Fréttablaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 22
Knattspyrnufélagið Víkingur,“svarar Anton Örn Kærnested, ritstjóri Símaskráarinnar, stutt og laggott um áhugamál sín. Bætir svo við stangveiði, bæði laxveiði og sjóstangaveiði. „Ég var svo heppinn að vera formaður Víkings á árunum 1981-1982 þegar við unnum allt sem hægt var að vinna.“ Anton gekk í Víking þrettán ára gamall og náði hálfrar aldar afmæli sem félags- maður nú í vor. „Ég spilaði með yngri flokkunum en gat ekki neitt,“ segir Anton og hlær. „Ég hef lýst því þannig að ég var fyrirliði þriðja flokks 1953 eða 54 sem tapaði 22-0 fyrir Fram en formaður þegar við unnum allt sem hægt var að vinna.“ Þá hafði mikið vatn runnið til sjávar í uppbyggingu félagsins. Anton lauk námi frá Loftskeyta- skólanum 1963 og hóf þá störf hjá Landssímanum. „Síðan fór ég í námsferðalag, eins og ég kalla það, sem stóð í 27 ár.“ Námsferðalagið fólst í því að vinna við bókaútgáfu, bæði hjá Al- menna bókafélaginu og í eigin rek- stri. Forstjóri Almenna bókafélags- ins á þeim tíma var ungur rekstrar- hagfræðingur, Brynjólfur Bjarna- son. Leiðir þeirra Antons lágu aftur saman þegar Brynjólfur varð for- stjóri Símans. „Mér til mikillar gleði,“ segir Anton. Hann hugsar hlýlega til áranna hjá Almenna bókafélaginu. „Þar sá um fjármálin Sophus faðir Friðriks, forstjóra Landsvirkjunar. Ég verð að segja það að ég hef ekki lært meira af nokkrum manni mér óskyldum en Sophusi Guðmundssyni.“ Sölumál- in voru á könnu Antons og kom hann á fót bókaklúbbi AB sem hafði 17 þúsund meðlimi á blóma- skeiði sínu. Þegar Anton sneri aftur til Sím- ans tók hann að sér ritstjórn Síma- skrárinnar. Símaskráin er viðamik- ið verkefni. „Fólk rekur oft upp stór augu þegar ég segist vera rit- stjóri Símaskráarinnar. Metnaður okkar er að hafa hana helst villu- lausa, en ég held ég hætti daginn sem hún verður villulaus. Þá er þetta fullkomið.“ ■ 22 1. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Persónan ANTON ÖRN KÆRNESTED ■ er ritstjóri Símaskráarinnar og eld- heitur Víkingur. Hann er giftur og á þrjú börn. Barnabörnin eru þrjú, en það þriðja bættist nýlega í hópinn. Fréttiraf fólki Með Herjólfi á Þjóðhátíð Hægt er að bóka á netinu: www.herjolfur.is Brottfarartími 03 -0 31 0 Miðasala hefst í dag! Í dag byrjum við að taka á móti pöntunum og selja miða með Herjólfi á Þjóðhátíðina í Eyjum. Athugið að greiða þarf pantaða miða fyrir 11. júlí og ósóttar pantanir verða seldar 17. júlí. Miðvikudagur 30. júlí Ferð 1 08.15 12.00 11.00 Ferð 2 16.00 19.30 17.50 Fimmtudagur 31. júlí Ferð 1 08.15 12.00 11.00 Ferð 2 16.00 19.30 17.50 Föstudagur 1. ágúst Ferð 1 08.15 12.00 11.00 Ferð 2 16.00 19.30 17.50 Laugardagur 2. ágúst Ferð 1 08.15 12.00 11.00 Sunnudagur 3. ágúst Ferð 1 13.00 16.00 14.50 Mánudagur 4. ágúst Ferð 1 11.00 14.30 12.50 Ferð 2 18.00 21.30 19.50 Þriðjudagur 5. ágúst Ferð 1 01.00 04.00 02.50 Ferð 2 08.15 12.00 11.00 Ferð 3 16.00 19.30 17.50 Frá Vestm.eyjum Frá Þorlákshöfn Frá BSÍFerðirDagar ATHUGIÐ! Breyttur brottfarartími ATHUGIÐ! Breyttur brottfarartími Næturferð aðfaranótt þriðjudags Opið hjá Landflutningum-Samskipum á milli 9.00 og 16.00 alla virka daga. Sími 569 8400 vetraráætlun N‡ til Ali cante me› Icelandair í allan vetur Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Fyrstir koma - fyrstir fá! 22. október, 5. nóvember, 19. nóvember, 3. desember, 18. desember og 5. janúar. Kynningarver› á fyrstu 200 sætunum 14.900 kr. Flug aðra leið með flugvallarsköttum. Vegna gífurlegrar eftirspurnar höfum vi› fengi› örfá vi›bótarsæti á eftirfarandi dagsetningar: 