Fréttablaðið - 02.08.2003, Qupperneq 16
2. ágúst 2003 LAUGARDAGUR16
■ ■ KVIKMYNDIR
Sjá www.kvikmyndir.is
Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800
Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900
Háskólabíó, s. 530 1919
Laugarásbíó, s. 553 2075
Regnboginn, s. 551 9000
Smárabíó, s. 564 0000
Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500
■ ■ ÚTIMARKAÐUR
13.00 Útimarkaður fyrir listmuni
og lífrænt grænmeti á aðaltorgi Sól-
heima í Grímsnesi er opinn til klukkan
18.
■ ■ ÚTIVIST
14.00 Alviða, fræðslusetur Land-
verndar, efnir til göngu um Þrastarskóg
sem nú skartar sínu fegursta. Dagbjört
Óskarsdóttir verður leiðsögumaður.
Lagt verður upp frá hliðinu fyrir ofan
veitingaskálann Þrastarlund. Boðið verð-
ur upp á kakó og kleinur í göngunni.
■ ■ OPNANIR
Jónas Viðar opnar sýningu á Café
Karólínu í Listagilinu á Akureyri.
Davíð Örn Halldórsson opnar sýn-
ingu í gallerí Borg á Skagaströnd, sem
hefur verið vinnustofa hans síðastliðið
ár. Sýningin verður opin fram í miðjan
september.
Sýning á myndum Áslaugar Snorra-
dóttur verður opnuð í Lónkoti í galleríi
Sölva Helgasonar.
■ ■ FUNDUR
14.00 Bernharður Guðmundsson
rektor leiðir umræðu nokkurra lista-
manna í Skálholtsskóla um iðkun og
stöðu tónlistar, myndlistar og leiklistar í
Skálholti framtíðarinnar.
■ ■ TÓNLIST
12.00 Ítalski organistinn Giorgio
Parolini leikur á hádegistónleikum í
Hallgrímskirkju verk eftir Johann
Pachelbel, Gioseppe Gherardeschi, Franz
Liszt og Denis Bédard.
15.00 Á fimmtu og síðastu helgi
Sumartónleika í Skálholtskirkju flytur
Bachsveitin í Skálholti kantötur eftir Jo-
hann Sebastian Bach. Einsöngvarar eru
Rannveig Sif Sigurðardóttir sópran,
Sigríður Jónsdóttir alt, Eyjólfur Eyjólfs-
son tenór og Benedikt Ingólfsson
bassi. Stjórnandi er hollenski fiðluleikar-
inn Jaap Schröder.
17.00 Bachsveitin í Skálholti flytur
í Skálholtskirkju ítölsk kammerverk frá
17. og 18. öld. Leiðari og einleikari á
fiðlu er Jaap Schröder.
20.30 Douglas A. Brotchie, org-
anisti Háteigskirkju, leikur á orgelið í
Reykholtskirkju verk eftir Buxtehude,
Bohm, Bach, Haydn, Jón Leifs, Messiaen
og Franck.
21.00 Stúlknakórinn Pfälzische
Kurrende frá Þýskalandi syngur í
Reykjahlíðarkirkju á Sumartónleikum
við Mývatn. Stjórnandi er Carola
Bischoff.
21.00 Rúnar Óskarsson flytur í
Skálholtskirkju ný verk fyrir bassaklar-
ínettu eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Isang
Yun, Claudio Ambrosini og frumflutt
verða verk eftir Óliver Kentish og Tryggva
M. Baldvinsson.
21.00 Óperutónleikar verða
haldnir í félagsheimilinu Miðgarði,
Skagafirði. Helga Rós Indriðadóttir
sópran flytur ásamt Carsten Süss, tenór,
Motti Kastón, baritón og Robin Engelen
á píanóið atriði úr Brúðkaupi Figarós,
Don Giovanni, Rakaranum í Sevilla, Car-
men, Ástardrykknum, La Bohéme og
Leðurblökunni svo eitthvað sé nefnt.
21.00 Hljómsveitin Mór heldur
tónleika í Hlöðunni við Litla-Garð á Ak-
ureyri. Á tónleikunum flytja þau efnis-
skrá með íslenskum þjóðlögum í frum-
legum popp-jazz útsetningum.
