Fréttablaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Hátíðaveðrið 20 Tónlist 21 Leikhús 21 Myndlist 21 Íþróttir 16 Sjónvarp 24 FÖSTUDAGUR 1. ágúst 2003 – 176. tölublað – 3. árgangur HJÓNABÖND SAMKYN- HNEIGÐRA Vatíkanið í Róm hefur skor- ið upp herör gegn hjónaböndum sam- kynhneigðra. Um þau er hart deilt og vill Bandaríkjaforseti að hjónaband sé skil- greint í lögum sem bandalag milli karls og konu. Sjá bls. 2 SKATTURINN Skattgreiðendur voru 226.462 á síðasta ári og borguðu samtals 121,6 milljarða í tekjuskatt og útsvar. Friðrik Steinn Kristjánsson greiddi mest í opinber gjöld og borgaði 95,7 milljónir til samfé- lagsins. Sjá bls. 4 PLÁSSUM ÚTIGANGSFÓLKS FÆKKAR Plássum fyrir fólk sem eiga hvergi höfði sínu að halla hefur fækkað mikið á síðustu misserum. Við flutninga Byrgisins í Grímsnes fækkaði plássum um helming og vistheimilinu Gunnarsholti verður lokað í haust. Sjá bls. 8 VATNSFLÓÐ Í SKÓLA Lögn í sturtu- barka eldhúss Árbæjarskóla gaf sig með þeim afleiðingum að heitt vatn flæddi um skólann. Nota þurfti stígvél til að vaða vatnselginn. Óvíst hversu lengi lekinn hefur staðið yfir. Sjá bls. 11 VEÐRIÐ Í DAG fann sig aldrei almennilega Örn Arnarson: ▲ SÍÐA 16 Vonbrigði með baksundið á leið til Afríku Gauti B. Eggertsson: ▲ SÍÐA 30 Gleymir afmælinu REYKJAVÍK BEST Víða verður skýjað með köflum og hlýtt í dag en þungbúnara á Vestfjörðum og sums staðar suðaustan- lands. Besta veðrið verður í höfuðborginni og nágrenni, bjartviðri og hlýtt. Þó gæti gert skúri. Sjá bls. 6 VERSLUNARMANNAHELGIN HEFST Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum verður formlega sett klukkan 14.30 og mun Gerður Kristný flytja hátíðarræðuna. Þá verður Síldarævintýri á Siglufirði sett klukkan hálf fimm og Ein með öllu á Akur- eyri hefst formlega á Ráðhústorginu klukk- an 19.30. Sjá nánar: DAGURINN Í DAG matur o.fl. íslenskt grænmeti ● ný vín Klara Sigurbjörnsdóttir: ▲ SÍÐUR 18 og 19 Þorskurinn vanmetinn Átökin í Líberíu: Taylor í útlegð MONRÓVÍA, AP Fyrstu friðargæslulið- arnir koma til Líberíu eftir helgina. Frá þessu var greint eftir fund leið- toga Afríkuríkja í Gana í gær. Reiknað er með að 1.500 friðar- gæsluliðar verði sendir til Líberíu. Tíu hernaðarsérfræðingar komu til Líberíu í gær til að undirbúa komu friðargæsluliða til landsins. Um leið varð hlé á bardögum stjórn- arhersins og uppreisnarmanna. Þá var samþykkt að Charles Taylor forseti landsins fari í útlegð til Ní- geríu, innan þriggja daga frá komu friðargæsluliðsins. Sjá nánar bls. 10. HERNAÐARSÉRFRÆÐINGUM FAGNAÐ Í LÍBERÍU Íbúar Monróvíu, höfuðborgar Líberíu, fagna tíu hernaðarsérfræðingum frá Nígeríu. Þeir komu til landsins í gær til að undirbúa komu friðargæsluliðsins eftir helgi. SAMRÁÐ Sjóvá Almennar og Trygg- ingamiðstöðin höfðu samráð vegna útboðs á slysatryggingum lögreglumanna þegar þær voru boðnar út í desember 1996. Þessi ályktun kemur fram í frumskýrslu Samkeppnisstofn- unar á meintu sam- ráði tryggingafé- laganna. Þegar slysa- trygging lögreglumanna hækkaði um 60% í ársbyrjun 1996 ákvað dómsmálaráðuneytið, í samvinnu við Landssamband lögreglu- manna, að bjóða tryggingarnar út. Ríkiskaup buðu tryggingarnar út í desember og skiluðu þrjú trygg- ingafélög, Sjóvá Almennar, Trygg- ingamiðstöðin og Vátryggingafé- lag Íslands, inn tilboðum. Tryggingamiðstöðin bauð lægsta verðið, 6.484.000 krónur og er tekið fram í tilboði fyrirtækis- ins að það sé í samræmi við út- boðsgögn sem starfsmenn fyrir- tækisins hafi kynnt sér rækilega. Tilboð Sjóvár Almennra var rúm- um þremur milljónum króna hærra og tilboð VÍS hljóðaði upp á tæpar tólf milljónir króna. Engar athugasemdir voru gerðar við opnun tilboðanna sem fulltrúar allra félaganna voru viðstaddir. Síðar sama dag sendi Trygginga- miðstöðin Ríkiskaupum bréf og afturkallar tilboðið þar sem „ið- gjaldið sem boðið var er iðgjald fyrir einfaldar vátryggingarfjár- hæðir en ekki tvöfaldar, eins og skilyrt er í útboðinu.