25. júní 10 sæti - 9. júlí 8 sæti 23. júlí 15 sæti – 13. ágúst 10 sæti. – 27. ágúst – 10. sæti. 3., 10., 17. og 24. september 40 sæti. Ver› frá Ver› frá 27.930 kr. Flug fram og til baka með flugvallarsköttum. Beint leiguflug fyrir sumarhúsa- eigendur og a›ra farflega til Spánar! Ungir vinstri grænir halda útiöflugu og beinskeyttu vefriti á slóðinni www.uvg.vg. Félagar í ungliðahreyfingunni eru hins vegar dreifðir úti um allan heim í sumar og því hefur ritstjórn vefj- arins ákveðið að taka sumarfrí frá 1. júlí til 1. ágúst. Það hefur að vísu ekki þótt til eftirbreytni að loka vefritum, né öðrum fjöl- miðlum vegna sumarleyfa, en ungir vinstri grænir hafa litlar áhyggjur og beygja sig ekki und- ir markaðslögmálin. Þeir hvetja fólk til að njóta sumarblíðunnar fullvissir að byltingin lifi af mán- aðarsumarfrí. Það vakti nokkra athygli þegarfélagar í ofbeldisvarnarhópi femínista komu saman fyrir utan nektardansstaðinn Goldfinger í Kópa- vogi á laugardags- kvöld með það fyrir augum að vekja gesti staðarins til meðvitundar um það að þeir gætu, með viðskiptum sínum, verið að fótumtroða mannréttindi stúlkna sem hugsanlega hefðu verið seld- ar hingað mansali. Karlmenn eru alla jafna stærsti kúnnahópur staðarins en til þess að jafna kynjahlutfallið þetta kvöld var ungum og hressum stúlkum smalað á staðinn gegn ókeypis drykkjum á barnum. Líklega hef- ur meiningin verið að svekkja femínistana með því að sýna fram á að ungar íslenskar konur gætu vel hugsað sér að heim- sækja staði á borð við Gold- finger. Bleikklæddir femínistarn- ir létu þetta hins vegar ekkert á sig fá og voru ánægðir með ferð sína í Kópavoginn og þá athygli sem hún vakti. Stúlkurnar sem fengu frítt að drekka voru ekki síður sáttar við sitt og fengu far með limósínu á djammið í mið- bænum þegar hlutverki þeirra var lokið. Forláta stóll eftir Pétur B.Lúthersson hvarf sem kunn- ugt er af húsgagnasýningu í Kringlunni í síð- ustu viku og ekk- ert hefur spurst til hans síðan. Eftirgrennslan hönnuðarins hef- ur þó orðið til þess að sjónar- vottur hefur gef- ið sig fram, en afgreiðslustúlka í nálægri verslun tók eftir mani sem gaf sér góðan tíma til að skoða stólana á sýningunni áður en hann gerði sér lítið fyrir og valdi eitt stykki sem hann skellti í innkaupakerru og trillaði með hann burt. Hún gerði sér hins vegar ekki grein fyrir því fyrr en eftir á að hún hafði orðið vitni að bíræfnu stólsráni sem enn er óupplýst. Þeir sem hafa orðið varir við ferðir stólsins eru sem fyrr beðnir að snúa sér til lög- reglu. Össur Skarphéðinsson, formað-ur Samfylkingarinnar, er mikill skákáhugamaður og félagi í Hróknum, sem stóð fyrir alþjóð- legu skákmóti á Grænlandi um helgina. Össur hafði haft hug á að geta att kappi við meistarana sem tefldu á mótinu en þar sem tvísýnt var að hann kæmist tímanlega til Græn- lands var fallið frá því að skrá hann til leiks. Össur náði þó til Qaqartoq fyrir setningu en þang- að kom hann með þyrlu eftir flug frá Íslandi til Narsarssuaq. Hann hefur svo fylgst með mótinu af hliðarlínunni en hefur tekið nokkrar óformlegar skákir bæði við meistara sem áhugamenn. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Condoleezza Rice. Sólveig Pétursdóttir. KK og Magnús Eiríksson. ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að Gísli Mart- einn Baldursson er ekki skjallþáttastjórnandi. ANTON ÖRN KÆRNESTED Var formaður gullaldarliðs Víkinga. Félagið náði mun betri árangri með hann sem for- mann en sem leikmann. Hættir þegar skráin verður villulaus

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.