16.00 Kvartett saxofónleikarans Jó-
els Pálssonar kemur fram á Jómfrúnni
við Lækjargötu. Auk Jóels skipa hljóm-
sveitina þeir Davíð Þór Jónsson á
hljómborð, Valdimar K. Sigurjónsson á
bassa og Erik Qvick á trommur.
14.00 Þýski stúlknakórinn
Pfälzische Kurrende syngur í helgi-
stund í hvelfingu Laxárstöðvar í Aðal-
dal. Stjórnandi kórsins er Carola
Bischoff.
■ ■ LEIKLIST
16.00 Ævar Þór Benediktsson flyt-
ur einleikinn Ellý, alltaf góð, eftir Þor-
vald Þorsteinsson í leikstjórn Skúla
Gautasonar í Hlöðunni, Litla Garði við
Drottningarbraut á Akureyri.
16.00 Sumarleikhús Leikfélags
Sólheima sýnir í íþróttaleikhúsinu á Sól-
heimum Í meðbyr og mótbyr, leikþátt í
leikgerð og stjórn Eddu Björgvinsdóttur
byggðan á sögu Sesselju Hreindísar Sig-
mundsdóttur, stofnanda Sólheima. Sýnt
í Íþróttaleikhúsi Sólheima.
■ ■ SKEMMTANIR Í REYKJAVÍK
23.00 Hljómsveitin Buff verður
með gleði, glens og grín á Grand Rokk.
Ókeypis inn.
Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður
í Iðnó með Lovers without Lovers, Inn-
vortis, Mugison, Hudson Wayne, Agli
Snæbjörnssyni, Rúnki, dr. Gunna,
Botnleðju og Trabant ásamt plötu-
snúðunum DJ Osti, DJ Talnapúka og DJ
Bibba.
Dúettinn Acoustics skemmtir á Ara í
Ögri.
Hljómsveitinn Kung Fu ásamt Dj
Master og Dj Petersen ætla að halda
uppi stuðinu á Gauknum.
DJ Master heldur uppi stemmningu
á Café Amsterdam.
Danni Tsjokkó trúbador skemmtir
sér og öðrum með hnittnum texta-
brenglunum og öðruvísi lagavali á
Kránni, Laugavegi 73.
Hljómsveitin Stuðbandalagið frá
Borgarnesi spilar á Kringlukránni.
Hljómsveitin Spútnik heldur
stórdansleik á Players í Kópavogi.
DJ Krummi Mínus heldur uppi
stemmningunni á Laugavegi 11.
DJ Þórhallur Thule sér um fjörið á
Laugavegi 22.
■ ■ AKUREYRI
21.00 Fjölskyldudansleikur á
Ráðhústorginu á Akureyri með Pöpum,
X-Rottweiler, Bent & 7Berg og Brain
Police.
24.00 Unglingadansleikur með
Landi og sonum í KA-heimilinu á Ak-
ureyri.
Hljómsveitin Papar skemmtir á Sjall-
anum, Akureyri. Dj Lilja á Dátanum.
Gis & The Big City Band spila á
Græna hattinum, Akureyri.
Stuðmannahátíð á ODD-vitanum,
Akureyri. Hljómsveitin Stuðmenn kemur
fram ásamt fjölda skemmtikrafta.
Dj Þröstur 3000 ásamt fleirum á
Kaffi Akureyri.
Á Café Amour, Akureyri, verður
Andrea Jónsdóttir með sitt sanna rokk
og ról prógramm.
■ ■ ÞJÓÐHÁTÍÐ Í EYJUM
21.00 Skítamórall, Smack, Af-
rodítur, Obbo síi og Yesmine Olson
skemmta á kvöldvöku á Þjóðhátíð í Eyj-
um. Flugeldasýning á miðnætti
0.15 Sálin hans Jóns míns og
Skítamórall spila á Brekkusviðinu í Eyj-
um. Dans á rósum og Hippabandið
spila á Tjarnarsviðinu.
■ ■ SIGLUFJÖRÐUR
13.30 Samfelld skemmtidagskrá á
Torginu á Siglufirði. Söltunarfólkið gefur
tóninn, Harmoníkusveitin, Ω Fílapenslar
með söng, grín og glens. Stórsöngvarinn
Hlöðver Sigurðsson fer á kostum, Baldi
Júl úr Gautum tekur gamla slagara
ásamt hljómsveit torgsins Miðaldar-
mönnum og ýmislegt fleira verður til
skemmtunar. Kynnir: Theodór Júlíusson
16.00 Hljómleikar með stórhljóm-
sveitinni Hljómum frá Keflavík á Torginu
á Siglufirði.
