Fréttablaðið - 02.08.2003, Page 14
14 2. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
HAFNABOLTI
Reed Johnson kastar sér eftir bolta
í leik Toronto og Tampa Bay.
Hafnarbolti
hvað?hvar?hvenær?
30 31 1 2 3 4 5
JÚLÍ
Laugardagur
FÓTBOLTI Þrátt fyrir að enska úr-
valdsdeildin hafi úr mestum tekj-
um að ráða í Evrópu hefur ensku
liði aðeins einu sinni tekist að
sigra Meistaradeild Evrópu. Það
þykir lítið samanborið við fjóra
titla Spánverja og þriggja hjá Ítöl-
um. Þetta kemur fram í nýlegri
skýrslu Deloitte og Touche um
fjármál knattspyrnudeilda í Ev-
rópu.
Lið í ensku úrvaldsdeildinni
þéna margfalt meira á leikjum
sínum en önnur félög í Evrópu.
Ensk lið höluðu inn tæpa 44 millj-
arða króna á leikjum sínum sam-
anborið við aðeins sextán milljarða
hjá félögum í þýsku Bundeslig-
unni. Á hinn bóginn greiða ensk fé-
lög hæstu launin til leikmanna eða
rúmlega 96 milljarða króna en ítöl-
sk lið koma þar næst með launa-
greiðslur upp á 89 milljarða.
Ástæður þess að gengi enskra
hefur ekki verið í takt við fjár-
hagsinnkomu þeirra eru taldar
vera þrjár helstar. Tímabilið í
Englandi er langt og strangt, ekki
er jólafrí eins og tíðkast til dæmis
í Þýskalandi. Ensk lið hafa ekki
haft heppnina með sér í stærri
keppnum undanfarin ár og marg-
ar stærri stjörnur knattspyrnu-
heimsins kjósa mildara loftslag á
Ítalíu og Spáni fram yfir misjafnt
veðurfarið á Englandi. ■
Betur búið að leik-
mönnum í Þýskalandi
FÓTBOLTI Þýska úrvalsdeildin
hófst í gær með leik Bayern
München og Eintracht Frankfurt.
Bræðurnir Bjarni og Þórður
Guðjónssynir verða væntanlega í
leikmannahópi Bochum sem
mætir Wolfsburg á útivelli í dag.
„Það gengur ágætlega hjá okk-
ur. Undirbúningstímabilinu er
lokið og við erum að gera okkur
klára fyrir leikinn í dag,“ segir
Bjarni. „Við ætlum að reyna að
byggja á árangrinum sem liðið
náði í fyrra, sem var níunda sæti.
Fyrstu sjö leikir liðsins eru hins
vegar mjög erfiðir. Það verður að
koma í ljós hvað gerist eftir
þessa sjö leiki.“
Bjarni gerði þriggja ára samn-
ing við Bochum en hann lék með
Stoke City í þrjú ár. Fyrir hjá
Bochum var Þórður, eldri bróðir
hans. Bjarni segir mikinn mun á
þýsku úrvalsdeildinni og ensku 1.
deildinni.
„Ég kann mjög vel við mig hér
í Þýskalandi. Þetta er allt annar
heimur og miklu betur búið að
leikmönnum að öllu leyti,“ segir
Bjarni.
Bjarni reiknar með að verma
varamannabekkinn í dag en ætlar
að vinna að því að koma sér í liðið.
Hann hefur undanfarið leikið á
hægri kantinum eða frammi.
„Það hafa allir fengið að spila
jafn mikið á undirbúningstímabil-
inu en mér hefur gengið ágæt-
lega.“
Bayern München hefur haft
yfirburði í þýsku deildinni und-
anfarin ár. Bjarni býst við að það
sama verði uppi á teningnum í ár.
„Schalke á einnig að vera sterkt
eins og Dortmund. En þau hafa
ekki náð að sýna sitt rétta andlit.
Bæði lið eru með góða leik-
mannahópa og flotta heimavelli,“
segir Bjarni og bætir við hlæj-
andi. „Dortmund hefur samt ver-
ið að bæta við sig leikmönnum og
ef þeir ná að krækja í Jóhannes
Karl þá verða þeir seint unnir.“
kristjan@frettabladid.is
Mestir peningar í ensku úrvalsdeildinni:
Skilar sér
ekki í titlum
MANCHESTER UNITED
Lengi verið eitt af ríkustu félagsliðum heims.
