Fréttablaðið - 01.07.2003, Síða 20
25 ÁRA „Ég er voðalega rólegur
yfir þessu enda er ég mjög lítill
veislumaður,“ segir Hreimur
Örn Heimisson, söngvari hljóm-
sveitarinnar Land og Synir.
Hann er 25 ára í dag og tekur
tímamótunum með ró.
„Mér finnst miklu skemmti-
legra að grínast eitthvað með
mínum nánustu en annars er
ekkert planað á afmælisdag-
inn.“
Það er líka nóg að gera hjá
Hreimi og hljómsveitinni, sem
verður á flakki með Bylgjunni í
sumar og ný plata er væntanleg.
„Þetta er bara þetta same old,
same old í sumar þannig að mað-
ur heldur kannski upp á afmæl-
ið með einhverju gríni í haust
þegar hlutirnir róast. Platan
kemur út í júlí en við erum mjög
rólegir yfir þessu öllu og höfum
ekki bundið okkur við einhvern
sérstakan útgáfudag. Platan á
eflaust eftir að koma mörgum á
óvart en það má segja að hún sé
framhald af Herbergi 313.“
Hreimur hefur ekki haldið
upp á afmælið sitt síðan hann
var 15 ára en rifjar upp
skemmtilegan tvítugsafmælis-
dag á Spáni.
„Þá var ég að spila úti á Spáni
með strákunum í bandinu og
þeir gáfu mér kassagítar og hót-
elgestir sungu fyrir mig afmæl-
issönginn. Ég fékk líka að ráða
hvað við gerðum þetta kvöld og
mig minnir að ég hafi dregið
alla í mini-golf þrátt fyrir hörð
mótmæli.“
Hreimur hefur ekki miklar
áhyggjur af aldrinum og nennir
varla að telja árin.
„Aldurinn er afstæður þegar
maður er kominn í þennan
bransa og ég rugla afmælisdög-
unum mikið saman og finnst
eins og tvítugsafmælið hafi ver-
ið í gær.
Tíminn hefur eiginlega staðið
í stað og ég miða aldurinn miklu
frekar við plötur en árafjölda.
Þetta var mikið upphaf þegar ég
byrjaði með hljómsveitinni og
ég horfi því frekar til þess en af-
mælisdaganna og fylgi tónlist-
inni frekar en árunum.“
thorarinn@frettabladid.is
BÆKUR Þríleikur Philips Pullmans,
sem hófst með Gyllta áttavitanum
og greinir frá ævintýrum Lýru og
Wills, hefur sótt hart að Harry
Potter hvað vinsældir varðar. The
Guardian greindi frá því í vef-
útgáfu sinni á dögunum að bækur
Pullmans væru komnar yfir
Harry Potter-bækurnar í sölu í
Bretlandi.
Sölutölur síðari hluta maímán-
aðar sýndu svo ekki varð um villst
að ævintýri Wills og Lýru voru
orðin vinsælli en Harry Potter og
félagar. Söluuppgjör síðasta árs
leiddi til sömu niðurstöðu en út-
koma fimmtu bókarinnar um
Harry mun væntanlega snúa
þessari þróun galdradrengnum í
hag.
Vinsældir þessara bókaflokka
ásamt endurnýjuðum vinsældum
Hringadróttinssögu Tolkiens hafa
breytt viðhorfum fólks til lesefnis
fyrir börn og unglinga og mörkin
milli barna- og fullorðinsbóka eru
orðin frekar óljós. Pullman sjálfur
hafnar alfarið hugtakinu „barna-
bók“ sem skilgreiningu og segir
hana fela óhjákvæmilega í sér að
slík bók sé „ekki fyrir fullorðna.“
Vinsælar kvikmyndaútgáfur
Hringadróttinssögu og Harry Pott-
er-bókanna hafa ýtt enn frekar und-
ir vinsældir bókanna. Kvikmynda-
aðlögun þríleiks Pullmans hefur
verið lengi í deiglunni og gert er ráð
fyrir að kvikmynd byggð á bókun-
um komist á hvíta tjaldið árið 2005,
en leikskáldið og handritshöfundur-
inn Tom Stoppard hefur verið feng-
inn til að skrifa handritið. ■
1. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Afmæli
HREIMUR ÖRN HEIMISSON
■ í Landi og Sonum er 25 ára í dag.
Hann lætur sér fátt um finnast enda
mælir hann aldurinn frekar í hljómplöt-
um en árum.
flugfelag.is
Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum
greiða 1.833 kr. aðra leiðina.
VOPNAFJARÐAR/
ÞÓRSHAFNAR
7.999kr.
EGILSSTAÐA
6.199kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
ÍSAFJARÐAR
6.199kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
AKUREYRAR
5.199kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
flugfelag.is
2. – 8. júlí
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
FL
U
2
16
44
06
/2
00
3
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Frá Reykjavík til
Siglingadagar 2003
Ísafirði 18. til 27. júlí
Nánar á: www.isafjordur.is/siglingadagar
N
e
th
e
im
a
r
e
h
f.
ÚTSALAN
30-70%
afsláttur
hefst í dag
Lúmskur hnífur í bak Harrys
SKUGGASJÓNAUKINN
Er lokabókin í þríleik Philips Pullmans sem
hófst með Gylta áttavitanum. Þríleikurinn
komst upp fyrir Harry Potter-bækurnar í
bóksölu í Bretlandi í maí. Útkoma fimmtu
bókarinnar um galdradrenginn mun svo
örugglega snúa dæminu við aftur.
Mælir aldurinn
í hljómplötum
HREIMUR ÖRN HEIMISSON
Geymir líklega allan afmælisfögnuð til
haustsins enda lítið fyrir veisluhöld og hef-
ur ekki haldið upp á afmælið sitt frá því
hann var fimmtán ára.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/I
N
G
Ó