Fréttablaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 23
Veðurspá helgarinnar brást og ístað sólarinnar féll regnið í
stríðum straumum. Meðal þeirra
sem lögðu land undir fót var CP
félagið sem hélt aðra sumarhátíð
sína í Reykholti í Biskupstungum.
„Við vorum með varðeld á föstu-
dagskvöldi og þá rigndi ekki,“
segir Ingibjörg Óskarsdóttir, for-
maður félagsins. Síðan lá leiðin í
Friðheima. „Þar stytti líka upp á
meðan við fórum á hestbak.“
Fyrst spáin brást gat hópurinn
varla verið heppnari. Síðan var
haldið í sundlaugina á Geysi og í
dýragarðinn Slakka í Laugarási.
„Þetta var vel heppnað og allir
skemmtu sér konunglega.“
CP er skammstöfun fyrir
Cerebral palsy eða heilalömun.
Ingibjörg er reyndar ekki hrifin
af hugtakinu heilalömun, sem
þykir ekki lýsa þessari fötlun vel.
„Í þessum hópi eru þeir sem verða
fyrir heilaskaða á meðgöngu, í
fæðingu eða rétt eftir fæðingu.
Þetta er mjög breiður hópur og
fötlunin misalvarleg.“
CP er stærsti fötlunarflokkur á
Íslandi en eignaðist ekki félags-
skap fyrr en í október 2001. Sam-
eiginleg einkenni eru hreyfihöml-
un, en annars konar fötlun getur
einnig fylgt með. „Fötluninni get-
ur fylgt þroskahömlun, en margir
í þessum hópi eru vel greindir ein-
staklingar.“
Samtökin hyggjast gefa út
bækling með haustinu til fræðslu
um CP. Ingibjörg segir að upplýs-
ingar um CP á íslensku hafi ekki
legið á lausu. „Það er mjög erfitt
að fá upplýsingar um að barnið
manns sé með einhverja fötlun og
maður veit ekkert hvað er fram
undan. Þetta hafa margir foreldar
upplifað.“ Markmiðið er að bæta
úr þessu og auðvelda fólki upplýs-
ingar um fötlunina og miðla af
reynslu.
Í félaginu eru yfir 200 manns,
fatlaðir, aðstandendur þeirra og
fagfólk. Þeir sem vilja afla sér
meiri upplýsinga geta gert það á
vef samtakanna http://cp.is.
23ÞRIÐJUDAGUR 1. júlí 2003
Gatnanöfn eru æði skrautleg íFyrirtækjaskrá Hagstofunn-
ar og sjálfsagt gætu einhverjir
lent í vandræðum með að finna
fyrirtæki sem skráð eru til
heimilis að Bæjarhásli, Fjarð-
gargötu, Hagamára, Harmarvík,
Herólfsgötu, Kleetási, Njósundi,
Norðurgöt, Nótúni Skólavörður-
stíg og Stóholti. Glöggir menn
telja víst að líklega heiti göturn-
ar heiti Bæjarháls, Fjarðargata,
Hagasmári, Hamravík Herjólfs-
gata, Klettás, Mjósund, Norður-
gata, Nóatún, Skólavörðustígur
og Stórholt og eitthvað hafi inn-
sláttur gatnaheita verið vafa-
samur hjá skránni. Innsláttar-
villurnar munu vera mun fleiri
en þessi dæmi sýna en þessi
þykja með þeim skondnari og
því er allt útlit fyrir að starfs-
menn Hagstofunnar eigi mikið
og þreytandi leiðréttingarstarf
fyrir höndum nema stefnan sé
að halda þessum undarlegu gat-
naheitum inni fólki ýmist til ama
eða yndisauka.
Fréttiraf fólki
SKEMMTILEG HELGI
Fánar, blöðrur, dráttarvél og glaður hópur á sumarhátíð CP félagsins. Allir skemmtu sér
konunglega og uppstyttan kom eftir pöntun þegar á þurfti að halda.
Samtök
■ CP er samheiti yfir fötlun þeirra sem
hafa orðið fyrir heilaskaða í kringum eða
í fæðingu. Þetta er breiður hópur sem
skemmti sér konunglega saman í útilegu
um helgina.
Vel heppnuð sumarskemmtun CP félagsins
Eyrnapinna-
verk verð-
launað
MYNDLIST Rósa Sigrún Jónsdóttir
myndlistarmaður tók þátt í lista-
hátíð í Luleå í Svíþjóð þar sem
samankomnir voru 30 listamenn
frá 22 löndum. Þetta er í fyrsta
sinn sem Luleå-sumartví-
æringurinn er haldinn en Luleå
hefur árum saman staðið fyrir
vetrarhátíð listamanna víðs veg-
ar að úr heiminum.
Listamennirnir dvöldu í
Luleå í hálfan mánuð við sköpun
og uppsetningu verka sinna en
samsýning var síðan opnuð síð-
asta laugardag.
Verk Rósu Sigrúnar hét
About Beauty og var saumað
saman úr rúmlega 10 þúsund
eyrnapinnum. Hluti verksins
var myndband sem sýndi lista-
konuna sauma saman á sér fing-
urna í sama mynstri og eyrna-
pinnana.
Verkið og uppsetning þess í
Konstens Hus í Luleå vakti verð-
skuldaða athygli og var Rósa Sig-
rún valin úr hópnum ásamt ítölsk-
um listamanni, Marco Dessardo,
og voru verk þeirra verðlaunuð
með fjárframlagi. ■
FÖNGULEGUR HÓPUR
Þessi myndarlegi hópur kvenna hljóp
kvennahlaupið í fjallaþorpi á Spáni.
Hlaupið í
Pýrenea-
fjöllum
KVENNAHLAUP Íslenskar konur láta
ekki fjarlægð frá heimahögunum
aftra sér að hlaupa kvennahlaup-
ið sem hlaupið er í tilefni af 19.
júní, degi íslenskra kvenna.
Föngulegur hópur sem var í
gönguferð í Pýreneafjöllum með
ÍT ferðum hljóp kvennahlaupið. Í
fjallaþorpinu Torla í Aragon, sem
er í 1.000 metra hæð, enduðu kon-
urnar viku gönguferð með því að
taka þátt í Kvennahlaupinu og
fengu bol og pening að launum
eins og vera ber. Í ferðinni gekk
hópurinn meðal annars til Frakk-
lands yfir Rolandskarðið og gisti
tvær nætur í Frakklandi í rúm-
lega 2.500 metra hæð. Hæsta
fjallið sem hópurinn gekk á heit-
ir Mont Tallion og er í 3.144
metra hæð, en náttúrufegurð er
mikil á þessum slóðum.
Einnig hlupu tvær konur sem
voru á vegum ÍT-ferða í Tossa de
Mar-kvennahlaupinu, þannig að
samtals hlupu 18 konur úr þess-
um hópi kvennahlaupið á Spáni. ■