Fréttablaðið - 01.08.2003, Page 15

Fréttablaðið - 01.08.2003, Page 15
16 1. ágúst 2003 FÖSTUDAGUR Á ÆFINGU Undirbúningstímabilið á Spáni er hafið. David Bekcham er í fullu fjöri hjá Real Madrid. FÓTBOLTI Helena Ólafsdóttir, lands- liðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Rússum í Moskvu 9. ágúst í und- ankeppni Evrópumótsins. Fjórir leikmenn koma úr herbúðum Ís- landsmeistara KR, fjórir frá Val og þrír úr ÍBV og Breiðablik. Mar- grét Ólafsdóttir kemur aftur inn í landsliðshópinn eftir nokkurt hlé. Margrét og Ásthildur Helgadóttir munu bæta landsleikjametið en þær hafa hvor um sig leikið 51 landsleik. ■ FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guðjóns- son, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, bíður nú niðurstöðu samningaviðræðna á milli þýska stórliðsins Dortmund og Real Bet- is á Spáni en fyrrnefnda liðið hef- ur hug á að festa kaup á honum. Jóhannes Karl segist samt ekki vera bjartsýnn á að samningar takist. „Ég býst ekki við að Spán- verjarnir verði eitthvað auðveld- ari viðureignar nú. Ég hef ekki hugmynd um hvaða verð þeir setja á mig eða hvað er að gerast,“ segir Jóhannes Karl. Hann segist vera orðinn langþreyttur á bið- inni. Hann er samningsbundinn Betis en hefur ekki fengið að spreyta sig með liðinu og var lán- aður til Aston Villa á síðustu leik- tíð. Þjálfari Betis hefur lýst því yfir að Jóhannes Karl falli ekki inní framtíðarskipulag liðsins. „Þetta er orðið frekar leiðin- legt miðað við liðin sem hafa sýnt mér áhuga og viljað fá mig. Það hefur hins vegar ekkert gengið þar sem Spánverjarnir hafa verið svo erfiðir,“ segir Jóhannes Karl. „Ég er bundinn til fjögurra ára hjá þeim en þeir ráða hvort þeir vilji selja mig. Ég held að þeir vilji gera það en ætla að bíða fram á síðustu stundu til að fá sem mestan pening fyrir mig.“ Landsliðsmanninum var boðið að kíkja á aðstæður hjá Dortmund og ræða við Matthias Sammer, þjálfara. „Mér líst mjög vel á allt hérna hjá þeim og gæti orðið spennandi dæmi ef þetta gengur upp,“ segir Jóhannes Karl, sem segir að málið muni ekki skýrast fyrr en í næstu viku. Dortmund hefur um árabil ver- ið stórveldi í þýsku knattspyrn- unni. Liðið hafnaði í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar en náði ekki að komast í Meistaradeild Evrópu. Nýbúið er að stækka heimavöll liðsins og tekur hann nú rúmlega 83 þúsund áhorfendur. „Þetta er einn af stærstu völl- um Evrópu og vonandi nær liðið inn í Meistaradeildina. Þá gæti verið gott að komast að hérna,“ segir Jóhannes Karl. Þórður og Bjarni, bræður Jó- hannesar, leika með Bochum í þýsku úrvalsdeildinni. Þegar Fréttablaðið náði tali af Jóhannesi var hann á leið til þeirra í heim- sókn. „Það er bara hálftími á milli okkar svo ef samningar nást væri fínt að vera hérna í nágrenninu.“ kristjan@frettabladid.is ...laugardaginn 9. ágúst Nú lækkar það! Jóhannes Karl Guðjónsson vonast til að samningar náist á milli Real Betis og Dortmund. Orðinn þreyttur á biðinni hjá spænska liðinu. Dortmund er stórveldi í Þýskalandi. JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON Líst vel á aðstæður hjá Dortmund en segist ekki bjartsýnn á að samningar takist milli Dortmund og Real Betis. Jóhannes Karl er samningsbundinn Betis til næstu fjögurra ára. SUND „Ég fann mig aldrei al- mennilega í 100 metra baksund- inu,“ sagði Örn Arnarson land- liðsmaður í sundi um árangur sinn á heimsmeistaramótinu í Barcelona. „Það gekk illa þann dag, ég fann aldrei taktinn í því sundi og árangur minn þar eru sár von- brigði en ég náði að bæta mig í tveimur greinum og það má segja að ég sé sáttur við seinni hluta mótsins. En ég ætlaði mér lengra en raun varð á í keppn- inni. ■ Íslenska kvennalandsliðið: Margrét aftur í hópinn LANDSLIÐSHÓPURINN: Markverðir: María Björg Ágústsdóttir Stjarnan Þóra Björg Helgadóttir KR Aðrir leikmenn: Ásthildur Helgadóttir KR Hrefna H. Jóhannesdóttir KR Edda Garðarsdóttir KR Margrét R. Ólafsdóttir Breiðablik Björg Ásta Þórðardóttir Breiðablik Erna B. Sigurðardóttir Breiðablik Olga Færseth ÍBV Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Íris Sæmundsdóttir ÍBV Laufey Ólafsdóttir Valur Dóra Stefánsdóttir Valur Íris Andrésdóttir Valur Málfríður Erna Sigurðardóttir Valur Erla Hendriksdóttir FV København LANDSLIÐIÐ Á GÓÐRI STUND Helena ólafsdóttir landsliðsþjálfari hefur valið Margréti Ólafsdóttur í landsliðið á ný. Örn Arnarson um árangur sinn: Vonbrigði með baksundið ÖRN ARNARSON Náði sér ekki á strik í sinni helstu grein. Rijkaard er að gera góða hluti: Allt annað Barcelona FÓTBOLTI Barcelona lagði Evrópu- meistara AC Milan af velli í vin- áttuleik í Bandaríkjunum og hef- ur nú á stuttum tíma lagt bæði liðin sem léku til úrslita í Meistarakeppni Evrópu síðast- liðið vor, AC Milan og Juventus, þrátt fyrir að vera án síns mesta markaskorara, Patrick Klui- verts. H o l l e n s k i þjálfarinn Frank Rijkaard og nýir leikmenn liðsins, þeir Quaresma og Ronaldinho höfðu báðir mikil og góð áhrif á leik Börsunga og skor- aði hvor sitt markið. Var áberandi hversu sóknarbolti Rijkaards hent- aði liðinu vel og leikmenn Milan áttu í stökustu vandræðum út um allan völl. ■ RONALDINHO Mikill munur á liði Barcelona núna og á síðustu leiktíð. Ronaldinho á sinn þátt í því. Manitou Burðargeta: 4,5 tonn Mesta lyftihæð: 21 metrar Fjölnota tæki með 360° snúningsgetu, vökvaspili og 3-5 m. körfu. Karfan er með 180° snúning og fjarstýringu. STÁLAFL ehf Miðhraun 18 210 Garðabær Uppl í síma 897-3154 Skotbómulyftari Ti l sö lu Einnig til sölu Fiat Ducato 4x4, 2000 model, ekinn 65500 km Dortmund afar spennandi kostur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.