Fréttablaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 4
4 1. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ Lögreglufréttir Hvað finnst þér um leyndina sem hvílir á viðræðum um framtíð varnarliðsins? Spurning dagsins í dag: Hvernig gengur Barnsley undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 11,7%Frekar ósátt(ur) 53,2%Mjög ósátt(ur) 16,6%Mjög ósátt(ur) 18,5%Frekar sátt(ur) Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is HINDÚAGUÐINN SHIVA Búist er við því að hátt í 150.000 hindúar muni taka þátt í árlegri pílagrímaferð til hellis í Himalaya-fjöllum. Indverskir pílagrímar: Tryggja sig fyrir árásum INDLAND, AP Hindúar á leið í árlega pílagrímaferð til Kasmír verða að kaupa sér líftryggingu vegna yfir- vofandi árása herskárra múslíma. Hverjum pílagrími ber skylda til að greiða sem svarar um þrem- ur íslenskum krónum til ind- versks tryggingarfélags áður en haldið er af stað til Amarnath- hellis í Himalaya-fjöllum. Ef hann er drepinn á leiðinni fær fjöl- skyldan andvirði um 160.000 ís- lenskra króna í bætur. Pílagrímaferðin hefst í borg- inni Jammu 12. júlí. Hátt í 20.000 her- og lögreglumenn munu sjá um að gæta öryggis pílagrímanna. Á síðustu þremur árum hafa 49 pílagrímar verið drepnir af víga- mönnum þrátt fyrir öfluga örygg- isgæslu. ■ KÆRÐI MORÐTILRAUN Kona hafði samband við lögregl- una í Reykjavík á laugardags- morgun og sagði mann hafa reynt að myrða sig. Ráðist hafði verið á konuna og var hún flutt á slysa- deild. LÍBERÍA, AP Leiðtogar ríkja Vestur- Afríku hafa farið fram á það að Bandaríkin sendi 2.000 hermenn til Líberíu til að taka þátt í friðar- gæslu í landinu. Fulltrúar örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna ræddu við leiðtogana á fundi í Gana. Óstaðfestar heimildir herma að tillögur leiðtoganna feli í sér að Vestur-Afríkuríki leggi til 3.000 friðargæsluliða og Bandaríkin 2.000 til að reyna að skilja að stríðandi aðila. Í þrjú ár hafa upp- reisnarmenn barist við hersveitir stjórnvalda með það að markmiði að ná yfirráðum í Monróvíu, höf- uðborg Líberíu, og steypa Charles Taylor forseta af stóli. Á aðra milljón Líberíumanna hefur orðið að flýja heimili sín vegna átak- anna. Stjórnarherinn hefur verið ásakaður um stríðsglæpi á borð við morð, nauðganir og mannrán. Kofi Annan, aðalritari Samein- uðu þjóðanna, hefur farið fram á að sent verði alþjóðlegt friðar- gæslulið til Líberíu og hvatt öryggisráðið til að taka málin í sínar hendur. Annan hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að Bandaríkjunum beri að taka virk- an þátt í því að koma á friði í landinu. Fram til loka kalda stríðsins var öflugt viðskipta- og stjórn- málasamband milli Bandaríkj- anna og Líberíu, en Líbería var stofnuð á 19. öld af bandarískum þrælum sem veitt hafði verið frelsi. ■ FÓRNARLAMB BORGARASTRÍÐS Hinn eins árs gamli Courage Sumowar missti handlegginn í sprengjuárás á bandarískt sendiráðshverfi í Monróvíu þar sem fjöldi líberískra flóttamanna hafði leitað skjóls undan átökum. FLUGMÁL Flugmaður litháískrar farþegaflugvélar sem flogið var af