Fréttablaðið - 02.08.2003, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 2. ágúst 2003
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
ha
us
t
Símar umboðsmanna
Plúsferða um allt land:
Borgarnes 437 1040
Ísafjörður 456 5111
Akureyri 460 0600
Egilsstaðir 471 2000
Selfoss 482 1666
Vestmannaeyjar 481 1450
Keflavík 420 6000
Portúgal
7., 14. og 21. október
ver› frá 39.900 kr.
Innifalið er flug, gisting í 7 nætur í stúdíóíbúð á Sol Doiro,
allir flugvallarskattar og íslensk fararstjórn.
Tyrkland
25. september og 8. október
ver› frá 67.550 kr.
Innifalið er flug, gisting á Blue Lagoon í 10 nætur,
allir flugvallarskattar og íslensk fararstjórn.
Mallorca
21. og 28.ágúst, 4. og 11. september
ver› frá 47.630 kr.
Innifalið er flug, gisting á Pil Lari Playa í 7 nætur,
allir flugvallarskattar og íslensk fararstjórn.
Benidorm
20. og 27.ágúst, 3. og 10. september
ver› frá 47.630 kr.
Innifalið er flug, gisting á Halley í 7 nætur,
allir flugvallarskattar og íslensk fararstjórn.
Krít
24. og 31. ágúst, 7. og 14. september
ver› frá 48.350 kr.
Innifalið er flug, gisting á Sea View í 7 nætur,
allir flugvallarskattar og íslensk fararstjórn.
Öll ver›dæmin mi›ast vi› a› 2 fer›ist saman.
Pl
ús
ar
Ein þeirra sérstæðu þjóðar-íþrótta sem Íslendingar hafa
lagt stund á er að smygla áfengi
inn á mótstað útihátíða. Í orði
kveðnu eru flestar útihátíðir
áfengislausar, en jafnvel Galtar-
lækjarhátíðin sjálf, sem er forn-
frægasta bindindismótið á Ís-
landi, þarf öfluga gæslu til að
koma í veg fyrir áfengissmygl.
Fjölmargar sögur greina frá
uppáfyndingarsömum og öl-
þyrstum gestum sem leggja oft
ótrúlega mikið á sig við að
smygla áfengi inn á áfengislaus
mót, fram hjá strangri gæslu og
leit. Greinir hér frá fjórum at-
hyglisverðum aðferðum sem
Fréttablaðið hefur heyrt af í
þessu sambandi.
Vín grafið í jörðu
Þetta er ein þekktasta aðferðin
og einkennist af ákveðinni fyrir-
hyggju. Væntanlegir gestir fara á
staðinn áður en hann er undirbú-
inn fyrir hátíðarhöldin og grafa
áfengi í jörðu. Margir hafa þó far-
ið flatt á þessu. Dægurlagasöngv-
ari nokkur, sem gerði garðinn
frægan á árum áður, hefur upplýst
í samtali við Fréttablaðið að þegar
hann var sem drengur í sveit hafi
hann verið ásamt bóndanum á
bænum með sjónauka í nálægu
fjalli. Þeir sáu hvar mótsgestir
grófu vínið og fóru svo sjálfir og
grófu veigarnar upp. „Svo fór öll
sveitin á kennderí. Nei, lítið ég - ég
var bara átta ára þá og rétt að
byrja.“ Eitt sinn mun það hafa hent
að nokkrir menn grófu byrgðir
innan svæðis en uppgötvuðu svo
sér til skelfingar þegar komið var
á mótið að búið var að steypa
hljómsveitarpall yfir staðinn.
Vín í oradósum
Einn ölkær verðandi útihátíð-
argestur bjó svo vel að starfa hjá
fyrirtækinu Ora sem framleiðir
hinar ágætu niðursuðuvörur á
borð við fiskibollur og grænar
baunir. Hann gerði sér lítið fyrir
og kom fyrir áfengi í dósum og
mætti glaðbeittur á svæðið. Það
þótti hins vegar grunsamlegt við
leit að hann var með fjóra kassa
af Ora grænum baunum í aftur-
sæti bíls síns. Hann reyndi að
sannfæra gæslumenn um að hann
væri einstakur aðdáandi þessa
réttar, svona líkt og Ringó sem
tók með sér bakaðar baunir til
Indlands á sínum tíma, en allt kom
fyrir ekki, fæðan sem hann hugð-
ist neyta á hátíðinni þótti of fá-
brotin. Menn tóku upp eina dós og
allt komst upp.
Annað bragð sem varðar mat-
væli er nokkuð þekkt og erfiðara
fyrir gæslumenn að sjá við því.
Það er einfalt í framkvæmd; menn
verða sér úti um góða sprautu og
stóra, kaupa sér appelsínur í stór-
um stíl og sprauta áfenginu inn í
ávöxtinn. Síðan neyta menn hinna
áfengu appelsína á hátíðarstað.
Áfengi í stað rúðupiss
Þessa aðferð þekkja mörg ver-
seruð útihátíðarljón og það felst
einfaldlega í því að tæma dunkinn
undir vélarhúddi bifreiðarinnar,
eða skipta honum út, og hella
þangað áfengi í stórum stíl. Sagan
segir að einn skeleggur vörður
fyrir norðan hafi borist njósn um
að þessi háttur væri hafður á.
Hann hafði það því fyrir sið að
bragða á rúðupissinu í þeim bílum
sem komu á svæðið. Einhverjir
skrattakollar, sem lent höfðu í
klóm þessa vaska varðar, gerðu
sér þá lítið fyrir og migu í dunk-
inn og bar þá rúðupissið nafn með
rentu. Við svo búið snarhætti
vörðurinn að beita bragðlaukum
við gæslustörfin.
jakob@frettabladid.is
Margar furðusögur er til af því hvernig mótsgestir á útihátíðum hafa reynt
að smygla áfengi fram hjá gæslumönnum. Aðferðirnar lýsa miklu ímyndunarafli
og útsjónarsemi.
