Fréttablaðið - 02.08.2003, Qupperneq 18
2. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
Stundum eru fréttir á þann vegað það borgar sig fyrir okkur
að láta eins og við vitum ekki af
þeim. Ein slík
frétt var í Morg-
unblaðinu fyrir
nokkrum vikum.
Þar var okkur
tilkynnt að búið
væri að sanna að
s n i l l i g á f a n
dræpist í hjóna-
bandinu. Þetta
útskýrir margt,
eins og til dæmis
það af hverju
gift fólk virðist aldrei hafa neitt
merkilegt að segja.
Auðvitað var þetta frétt sem
hefði átt að óma í öllum fjölmiðl-
um heims, okkur til viðvörunar og
íhugunar. Og auðvitað hefði þessi
frétt átt að leiða til rækilegrar
innri sjálfsskoðunar okkar allra.
En við leggjum ekki út í það. Það
er dálítið svakalegt að fyrsta
hugsun sem hvarfli að manni þeg-
ar maður horfi á makann sé: „Er
þetta manneskjan sem kom í veg
fyrir að ég varð snillingur?“ Þetta
er hugsun sem við þorum ekki að
hugsa. Þess vegna verðum við að
halda áfram að láta eins og ekkert
sé. Og höldum áfram að lifa - með
makanum sem drap í okkur and-
ann. Er eitthvað sem getur orðið
okkur til bjargar? Ég veit það
ekki. Dettur helst í hug að farsæl-
ast sé að geyma ástina sína úti í
bæ og heimsækja hana bara
stundum. Þannig hljótum við að
geta rölt í gegnum lífið með frum-
lega hugsun í heilabúinu. ■
Við tækið
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
■ er uggandi yfir þeim fréttum að
snilligáfan deyi í hjónabandinu.
Hjónabandið drepur
18.00 Robert Schuller
19.00 Jimmy Swaggart
20.00 Billy Graham
21.00 Praise the Lord
23.00 Robert Schuller
0.00 Miðnæturhróp
0.30 Nætursjónvarp
Með áskrift að stafrænu sjón-
varpi Breiðbandsins fæst
aðgangur að rúmlega 40
erlendum sjónvarpsstöðvum,
þar á meðal 6 Norðurlanda-
stöðvum. Nánari upplýsingar
um áskrift í síma 800 7000.
16.00 Trans World Sport (Íþróttir um
allan heim)
17.00 Toppleikir
18.50 Lottó
19.00 Nash Bridges IV (18:24) (Lög-
regluforinginn Nash Bridges)
20.00 MAD TV (MAD-rásin) Geggjaður
grínþáttur þar sem allir fá það óþvegið.
Þátturinn dregur nafn sitt af samnefndu
skopmyndablaði sem notið hefur mikilla
vinsælda.
21.00 A B rooklyn State of Mind
(Saga úr Brooklyn)Al Stanco hefur búið
alla sína ævi í Brooklyn og framfleytir sér
með því að sinna skítverkum fyrir mafíu-
foringjann Danny Parente. Al kynnist
Gabrielu sem er að gera heimildamynd
um Brooklyn. Hann kemst svo að raun
um að hún er að safna sönnunargögn-
um á hendur Parente. Al bregst ókvæða
við en það renna á hann tvær grímur
þegar sönnunargögnin benda til að
Parente tengist morðinu á föður Als. Að-
alhlutverk: Danny Aiello, Vincent Spano,
Maria Grazia Cucinotta, Tony Danza.
Leikstjóri: Frank Rainone. 1996. Strang-
lega bönnuð börnum.
22.30 Oscar de la Hoya - Campas Út-
sending frá hnefaleikakeppni í Las Vegas.
Á meðal þeirra sem mættust voru gull-
drengurinn Oscar de la Hoya og Yory
Boy Campas en í húfi var heimsmeistara-
titill WBA- og WBC-sambandanna í velti-
vigt (súper). Áður á dagskrá 3. maí 2003.
