Fréttablaðið - 02.08.2003, Side 10

Fréttablaðið - 02.08.2003, Side 10
Svo er sagt að í brjósti sérhversbyltingarmanns blundi harð- stjóri sem bíði þess að taka völdin. Það segja að minnsta kosti þeir sem á hálfrar aldar afmæli kú- bönsku byltingarinnar telja að valdatími Fidels Castros sé orðinn nógu langur. Reyndar var byltingin á Kúbu gerð árið 1959, þannig að ennþá vantar nokkur ár upp á hálfrar aldar valdaferil Castros, en um þessar mundir eru hátíðahöld á Kúbu vegna þess að 50 ár eru lið- in síðan flokkur byltingarsinna, undir forystu Fidels, gerði árás á herstöðina Moncada þar sem bjuggu hermenn einræðisherrans Fugencios Batista. Það var hinn 26. júlí 1953. Hernaðarlega fór sú árás út um þúfur og Fidel Alaj- andro Castro Ruz og félagar ýmist féllu í bardaganum eða voru hand- teknir og dæmdir í fangelsi. Fyrir rétti flutti Castro fræga varnar- ræðu sem kölluð er „Sagan mun sýkna mig“, og sú ræða varð leið- arljós og stefnuyfirlýsing bylting- armanna sem þaðan í frá kenndu hreyfingu sína við 26. júlí. Eldhuginn frá Argentínu Castro sat ekki lengi í fangelsi. Árið 1955 var hann látinn laus. Hann lagði land undir fót og fór í fjáröflunarferð til Bandaríkjanna og síðan til Mexíkó þar sem hann hitti eldhugann frá Argentínu, Ernesto „Che“ Guevara. Í brjósti Ernestos Guevara virðist enginn harðstjóri hafa blundað, því að fljótlega eftir að þeir félagar höfðu komið Batista frá völdum árið 1959 yfirgaf Che mjúkan seðla- bankastjórastól í Havana og hélt til fjalla í Bólivíu að berjast fyrir suð- ur-amerísku byltingunni. Hann var fljótlega myrtur af bandarísku leyniþjónustunni CIA og er nú í guðatölu meðal þeirra sem dreym- ir um unga og vaska veröld og óspillta af mammonsdýrkun. Um það bil eitt hundrað af þeim byltingarmönnum sem gerðu árásina á Moncadavirkið undir forystu Castros komust lífs af og voru dæmdir til fangavistar. Castro fékk fimmtán ára dóm, en var náðaður eftir tuttugu og einn mánuð. Þeir sem enn lifa úr þess- um hópi líta nú um öxl með blendnum tilfinningum, nú þegar 50 ár eru liðin síðan hanskanum var kastað. Skólabræðurnir Fidel og Gustavo Einn af þessum eftirlifandi vopnabræðrum Castros heitir Gustavo Arcos Bergnes. Þeir Castro eru jafnaldrar og kynntust fyrst í háskólanum í Havana. Berg- nes særðist í árásinni á Moncada, og hlaut varanlega fötlun. Eftir byltingu varð Bergnes sendiherra Kúbu í Belgíu, en eftir að hann lýsti vonbrigðum sínum með mannrétt- indastefnu stjórnarinnar var hann kallaður heim og dæmdur í tíu ára fangelsi og afplánaði þrjú ár af þeim dómi. Á níunda áratug síðustu aldar hugðist Bergnes flýja frá Kúbu, en var handtekinn og settur í fangelsi á nýjan leik. Að þessu sinni var hann látinn dúsa í dyflissu í sjö ár. Bergnes er nú 76 ára gamall, en lætur engan bilbug á sér finna. Hann er formaður Mannréttinda- samtaka Kúbu og hvikar hvergi frá gagnrýni sinni á æskuvin sinn, vopnabróður og fangelsisnaut. Í tilefni 50 ára afmælis 26. júlí hreyfingarinnar skrifaði Gustavo Arcos Bergnes grein sem birtist í New York Times. Þar ber hann saman tvær býsna ólíkar persón- ur, annars vegar frelsisvininn og fangann Fidel Castro og hins veg- ar harðstjórann og fangavörðinn Fidel Castro. Batista mannúðlegri Bergnes lýsir því yfir að ein- ræðisherranum Fulgencio Batista hafi farist mun mannúðlegar við fanga sína, hina vopnuðu bylting- arseggi frá Moncada, heldur en Fidel Castro hafi farist við þjóðfé- lagsgagnrýnendur sem hafi boðið honum byrginn með ekkert annað að vopni en ritvélar, myndavélar, útvarpstæki og segulbönd. Berg- nes ber saman aðbúnaðinn í fang- elsum Batista þar sem byltingar- mennirnir nutu sérréttinda sem pólitískir fangar og aðbúnaðinn sem þjóðfélagsgagnrýnendum sé búinn hjá fangaverðinum Castro, þar sem þeir séu hýstir innan um ótýnda glæpamenn, morðingja og nauðgara. Bergnes endar kveðju sína til Castros með þessum orðum: „Ég er orðinn gamall maður - 76 ára, jafngamall og Fidel Castro - og það er ekki margt illt sem fanga- vörður minn getur gert mér leng- ur. Þrátt fyrir að enginn vafi leiki á því í mínum huga að yngri bróð- ir minn, Sebastian, dó í fangelsi árið 1997 vegna þess að honum var af ráðnum huga neitað um læknisaðstoð, hef ég enga ástæðu til að ætla að Fidel Castro sýni stjórnmálaföngum sínum það ör- læti sem honum var sjálfum sýnt fyrir 50 árum, né að hann muni líka veita þeim sakaruppgjöf. Ég vona að það komi í ljós að ég hafi á röngu að standa. Það væri eina viðeigandi leiðin til að minnast af- mælis 26. júlí hreyfingarinnar.