leið yfir Þingholtin á sunnu- dagskvöld virðist hafa ætlað að lenda á rangri flugbraut. Ekki hafa fengist upplýsingar um ná- kvæma flugleið. Tveir menn voru um borð í vélinni, sem kom hingað til lands frá Litháen um Björgvin í Noregi með lokaáfangastað í Bandaríkjunum. Báðir hafa einkaflugmannsréttindi. Flug- maðurinn fékk heimild til að- flugs og var á eðlilegri stefnu yfir Faxaflóa þar til flugvélin kom niður úr skýjum um það bil yfir ytri höfninni. Flugmaður- inn virðist hafa talið að hann ætti að lenda á gömlu 2-4 flugbrautinni sem liggur frá norðaustri til suðvest- urs í stað þess að lenda á Norð- ur-Suður brautinni 1-9 við Tjarnarendann. Hann beygði því yfir Þingholtin. Flugmaðurinn sveigði loks að réttri flugbraut en varð að hætta við lendingu þar sem vél- in var komin of langt inn á brautina. Flugumferðarstjóri gaf flugmanninum fyrirmæli um að sveigja til hægri í nýtt að- flug en þá brá svo við að flug- maðurinn beygði til vinstri í átt að Fossvogi. Hann lenti vélinni síðan áfallalaust. Ekki reyndist unnt í gær að fá yfirlit yfir flugleið og flug- hæð Litháanna yfir byggðinni í Þingholtunum. Einn sjónarvottur fullyrti við Fréttablaðið að vélinni hefði verið flogið mjög lágt yfir Lista- safni Einars Jónssonar, Hnit- björgum, sem stendur aðeins um 100 metra frá Hallgríms- kirkju. Flughæðin hafi örugg- lega verið minni en þeir 75 metrar sem kirkjan gnæfir yfir Skólavörðuholti. Flugmálastjórn sagðist í gær hafa kyrrsett mennina vegna gruns um brot á loftferðalögum. Lögregla var beðin að taka skýrslu af mönnunum tveimur. Heimir Már Pétursson upplýs- ingafulltrúi sagði Flugmála- stjórn vera að afla upplýsinga um flugmannsréttindi Litháanna og skráningu flugvélarinnar. Þormóður Þormóðsson, rann- sóknarstjóri Rannsóknarnefnd- ar flugslysa, sagðist í gær ekki geta staðfest hvort hætta hafi stafað af fluginu. „En við lítum á þetta sem alvarlegt flugat- vik,“ sagði Þormóður. Flugmaður sem Fréttablaðið ræddi við taldi málið vera storm í vatnsglasi: „Hafi flugmaður- inn verið kominn í sjónflug hef- ur aldrei verið nein hætta á ferðum. Hann hefur séð hvert hann var að fara og haft fulla stjórn á vélinni.“ gar@frettabladid.is Hvorki Rannsóknarnefnd flugslysa né Flugmálastjórn upplýsa um flugleið litháísku flugvélarinnar yfir Þingholtunum. Flugmaðurinn ætlaði að lenda á rangri flugbraut og flaug rétt við Hallgrímskirkju. Flaug rétt framhjá kirkjuturninum FLUGLEIÐIN Enn hefur ekki verið skýrt frá flugleið lit- háísku flugvélarinnar yfir Þingholtunum. Af viðtölum við sjónarvotta og öðrum upplýs- ingum sem blaðið hefur virðist þó sem leiðin hafi líkst því sem gefið er til kynna á meðfylgjandi korti. „Hafi flug- maðurinn verið kominn í sjónflug hef- ur aldrei verið nein hætta á ferðum. LITHÁÍSKA FLUGVÉLIN Flugvél Litháanna bíður þar til Flugmála- stjórn heimilar áframhaldandi för þeirra. Flugslysanefnd: Ósátt við töf hjá Flug- málastjórn FLUGMÁL Þormóður Þormóðsson, rannsóknarstjóri Rannsóknar- nefndar flugslysa, segist ósáttur við að Flugmálastjórn hafi ekki tilkynnt undir eins um óeðlilegt flug