Fréttablaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 17
Ég ætla ekki að gera nokkurnskapaðan hlut í tilefni dags- ins,“ segir Árni Bergmann rithöf- undur, en hann er sextíu og átta ára í dag. Árni segir tilhögun af- mælisdagana algjörlega fara eft- ir aðstæðum hverju sinni og nú muni hann fara í tínslu á berjum í Biskupstungum. „Við verðum í fylgd heimafólks og það má vel vera að við finnum líka eitthvað af sveppum.“ Aðspurður um eftirminnileg- asta afmælisdaginn er Árni fljót- ur að nefna sjö ára afmælisdag- inn. „Þá fékk ég í afmælisgjöf frá frænku minni Davíð Coperfield. Ég hóf strax lesturinn og þegar krakkarnir komu í afmælið var ég hágrátandi þar sem Davíð var búinn að missa móður sína. Það má segja að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem ég steig inn í bók- menntirnar af alvöru og hef ekki losnað þaðan síðan.“ Það sem er á döfinni hjá Árna er bókmenntahátíð sem haldin verður í Reykjavík í haust. „Hingað mun koma rússneskur bókmenntahöfundur, Akúnin, sem ég hef verið að þýða og ég hlakka mikið til að ræða við hann. Hann er mjög sérstæður maður og er einn af þeim sem kunna að hræra saman reyfur- um og bókmenntum.“ Árni seg- ist alltaf hafa bók við höndina „Ég er mikill bókaormur og er sífellt skríðandi milli blaðsíðna. Þó er það svo með bókaorma að það eru ýmsar tegundir bóka sem eldast af þeim. Undanfarið hefur fjölgað skáldsögum sem mér líkar ekki við og í því efni er ég alls ekki að ásaka höfundana, þetta er frekar breyting á lífs- klukkunni.“ ■ 18 22. ágúst 2003 FÖSTUDAGUR ■ Andlát ■ Jarðarfarir ■ Afmæli Afmæli ÁRNI BERGMANN ■ er 68 ára í dag. Hann mun nýta dag- inn í berjatínslu í Biskupstungum og von- ast jafn vel eftir að finna nokkra sveppi.                       Skógræktarfélag Skagafjarðar ersjötugt um þessar mundir. Nú um helgina verður aðalfundur Skóg- ræktarfélags Íslands því haldinn í Miðgarði í Skagafirði. Á morgun verður svo haldið út í Hrútey sem er eyja í ánni Blöndu, rétt við kaupstaðinn Blönduós. Til- efnið er að í Hrútey er nú svokallað- ur „Opinn skógur“. „Þarna var byrjað á skógrækt rétt um 1950. Þarna er verið að bæta alla aðstöðu svo þetta verði aðgengi- legra fyrir fólk,“ segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Íslands. „Þarna er búið að leggja göngustíga og merkja trjá- tegundir. Þarna er rjóður til að setj- ast niður í og mjög góð göngubrú yfir ána svo allir komast yfir.“ Brynjólfur segir eyjuna algera paradís með miklu fuglalífi. Aðalfundurinn verður settur í dag og öllum áhugamönnum er heimilt að mæta. „Sérstaklega bjóð- um við Skagfirðinga, sem vilja kynna sér skógrækt, velkomna“ seg- ir Brynjólfur. Meðal ræðumanna verður Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. ■ CLAUDE DEBUSSY Þetta fræga franska tónskáld fæddist á þessum degi árið 1862. Debussy samdi m.a. verkin La Mer og Clair de lune. Hann lést þann 25. mars árið 1918. Eva S. Bjarnadóttir, Neðstaleiti 4, Reykjavík, lést miðvikudaginn 20. ágúst. Sigurþór Sigurðsson, Grettisgötu 46, lést mánudaginn 18. ágúst. 10.30 Inga Anna Gunnarsdóttir, Arnar- hrauni 18, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Guttormur Sigurbjörnsson, fyrr- verandi forstjóri, verður jarðsung- inn frá Digraneskirkju. 13.30 Jón Magnússon frá Geirastöðum, Kleppsvegi 132, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju. 13.30 Kristján B. Þorvaldsson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Ólöf Óskarsdóttir, Klettahrauni 15, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. 14.00 Vigdís Gísladóttir, áður til heimil- is á Hlílðargötu 26, Sandgerði, verður jarðsungin frá safnaðar- heimilinu í Sandgerði. 14.30 Guðmundur Guðbrandsson frá Felli, Árneshreppi, Strandasýslu, verður jarðsunginn frá Árnes- kirkju, Strandasýslu. 15.00 Ástríður Ólafsdóttir, Klapparstíg 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 15.00 Grétar Nökkvi Eiríksson kaup- maður, Miðleiti 2, Reykjavík, verð- ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Kristján Magnús Þór Jóhannes- son, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Jón Kristján Ólafsson söngvari og plötusafnari á Bíldudal, 63 ára. Bjarni Hafþór Helgason tónlistarmaður og fyrrverandi fréttamaður, 56 ára. Ágúst Hjörtur Ingþórsson heimspek- ingur og fyrrverandi blaðamaður, 42 ára. Þórarinn Eldjárn rithöfundur, 54 ára. Ólafur Þórðarson knattspyrnuþjálfari, 38 ára. Heiðar Helguson knattspyrnumaður, 26 ára. 22.ágúst ÁHUGAFÓLK UM SKÓGRÆKT Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands verð- ur haldinn í Skagafirði. Á morgun er skipu- lögð athöfn í Hrútey við Blönduós. Afmæli SKÓGRÆKTARFÉLAG SKAGAFJARÐAR ■ er sjötugt um þessar mundir og það verður haldið upp á afmælið nú um helg- ina. Meðal ræðumanna er enginn annar en Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Eyjan er alger paradís Í berjamó á afmælisdaginn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Árið 1922 var írski byltingar-maðurinn Michael Collins myrtur úr launsátri í Cork á Ír- landi. Collins gekk ungur til liðs við stjórnmálaflokkinn Sinn Féin sem frá upphafi hafði á stefnuskrá sinni að stofna sjálfstætt ríki á Írlandi. Þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst frestuðu Bretar öllum við- ræðum um sjálfstæði Írlands. Írar svöruðu með páskauppreisninni árið 1916, þar sem Collins gegndi stóru hlutverki. Að stríðinu loknu náði Sinn Féin yfirgnæfandi fylgi í kosning- um og árið 1919 var stofnað ein- hliða sjálfstætt ríki á Írlandi. Sjálfboðaliðar, undir forystu Coll- ins, börðust gegn breska hernum næstu tvö árin. Árið 1921 var svo samið um vopnahlé og Bretar féllust á sjálfstætt ríki á Írlandi, að undan- skildu norð- a u s t u r h o r n i landsins. Collins var fjármálaráð- herra í fyrstu ríkisstjórn landsins þangað til hann var myrtur. Árið 1996 var frumsýnd mynd um Michael Collins með Liam Neeson í hlutverki byltingar- mannsins. Leikstjóri var hinn írski Neil Jordan, sá hinn sami og gerði meðal annars myndina The Crying Game. ■ ÍRSKA BYLTINGAR- HETJAN Michael Collins var myrtur 22. ágúst árið 1922. Byltingarhetja myrt 22. ágúst 1922 MICHAEL COLLINS ■ var myrtur á þessum degi fyrir 81 ári. Flestir þekkja sögu hans úr samnefndri kvikmynd Neil Jordan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.