0.25 Vixen Erótísk kvikmynd. Strang-
lega bönnuð börnum.
1.50 Dagskrárlok og skjáleikur
6.00 The World Is Not Enough
8.05 Since You Have Been Gone
10.00 My 5 Wives
12.00 Four Weddings And A...
14.00 Since You Have Been Gone
16.00 My 5 Wives
18.00 Four Weddings And A...
20.00 Scary Movie 2
22.00 Crimson Rivers
0.00 The World Is Not Enough
2.05 Silence of the Lambs
4.00 Crimson Rivers
7.00 Meiri músík
12.00 Lúkkið
14.00 X-TV..
15.00 Trailer
16.00 Geim TV
17.00 Pepsí listinn
19.00 XY TV
20.00 Meiri músík
Sjónvarpið
20.15 Stöð 2 20.45
Gamansöm glæpasaga. McCor-
dle-fjölskyldan býður til mann-
fagnaðar á sveitasetri sínu í
Englandi árið 1932. Húsbóndinn
William er velgjörðarmaður
margra sem þangað eru mættir
og flestir vilja meira af auðæf-
um gestgjafans. En hversu langt
er fólk tilbúið að ganga til að
koma ár sinni vel fyrir borð? Er
kannski hætta á að einhver
gangi of langt? Myndin var til-
nefnd til sjö Óskarsverðlauna.
Aðalhlutverk: Kristin Scott
Thomas, Maggie Smith, Michael
Gambon. Leikstjóri: Robert Alt-
man. 2001.
15.00 Jay Leno (e)
15.45 Jay Leno (e)
16.30 Dateline (e)
17.30 The World’s Wildest Police Vid-
eos (e)
18.30 48 Hours (e) Dan Rathers hefur
umsjón með þessum margrómaða
fréttaskýringaþætti frá CBS sjónvarps-
stöðinni. Í 48 Hours er fjallað um athygl-
isverða viðburði líðandi stundar með
ferskum hætti.
19.20 Guinness World Records
Heimsmetaþáttur Guinness er eins og
nafnið bendir til byggður á heimsmeta-
bók Guinness og kennir þar margra
grasa. Þátturinn er spennandi, forvitnileg-
ur og stundum ákaflega undarlegur.
Ótrúleg afrek fólks af ólíku sauðahúsi
eða einfaldlega sauðheimskt fólk.
21.00 Law & order: Criminal Intent (e)
21.40 Bob Patterson (e)
22.00 Law & Order SVU (e) Bandarískir
sakamálaþættir með New York sem
sögusvið. Þættirnir eru tvískiptir; í fyrri
hlutanum er fylgst með lögreglumönn-
um við rannsókn mála og er þar hinn
gamalreyndi Lennie Briscoe fremstur í
flokki en seinni hlutinn er lagður undir
réttarhöld þar sem hinir meintu saka-
menn eru sóttir til saka af einvalaliði sak-
sóknara en oft gengur jafn brösuglega að
koma hinum grunuðu í fangelsi og að
handsama þá.
22.50 Traders (e) Í kanadísku fram-
haldsþáttaröðinni um Traders er fylgst
með starfsfólki fjármálafyrirtækis, sem á
köflum teflir heldur djarft í viðskiptum
sínum. Þeim er ekkert heilagt, og þeim
er sama hvað um þig verður, en þeim er
afar annt um peningana þína...
23.40 The Drew Carey Show (e)
Magnaðir gamanþættir um Drew Carey
sem býr í Cleveland, vinnur í búð og á
þrjá furðulega vini og enn furðulegri
óvini.
