Fréttablaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 37
Hrósið 38 22. ágúst 2003 FÖSTUDAGUR Jú, ég er efstur á Íslandsmeistara-mótinu eins og stendur,“ segir Ragnar Ingi Stefánsson mótorcross- maður en honum hefur gengið mjög vel í sumar. „Ég byrjaði líka ungur í þessu. Hef verið að djöflast þetta í 20 ár núna, held ég. Var 18 ára þeg- ar ég byrjaði af fullri alvöru en hafði áður leikið mér á skellinöðr- um.“ Ragnar Ingi starfar hjá Vél- hjólum og sleðum og má því segja að líf hans fjalli að mestu um mótor- hjól. Synir hans tveir eru einmitt að byrja að fá bakteríuna en allt niður í 12 ára keppa í mótorcrossi og á morgun verður einmitt ný keppnis- braut í Álfsnesi vígð. Þar verður mót sett í dag kl. 14, þótt unglinga- keppnin byrji í raun kl. 10.30. „Þetta verður góð keppni. Það mæta þarna Svíarnir Fredrik Jo- hansson og Morgan Carlsson en þegar ég bjó í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og keppti í atvinnu- mannakeppninni voru þeir alltaf miklu betri en ég,“ segir Ragnar án nokkurrar feimni, en hann hélt út í heim og ætlaði sér að verða heims- meistari: „Já, ég mætti bara út ásamt fé- laga mínum og skráði mig í heims- meistarakeppnina. Hélt ég yrði heimsmeistari af því að ég var góð- ur í mótorcrossi á íslenskan mæli- kvarða en komst fljótt að því að ég átti margt ólært. Svo var ég þarna áfram í Svíþjóð og reyndi fyrir mér sem atvinnumaður. Keppti í at- vinnumannakeppnunum og hafði nú varla neinar tekjur af viti frá þeirri iðju,“ segir Ragnar en í dag brosir hann bara yfir þessu öllu saman og hefur fyrst og fremst gaman af því að keppa í mótorcrossi. ■ Mótorsport RAGNAR INGI STEFÁNSSON ■ byrjaði ungur að djöflast á vélhjólum og hélt hann gæti orðið heimsmeistari af því að hann var góður á íslenskan mæli- kvarða. Lærði fljótt að hann átti margt ólært og hefur því fundið rónna heima á Íslandi aftur. ... fær Angelina Jolie fyrir að vera langflottust. Hélt ég yrði heimsmeistari ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal það tekið fram að það var ekki sonur Davíðs sem Björn réði sem hæstaréttardómara, heldur frændi Davíðs. Sonurinn er aðstoðarmaður Björns. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Um 3.000. Bosníu. Pétur Hafliði Marteinsson. Kynntu þér verðið á www.raf.is SVANLAUGUR ÞORSTEINSSON „Hún bragðast al- veg ljómandi vel. Þetta minnir nú aðeins á hreindýr- ið og þetta er ljómandi gott.“ HEIÐA BJÖRK SÆMUNDS- DÓTTIR „Ég passaði mig reyndar á því að fá mér ekki mjög rauðan bita. Ég vil hafa mitt vel steikt, aðrir segja ofsteikt. Þegar ég og Svanlaugur maðurinn minn vorum að byrja að búa fyrir mörgum árum síðan fengum við okkur oft hvalkjöt, með frönskum og brúnni sósu, á sunnudögum.“ JÚLÍA HJALTA- DÓTTIR „Þetta er alveg rosalega gott. Mér finnst þetta ekki líkt neinu, ég hef aldrei smakkað hvalkjöt áður.“ BALDUR BRAGASON „Mér finnst þetta mjög gott. Ég hef nú oft smakkað þetta áður, en ekki síðan það var selt áður. Þá var mað- ur fimmtán ára.“ ÓLAFUR GUÐ- MUNDSSON „Stórgott, bara al- veg virkilega gott. Það kom mér í raun á óvart því þetta er í fyrsta skiptið sem ég smakka þetta. Mér fannst þetta full rautt þegar ég var að byrja og þá fór ég að hugsa til skepnunnar. Svo kom mér bara á óvart hvað þetta var bragðgott og mjúkt undir tönn.