Fréttablaðið - 02.08.2003, Page 22

Fréttablaðið - 02.08.2003, Page 22
Augun 22 2. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Ég rek fjárfestingafélagið Silf-urberg og hef verið í Háskóla Íslands í vetur og lært spænsku og hagfræði,“ segir Friðrik Steinn Kristjánsson hæsti skattgreiðandi landsins í ár. Hann er lyfjafræð- ingur og stofnaði Omega Farma sem sameinaðist Delta á síðasta ári. Delta sameinaðist síðan Pharmaco og Friðrik Steinn seldi hluta sinn í fyrirtækinu. Í ár greiðir hann skatta af söluhagnaði hlutabréfanna sem hann seldi. Meðfram því að sitja á skóla- bekk og læra spænsku og hag- fræði er Friðrik Steinn píanóleik- ari og æfir bæði Brahms og Scarlatti. „Ég lærði ungur á píanó og hélt áfram seinna hjá gamla kennaranum mínum, Halldóri Haraldssyni. Mest spila ég fyrir sjálfan mig.“ Friðrik Steinn er kvæntur Ingi- björgu Jónsdóttur myndlistar- manni og eiga þau tvær dætur, sjö og tíu ára. Dæturnar eru báðar í tónlistarnámi og Friðrik segir lítið þýða fyrir sig að leiðbeina þeim, svo einfalt sé það ekki. „Það er gömul og ný saga að börn í tónlist- arnámi vilja ekki að foreldrarnir séu að skipta sér af,“ segir hann. Áhugi Friðriks á spænsku vaknaði þegar hann ferðaðist um Suður- Ameríku þegar hann var á milli tvítugs og þrítugs. Þá var hann eitt ár í burtu, lengst af í Mexíkó. „Lengi hefur mig langað að læra málið betur og þess vegna fór ég í skólann í vetur. Ég hef mjög gaman af náminu, enda skiptir spænskan æ meira máli og gott að geta talað þetta mál. „Framundan hjá mér er ekki ann- að en að starfa í mínu fyrirtæki, greiða mína skatta, halda áfram í náminu og sinna áhugamálunum. Ég hef einnig mjög gaman af að ferðast og skrepp annað kastið í veiði.“ segir Friðrik Steinn sem á greiða tæpar hundrað milljónir á árinu. ■ Persónan FRIÐRIK STEINN KRISTJÁNSSON ■ hæsti skattgreiðandi á landinu er mikill listunnandi. Hann spilar sjálfur á píanó og stundar nám í spænsku í Há- skóla Íslands. Imbakassinn Þessi augu hafa fellt mörg tár yfir hlutskipti þeirra sem ratað hafa í ógæfu óreglunnar. En úr tárunum hefur sprottið meðferð- arstarf sem á sér vart hliðstæðu og hefur bjargað mannslífum sem ella hefðu farið fyrir lítið. Hver á augun? Fréttiraf fólki Lærir spænsku og spilar á píanó ...laugardaginn 9. ágúst Nú lækkar það! Ei n n t v ei r o g þ r ír 2 85 .0 17 Ah, ég veit ekki. Er hrædd við að brenna mig! Vikan hefur verið ágætt ogvenjubundin. Ég er hér fyrir vestan og hef verið að stússa við trillu sem ég hef til afnota. Renndi með færi en fékk lítið,“ segir Sverrir Hermannsson sem er staddur vestur í Skutulsfirði í fé- lagsskap við náttúruna og sjálfan sig. „Hér er allt að fara á annan endann því hingað er von á sex þúsund gestum. Ég held að ég loki bara að mér,“ segir Sverrir og hefur orð á því að allt sé komið í loft upp á milli ungmennafélags- ins vestra og sýslumanns, sá síð- arnefndi heimti svo mikla pen- inga fyrir löggæslu í firðinum á meðan á hátíðahöldum standi: „Nú er því hótað að fresta öllum kvöld- vökum þannig að ég kemst ekki á ball,“ segir Sverrir sem er þó ánægður með það að hafa séð toppönd með tuttugu og sex unga í botni fjarðarins um daginn. Stuttu síðar sá hann aðra með fjórtán unga. Um þjóðmál vikunnar hefur Sverrir Hermannsson þetta að segja: „Ástandið í þjóðmálunum er með ólíkindum og sjálfur hef ég aldrei heyrt af svona ástandi áður. Í raun skortir mig húmor til að hlæja að þessu eins og sumir gera. Get ekki einu sinni hlegið að þessu með hálfum kjaftinum. Mér finnst ekkert fyndið við það að borgar- stjórinn geti verið sekur í olíumál- inu. Og ekki heldur hitt ef menn eru að klína á hann ósannindum. Mig vantar alveg þessa yfirsýn til að skynja léttleikann sem sumir sjá í þessu. En ég kann að vísu ekk- ert í lögfræði,“ segir Sverrir og heldur svo áfram: „Hitt er svo heldur ekkert fyndið að allir helstu mennirnir í þessum málum skuli vera aðalmenn í fjármálaráði Sjálfstæðisflokksins. Hvað þá að ég skilji viðbrögð lögreglunnar. Það virðist ríkja upplausnarástand í þjóðfélaginu og óhugnanlegt að sjá hvernig þetta olíuokur hefur teygt sig í allar áttir, inn á heimil- in, í verðlagið og vísitöluna. Þetta er voðalegt og hræddur er ég um að enn hafi ég og aðrir aðeins séð toppinn af ísjakanum,“ segir Sverrir Hermannsson um vikuna sem nú er brátt á enda. eir@frettabladid.is Páll Rósinkrans hefur veriðeinn söluhæsti tónlistarmað- urinn undanfarin ár. Lögin út- lensku, sem hann hefur sungið með gull- barkanum sínum, hafa snert hjarta þjóðarinnar. En hann ætl- ar að halda sig frá útgáfu í ár. Kemur ekki með neina plötu, en aðdáendur verða að hlusta á fyrri útgáfur og svo er alltaf hægt að smella best of diski Jet Black Joe á geislann og rokka, fyrir þá sem það vilja. Lárétt: 1 skilrúm, 7 sáðlöndin, 8 risti, 9 líkamshluta, 11 tveir eins, 13 vill ekki, 16 ónefndur, 17 djöfull, 18 pinni. Lóðrétt: 1 húsmuninn, 2 ei, 3 eyðileggi, 4 þráður, 5 skammst., 6 kveikur, 10 mjög, 12 ró, 14 stafur, 15 svik. FRIÐRIK STEINN KRISTJÁNSSON Hann er nýlega kominn úr Vestfjarðaferð með fjölskyldunni og sótti alla firðina heim. (Guðmundur Jónsson í Byrginu.) Hlær ekki með hálfum kjaftinum Vikan sem var SVERRIR HERMANNSSON ■ er undrandi á ástandi þjóðmála og skortir skopskyn til að hlæja að því. Hann sá þó toppönd með 26 unga í vik- unni. SVERIR HERMANNSSON Óhugnanlegt að sjá hvernig olíuokrið teygir sig inn á heimilin, út í verðlagið og í vísitölurnar. 1 7 8 9 10 13 14 15 16 17 18 2 3 4 5 11 12 6 Lausn: Lárétt: 1veggir, 7akrana,8skar, 9kinna,11ff, 13neitar, 16nn,17ári,18 nál. Lóðrétt: 1vaskinn,2ekki,3grandi, 4 garn,5in,6rak,10afar, 12frið,14enn, 15tál. Kemurðu með niður?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.