0.10 NÁTTHRAFNAR
0.11 The Drew Carey Show (e)
0.35 Titus (e)
1.00 Powerplay (e)
1.40 Law & order: Criminal Intent (e)
9.00 Morgunstundin okkar
9.02 Mummi bumba (31:65)
9.05 Tommi togvagn (5:26)
9.19 Engilbert (24:26)
9.30 Albertína ballerína (27:39)
9.45 Stebbi strútur (4:13)
10.03 Babar (20:65)
10.18 Gulla grallari (41:53)
10.55 Timburmenn (7:10)
11.10 Kastljósið e.
11.50 Formúla 1
Bein útsending frá tímatöku fyrir
kappaksturinn á Hockenheim-brautinni í
Þýskalandi.
13.00 Vélhjólasport Þáttur um keppni
vélhjólakappa sem fram fór um síðustu
helgi.
13.20 Út og suður (12:12) Mynd-
skreyttur spjallþáttur þar sem farið er vítt
og breitt um landið og brugðið upp svip-
myndum af fólki.
18.00 Táknmálsfréttir
18.10 Enn og aftur (8:19) (Once and
Again)
18.54 Lottó
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.40 Fjölskylda mín (9:13) (My
Family II) Aðalhlutverk: Robert Lindsay,
Zoë Wanamaker, Kris Marshall, Daniela
Denby-Ashe og Gabriel Thompson.
20.15 Póstur til þín (You’ve Got Mail)
Rómantísk gamanmynd frá 1998 um tvo
bóksala sem eiga í harðri samkeppni en
eru um leið í innilegu tölvupóstsam-
bandi án þess að vita deili hvort á öðru.
Leikstjóri: Nora Ephron. Aðalhlutverk:
Tom Hanks, Meg Ryan, Greg Kinnear og
Parker Posey.
22.15 Gregory og stúlkurnar
(Gregory’s Two Girls) Bresk bíómynd frá
1999 um kennara sem lætur sig dreyma
um náið samneyti við unglingsstúlkurnar
sem hann kennir. Leikstjóri: Bill Forsyth.
Aðalhlutverk: John Gordon Sinclair, Carly
McKinnon, John Murtagh, Hugh McCue
og Dougray Scott.
0.10 Barnaby ræður gátuna - Ritað
með blóði (Midsomer Murders: Written
in Blood) Atriði í myndinni eru ekki við
hæfi barna. Aðalhlutverk: John Nettles,
Daniel Casey, Jane Booker, Joanna David
og Anna Massey. e.
1.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Stjörnupar hvíta tjaldsins Meg
Ryan og Tom Hanks fara enn
aftur á kostum í þessari róman-
tísku gamanmynd sem er frá ár-
inu 1998. Myndin fjallar um tvo
bóksala sem eiga í harðri sam-
keppni en eru um leið í innilegu
tölvupóstsambandi án þess að
vita deili hvort á öðru. Leikstjóri
myndarinnar er Nora Ephron og
með önnur hlutverk fara Greg
Kinnear og Parker Posey.
Póstur til þín
„Þar var
okkur tilkynnt
að búið væri
að sanna að
snilligáfan
dræpist í
hjónaband-
inu.„
Gosford Park
18
8.00 Barnatími Stöðvar 2 Í Erilborg,
Dagbókin hans Dúa, Tiddi, Biblíusögur
9.50 Beethoven’s Third (Beethoven
þriðji) Bráðskemmtileg gamanmynd.
11.30 Yu Gi Oh (32:48) (Skrímslaspil-
ið)
12.00 Bold and the Beautiful
13.40 Football Week UK (Vikan í
enska boltanum)
14.05 Afleggjarar - Þorsteinn J. (7:12)
14.30 Diana Krall - Live in Paris
15.30 Taken (2:10) (Brottnumin)
16.55 Monk (11:12) (Mr. Monk Meets
The Red-Heeded Stranger) Sveitasöngv-
arinn Willy Nelson er gestur þessa þáttar.
Willy er grunaður um að hafa myrt um-
boðsmann sinn en sönnunargögnin eru
ótraust þar sem vitnið er blind kona.
Monk er staðráðinn í að hreinsa nafn
Willys þar sem hann var í miklu uppá-
haldi hjá látinni eiginkonu hans.
