Fréttablaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 15
ANDLÁT Leikkonan Katharine
Houghton Hepburn dó um helgina,
96 ára að aldri. Hún var mjög
heilsulítil síðustu árin og hafði þeg-
ar greinst með Parkinsonsveiki.
Feril Hepburn var einn sá glæsi-
legasti í Hollywood og hún talin til
merkustu kvenna kvikmyndasög-
unnar. Á þeim sex áratugum sem
hún var í deiglunni fékk hún meðal
annars ellefu tilnefningar til Ósk-
arsverðlauna og vann þau fjórum
sinnum. Hún tók styttuna heim fyr-
ir myndirnar „Morning Glory“
(1933), „Guess Who’s Coming to
Dinner“ (1967), „The Lion in Wint-
er“ (1968) og „On Golden Pond“
(1981).
Hún lék við hlið margra merk-
ustu karlleikara sögunnar, þar á
meðal James Stewart, Cary Grant,
Humphrey Bogart og Spencer
Tracy, sem var elskhugi hennar til
langs tíma. Hepburn varð einnig
þekkt fyrir að gera allt sem í sínu
valdi stóð til þess að halda sig frá
sviðsljósinu á meðan hún var ekki í
vinnunni. Hún neitaði að ganga
með andlitsfarða og þótti afar hisp-
urslaus í fari, eitthvað sem var illa
liðið á þeim tíma, og snerist al-
menningur gegn henni á tímabili
vegna þessa.
Hepburn lærði leiklist í Bryn
Mawr-háskólanum og fékk sín
fyrstu hlutverk á Broadway stuttu
eftir útskrift. Hún fékk aðeins
aukahlutverk í fyrstu en þótti alltaf
mjög áberandi á sviðinu. Eitt leiddi
af öðru og Hepburn fékk sitt fyrsta
kvikmyndahlutverk árið 1932 í
myndinni „Bill of Divorcement“.
Hún þótti standa sig vel og var boð-
inn samningur hjá kvikmyndaveri.
Hún lék í fimm myndum á tveimur
árum og hlaut sín fyrstu Ósk-
arsverðlaun á því tímabili fyrir
„Morning Glory“.
Hún lék í rúmlega 50 kvikmynd-
um á ferli sínum en það var hlut-
verk hennar í „The African Queen“
frá 1951, þar sem hún lék á móti
Humphrey Bogart, sem skaut
stjörnu hennar upp á himininn.
Hún skrifaði síðar bók um tökur
þeirrar myndar og varð þar með
metsölurithöfundur, þá 77 ára göm-
ul. Síðasta mynd Hepburn var
„This Can’t Be Love“ sem gerð var
fyrir sjónvarp árið 1994.
Hepburn giftist sviðsleikaran-
um Ludlow Ogden árið 1928 en þau
skildu sex árum síðar. Hún og leik-
arinn Spencer Tracy felldu hugi
saman og eyddi hún 27 árum af ævi
sinni með honum, allt fram að
dauða hans árið 1967. Eftir það átti
hún í fjögurra ára sambandi við
milljarðarmæringinn Howard
Hughes. ■
ÞRIÐJUDAGUR 1. júlí 2003 15
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 FRUMSÝNINGBRINGING DOWN THE H... 8, 10.10KANGAROO JACK kl. 6
Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 b.i. 12 Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14
kl. 8 og 10 ANGER MANAGEMENTkl. 4 og 6AGENT CODY BANKS
THEY kl. 6, 8 og 10 b.i. 16 IDENTITY kl. 6, 8 og 10 b.i. 16 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
KATHARINE HEPBURN
Margir hafa minnst leikkonunnar í banda-
rískum fjölmiðlum síðustu daga. Þar á
meðal Bush Bandaríkjaforseti og leikkonan
Elizabeth Taylor.
Stórtíðindi í Hollywood:
Katharine
Hepburn látin
Colin Farrell þarf að dúsa ísímaklefa í um það bil 80 mín-
útur í Phone Booth eftir að hann
slysast til að svara hringingu frá
klikkaðri leyniskyttu sem hótar
því að drepa hann yfirgefi hann
klefann. Höfuðlausn Farrels felst í
því að játa áhuga sinn á ungri
leikkonu fyrir eiginkonu sinni.
Geri hann ekki þessa yfirbót fær
hann kúlu í hausinn. Skyttan hefur
áður drepið barnaníðing og inn-
herjasvindlara þannig að manni
finnst nú brot hins ólánssama
Farrells frekar lítilfjörlegt þar
sem hann hafði ekki einu sinni af-
rekað það að sofa hjá væntanlegu
viðhaldinu sem hann hringir í á
hverjum degi úr þessum síma-
klefa dauðans.
Hugmyndin að baki Phone
Booth er ágæt og myndin heldur
þrælgóðum dampi fram að hléi en
þá lendir fléttan í bölvuðum
ógöngum og hallærislegur endir-
inn sýnir svo ekki verður um
villst að þessi snjalla hugmynd
var aldrei hugsuð til enda.
Ódýr lausnin situr eftir í
manni og grefur undan góðum
fyrri hlutanum þannig að þrátt
fyrir ágætis viðleitni veldur
myndin vonbrigðum.
Farrell nýtur sín ágætlega í
hlutverki syndarans iðrandi og
Forrest Whitaker er alltaf jafn
sjarmerandi í hlutverki lögreglu-
foringja sem reynir að átta sig á
undarlegri hegðun ruglaða
mannsins í símaklefanum. Þá er
Kiefer Sutherland í góðum gír
sem morðinginn. Hann sést nán-
ast ekki neitt en kann greinilega
að beita röddinni í síma.
Þórarinn Þórarinsson
Hremming-
ar í símaklefa
PHONE BOOTH:
Leikstjóri: Joel Schumacher
Aðalhlutverk: Colin Farrell,
Kiefer Sutherland, Forest Whitaker
Írskur hreimur leikarans SeanConnery í myndinni „The
Untouchables“
var valinn „versti
hreimur kvik-
myndanna“ af
lesendum breska
kvikmyndablaðs-
ins Empire. Í
greininni sem
fylgdi með stóð
að Connery gæti
aldrei falið
skoska hreiminn
sinn. Bandaríkja-
menn eru líklegast ekki sammála
Bretum í þessu því Connery vann
einmitt Óskarsverðlaunin fyrir hlut-
verk sitt í myndinni. Aðrir leikarar
sem voru ofarlega á listanum voru
Dick Van Dyke í „Mary Poppins“,
Brad Pitt í „Seven Years in Tibet“,
Charlton Heston í „Touch of Evil“
og Heather Graham í „From Hell“.
Rússneski lesbíudúettinn t.A.T.u.komst aftur í heimspressuna um
helgina þegar yfirvöld í Japan bönn-
uðu stúlkunum að skjóta senur fyrir
myndband. Þær höfðu ætlað sér að
taka upp hluta af myndbandi í aðal-
verslunarhverfi Tokíó, en beiðni
þeirra var synjað á síðustu stundu
af ótta við öngþveiti.
Umfjöllunkvikmyndir