“ Næsta dag er ritað í fundar- gerð Sjóvá Almennra: „Tilboð TM var lægst en verður dregið til baka. Þeir lýsa því yfir að mistök hafi verið gerð við útreikninginn. Þannig erum við orðnir með lægsta tilboðið og höldum vænt- anlega viðskiptunum.“ Þessar upplýsingar virðast fengnar frá Tryggingamiðstöðinni því Ríkis- kaup höfðu ekki greint Sjóvá Al- mennum frá þessu. Samkeppnisstofnun ályktar að Tryggingamiðstöðin og Sjóvá Al- mennar hafi sammælst um að Tryggingamiðstöðin dragi tilboð sitt til baka eftir að ljóst varð að það hefði boðið lægsta verðið. Sjó- vá Almennar héldu því viðskipt- unum. Ekki náðist í Gunnar Felixson forstjóra Tryggingamiðstöðvar- innar þar sem hann er í fríi. Ágúst Ögmundsson aðstoðarforstjóri vildi ekkert tjá sig um málið. Tryggingafélögin skiluðu inn andsvörum sínum á síðasta ári en nokkurra mánaða bið er eftir loka- skýrslu. brynjolfur@frettabladid.is Höfðu samráð um tryggingar f í t o n / s í a F I 0 0 6 4 4 8 Skelltu þér á pylsu og kók Fljótt og gott í Nesti JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON Hefur ekki verið í náðinni hjá þjálfara Real Betis. Jóhannes Karl: Á leið til Dortmund? FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guðjóns- son, landsliðsmaður í knattspyrnu, bíður nú eftir niðurstöðu úr samn- ingaviðræðum þýska stórliðsins Dortmund og Real Betis á Spáni. Fyrrnefnda liðið hefur hug á að festa kaup á landsliðsmanninum. Jóhannes Karl segist samt ekki vera bjartsýnn á að samningar takist. „Ég býst ekki við að Spán- verjarnir verði auðveldir viður- eignar. Ég hef ekki hugmynd um hvaða verð þeir setja á mig,“ segir Jóhannes Karl. „Þetta er orðið frekar leiðinlegt miðað við þau lið sem hafa sýnt mér áhuga.“ Jóhannes Karl segir málið ekki skýrast fyrr en í næstu viku. Sjá nánar blaðsíðu 16. Samkeppnisstofnun telur að Sjóvá Almennar og Tryggingamiðstöðin hafi haft samráð vegna útboðs á slysatryggingum lögreglumanna. Tryggingamiðstöðin bauð lægst en dró tilboð sitt til baka. ■ Slysatrygging lögreglumanna hækkaði um 60% í ársbyrjun 1996 GAS Greinilegar vísbendingar hafa fundist um gasmettuð setlög í botni Skjálfanda. „Við erum að gera okkur í hug- arlund að þetta sé olíugas af ein- hverju tagi,“ segir Bjarni Richter, sérfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, en hann var einn leiðangursmanna í ferð Bjarna Sæmundssonar, skips Hafrannsóknarstofnunar, þar sem sjávarbotn Skjálfanda var kortlagður. „Þetta eru fyrstu skref í átt til þess að vekja áhuga stærri olíu- leitarfélaga að koma hingað og gera almennar olíu- og gasrann- sóknir,“ segir Bjarni, en þegar hugsanleg vinnsla olíu og gass á Norðurlandi var metin fyrir nokkrum árum voru líkur á að finna vinnanlegt magn taldar litl- ar. „Við teljum að í dag séu meiri líkur á að hægt sé að finna eitt- hvað í vinnanlegu magni, en það er langur vegur þar til það verður ljóst.“ Bjarni segir Íslenskar orku- rannsóknir ætla að reyna að halda rannsóknunum áfram. „Það kem- ur þó að þeim tímapunkti að við verðum að láta gott heita og reyna að fá aðra til þess. Rann- sóknirnar eru gríðarlega dýrar og við höfum ekkert bolmagn til að standa í þeim.“ ■ Vísindamenn finna greinilegar vísbendingar um gasmettuð setlög: Auknar líkur á olíu í Skjálfanda

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.