24.00 Hljómar frá Keflavík leika
fyrir dansi í Bíósalnum á Siglufirði.
24.00 Hljómsveitin Von leikur fyrir
dansi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
■ ■ KÁNTRÝBÆR
21.00 Brimkló spilar ásamt
BSG, Magnúsi Eiríkssyni, Kristjáni
„KK“ Kristjánssyni, Hallbirni Hjartar-
syni og fleirum á útisviðinu við Kán-
trýbæ. Síðan verður ball inni til klukk-
an þrjú.
■ ■ ÍSAFJÖRÐUR
19.00 Kvöldvaka á hátíðarsvæði
Unglingalandsmóts UMFÍ á Ísafirði.
21.00 Dansleikur með hljómsveit-
inni Á móti sól á hátíðarsvæði Ung-
lingalandsmóts UMFÍ á Ísafirði.
■ ■ BORGARFJÖRÐUR EYSTRI
18.00 Álfaborgarsjens á Borgar-
firði eystra. Álfar og menn fara fylktu liði
niður að Álfaborg þar sem ýmislegt
verður til skemmtunar fyrir börn og full-
orðna.
23.00 Dansleikur með Nefndinni á
Borgarfirði eystra.
■ ■ NESKAUPSTAÐUR
Hljómsveitin Í svörtum fötum spilar
á Neistaflugi í Egilsbúð, Neskaupsstað.
■ ■ ÚTHLÍÐ
21.00 Brenna og brekkusöngur í
Úthlíð, Biskupstungum. Dansleikur með
hljómsveitinni Vírus síðar um kvöldið.
■ ■ FLÚÐIR
DJ Júlli verður á Útlaganum á Flúð-
um.
■ ■ SÖGUGANGA
14.00 Farið verður í sögugöngu
um Oddeyrina á Akureyri á vegum
Minjasafns Akureyrar. Leiðsögumaður
verður Guðrún María Kristinsdóttir.
Lagt verður upp frá Gránufélagshúsun-
um, Strandgötu 49.
■ ■ ÚTIMARKAÐUR
13.00 Útimarkaður fyrir listmuni
og lífrænt grænmeti á aðaltorgi Sól-
heima í Grímsnesi.
■ ■ MESSA
13.30 Gospelmessa í Kántrýbæ á
Skagaströnd. Tónlistina sjá Óskar Ein-
arsson og hljómsveit um ásamt
kirkjukór Hólaneskirkju, Björgvini Hall-
dórssyni og Sigríði Beinteinsdóttur.
■ ■ TÓNLIST
14.00 Stúlknakórinn Pfälzische
Kurrende frá Þýskalandi syngur við
helgistund í Kirkjunni í Dimmuborg-
um. Stjórnandi kórsins er Carola
Bischoff.
14.00 The New Iceland Youth
Choir syngur fyrir gesti á Árbæjarsafni.
Kórfélagarnir eru börn og unglingar frá
Vesturheimi, öll af íslensku bergi brotin
og syngja þau lög frá „gamla landinu“.
15.00 Bachsveitin í Skálholti flytur
ítölsk kammerverk frá 17. og 18. öld.
Leiðari og einleikari á fiðlu er Jaap
Schröder.
16.00 Sumarkabarett Sólheima í
kaffihúsinu Grænu könnunni á Sól-
heimum. Söngsveit Leikfélags Sólheima
verður með söngdagskrá þar sem hljó-
ma bítlalög, gríslög, Abbalög, og nokkrir
fleiri gamlir smellir.
16.40 Rúnar Óskarsson bassaklar-
ínettuleikari leikur verkið Rúnaröð eftir
Óliver Kentish á tónlistarstund fyrir
messu í Skálholtskirkju. Messa með
þátttöku Bachsveitarinnar í Skálholti
hefst síðan klukkan 17.00.
17.00 Magnea Tómasdóttir sópran
og Guðmundur Sigurðsson orgelleikari
verða á Sumartónleikum í Akureyrar-
kirkju.
