum og
neitað um vatn og jafnvel aðgang
að salerni fyrsta sólarhringinn í
haldi.
„Þeir yfirheyrðu okkur ekki
og fóru með okkur eins og skepn-
ur. Fyrstu vikuna máttum við
ekki þvo okkur og vatn var af
skornum skammti,“ segja rúm-
lega þrítugir bræður, Uday og
Rafaed Adel, sem bandarískar
hersveitir höfðu í haldi í röskan
mánuð.
Amnesty segir Bandaríkja-
menn verða að fara að alþjóða-
lögum og virða mannréttindi
Íraka. Í bréfi sem sent var Paul
Bremer, yfirmanni bráðabirgða-
stjórnar bandalagsherjanna í
Írak, er áhyggjum vegna þessa
lýst. Jafnframt er óskað eftir
upplýsingum um viðbrögð bráða-
birgðastjórnarinnar, hvernig hún
hyggist koma í veg fyrir að þetta
endurtaki sig og jafnframt bæta
fórnarlömbum skaðann.
Lögmenn bandaríska hersins
hafa lítið viljað tjá sig um ásak-
anirnar. Þeir hafa þó lýst því yfir
að tryggt verði að fangar njóti
lögfræðiaðstoðar innan þriggja
sólarhringa frá handtöku. ■
Á LEIÐ Í KLEFANN
Bandarískir hermenn hafa handtekið hundruð Íraka frá því stríðið í Írak hófst. Mannrétt-
indasamtök segjast hafa sannanir fyrir illri meðferð á stríðsföngum og skora á Bandaríkja-
menn að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Saka Bandaríkjaher
um mannréttindabrot
Mannréttindasamtökin Amnesty International skora á Bandaríkja-
menn að virða alþjóðalög og tryggja mannúðlega meðferð
stríðsfanga í Írak.
■
„Fyrstu vikuna
máttum við
ekki þvo okkur
og vatn var af
skornum
skammti.“
Dagblöð: Meðallestur á tölublað.
Sjónvarp: Uppsafnað áhorf (meðaltal).
Útvarp: Eitthvað hlustað yfir daginn.
65,9%
63,7%
53,4%
45,7%
31,8%
29,9%
29,1%
27,8%
27,5%
10 20 30 40 50 60 70
FRÉTTABLAÐIÐ
RÍKISSJÓNVARPIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STÖÐ2
SKJÁR1
RÍKISÚTVARPIÐ -RÁS2
DV
RÍKISÚTVARPIÐ -RÁS1
BYLGJAN
MEST NOTUÐU MIÐLARNIR
Hér má sjá hversu stór hluti Íslendinga á
aldrinum 12 til 80 ára notar ákveðna
miðla að meðaltali á hverjum degi.
Fjölmiðlakönnun Gallup:
Fréttablaðið
vinsælasti
fjölmiðillinn
KÖNNUN Fréttablaðið er vinsælasti
fjölmiðillinn á Íslandi. Þetta má
lesa úr fjölmiðlakönnun Gallup.
Þegar borin eru saman meðallestur
dagblaðanna, meðaláhorf sjón-
varpsstöðvanna og meðalhlustun
útvarpsstöðvanna kemur í ljós að
Fréttablaðið hefur stærsta hópinn
að baki sér. 65,9 prósent lands-
manna lesa Fréttablaðið að meðal-
tali hvern útgáfudag. Til saman-
burðar kveikja að meðaltali um 63,7
prósent landsmanna á dagskrá Rík-
issjónvarpsins einhvern tímann
dagsins, 53,4 prósent fletta Morg-
unblaðinu og 45,7 prósent stilla á
dagskrá Stöðvar 2. Nokkrir miðlar
koma síðan í hnapp með meðalnotk-
un frá 27 til 32 prósent: SkjárEinn,
DV, Rás 2, Rás 1 og Bylgjan.
Þessi samanburður er dálítið
óhagstæður dagblöðunum þar sem
þeir sem segjast lesa þau eða fletta
þeim hafa aðgang að allri dagskrá
þeirra. Í meðaláhorfi og -hlustun
rafmiðlanna er fólk sem horfði eða
hlustaði aðeins fáeinar mínútur og
sá eða heyrði aðeins brot af dag-
skránni. Engu að síður sýnir þessi
samanburður að staða Fréttablaðs-
ins á fjölmiðlamarkaði er óvenju
sterk.
Sama kemur í ljós þegar skoð-
aður er sá hópur sem notaði miðl-
ana eitthvað í könnunarvikunni. Á
Suðvesturhorninu sögðust þannig
94,3 prósent hafa lesið Fréttablaðið,
92,3 horft á Ríkissjónvarpið, 79,5
prósent lesið Morgunblaðið, 75,5
prósent horft á SkjáEinn, 70,8 pró-
sent horft á Stöð 2 og 68,4 hlustað á
Rás 2. Uppsöfnuð notkun á aðra
miðla var minni.
Í könnuninni kemur fram að það
dró úr áhorfi á sjónvarp og hlustun
á útvarp frá mars til júní en dag-
blaðalestur jókst á sama tíma. ■
VÖRUSKIPTI STÖÐVUÐ Lögreglu-
menn í Hafnarfirði gerðu athuga-
semd við vöruskipti ungs pilts og
erlendra sjómanna. Pilturinn skipti
á reiðhjóli fyrir tóbak. Reiðhjólið
átti pilturinn ekki sjálfur en sagð-
ist hafa fundið það á víðavangi.
■ Lögreglufréttir