Áfengi í ora-dósum
FRÁ GALTALÆK
Sagan sýnir að gæslumenn á bindindishátíðinni og á öðrum áfengislausum útihátíðum
þurfa að vera vel á verði til þess að ekki verði smyglað inn áfengi. Margar kostulegar sög-
ur eru til af slíku.
Vestfirðir koma siglandiinn í Íslandssöguna í upp-
hafi 15. aldar þegar sjávarút-
vegur verður atvinnugrein
vegna eftirspurnar úti í Evr-
ópu. Tækni í siglingum var
komin á það stig að sjómenn
frá Englandi voru farnir að
geta sótt á Íslandsmið og að-
stæður sem við þetta sköpuð-
ust gerðu að verkum að á
undraskömmum tíma náðu
vestfirskir höfðingjar undir-
tökum í þjóðlífinu og réðu
yfir fáheyrðum auði a.m.k. í
eina og hálfa öld, eða fram að
Siðaskiptum.
Æ síðan hefur hlutur Vestfjarða
verið stór og enn í dag finnst
manni ekki einleikið hvað þessi út-
kjálki Íslands hefur ungað út af
einstaklingum, það er engu líkara
en annar hver maður sem maður
hittir sé ættaður þaðan. Og kann að
eiga skýringu í því að plágan síðari
(1494) sigldi fram hjá Vestfjörðum
á meðan hún kvistaði landsmenn
niður í öðrum plássum.
Vestfirðir við þröskuld
blómaskeiðs
En það var fyrir fisk sem Vest-
firðir hófust til vegs og nú þegar
fiskurinn hefur verið tekinn frá
þeim (með stjórnvaldsaðgerð)
munu þeir væntanlega hverfa úr
sögunni, eða hvað?
Ég held ekki. Ég held þvert á
móti að Vestfirðir standi við þrösk-
uldinn á nýju blómaskeiði. Að
þessu sinni sem sumardvalarstað-
ur. Eftir því sem vegagerðin færir
Vestfirði nær Suðurlandinu með
malbikuðum vegum, brúargerð og
göngum undir djúp og gegnum
fjöll verður sú staðreynd æ fleir-
um ljós að Vestfirðir eiga fáa sína
líka í tröllslegri fegurð og mikil-
leik. Aðeins hálendi Íslands getur
keppt við þá og þessi tvö svæði
leikast á vissan hátt á: aðdráttarafl
hálendisins er að hluta fólgið í há-
tign án mannsins á meðan Vest-
firðir magnast einmitt af því
mannlífi sem þar var sviðsett í
gegnum aldirnar og örlögum sem
tala til vegfarandans frá hverri
vík, eyri og heiði (hér sakar ekki
að geta tveggja ómissandi ferðafé-
laga sem nýlega hafa litið dagsins
ljós, stórvirki Kjartans Ólafsson-
ar: Firðir og fólk og hina firna vel
skrifuðu Strandabók Guðrúnar
Ásu Grímsdóttur, Ystu strandir
norðan Djúps).
Ekið um ævintýraheim
Tolkiens
En það sem yfirskyggir allt
annað eru göngin nýju gegnum
Breiðadalsheiðina sem eins og fyr-
ir töfra hafa safnað saman af-
skekktum, afskiptum plássum og
gert þau að virkum fingrum
á lifandi hendi Ísafjarðar. Í
stað þess að brölta og brjót-
ast um illfæra og ófæra fjall-
vegi flytjast menn nú svo
fyrirhafnarlaust á milli staða
að jaðrar við sjónhverfingar.
Það er upplifun að ferðast
um þessi göng. Nánast eins
og maður sé að aka inn í æv-
intýraheim Tolkiens, maður
má hafa sig allan við til að
breytast ekki í hobbit eða
sogast inn í Hringadróttins-
sögu. En þegar út er komið
er það ævintýraveröld Vest-
fjarða sem lýkst upp.
Og þá kem ég aftur að þessu
sem ég nefndi í upphafi. Fyrir
Vestfjörðum á að liggja að verða
sumarveröld. Höfuðstaðabúar
munu keppast um að kaupa upp
lausar húseignir á Þingeyri, Flat-
eyri, Suðureyri, Súðavík og Bol-
ungarvík - til að fleyta rjómann
ofan af því sem þessir staðir hafa
að bjóða. Ég er ekki að segja að
fólk muni ekki búa þar yfir vetrar-
tímann einnig, en það verður í
auknum mæli fólk sem hefur
framfæri af hugviti tengdu mennt-
un, sögu og ferðamennsku.
Sálarkufl úr sólskini
Enn tekur rúmar sjö klukku-
stundir að aka frá Reykjavík til
Ísafjarðar. Því fé væri vel varið
sem drægi þá enn nær með stöðugt
betri vegum, fleiri göngum og
framhaldi hugverka á borð við þau
sem ég nefndi hér að ofan. Uns svo
er komið að vísan hans séra Jón-
mundar, klerks í Grunnavík (1918-
1954), tekur sig til og rætist. En
hann orti:
Þegar fólk við drykk og dufl
drabbar suður í löndum
saumum við okkur sálarkufl
úr sólskini norður á Ströndum.
Sumarlandið Vestfirðir
PÉTURS
GUNNARSSONAR
■ Laugardags-pistill
FRÁ VESTFJÖRÐUM
Ég held þvert á móti að Vestfirðir standi við þröskuldinn á
nýju blómaskeiði. Að þessu sinni sem sumardvalarstaður.