“ Hátíðahöld voru mikil á Kúbu 26. júlí síðastliðinn. Ekkert hefur frést af sakaruppgjöf. thrainn@frettabladid.is 10 2. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Við lifum í heimi þar sem allt errannsakað og margt hefur verið vitlausara gert en að rann- saka hver sé tilgangur lífsins. Nú hefur hópur háskólamanna ein- mitt gert það, þeir hafa rýnt í kenningar 195 „hugsuða“ frá Rousseau til Bob Dylans til að komast að niðurstöðu um tilgang lífsins. Í þessum hópi hugsuða eru stjórnmálamenn, vísindamenn og vitanlega heimspekingar. Nokkur óvænt nöfn dúkka upp á listanum og má þar nefna rithöfundinn Agöthu Christie og leikarann Cary Grant. Við niðurstöður var tekið mið af tilvitnunum um til- gang lífsins sem þetta fólk lét frá sér fara, annað hvort á prenti eða í viðtölum. Fjórir sálfræðingar, undir forystu prófessors Richard Kinnier í háskólanum í Arizona, greindu síðan og flokkuðu þessi orð. Niðurstaðan er svo sem ekki ýkja frumleg en bjartsýn. Til- gangur lífsins er að njóta þess. Rannsakendur komust að því að 17 prósent hugsuða í úrtakinu hefðu þá skoðun að farsælast sé að njóta þeirra reynslu sem lífið hefur upp á að bjóða. Meðal þeirra sem aðhyllast þessa kenn- ingu eru Thomas Jefferson og Janis Joplin, en hún gekk reyndar nokkuð langt í þessari viðleitni og lést af völdum heróíns árið 1970, 27 ára gömul. Næst vinsælasta kenningin meðal hugsuðanna, og sennilega sú göfugasta, er að tilgangur lífs- ins sé að elska, hjálpa eða þjóna öðrum. Meðal postula þessarar kenningar eru Albert Einstein, Jean Jacques Rousseau og Ma- hatma Gandhi. Önnur kenning, sem nýtur um- talsverðrar hylli, er að lífið sé ráð- gáta en 13 prósent hugsuðanna teljast fylgja henni, þar á meðal Napóleon mikli og vísindamaður- inn Stephen Hawking. Meðal ann- arra kenninga eru að tilgangur lífsins sé að tilbiðja Guð, leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins, leita sannleikans og 8 prósent hugsuða voru á þeirri skoðun að lífið væri barátta. 11 prósent hugsuða töldust til þess drungalega flokks sem álítur að lífið sé tilgangslaust. Þar á meðal eru Sigmund Freud, Franz Kafka, Jean-Paul Sartre og Jos- eph Conrad. Af þeim kenningum sem komust á topp tíu listanum nýtur minnstrar hylli sú kenning að lífið sé brandari, en meðal fylgjenda hennar eru þó snillingar eins og Oscar Wilde og Bob Dylan. Vart þarf að taka fram að rann- sóknin hefur verið gagnrýnd af einhverjum sálfræðingum sem heldur ómerkilegur og kjánalegur samkvæmisleikur; spurningin um tilgang lífsins sé háalvarleg og torræð og ekki sé hægt að setja svörin við henni upp í töflur. En örugglega hafa menn dundað sér við margt heimskulegra. ■ ALDOUS HUXLEY: „Ég hafði mínar ástæður til þess að óska að lífið hefði enga merkingu. Þess vegna ályktaði ég að það hefði enga og það var enginn vandi fyrir mig að finna frambæri- leg rök fyrir þeirri tilgátu.“ NOKKRAR TILVITNANIR UM LÍFIÐ OG TILGANG ÞESS: Dag Hammerskjöld: „Ég krefst þeirrar fjarstæðu að lífið hafi tilgang.“ Samuel Butler: „Er lífið þess virði að því sé lifað? Það er spurning sem hæfir fóstri, ekki manni.“ Thomas Jefferson: „Listin að lifa er listin að forðast sársauka.“ W.B. Yeats: „Við byrjum að lifa þegar við höfum áttað okkur á að lífið er harmleik- ur.“ Nokkrir sálfræðingar hafa komist að umdeildri niðurstöðu um hver sé tilgangur lífsins. Það gerðu þeir með því að rýna í kenningar 195 hugsuða. Tilgangur lífsins er að njóta Fimmtíu ár eru frá upphafi byltingarinnar á Kúbu. Þá gerðu byltingarsinnar árás á herstöðina Moncada með litlum árangri. Fyrrum vopnabróðir Fidel Castros lítur nú um öxl með blendnum tilfinningum Fanginn Fidel og fangavörðurinn Castro FANGINN Gustavo Arcos Bergnes: Fyrir 50 árum var Fidel Castro farþegi í bíl hans þegar 26. júlí hreyfingin lagði af stað til að gera árás á Moncadavirkið. Síðar sat Bergnes inni sem einn helsti andófsmaður Castro og talsmaður mannréttinda í landinu. Ég er orðinn gamall maður - 76 ára, jafngamall og Fidel Castro - og það er ekki margt illt sem fanga- vörður minn getur gert mér lengur. ,, FANGAVÖRÐURINN Fidel Alejandro Castro Ruz sýnir föngum sínum ekki sömu mannúð og einræðisherrann Batista sýndi honum fyrir hálfri öld.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.