17.40 Oprah Winfrey
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.55 Lottó
19.00 Friends 6 (24:24) (Vinir)
19.30 Whispers: An Elephant’s Tale
(Saga fílsins) Kvikmynd fyrir alla fjölskyld-
una. Hún segir frá fíl og uppvexti hans í
frumskóginum, en þar eru hættur við
hvert horn. Aðalhlutverk: Angela Bassett,
Anne Archer, Joanna Lumley, Debi
Derryberry. Leikstjóri: Dereck Joubert.
2000.
20.45 Gosford Park Gamansöm
glæpasaga. McCordle-fjölskyldan býður
til mannfagnaðar á sveitasetri sínu í
Englandi árið 1932. Húsbóndinn William
er velgjörðarmaður margra sem þangað
eru mættir og flestir vilja meira af auðæf-
um gestgjafans. En hversu langt er fólk
tilbúið að ganga til að koma ár sinni vel
fyrir borð? Aðalhlutverk: Kristin Scott
Thomas, Maggie Smith, Michael
Gambon. Leikstjóri: Robert Altman. 2001.
23.05 An Innocent Man (Saklaus mað-
ur) Spennumyd um flugvirkjann Jimmie
sem verður fyrir barðinu á tveimur mútu-
þægum þrjótum frá fíkniefnalögreglunni.
.Aðalhlutverk: F. Murray Abraham, Tom
Selleck, Laila Robins. Leikstjóri: Peter
Yates. 1989.
0.55 Raging Bull (Hnefaleikakappinn)
Erfiðasti andstæðingur hnefaleika-
kappans Jakes Lamotta var hann sjálfur.
Aðalhlutverk: Joe Pesci, Robert De Niro,
Cathy Moriarty. Leikstjóri: Martin Scor-
sese. 1980. Stranglega bönnuð börnum.
3.00 Gunfight at the O.K. Corral
(Byssubardaginn) Wyatt Earp er lögreglu-
stjóri í villta vestrinu á 19. öld sem eltist
við alls kyns skúrka. Einn þeirra er tann-
læknirinn Doc Holliday sem nú er for-
hertur fjárhættuspilari. En þegar Earp
kemur Holliday til bjargar breytist viðhorf
þess síðarnefnda. Aðalhlutverk: Burt
Lancaster, Kirk Douglas, Rhonda Fleming.
Leikstjóri: John Sturges. 1957.
5.00 Friends 6 (24:24)
5.25 Tónlistarmyndbönd
SJÓNVARP Breska sjónvarpsstöðin
BBC3 hefur fengið leyfi söngvar-
ans Shaun Ryder til þess að elta
hann á röndum í fjóra mánuði.
Ástæðan fyrir því er að stöðin
ætlar að gera heimildamynd um
líf söngvarans. Eða öllu heldur
ætla dagskrágerðarmenn að kom-
ast til botns í því af hverju maður-
inn sé enn á lífi miðað við sukklíf-
erni og magn eiturlyfja sem hann
á að hafa innbyrt um ævina.
Shaun Ryder var söngvari
Happy Mondays á sínum tíma en
eftir það stofnaði hann sveitina
Black Grape. Hann hefur alla tíð
verið umdeildur og mikið fjallað
um rokklíferni hans í breskum
fjölmiðlum. Hann er einnig oft
nefndur sem einn af brautryðj-
endum „Manchester bylgjunnar“
sem reið yfir Bretland á tíunda
áratuginum.
Leikstjóri myndarinnar verður
Richard Macer sem kallar Ryder
„lifandi goðsögn“ og „eina af lit-
ríkari persónum rokksins“. ■
SHAUN RYDER
Hefur líklegast séð fleiri daga undir ein-
hverskonar áhrifum en allsgáðum augum.
BBC3:
Heimildamynd
um Shaun Ryder
Foreldrar -
Elskum börnin okkar
Veist þú hvað unglingurinn
þinn ætlar að gera um
verslunarmannahelgina?