Fréttablaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 21
1. ágúst 2003 FÖSTUDAGUR22 TÓNLIST Það hefur sýnt sig í gegnum árin að því lengur sem popphreyf- ingum er haldið niðri, því kraft- meiri verður endurkoman. Þetta er svipað og ef mönnum er haldið í kafi of lengi, það er að segja ef þeir drukkna ekki. Lungu íslensku hiphophreyfingarinnar eru sem betur fer stór og hvergi hætta á dauða hennar þótt hún hafi horfið af yfirborðinu þegar nýir eigendur útvarpstöðvarinnar muzik.is hreinsuðu hana út. Um helgina fá rímurnar að flæða á Akureyri þar sem stór hluti íslensku hiphopsenunnar mun halda sig. X Rottweiler, Bæjarins Bestu, Bent og 7Berg verða t.d. á Sjallan- um í dag um sex leytið og á Ráðhús- torginu á annað kvöld. „Við erum vanir að spila um Verslunarmannahelgina,“ segir Steini Rottweilerhundur. „Rottweiler hefur í rauninni verið eina hiphoppið sem er í gangi um Verslunamannahelgina síðustu ár. Þetta er í fyrsta skiptið sem það er svona mikið að gerast. Núna er allt á Akureyri og við fögnum því. Mér hefði nú fundist fínt ef þeir væru bara með fjórar hljómsveitir. Þetta Landsmót rappara á Akureyri Hjarta íslenska hiphopsins verður fært norður til Akur- eyrar yfir Verslunarmannahelgina. X Rottweiler, Bæj- arins Bestu, Bent & 7Berg, Móri, Mezzías, Vivid Brain, Forgotten Lores og Skytturnar eru á meðal þeirra sem koma fram í bænum um helgina. Fréttiraf fólki Tár sólarinnar“ er svo heimsku-lega full af bandarískri þjóð- rembu og hernaðardýrkun að manni dettur helst í hug að George Bush hafi skrifað handritið og Don- ald Rumsfeld leikstýrt henni. Þarna segir frá bandarískum hetj- um undir forystu Bruce Willis sem reyna að bjarga brjóstgóðum trú- boða (Monica Bellucci) og skjól- stæðingum hennar frá biksvörtum, íslömskum morðhundum einhvers staðar í Nígeríu. Söguþráðurinn er álíka trúverðugur og sagan af Mjallhvít og dvergunum sjö en langt því frá jafnspennandi. Bruce Willis er þarna í sínu al- versta formi, rogast um frumskóg- inn löðursveittur með vélbyssu í fanginu, og þegar hann tekur pásu kemur Monica Bellucci hin brjóst- góða og klifar á því „að fólkið sé orðið þreytt á göngunni“ eins og Brúsi sé Ingólfur í Heimsferðum og þetta sé pakkaferð. Það hefur kannski verið lýjandi fyrir mannskapinn að leika í þess- ari þvælu, en þó hlýtur það að hafa verið skárra en að þurfa að horfa á hana. Þráinn Bertelsson UmfjöllunKvikmyndir TEARS OF THE SUN - TÁR SÓLARINNAR Aðalhlutverk: Bruce Willis, Monica Bellucci Handrit: Alex Lasker, Patrick Cirillo Leikstjórn: Antoine Fuqua Eftir handriti George Bush? KVIKMYNDIR Paramount Pictures kenna nýja Tomb Raider tölvuleikn- um, „TR: The Angel of Darkness“ um lélegt gengi nýju myndarinnar „TR: The Cradle of Life“ hvað varð- ar aðsókn um síðustu helgi. Myndin þurfti að lúta í lægra haldi fyrir bæði nýju myndinni „Spy Kids 3- D“, og Jerry Bruckheimer-dúóinu „Bad Boys 2“ og „Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl“ og skilað aðeins tæpum 22 milljón dollara í kassann, eða um 1700 milljónum króna, sem er lítið fyrir mynd sem kostaði 11 milljarði að framleiða. Paramount vilja meina að þeir slæmu dómar sem nýi leikurinn um ævintýri Löru Croft hafi fengið og óánægja spil- ara með hann hafi dregið verulega úr aðsókn á myndina, þar sem þeir- ra helsti markhópur er fólk sem spilar leikinn. Annars eiga Tomb Raider kvikmyndirnar og Tomb Raider leikirnir minna sameigin- legt en marga grunar; einkennandi