Fréttablaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 33
■ ■ KVIKMYNDIR Sjá www.kvikmyndir.is  Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800  Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900  Háskólabíó, s. 530 1919  Laugarásbíó, s. 553 2075  Regnboginn, s. 551 9000  Smárabíó, s. 564 0000  Sambíóin Keflavík,Ýs. 421 1170  Sambíóin Akureyri, s. 461 4666  Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500 ■ ■ TÓNLIST  12.00 Salonhljómsveitin L’amour fou leikur skemmtitónlist í anda 3. og 4. áratugar síðustu aldar, argentíska tangóa og kvikmyndatónlist, ásamt vel þekktum íslenskum dægurlögum á tangóhádegi í Ketilhúsinu á Akureyri. Hljómsveitina skipa Hrafnhildur Atladóttir, fiðla, Guð- rún Hrund Harðardóttir, víóla, Hrafnkell Orri Egilsson, selló, Gunnlaugur T. Stef- ánsson, kontrabassi og Tinna Þorsteins- dóttir, píanó.  20.00 Sumaróperan sýnir Krýn- ingu Poppeu á nýja sviði Borgarleik- hússins. Í aðalhlutverkum eru Valgerð- ur Guðnadóttir og Hrólfur Sæmunds- son, Nanna Hovmand frá Danmörku og breski kontratenórinn Owen Wil- letts. ■ ■ LEIKLIST  20.30 Sýningin Light Nights er flutt í Iðnó á ensku.  Vegna fjölda áskoranna er aukasýn- ing í Iðnó á verki hins Lifandi leikhúss, PENTAGON. Verkið samanstendur af fimm einþáttungum eftir fimm ung skáld, fjögur íslensk og eitt ástralskt. ■ ■ SKEMMTANIR  20.30 Unglingaball í íþrótta- húsinu í Hveragerði með tveimur hljómsveitum, Á móti sól og Búdrýg- indi.  22.00 Árni Scheving og hljómsveit djassa í Listaskálanum í Hveragerði ásamt Ragnheiði Gröndal söngkonu.  23.00 Hljómsveitin Worm is Green spilar á Grand Rokk.  Stuðmenn skemmta á Players í Kópavogi.  Bobby K. á Laugavegi 22.  Óskar Einarsson trúbador skemmtir á Ara í Ögri.  Hermann Ingi jr. skemmtir gestum á Búálfinum í Hólagarði.  Rokkararnir í Kung fú sjá um að halda uppi stuðinu á Gauknum. 34 22. ágúst 2003 FÖSTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 19 20 21 22 23 24 25 ÁGÚST Sunnudagur E inungis fjórar sýningar eru eftir á Light Nights sýningun- um í Iðnó, sem leiknar eru á ensku og einkum ætlaðar ferðamönnum. „Þetta er 33ja sumarið sem ég set upp Light Nights í Reykjavík,“ segir Kristín G. Magnús, leikkona og leikstjóri. Hún tekur samt fram að á hverju sumri sé ný sýn- ing sett upp, og jafnan miklu breytt frá árinu áður. „Við höldum því sem vel gefst og komum alltaf með eitthvað nýtt.“ Sýningin í ár er að stórum hluta byggð á íslenskum þjóðsög- um fyrir hlé, en eftir hlé er fjallað um víkingatímann. Fimm leikarar og dansarar taka þátt í sýningunni. Margir hafa lagt hönd á plóginn við að semja efni og þýða. Tónlist er meðal annars eftir Hilmar Örn Hilmarsson og Atla Heimi Sveins- son. „Fyrstu árin byggðust sýning- arnar einkum á því að við Ævar Kvaran lásum og lásum, en núna hef ég verið að setja þetta upp á leikrænni hátt og lagt mikið í hverja uppfærslu.“ ■ ■ LEIKLIST ■ MYNDLIST Björtum nóttum fækkar  Hinn eini sanni Rúnar Júlíusson ásamt hljómsveit skemmtir gestum Kringlukráarinnar.  Hljómsveitin Í svörtum fötum spilar á Sjallanum á Akureyri.  Dansveitin SÍN leikur á Gunnukaffi á Hvammstanga.  Syngjandi disco 80’s dansgleði með Johnny dee í Leikhúskjallaranum.  Gunnar Óla og Einar Ágúst úr Skítamóral trúbadúrast á HM Kaffi á Selfossi.  DJ Mative heldur uppi partístemn- ingu á Vídalín.  Ice-Rave rokkar á Laugavegi 11. ■ ■ SÝNINGARLOK  Sýningu Víðis I. Þrastarsonar á Kaffi Solon lýkur í dag. Verkin eru í draum- kenndum stemningarstíl, og er yfirskrift sýningarinnar „Minning“. ■ ■ SÝNINGAR  Hulda Vilhjálmsdóttir sýnir málverk og skúlptúra í Japis á Laugaveginum. Sýningin ber heitið Litli prinsinn og er hún saga um stóra karlmanninn í litla ríkinu. Honum finnst gott að hvíla sig en dreymir um að dansa um bæinn. Sýn- ingin stendur til 16. september.  Danski myndlistarmaðurinn Claus Hugo Nielsen sýnir verk sín í Gallerí Dvergi við Grundarstíg 21, 101 Reykja- vík. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 17-19 til 31. ágúst.  Guðrún Benónýsdóttir sýnir ljós- mynd og skúlptúra í Gallerí Hlemmi. Sýningin stendur til 31. ágúst.  Baldvin Ringsted og Jóna Hlíf Hall- dórsdóttir eru með myndlistarsýningu í Bögglageymslunni, Listagilinu á Akur- eyri. Opið virka daga 17-22 og um helg- ar 14-18. Sýningin stendur til 1. septem- ber.  