Fréttablaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 15
15LAUGARDAGUR 2. ágúst 2003
GOLF Sérfræðingar Sports Illu-
strated hafa tekið saman laus-
lega úttekt á því sem þeir kalla
„fáránlegar reglur í golfi.“ Með
því helsta sem þeir týndu til er
meðal annars það að danski kylf-
ungurinn, Thomas Björn, hefði
að líkindum unnið opna breska
meistaramótið í golfi ef ekki
hefði verið fyrir tvö víti sem
hann fékk dæmd á sig á fyrsta
degi mótsins. Eftir að hafa mis-
tekist högg úr sandglompu,
þannig að golfboltinn lá enn í
sandinum, lamdi Daninn kylfu
sinni í sandinn í andartaksbræði
en það er kallað að „kanna
ástand glompunnar“ og er bann-
að. Eitt víti þar handa Birni.
Hins vegar, ef að hann hefði
stutt sig við kylfu sína í sandin-
um til að bjarga sér frá falli;
ekkert víti.
Mark Roe kláraði 18. holu á
opna breska mótinu við dynjandi
lófatak áhorfenda, enda með tveg-
gja högga forskot á næsta mann á
þriðja degi mótsins. Brosið hvarf
þó fljótlega þegar ljóst varð að
hann hafði gleymt að skiptast á
skorkorti við spilafélaga sinn, Sví-
ann Jesper Parnevik, eins og regl-
ur kveða á um. Báðir voru dæmd-
ir úr keppni.
Bandaríkjamaðurinn Jeff
Maggert hitti illa högg úr
glompu á öðrum degi meistara-
mótsins bandaríska svo kúlan
endurkastaðist af bakkanum og í
bringu Maggerts. Það þýddi tvö
víti og hann komst ekki áfram í
úrslit keppninnar. ■
Lausleg úttekt á golfíþróttinni:
Merkilegar reglur
ANNIKA Í SANDGLOMPU
Margvíslegar reglur eru til um högg úr sandi.
Evrópukeppni
einstaklinga í golfi:
Íslensku
liðin valin
GOLF Evrópukeppni einstaklinga í
golfi karla fer fram í Skotlandi
dagana 20. - 23. ágúst næstkom-
andi og hefur landsliðsþjálfarinn í
golfi, Staffan Johansson, valið hóp
bæði í karla- og kvennaflokki.
Í karlahópnum eru Birgir Már
Vigfússon GR, Guðmundur Ingvi
Einarsson GR, Heiðar Davíð
Bragason GKJ og Sigurpáll Geir
Sveinsson GA.
Kvennaflokkurinn spilar á
Shannon vellinum á Írlandi 27. -
30. ágúst og er liðið skipað þeim
Helenu Árnadóttur GA og Nínu
Björk Geirsdóttur GKJ. ■
GUÐJÓN ÞÓRÐARSON
Nú styttist óðum í að deildakeppnin
hefjist á Englandi.
Óþolinmæði í Barnsley:
Gavin
Ward farinn
FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Barnsley, er orðinn
óþreyjufullur eftir að Gavin Ward
markvörður, sem verið hefur við
æfingar hjá Barnsley undanfarna
daga, hefur fært sig um set til
Coventry í von um saming þar. Er
því orðið brýnt fyrir forráðamenn
Barnsley að aflétta banni enska
knattspyrnusambandsins af liðinu
til að hægt sé að ganga frá samn-
ingum við þá leikmenn sem Guð-
jón hefur hug á að fá fyrir leiktíð-
ina. ■
HERMANN HREIÐARSSON
Var seldur frá Ipswich til Charlton. Er kom-
inn á ný í baráttuna í úrvalsdeildinni.
Hermann Hreiðarsson:
Stendur
fyrir sínu
FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson,
landsliðsmaður í knattspyrnu, átti
góðan leik þegar Charlton gerði 2-
2 jafntefli við Plymouth í æfinga-
leik. Hermann var í byrjunarlið-
inu og samkvæmt heimasíðu
Charlton stóð hann fyrir sínu.
„Hreiðarsson sýndi enn og aft-
ur hversu megnugur hann er í
loftinu þegar hann sveif tignar-
lega og skallaði knöttinn í netið
eftir hornspyrnu Parkers. En því
miður dæmdi dómarinn á Íslend-
inginn fyrir að klifra upp á and-
stæðing, dómur sem ekki var
hægt að mótmæla,“ segir meðal
annars á heimasíðu Charlton.
Þó nokkrir æfingaleikir eru
fyrirhugaðir hjá Charlton áður en
enska úrvalsdeildin hefst. Fyrsti
leikur Charlton á tímabilinu verð-
ur heimaleikur gegn Manchester
City þann 17. ágúst. ■