Fréttablaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 6
6 2. ágúst 2003 LAUGARDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 78.29 2,1% Sterlingspund 125.48 0,77% Dönsk króna 11.77 -0,25% Evra 87.42 -0,30% Gengisvístala krónu 123,69 -0,01% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 241 Velta 8.645,4 milljónir ICEX-15 1.525 0,73% Mestu viðskiptin Pharmaco hf. 1.063.751.060 Kaupþ. Búnaðarbanki hf. 333.891.880 Íslandsbanki hf. 192.136.819 Mesta hækkun Samherji hf. 8,98% Landsbanki Íslands hf. 0,98% Kaupþing Búnaðarbanki hf. 0,06% Mesta lækkun Marel hf. -5,59% Flugleiðir hf. -3,49% Bakkavör Group hf. -2,86% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 9179,3 -0,6% Nsdaq: 1721, -0,8% FTSE: 4098,4 -1,4% NIKKE: 9611,7 0,5% S&P: 981,6 -0,9% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hver er eini nýliðinn í kvennalands-liðinu sem mætir Rússum 9. ágúst í Moskvu? 2Hvað heitir höfuðborg Líberíu? 3Hvaða hátíð verður um helgina íIðnó? Svörin eru á bls. 21 Dætur Saddams Husseins og níu börn: Fengu hæli í Jórdaníu BAGDAD, AP Dætur Saddams Husseins, fyrrum forseta Íraks, hafa fengið hæli í Jórdaníu ásamt níu börnum þeirra. Yfirvöld segj- ast hafa veitt dætrunum, þeim Raghad og Rana hæli af mannúð- arástæðum. Saddam lét skjóta eig- inmenn þeirra árið 1996 eftir að þeir snéru aftur til Íraks, eftir að hafa flúið land með fjölskyldur sínar ári fyrr og boðið fram aðstoð sína við að steypa Saddam af stóli. Dæturnar hafa síðan búið við kröpp kjör í Írak. Nabil al-Sharif, upplýsingamálaráðherra Jórdaníu, segir að Jórdaníukonungur hafi ákveðið að veita konunum hæli en ekki er gefið upp hvar í landinu þær dvelja. Þá hefur Bandaríkjastjórn sam- þykkt að greiða manninum sem sagði til dvalarstaðar Qusays og Udays, sona Saddams, 30 milljónir Bandaríkjadala. Lofað hafði verið 15 milljónum dala í verðlaun fyrir upplýsingar sem gætu leitt til handtöku eða dauða hvors sonar um sig. Þetta eru hæstu greiðslur sem Bandaríkjastjórn hefur greitt uppljóstrara. Fullyrt er að sá sem fær greiðsluna sé Nawaf al Zweidane, kaupsýslumaður, en hann átti hús- ið þar sem synir Saddams fundust. Þá hafa 25 milljónir dala verið settar til höfuðs Saddam sjálfum.■ Ásökunum um samráð mótmælt Tryggingamiðstöðin segir mistök ástæðu þess að tilboð félagsins í slysa- tryggingar lögreglumanna var dregið til baka. Þeir segja ályktanir Sam- keppnisstofnunar um samráð í þessu útboði ekki eiga við rök að styðjast. SAMRÁÐ Tryggingasmiðstöðin and- mælir ályktunum um samráð fé- lagsins og Sjóvá Almennra er fram koma í frumskýrslu Sam- keppnisstofnunar um meint sam- ráð tryggingafélaganna. Í skýrsl- unni eru leiddar að því líkur að fé- lögin hafi haft með sér ólöglegt samráð vegna útboðs dómsmála- ráðuneytisins á slysatryggingum l ö g r e g l u m a n n a árið 1996, eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. Sama gerir Sjóvá Almennar. Í útboðinu skil- uðu TM, Sjóvá Al- mennar OG VÍS inn tilboðum og var tilboð TM lang- lægst eða tæpar 6,5 milljónir króna. Sjóvá Almennar bauð rúm- ar 9,5 milljónir og VÍS tæpar 12 milljónir. Síðar þennan sama dag dró TM tilboð sitt til baka. „Þar sem munur á tilboðunum var meiri en eðlilegt gæti talist var farið að athuga málið inna- húss hjá TM, „ segir í símbréfi frá félaginu. „Þá kom í ljós að tilboðið byggðist á einfaldri vátrygginga- fjárhæð en ekki tvöfaldri eins og gert var ráð fyrir í útboðsskilmál- um.