Kristján Guðmundsson er með sýn- ingu í Kompunni, Kaupvangsstræti 23. Akureyri. Á sýningunni er eitt verk gert úr plasti og gulli. Einnig verður til sýnis og sölu bókverkið (DOKTORSRITGERÐ) eftir Sigrúnu Þorsteinsdóttur og Kristján, sem kom út fyrr á þessu ári. Sýning Kristjáns er opin daglega 14-17 til 4. september.  Cesco Soggiu og Karl Kristján Davíðsson sýna í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti. Sýningin stendur til 28. ágúst.  Sýning á verkum Ragnars Kjartans- sonar stendur yfir í Listasafni ASÍ.  Myndlistarmaðurinn Sólveig Alda Halldórsdóttir sýnir verk sitt Upp-skurð- ur á Vesturveggnum í Skaftfelli Bistro á Seyðisfirði. Verk Sólveigar samanstendur af texta sem unnin er upp úr dagbókar- færslum William Burroughs og hennar eigin. Sýningin stendur til 5. september og er opin alla daga frá kl. 11 til 24.  Danski ljósmyndarinn Peter Funch er með sýninguna „Las Vegas - Made by man“ í Kling og Bang gallerí, Laugavegi 23.  Guðbjörg Lind hefur opnað mál- verkasýningu í aðalsal Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnar- fjarðar. Viðfangsefni Guðbjargar Lindar hafa frá upphafi verið tengd vatni, fyrst fossum og síðar óræðum og ímynduð- um eyjum á haffleti.  Anna Jóelsdóttir hefur opnað sýn- inguna Flökt í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar.  Á Café Milanó stendur nú yfir sýn- ing á málverkum Péturs Péturssonar. Sýningunni lýkur 7. september.“  Samsýning 20 akureyrskra lista- manna stendur yfir í Ketilhúsinu á Ak- ureyri.  Sýningin Þrettán + þrjár stendur yfir í Lystigarðinum á Akureyri. Þetta er samsýning þrettán norðlenskra lista- kvenna og þriggja frá Færeyjum.  Sýningar Gjörningaklúbbsins, Heimis Björgúlfssonar og Péturs Arnar Friðrikssonar standa yfir í Nýlistasafn- inu við Vatnsstíg. Gjörningaklúbburinn opnar á 2. hæð safnsins sýninguna Á bak við augun. Í norðursal 3ju hæðar- innar er sýning Heimis Björgúlfssonar Gott er allt sem vel endar (Sheep in disguise) og í suðursalnum sýning Pét- urs Arnar Friðrikssonar Endurgerð. Sýningarnar standa til 7. september.  Edwin Kaaber sýnir olíu- og akrýl- myndir í Þrastarlundi. Sýningin er opin fram í september.  Sýning á nýjum verkum Rögnu Sig- rúnardóttur stendur yfir í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, Reykjavík. Viðfangsefni Rögnu er blómaskeið lif- andi hluta og spurningin hvort hræðslan við að eldast sé það sem takmarkar feg- urðarmat okkar. Þetta er 13. einkasýning Rögnu hér á landi.  Íslensk og alþjóðleg samtímalistaverk eru til sýnis í Safni, Laugavegi 37.  Þrjár sýningar eru í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu. Þetta eru sýningarnar Humar eða frægð - Smekkleysa í 16 ár, Innsýn í alþjóð- lega samtímalist á Íslandi og Erró Stríð.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir sýning á málverkum Jóhannesar Kjar- vals úr einkasafni Þorvaldar Guðmunds- sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Ég er tæpir tveir metrar en loft-hæðin hérna er ekki nema 170 sentímetrar,“ segir Daninn og myndlistarmaðurinn Claus Niel- sen, sem staddur er hér á landi til að halda sýningu á teikningum sínum í Gallerí Dvergi. Claus hefur dvalið hér á landi í nokkra daga við að hengja upp teikningarnar og er að sögn mjög illt í bakinu eftir að húka ofan í kjallaranum, boginn í baki. Hann býr annars í Kaupmannahöfn, út á Vesterbro, og langar til að sjá eitt- hvað af landinu en hefur hrein- lega ekki haft tíma til þess. Claus er ómenntaður alþýðulistamaður fyrir utan dvöl sína sem gesta- nemandi í Póllandi. „Síðan hef ég verið að sýna víðs vegar um Evrópu og hitti að- standendur Gallerí Dvergs í Hollandi. Þau sáu sýningu á verk- um mínum og buðu mér að koma hingað,“ segir Claus, sem býst við því að sitja í stól þegar hann tekur á móti sýningargestum. Búið er að opna sýningu Claus Nielsen, en hún stendur fram til loka mánaðarins. Gallerí Dvergur er til húsa að Grundarstíg 21, í porti við hlið leikskólans. ■ ÚR SÝNINGUNNI LIGHT NIGHTS Í Iðnó fá útlendingar fjölbreyttar upplýsing- ar um land og þjóð á silfurfati. 2 metra Dani í Gallerí Dvergi CLAUS NIELSEN Hann er 2 metrar, teiknar og teiknar, og sýnir í sal með 170 sentímetra lofthæð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.