Fréttablaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 11
11FÖSTUDAGUR 1. ágúst 2003 Full réttindi innan EES: Tryggingar á ferðalögum TRYGGINGAR Dæmi eru um að ferðamenn verði fyrir of mikl- um útgjöldum vegna þess að þeir huga ekki nægilega vel að öllum þáttum trygginga. Í lönd- um innan EES búa Íslendingar við sömu kjör og íbúar viðkom- andi lands. Þetta gildir þó aðeins um þær sjúkrastofnanir, lækna- stofur og heilbrigðisstéttir sem hafa samninga við tryggingar- stofnun viðkomandi lands. Ís- lendingar sem hyggjast nýta sér þennan rétt verða að framvísa sérstöku vottorði sem nálgast má hjá Tryggingastofnun ríkis- ins. ■ VIÐSKIPTI Sveitarfélagið Árborg er ennþá þinglýstur eigandi húss Hótel Selfoss, en Brú hefur eign- arhald á því samkvæmt kaup- samningi. Árborg hefur veitt Brú veðheimildir í húsinu og nema þær nú um 450 milljónum króna. Ekki er til þinglýstur eigna- skiptasamningur vegna menning- arsalar hússins og hvíla veð því líklega á húsinu í heild. Heildarskuldir Brúar eru nú hátt í 900 milljónir króna. Þar til viðbótar eru ókláraðar fram- kvæmdir við veitingasal og fleira. Er talið að þær fram- kvæmdir muni kosta um 75-100 milljónir króna fyrir utan menn- ingarsalinn. Af 250 milljón króna heildarhlutafé Brúar á KÁ 63% eða 141 milljón. Þar til viðbótar á KÁ 140 milljóna viðskiptakröfu á Brú. Hvort tveggja er metið til eigna á 0 krónur, einskis virði, í núverandi mati á eignum KÁ. Þá er KÁ talið fyrir 180 m.kr. ábyrgðum á Brú og eru þær tald- ar til skulda í núverandi eigna- stöðu KÁ, þ.e. að þær muni falla á KÁ. Samtals eru þetta um 460 milljónir. ■ Selfoss: Ekki ljóst hver á Hótel Selfoss HÓTEL SELFOSS Myndin sýnir ófullgerða hlið Hótel Selfoss en þar á eftir að byggja veitinga- sal hótelsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S O FF ÍA Elsta manneskja heims: 124 ára gam- all Tjétjéni ALDUR Talið er að elsta manneskja heims hafi fundist í Tjétjéníu. Hún heitir Zabani Khachukayeva og er 124 ára gömul, níu árum eldri en núverandi methafi. Enn á eftir að staðfesta aldur konunnar. Að sögn yfirvalda í Tje- tjeníu á Khachukayeva, sem er múslimi, 24 barnabörn, 38 barna- barnabörn og sjö barnabarnabarna- börn. Hún er sögð við góða heilsu utan þess að heyrnin er orðin slæm. „Þrátt fyrir aldurinn vinnur hún enn húsverkin, passar upp á öll barnabörnin sín og biður bænirnar fimm sinnum á dag,“ segir í frétt Interfax. ■ VATNSLEKI „Við mættum snemma og höfum verið að þurrka síðan. Við verðum að bíða og sjá hvernig þetta jafnar sig á næstu dögum,“ segir Þorsteinn Sæberg, skóla- stjóri Árbæjarskóla, en mikið vatn flæddi um skólann í fyrri nótt vegna sturtubarka sem gaf sig í eld- húsinu. Hann segir að búið sé að taka nokkrar plötur úr loftunum þar sem lekið hafði í gegnum gólfið. „Dúkarnir á efri hæðinni virðast hafa sloppið en við erum að sjá til fram yfir helgi hvernig restin jafnar sig. Þetta var ein álma af nokkrum sem flæddi um. Skólahaldi verður ekki frestað. Hér verður byrjað 25. ágúst, ekkert gefið eftir í því.