“ Starfsmönnum TM hafði yf- irsést þetta, þrátt fyrir að hafa kynnt sér útboðsgögn rækilega, segir ennfremur í símbréfinu. Haft var samband við Ríkiskaup sem önnuðust útboðið og þeim gert grein fyrir að TM treysti sér ekki til þess að standa við tilboð sitt og í kjölfar þess var gengið til samninga við Sjóvá Almennar sem áttu næstlægsta tilboðið. Í frumskýrslu Samkeppnis- stofnunar kemur fram að næsta dag hafi vitneskja um ákvörðun TM legið fyrir hjá Sjóvá Almenn- um, þar sem upplýsingar þess efnis voru ritaðar í fundargerð fé- lagsins. „Ekki skal fullyrt, sex árum eftir umræddan atburð, hvernig vitneskja barst SA um að TM hafi fallið frá tilboði sínu. Um leið og staðreyndir lágu fyrir um þau mistök sem átt höfðu sér stað hjá félaginu, var það hins vegar ekkert leyndarmál og gat engin áhrif haft á aðra tilboðsgjafa sem ekki gátu breytt tilboðum sínum,“ segir í símbréfinu. Þar segir einnig að ekki sé hægt að útiloka að vitneskjan hafi komið frá Rík- iskaupum, þrátt fyrir að engar skriflegar upplýsingar þess efnis liggi fyrir. Tryggingarmiðstöðin hafnar því algerlega að þessi liður frum- athugunar Samkeppnisstofnunar eigi við rök að styðjast. helgat@frettabladid.is ÓHAPP HJÁ SNARPI Snarpur Jóhanns R. Skúlasonar varð fyrir óhappi þegar verið var að færa hann í hesthúsið að sýningu lokinni. Hann festist með afturfót í gjörð á reiðhjóli sem datt í veg fyrir hestinn. Ekki er búist við að óhappið aftri þeim félögum frá þátttöku í úrslitum á sunnudaginn. HM íslenskra hesta: Há einkunn í tölti HESTAR Forkeppni í slaktumtölti fór fram á Heimsmeistaramóti ís- lenskra hesta í Herning í Dan- mörku í gær. Tómas Örn Snorrason á Skör- ungi komst einn Íslendinga í A-úr- slit en hann varð þriðji með eink- unnina 7,73. Efstur eftir forkeppn- ina er Anne Balslev á Hrammi frá Þóreyjarnúpi með 8,03. Einnig var keppt í forkeppni tölts. Keppnin var geysihörð og spennandi og varð Jóhann R. Skúlason á Snarpi efstur að stigum með einkunnina 8,97, sem er trúlega með því hæsta sem gefið hefur verið fyrir tölt á heimsmeistaramóti. Margir áttu von á því að Karly Zingsheim á Dökkva frá Mosfelli myndi blanda sér í toppbaráttuna en hesturinn varð fyrir því óhappi að missa undan sér skeifu í byrjun yfir- ferðartöltsins. ■ Vöruskiptajöfnuður: Milljarða viðsnúningur EFNAHAGSMÁL Halli á vöruskiptum við útlönd nam 400 milljónum króna fyrstu sex mánuði þessa árs. Þetta er tíu milljörðum króna lakari útkoma en á sama tímabili á síðasta ári, þegar vöruskiptajöfn- uður var hagstæður um 9,6 mill- jarða króna. Vöruskiptajöfnuður var nei- kvæður um 2,9 milljarða í júní. Þá voru fluttar út vörur fyrir 14,6 milljarða króna en inn fyrir 17,5 milljarða. Fyrir ári síðan stóð vöruskiptajöfnuður í járnum í júní. ■ ...laugardaginn 9. ágúst Nú lækkar það! STÓRFJÖLSKYLDAN Raghad og Rana, dætur Saddams Husen, sem fengu hæli í Jórdaníu, eru hér með fjöl- skyldu sinni, föður og móður. Myndin er tekin árið 1990, áður en dæturnar flúðu ásamt eiginmönnum sínum og börnum til Jórdaníu. Saddam lét skjóta tengdasyni sína fyrir flóttann og dæturnar hafa síðan búið við afar kröpp kjör. M YN D /A P ■ Ekki skal fullyrt 6 árum eftir umræddan at- burð hvernig vitneskja barst SA um að TM hefði fallið frá tilboði sínu. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN Mótmæla því að hafa átt í ólöglegu samráði við Sjóvá Almennar um slysatryggingar lög- reglumanna árið 1996. Kaupm.höfn London París Berlín Algarve Benidorm Torrevieja Krít Kýpur Róm New York Miami 23°C léttskýjað 19°C alskýjað 24°C skýjað 28°C skýjað 34°C léttskýjað 33°C heiðskírt 34°C heiðskírt 28°C heiðskírt 33°C heiðskírt 28°C þrumuveður 23°C skýjað 30°C heiðskírt SunnudagurÍ dag Mánudagur Veðrið úti í heimi í dag Úrkomusvæði eru skyggð á kortinu. Minniháttar skúraleiðingar eru táknaðar með dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagildi dagsins. Veðrið VESTMANNA- EYJAR Veðrið í dag endur- speglar horfurnar eins og þær voru í vikunni. Það verður bjartviðri á suðves- turfjórðungi landsins og hýtt. Veðrið verður því ekki til að spilla Þjóðhátíðinni í Eyjum, Bindindis- mótinu í Galtalæk og fleiri hátíðum á þessu svæði. Reyndar verður veðrið líklega best í Reykjavík og Eyjum. Það er lítið eitt kól- nandi á Vestfjörðum en þar ætti að vera þurrt. Síst verður veðrið á Egils- stöðum. Kveðja, Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur Breytileg átt Breytileg átt Breytileg átt Hægur vindur Hægur vindur Breytileg átt Hægur vindurHægur vindur Hægur vindur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.