fyrir leikina eru langar stundir kyrrðar og þolinmæði með átökum inn á milli. Myndirnar eru hins veg- ar eins konar blanda af James Bond hasar og Indiana Jones umhverfum og það var einmitt ástæðan fyrir því að fyrri myndin vakti jafn mikla lukku og þekkt er. ■ Væmnisrapparinn og gospel-gangsterinn Ja Rule, sem er þessa dagana á ferðalagi um Suður- Afríku að „heimsækja móðurlandið og standa fyrir (represent) upp- runann“, segist líka mjög illa við gatasigtið 50 Cent og það sé ekkert djók. Þekkt er að það blási köldu milli þeirra kollega, en sumir vilja meina að rifrildið sé sett á svið af markaðsfræðingum þeirra beggja til að auka umtal og eftirspurn. Ja segir að slíkt væri fáránlegt og 50 Cent væri maður sem honum líkaði ekki við og einn þeirra rappara sem þóttust lifa lífsstíl sem þeir lifðu ekki. Ja undrast einnig að það skuli ekki fleiri svartir skemmti- kraftar sækja í að heimsækja Afr- íku, því það sé sérlega mikilvægt fyrir hann. Missy Elliot og Madonna takaþátt í nýrri auglýsingaherferð Gap fatakeðjunnar fyrir gallabux- ur. Fyrir auglýsingarnar fengu þær báðar par af buxum sem þær máttu breyta eftir eigin hentisemi, enda valdi Gap þær Missy og Madonnu af því að þær eru frægar fyrir skrautlegan klæðaburð. Madonna úðaði sínar vítt og breitt en Elliot prýddi sínar með málmgöddum. Myndirnar ættu bráðlega að fara að birtast í tískublöðum. COLIN FARRELL Írski leikarinn Colin Farrell mætir til frum- sýningar myndarinnar „S.W.A.T.“ í Los Ang- eles á miðvikudag en hann leikur eitt aðal- hlutverkana. Farrell hefur á merkilega stuttum tíma komið sér í hóp eftirsóttustu leikara Hollywood. X ROTTWEILER Þeir sem syrgja fráfall hiphopsins í útvarpinu eiga von á bætum fljótlega. Verið er að vinna í því að koma annarri stöð á laggirnar í haust sem ætlar að leika hiphop, r&b og raftónlist. En meira um það síðar. TR:CRADLE OF LIFE Gengur verr en fyrsta myndin um ofurkvendið Löru Croft. Tomb Raider: Tölvuleikurinn rústar aðsókn TÖLVULEIKIR Nýr einmenningsleikur, byggður á „Counter Strike“, fyrir PC tölvur hefur lengi verið í burð- arliðnum en sá nefnist „Counter- Strike: Condition Zero“. CS:CZ hef- ur verið í vinnslu í 2 ár og hefur leikurinn tekið miklum stakka- skiptum yfir þann tíma. Í dag er leikurinn keyrður á mjög bættri og breyttri myndvinnslu-vél gamla Counter Strike leiksins og lítur mun betur út. Leikurinn er nokkuð flóknari í spilun en fyrirrennarinn, enda stýrir maður mörgum sér- sveitarmönnum en ekki einum. Condition Zero heldur samt í hraða og hasar fjölspilunarútgáfunar með því að byggja leikinn ekki upp eins og klassískan einmennings- leik. Í stað þess að fara gegnum heilsteypta sögu, fara úr einu teng- du verkefni yfir í annað, þá velur maður verkefni sem standa ein og sér og lýkur margvíslegum minni verkefnum í hverju þeirra; af- tengja sprengjur, bjarga gíslum, drepa alla hryðjuverkamennina o.s.frv.. Svo eru líka kjánalegri verkefni sem þarf að leysa; klára heilt borð án þess að hlaða byssuna, klára borð með 50% hittni, verjast bylgjum af óvinum eins lengi og spilarar endast og margt fleira. Þannig minnir CS:CZ meira á létt- vægari leiki eins og „Tony Hawks Pro Skater“ eða „Gran Turismo“ en harða skotleiki. Ekki er á hreinu hvenær leikurinn kemur út. ■ COUNTER STRIKE: CONDITION ZERO Þemað er hatrömm barátta hryðjuverka- manna og sérsveitarmanna Condition Zero: Loksins einn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.