Þýska úrvalsdeildin hófst í gær. Bjarni og Þórður Guðjónssynir leika með Bochum sem mætir
Wolfsburg í dag. Bjarni kann vel við sig í Þýskalandi. Segir þá bræður vera til í slaginn.
BJARNI GUÐJÓNSSON
Bjarni var seldur til Bochum frá Stoke. Hann
lék í þrjú ár hjá Stoke, þar á meðal undir
stjórn föður síns, Guðjóns Þórðarsonar.
ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON
Þórður lék vel með Bochum í fyrra. Hann kom aftur til liðsins eftir að hafa reynt fyrir sér á Spáni og Englandi.
BOX Lennox Lewis, heimsmeistari
í þungavigt, segir að fyrirhuguð
viðureign gegn Vitali Klitschko
verði líklega síðasti bardagi hans.
Lewis sigraði Klitschko á tækni-
legu rothöggi fyrir tveimur mán-
uðum síðan. Viðræður um annan
bardaga hafa staðið yfir og er lík-
legt að hann verði háður í byrjun
desember.
„Ég hef ekkert lengur að sanna
og er í raun bara að berjast að
gamni mínu,“ sagði Lewis í viðtali
við BBC en ítrekaði þó að hann
myndi ekki taka ákvörðun fyrr en
að bardaganum loknum. „Fólk
varð yfir sig hrifið
af síðasta bardaga
okkar og vill aug-
ljóslega sjá ann-
an,“ sagði Lewis.
„Við sitjum nú að
samningaborðinu.
Síðan sjáum við
hvað verður um
framtíð mína -
hvort ég hætti eða
haldi áfram.“ ■
Lennox Lewis:
Leggur hanskann á hilluna
ROTHÖGG
Lennox Lewis
hefur verið ósi-
grandi í
hringnum
undanfarin ár.
11.50 RÚV
Formúla 1. Bein útsending frá tímatöku
fyrir kappaksturinn á Hockenheim braut-
inni.
13.00 RÚV
Vélhjólasport. Þáttur um keppni vél-
hjólakappa sem fram fór um síðustu
helgi.
13.40 Sýn
Football Week UK. Vikan í enska boltan-
um.
16.00 Sýn
Trans World Sport. Íþróttir um víða ver-
öld.
22.30 Sýn
Oscar de la Hoya gegn Campas. Endur-
sýnd keppni frá hnefaleikum 3. maí.
FRÁBÆRA DÓMA Tim Howard,
nýr markvörður Manchester
United, fékk frábæra
dóma fyrir fyrsta
heila leik sinn með
liðinu þegar United
gerði sér lítið fyrir
og valtaði yfir
Juventus 4-1. Alex
Ferguson hældi stráknum og
sagði hann vera tilbúinn til að
leika með liðinu í úrvalsdeildinni.
ANNAR LEIKMAÐUR sem fékk
mikið lof fyrir leik sinn var Juan
Sebastian Verón en
hann þótti leika einn
sinn besta leik með
rauðu djöflunum frá
því hann kom frá
Lazio.
RIQUELME FARINN Argentíski
landsliðsmaðurinn, Juan Roman
Riquelme, er genginn til liðs við
Boca Juniors frá Barcelona eftir
að ljóst varð að Rijkaard, þjálfari
Barca hefði ekki not fyrir hann í
Katalóníu.
HYYPIA BJARTSÝNN
Fyrirliði Liverpool,
Sami Hyypia, er alls
óhræddur við komandi
leiktíð þrátt fyrir að
lykilmenn í liðinu séu
frá vegna meiðsla. Dietmar Ham-
ann, Salif Diao og Harry Kewell
eru allir meiddir og óvíst hvort
þeir hefja keppnistímabilið. Í
staðinn opnast tækifæri fyrir
ungu leikmennina, Bruno
Cheyrou og Anthony La Tallec, til
að sýna hvað í þeim býr.
■ Fótbolti