“ „Mikið vatn var þar sem skrif- stofur kennara eru og flaut yfir hæðina sem lak svo niður á hæð- ina fyrir neðan,“ segir Jón Viðar Matthíasson aðstoðarslökkviliðs- stjóri. Hann segir töluverðar skemmdir hafa orðið vegna þessa og mikið vatn sem flæddi. Þó hafi farið betur en á horfðist, náðst hafi að hreinsa vatnið tiltölulega fljótt upp. „Við vorum komnir á staðinn korter í sjö um morguninn og fórum af svæðinu rúmlega níu. Frá okkur voru upp undir tutt- ugu manns að hreinsa upp vatn- ið. Dæla þurfti öllu vatninu út þar sem engin niðurföll eru á gólfinu. Ómögulegt er að segja hvað þetta var mikið magn eða hversu lengi það hafði lekið. Það var lögn í sturtubarka í eldhús- inu gaf sig.“ Jón Viðar segir stóran hluta af hæðunum tveimur sem vatnið flæddi hafa verið í endurbygg- ingu. Mikið lán var að vatnið fór ekki í nýbygginguna við hliðina. Rennsli var svipað og úr venjuleg- um heimiliskrana, óvíst hversu lengi það var búið að renna. „Brunakerfið gaf okkur viðvörun, það hefur trúlega farið í gang vegna gufu. Vatnið hefur örugg- lega verið heitara í upphafi en þegar við komum, þá var vatnið búið að dreifast yfir stórt svæði en var samt volgt.“ hrs@frettabladid.is Töluverðar skemmdir urðu í Árbæjarskóla Jón Viðar Matthíasson segir erfitt að segja hversu mikið vatn flæddi um skólann. Vatnið var svo mikið til að byrja með að stígvél voru nauðsynleg. Skólahald hefst 25. ágúst eins og ákveðið var. Í ÁRBÆJARSKÓLA Starfsfólk skólans vann hörðum höndum við að þurrka upp. ■ Ómögulegt er að segja hvað þetta var mikið magn eða hver- su lengi það hafði lekið. HERMAÐUR Þessi hermaður var á verði í Bagdad, höfuðborg Íraks, á dögunum. 166 banda- rískir hermenn hafa fallið í Írak síðan ráðist var inn í landið. Átök halda áfram í Írak: Tveir her- menn féllu ÍRAK,AP Tveir bandarískir hermenn létust með skömmu millibili í Írak seint á miðvikudag og snemma í gær. Annar þeirra lést í skotárás við íraska uppreisnarmenn norðaust- ur af Bagdad. Hinn lét lífið er hann ók yfir jarðsprengju. 51 Bandaríkjamaður hefur lát- ist í Írak síðan stríðinu lauk þann 1. maí og alls hafa 166 Bandaríkja- menn fallið í Írak síðan ráðist var inn í landið. Það eru 19 fleiri en dóu í Persaflóastríðinu árið 1991. ■ GHUFRON Réttarhöld yfir Ali Ghufron standa nú yfir í Indónesíu. Talið er að hann hafi stjórnað aðgerðum vegna sprenginganna á Balí sem urðu 202 manneskjum að bana. Hryðjuverkin á Balí: Fjármögnuð af al-Kaída INDÓNESÍA,AP Grunaður múslimsk- ur öfgamaður, Wan Min Wan Mat, segir að al-Kaída samtökin hafi fjármagnað hryðjuverkaárásir í Indónesíu, þar á meðal árásirnar á Balí þann 12. október í fyrra. Þessu hélt Wan Min fram við réttarhöld yfir Ali Ghufron, sem er talinn vera háttsettur meðlim- ur í öfgasamtökunum Jemaah Islamiyah. Þau samtök eru talin hafa borið ábyrgð á sprengingun- um á Balí, sem urðu 202 mann- eskjum að bana. Lengi hafa verið uppi grun- semdir um tengsl al-Kaída við hryðjuverkin og gefur vitnisburð- ur Wan Min sterkustu vísbending- ar til þessa um tengslin. ■ AP/M YN D AP/M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.