Fréttablaðið - 25.08.2003, Side 12

Fréttablaðið - 25.08.2003, Side 12
12 25. ágúst 2003 MÁNUDAGUR Titillinn er tilvísun í Jakobs-glímuna í Biblíunni. Hugsunin er sú að þarna verði glímt við til- vistarspurningar og samfélags- spurningar,“ segir séra Sigurjón Árni Eyjólfsson. Hann ýtti úr vör ásamt félögum sínum nýju veftíma- riti um guðfræði og samfélag sem heitir Glíman og er vistað á vef Kistunnar. „Við höfum hist í nokkur ár og fengið ýmsa guðfræðinga og fræði- menn til að halda fyrirlestur fyrir okkur í hóp sem kallaður er Grettir. Þar hefur safnast saman þó nokkuð mikið efni,“ segir Sigurjón. Þeir fóru að velta því fyrir sér að koma þessu á framfæri, og þótti Netið vera hentugur miðill. Sérstak- lega fengu þeir augastað á Kistunni og vildu taka þátt í þeirri umræðu sem á sér stað meðal fræðimanna á þeirri síðu. Efnið í tímaritinu skiptist í fjóra þætti. Einn hlutinn fjallar um þjóð- félagsmál frá sjónarhóli guðfræð- inga. Annar hlutinn er fræðilegur, þar verða birtar fræðilegar greinar eftir guðfræðinga. Í þriðja hlutan- um verða pistlaskrif af ýmsu tagi og loks verða ritdómar um bækur. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra var fenginn til að opna síðuna, bæði vegna stöðu sinnar og þess hve iðinn hann er á Netinu. „Við birtum líka ræðuna sem hann hélt á prestastefnu í sumar, þar sem hann var að hvetja presta og guðfræðinga til að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni.“ Megintilgangurinn með Glím- unni er einmitt sá að gefa guðfræð- ingum vettvang til þess að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni hverju sinni. „Okkur finnst nauðsyn að rödd guðfræðinnar heyrist eins og ann- arra. Sýn guðfræðinnar á veruleik- ann þarf að skýrast í samræðu við aðra.“ Sigurjón segir mikið um unga fræðimenn á sviði guðfræði, sem eru viljugri að taka þátt í umræð- unni en var áður fyrr þegar fólk hér á landi forðaðist allar spurningar sem varða trúmál og guðfræði. „Rætur þess eru alls konar, bæði þjóðfélagslegar og sögulegar. Það er eins og guðfræði og trúmál hafi hálfpartinn verið bannfærð inn á svið hins persónulega.“ gudsteinn@frettabladid.is Brosti í gegnum tárin Ég vona að ég fari hreinlegabara út í sveit,“ segir Magn- ús Eiríksson, tónlistarmaður og eigandi hljóðfæraverslunarinn- ar Rínar á Frakkastíg. „Væri al- veg til í að gera eitthvað óvana- legt og leigja mér fjórhjól. Geri það stundum að lyfta mér upp og leigja snjósleða eða eitthvað slíkt.“ Magnús er 58 ára í dag og undanfarið hefur verið nóg að gera hjá honum við rekstur verslunarinnar, sem hann rekur með sonum sínum, og svo voru hann og KK auðvitað að gefa út disk sem hefur slegið rækilega í gegn, eins og alþjóð veit. Þetta er mikill metsöludiskur og strákarnir fylgja honum eftir með spilamennsku úti um allt land. Voru á troðfullum tónleik- um í Sandgerði á föstudaginn en eiga frí í dag. „Ég legg það samt ekki í vana minn að gera neitt sérstakt á af- mælisdeginum mínum, sérstak- lega þar sem þetta er ekkert stórafmæli, svo kannski enda ég bara á því að setjast inn á huggu- legan stað og snæða góðan kvöldverð,“ segir Magnús en hann minnist þess að þegar hann varð fertugur gaf konan hans, heitin, hún Elsa Stefánsdóttir, honum flottan amerískan gítar og það er eina hljóðfærið sem Maggi Eiríks hefur fengið í af- mælisgjöf. „En þegar ég var krakki var ég alltaf í sveit á þessum tíma og þetta yndislega fólk sem bjó þar mundi alltaf eftir afmælisdegin- um og hélt mér veislu. Það voru bakaðar pönnukökur og hitað kakó og sú einstaka íslenska gest- risni sem einkennir okkur sveif yfir öllu.“ Þótt Magnús segi að auðvitað vildi hann helst bara vera þrítug- ur fannst honum erfiðast að verða fertugur: „Þá fannst mér eins og ég væri hreinlega á grafarbakkanum en brosti í gegnum tárin og huggaði mig við að allt á að vera fertugum fært,“ segir Magnús og hlær. „En svo hefur þetta nú batnað og ef maður er við góða heilsu tekur maður bara einn dag í einu og nýt- ir hann eins og hann gæti þess vegna verið manns síðasti. Tím- inn líður og lítið við því að gera annað en að njóta ferðarinnar,“ segir Magnús að lokum. ■ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S PA 2 15 57 08 /2 00 3 FERSK Í BÚÐIR Á HVERJUM DEGI Kristbjörg Einarsdóttir, áður til heimilis að Bárugötu 35, andaðist föstudaginn 22. ágúst. Anton Líndal Friðriksson, Vesturgötu 7, lést föstudaginn 22. ágúst. Guðríður Ástráðsdóttir, Dista, Vestur- götu 7, andaðist laugardaginn 16. ágúst. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi apó- tekari, lést sunnudaginn 17. ágúst. 13.30 Jóhanna Guðmundsdóttir frá Hellissandi, Austurgerði 6, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Bústaða- kirkju. 13.30 Einar Kr. Eiríksson verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. 14.00 Margrét Ingibjörg Sigurgeirs- dóttir, Miðtúni 1, Seyðisfirði, verð- ur jarðsungin frá Seyðisfjarðar- kirkju. 15.00 Gísli Þorvaldsson, Jörfabakka 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. Þórunn Valdimarsdóttir er 49 ára. Ævar Örn Jósepsson er 40 ára. Tímamót SVEINN ÁRNI EYJÓLFSSON ■ er einn þeirra sem standa á bak við Glímuna, nýtt veftímarit um guðfræði og samfélag þar sem guðfræðingar fá vett- vang til þess að taka þátt í þjóðfélagsum- ræðunni.. Afmæli MAGGI EIRÍKS ■ verður 58 ára í dag og segir eina virki- lega erfiða afmælisdaginn hafa verið þegar hann varð fertugur en þá brosti hann bara í gegnum tárin og huggaði sig við að allt er fertugum fært. ■ Afmæli■ Andlát ■ Jarðarfarir SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON Einn aðstandenda veftímaritsins Glímunn- ar, sem opnað var á vef Kistunnar á fimmtudaginn. Guðfræðin kemur út úr skápnum MAGNÚS EIRÍKSSON Er fimmtíu og átta ára í dag og nóg að gera því hann rekur hljóðfæraverslunina Rín með sonum sínum og spilar úti um allar trissur með KK, vini sínum. CLAUDIA SCHIFFER Súpermódelið er 33 ára í dag en hún deilir deginum með ekki verri stúlku en Joanne Whalley-Kilmer og gaurunum Sean Conn- ery, Tom Skerrit, Gene Simmons, Elvis Costello, Billy Ray Cyrus og leikstjóranum Tim Burton. 25.ágúst

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.