“ Uppselt er á uppistand banda-ríska grínarans Pablo Francisco í Háskólabíói þann 5. september. Aðstandendur hafa því ákveðið að bæta við aukasýningu seinna um kvöldið. Miðar verða áfram seldir í verslunum Skífunn- ar. Skemmtistaðurinn Pravda verð-ur vígður í dag þegar nokkurs konar generalprufa verður haldin. Þar mun stuðmaðurinn Jakob Frí- mann Magnússon sjá um veislu- stjórn. Staðurinn, sem áður hét Astró, hefur tekið gagngerum breytingum undanfarið og spenn- andi verður að sjá hvernig til tekst. Lárétt: 1 kerrur, 7 flónin, 8 þekur, 9 hrossahópur, 11 keyr, 13 tarfur, 16 verk- færi, 17 líða vel, 19 skreytin. Lóðrétt: 1 handlaugarnar, 2 sár, 3 fánýtt skraut, 4 kropp, 5 á reikningum, 6 á lit- inn, 10 hljóm, 12 hróp, 14 tíu, 15 skógar- guð, 18 skammstöfun. Fréttiraf fólki RAGNAR INGI STEFÁNSSON Er eftstur í meistarflokki Íslands- mótsins í mótorcrossi. Lausn. Lárétt: 1vagnar, 7aulana,8 smyr, 9stóð,11ak,13naut,16al,17 una,19lygin. Lóðrétt: 1vaskana,2aum,3glys,4nart, 5an,6rauð,10óm,12kall,14tug,15 pan,18ni. 1 7 8 10 13 14 16 17 19 18 15 2 3 4 5 12 9 11 6 Hvernig smakkast hrefnan? Í gær var byrjað að selja hrefnu-kjöt aftur í Hagkaupum eftir um 14 ára hlé. Viðskiptavinum var að sjálfsögðu boðið að bragða. Stöð 2+ fer í loftið 1. septem-ber,“ segir Sigurður G. Guð- jónsson, forstjóri Norðurljósa, en hann fundaði með starfsfólki Norðurljósa í gær og tilkynnti því framtíðaráætlun stjórnenda stöðvarinnar. „Ég kynnti fólki einfaldlega það sem er í pípunum hjá okkur en þessi Stöð 2+ virkar þannig að þetta er bara útsending stöðvar- innar með klukkutíma seinkun,“ segir Sigurður en þá ættu allir að ná fréttum stöðvarinnar þótt seint sé komið heim í kvöldmatinn. Sigurður segir þessar breyt- ingar hjá Norðurljósum fyrst og fremst hugsaðar sem aukna þjón- ustu við viðskiptavini: „En aðrar breytingar á Stöð 2 eru fyrst og fremst þær að við munum stækka Ísland í dag. Gera það að klukku- tíma þætti sem getur tekist á við þjóðmálin eins og þau leggja sig. Þessi tími frá hálf átta til átta verður að stóru fréttamagasíni um allt milli himins og jarðar.“ Það er ekki að heyra að annað sé á döfinni hjá Norðurljósum þessa dagana en að spýta í lófana og gefa í. „Það er allt á fullu hérna. Við þurfum samt ekkert að leyna því að við skuldum peninga og sum af lánunum eru í vanskilum en við erum með fulla stjórn á því,“ seg- ir Sigurður en eins og fyrr segir fer Stöð 2+ í loftið 1. september en Stöð 3 er líka væntanleg: „Stöð 3 er ný hugmynd sem við erum að fara af stað með á næstunni. Við byggjum þá stöð á könnun sem bandarískt fyrirtæki gerði fyrir okkur og þarna verð- um við með nýja stöð í áskrift sem mun einbeita sér að grín- þáttum ýmiss konar. Í raun verð- ur þarna allt það besta sem finnst í gríni og jafnvel endursýningar á þáttum sem fólk saknar. Mögu- lega þættir af öðrum stöðvum líka.“ Sigurður segir að þetta hafi verið eitt af því sem kom skýrast fram í könnuninni bandarísku en þeir hjá Norðurljósum eru þeir einu sem hafa aðgang að þessari könnun sem Sigurður og aðrir í fyrirtækinu vinna nú eftir. ■ Sjónvarp SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON ■ er hvergi banginn og 1. september fer Stöð 2+ í loftið og svo er Stöð 3 væntanleg. Auk þess mun Ísland í dag verða að klukkutíma þætti og því óhætt að segja að Norðurljós hyggist sækja fram á næstunni. SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON Það er allt á fullu uppi á Lynghálsi þessa dagana og Sigurður segir að þótt fyrirtækið skuldi og sumt sé komið í vanskil séu stjórnendur fyrirtækisins með góða yfirsýn yfir það. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Tvær nýjar sjónvarpsstöðvar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.