20.00 Ítalski organistinn Giorgio
Parolini leikur á sumartónleikum við
orgelið í Hallgrímskirkju. Flutt verða
verk eftir Johann Sebastian Bach, Gi-
ambattista Martini, Max Reger, Jehann
Alain, David N. Johnson, Charles-Marie
Widors og Louis Viernes.
■ ■ SKEMMTANIR Í REYKJAVÍK
22.00 Flís með hungover-jazz á
Hard Rokk.
Hljómsveitinn Kung Fu ásamt Dj
Master og Dj Petersen ætla að halda
uppi stuðinu á Gauknum.
DJ.Master heldur uppi stemmningu
á Café Amsterdam.
Danni Tsjokkó trúbador skemmtir
sér og öðrum með hnittnum texta-
brenglunum og öðruvísi lagavali á
Kránni, Laugavegi 73.
Hljómsveitin Stuðbandalagið frá
Borgarnesi spilar á Kringlukránni.
DJ Jón Gel heldur uppi fjörinu á
Laugavegi 11.
DJ Diabolicals heldur uppi stemmn-
ingu á Laugavegi 22.
■ ■ AKUREYRI
17.00 Írafár heldur tónleika fyrir
alla aldurshópa í Sjallanum, Akureyri.
21.30 Lokahátíð Einnar með öllu
á Akureyrarvelli. Brekku- og stúkusöng-
ur. Úlfarnir, Gis & The Big City Band og
fleiri skemmta. Flugeldasýning á mið-
nætti.
23.00 Dansveisla í KA-heimilinu,
Akureyri með Dj Tómas T.H, Dj Exos og
Dj Reyni
Hljómsveitin Írafár skemmtir á Sjall-
anum, Akureyri. Dj Leibbi á Dátanum.
Gis & The Big City Band skemmta á
Græna hattinum, Akureyri.
Tvöföld áhrif á ODD-Vitanum, Akur-
eyri.
Dj Siggi Rún og Dj Rúnar á Kaffi
Akureyri.
Styrmir Hauksson spilar
Motown/soultónlist í anda Ike og Tinu,
James Brown og fleiri á Café Amour,
Akureyri.
■ ■ FLÚÐIR
Hljómsveitin Sixties spilar á Útlag-
anum á Flúðum.
hvað?hvar?hvenær?
30 31 1 2 3 4 5
JÚLÍ
Laugardagur
hvað?hvar?hvenær?
31 1 2 3 4 5 6
JÚLÍ
Sunnudagur
Við spilum eingönguíslensk þjóðlög og
ákváðum að setja þau í
nýjar og skemmtilegar
útsetningar. Þetta er ein-
hvers konar bræðingur,
rafmagnaður popp-jazz,“
segir Þórhildur Örvars-
dóttir söngkona um tón-
listina sem hljómsveitin
Mór flytur. Ásamt henni
eru í hljómsveitinni þeir
Kristján Edelstein á gít-
ar, Stefán Ingólfsson á
bassa og Halldór Gunn-
laugur Hauksson, sem
Akureyringar þekkja
eingöngu undir nafninu
Halli Gulli, á trommur -
allt saman miklir
reynsluboltar sem hafa komið víða
við í tónlistinni.
Nú um verslunarmannhelgina
má heyra í þeim spila bæði laugar-
dags- og sunnudags-
kvöldið í Hlöðunni við
Litla-Garð á Akureyri,
þar sem Skúli Gauta-
son leikari og tónlist-
armaður er að koma
upp nýjum sal fyrir
tónleika og leiksýning-
ar.
„Þetta er braggi
þar sem hljómburður-
inn er alveg í topp-
klassa. Hann tekur
held ég fimmtíu
manns í dag, en verður
sennilega stækkaður
með því að taka ein-
hverja milliveggi,“
segir Ragnhildur.
Hljómsveitin varð
til síðastliðið vor í kringum jazztón-
leika í Deiglunni á Akureyri. Þau
gera sér vonir um að komast í
hljóðver með haustinu. ■
Íslensk þjóðlög í
frumlegum búningi
■ TÓNLIST
HLJÓMSVEITIN MÓR
Spilar íslensk þjóðlög í frumlegum
útsetningum í Hlöðunni við Litla-Garð
á Akureyri.
Hljómsveitin Stuðkompaníið
frá Borgarnesi
í kvöld og sunnudagskvöld