litháískrar flugvélar við Reykjavíkurflugvöll á sunnudag. Það mun hafa gerst áður að Rannsóknarnefnd flugslysa hafi ekki umsvifalaust fengið upplýs- ingar um alvarleg flugatvik frá flugmálastjórn, til dæmis þegar flugvél brotlenti með tveimur mönnum í Hvalfirði í fyrravetur. „Það er mikilvægt að okkur berist upplýsingar sem allra fyrst til að getum hafið rannsókn,“ seg- ir Þormóður. „Flugmálastjóri hefur áréttað við flugstjórn að öll atvik verði til- kynnt símleiðis til RNF eins fljótt og verða má,“ sagði í tilkynningu frá Flugmálastjórn í gær. Þormóð- ur Þormóðsson sagðist sáttur við yfirlýsingu Flugmálastjórnar. ■ VILDI ÓKEYPIS ÍS OG PENINGA Lögregla handtók mann sem hafði pantað sér tvo ísa á bensínstöð í Reykjavík á sunnudagsmorgun. Maðurinn greiddi ekki fyrir ísana heldur hélt með þá að borði einu þar sem hann tók upp nokkur veski og tæmdi. Þá tók hann upp stóran hníf sem var á borðinu áður en lögregla kom á vettvang og flutti manninn í fangelsi. ■ Lögreglufréttir Vestur-Afríkuríki vilja bandarískt friðargæslulið: Bandaríkin kölluð til ábyrgðar HALLGRÍMS- KIRKJA HNITBJÖRG N/S NA/SV VIÐSKIPTI Kaupþing jók hlutafjár- eign sína í Skeljungi í gær en hélt þó ekki í við Sjóvá Almennar og Burðarás sem keyptu ríflega 20% hlut Shell Petroleum og eiga eftir það samanlagt um 48% í Skelj- ungi. Að auki eiga tengdir aðilar hlutabréf sem tryggja fyrirtækj- unum tveimur meirihluta í Skelj- ungi. Kaupþing á hins vegar um 35% hlut, fyrirtækið bætti stöðu sína rétt fyrir lok viðskipta þegar félagið keypti talsvert hlutafé. Fyrir viðskipti gærdagsins áttu Skeljungur, Sjóvá Almennar og Eimskipafélagið saman hluta- fé í Eignarhaldsfélaginu Hauk- þingi sem stofnað var eftir að Kaupþing seildist eftir auknum ítökum í Skeljungi. Í upphafi við- skipta í gær var Haukþing skráð fyrir þremur milljörðum króna í fyrirtækjunum þremur en í lok dags stóð einungis eftir 900.000 króna hlutur Burðaráss. Benedikt Jóhannesson, stjórn- arformaður Skeljungs, kveðst sjá eftir gamla móðurfélaginu. „Shell vildi selja og það er ekkert leyndarmál að þeir hafa verið mjög góðir hluthafar. Shell hefur stutt núverandi stjórnendur og í sjálfu sér mun ekkert breytast hjá Skeljungi út frá sjónarhóli starfsmanna og annarra hlut- hafa.“ ■ SKELJUNGUR Sjóvá Almennar og Eimskip keyptu upp hlut Shell Petroleum í Skeljungi í gær. Þrjú fyrirtæki kepptust við að kaupa hlutafé í Skeljungi: Umbrot í Skeljungi Þormaður rammi; Brotist inn í þriðja sinn LÖGREGLUFRÉTT Brotist var inn í humarvinnslu Þormóðs ramma í Þorlákshöfn aðfaranótt fimmtu- dags, í þriðja sinn á skömmum tíma. Vaktmaður kom að tveimur mönnum eftir að þeir höfðu spennt upp útihurð og sá til þess að þeim tækist ekki að ræna neinu. Þeir komust þó á brott en Lögreglan í Kópavogi stöðvaði þá við Rauða- vatn. Þegar mennirnir urðu lög- reglunnar varir hentu þeir út bak- poka sem í voru vindlingalengjur. Kom í ljós að mennirnir höfðu brot- ist inn í Litlu kaffistofuna þaðan sem vindlingarnir voru. Mennirnir játuðu á sig bæði innbrotin. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.