Fréttablaðið - 01.07.2003, Side 21

Fréttablaðið - 01.07.2003, Side 21
21ÞRIÐJUDAGUR 1. júlí 2003 tilkynning um flutning Frá og með 1. júlí flytjast verkefni og starfsemi fyrirtækjaskrár frá Hagstofu til embættis ríkisskattstjóra. Fyrirtækjaskrá verður áfram til húsa að Lindargötu 9 í Reykjavík en í september flyst starfsemin á Laugaveg 166. Símanúmer og faxnúmer eru einnig óbreytt fyrst um sinn. Nánari upplýsingar um fyrirtækjaskrá er að finna á vef ríkis- skattstjóra, www.rsk.is. Sími 563 7070 - Fax 562 7230 www.rsk.is - fyrirtaeki@rsk.is Pondus eftir Frode Øverli 13.30 Vigdís Guðjónsdóttir, áður til heimilis að Stórholti 28, verður jarðsungin frá Háteigskirkju. 13.30 Kristín Sigríður Sigurpálsdóttir, Urðarholti 3d, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju. 14.00 Hjálmar Steinþór Björnsson, Tangagötu 24, verður jarðsettur frá Ísafjarðarkirkju. Kristján Ómar Kristjánsson, Depluhól- um 5, lést 27. júní. ■ Jarðarfarir ■ Andlát ■ Afmæli Níels Árni Lund er 53 ára. Björn K. Leifsson er 44 ára. Hreimur Örn Heimisson er 25 ára. Benjamín dúfa eftir Friðrik Er-lingsson er komin út í nýrri kiljuútgáfu. Bókin segir frá fjór- um vinum og viðburðaríku sumri í lífi þeirra. Regla rauða drekans er stofnuð og þeir Róland dreki, Andrés örn, Baldur hvíti og Benjamín dúfa hafa nóg fyrir stafni í baráttu sinni gegn rang- læti. Lífið virðist vera óslitið æv- intýri, en það koma brestir í vin- áttuna, ævintýrið breytir um svip og kaldur raunveruleikinn ryðst inn í líf félaganna. Friðrik hlaut á sínum tíma Íslensku barnabóka- verðlaunin fyrir Benjamín dúfu og margvíslegar viðurkenningar aðrar. Bókin hefur verið þýdd og gefin út í fimm öðrum löndum. Gerð var vinsæl kvikmynd eftir sögunni sem sýnd hefur verið víða um lönd. ■ Bækur Útborgun! Útborgun! Útborgun! Þú meinar bús, bús, bús? Ekki málið! Ég ætla að fjárfesta í brugg- bransanum í kvöld! Með venju- legum af- leiðingum? Hvað meinarðu? Þú átt pening, þá drekkurðu þig full- an og ferð heim með einhverri af- dankaðri truntu úr fimmtu vídd ljót- leikans! KJAFTÆÐI! Ég hef lært af mistökunum! Sjáum til! Þú ert shko indys- hleg...æðishlegashta krembolla shem ég hef shéð...ööööh, shko fara heim... Farðu varlega með hann, vinan! VIKUFERÐ TIL PRAG Í ÁGÚST Þann 1. ágúst býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar beint leiguflug með Flugleiðum til hinnar fornfrægu og fögru borgar Prag, höfuðborgar Tékklands. Heimflug til Íslands er síðan þann 9. ágúst. Verð á mann er krónur 73.700,- ef gist er á Hotel Pyramida Verð á mann er krónur 82.200,- ef gist er á Hotel Bellagio Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, akstur frá og að flugvelli, gisting í tveggja manna herbergi, morgunverður, yfirgripsmikil skoðunarferð um Prag og íslensk fararstjórn. Meðan á dvöl stendur verður boðið upp á ýmsar dagsferðir með íslenskri leiðsögn sem bókast og greiðast hjá fararstjórum. Hotel Pyramida er vel staðsett og vel útbúið fjögurra stjörnu hótel skammt frá kastalahæðinni. Hotel Bellagio er nýtt fjögurra stjörnu hótel skammt frá gyðingahverfinu og gamla bænum. Fararstjórar: Emil Örn Kristjánsson og Pétur Gauti Valgeirsson. Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar. Orlofsávísun VR gengur upp í greiðslu. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf. Borgartúni 34 Sími 511 1515, netfang: outgoing@gjtravel.is, heimasíða: www.gjtravel.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.