Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2003, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 25.08.2003, Qupperneq 28
 heimili o.fl. V i k u l e g u r b l a ð a u k i F r é t t a b l a ð s i n s u m h ú s o g g a r ð a Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: heimili@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Edda Ársælsdóttir og Angantýr Val-ur Jónasson búa ásamt börnum sínum fimm í fallegu raðhúsi í Smára- hverfinu. Það sem er sérstakt við heimili fjölskyldunnar er að þar er rekaviður úr lerki á gólfum í stað hefðbundins parketts, sem gerir íbúð- ina sérlega hlýlega og sjarmerandi. Það er þó heldur meiri fyrirhöfn að fá timbur sem hefur rekið úti á heimsins höfum í stofuna hjá sér en að skreppa út í næstu byggingavöruverslun. „Við töluðum við bónda á Krossanesi í Norðurfirði á Ströndum,“ segir Edda. „Hann sagaði fyrir okkur þennan við og svo létum við þurrka hann og vinna í Byko. Við þurftum að bíða í nokkra mánuði til þess að fá þetta gert því það tók þrjár vikur að þurrka en svo þurfti að bíða í aðrar þrjár áður en hægt var að leggja þetta á gólfið. Viðurinn þarf að þorna svo rosalega vel þar sem hann er búinn að liggja svo lengi í sjó.“ Eftir að viðurinn var loksins tilbúinn á gólfið var hann pússaður upp og lakkaður. „Ég veit að bændurnir á Ströndum eru farnir að selja meira af rekaviði en bara í girðingarstaura. Það eru kannski meiri verðmæti í þessu en þeir áttuðu sig á fyrst.“ Auk þess að rekaviður sé á gólfum er eldhúsborðið sömuleiðis sérsmíðað úr rekaviði. Það er þungt og mikið. „Mér fannst gott að fá svona stórt og gott borð, það er alveg massíft.“ Inn- réttingar og húsgögn á heimilinu eru líka flest úr viði, þó ekki rekaviði. „Mér finnst það gefa lífinu ákveðið gildi að hafa svona lifandi við í kring- um sig,“ segir Edda, sem er afar ánægð með útkomuna og segist vel geta hugsað sér að bæta við enn meiri rekaviði. „Ég fylltist einhvers konar stolti þegar ég fékk þennan rekavið inn í húsið. Mér fannst líka koma góð- ur andi hingað inn því viðurinn hefur sögu, hefur rekið alla leið frá Síberíu – kannski lengra frá. ■ RÓMANTÍSKT BAÐHERBERGI Einföld og falleg baðherbergisinnrétting úr viði. Baðkarið lét Edda sprauta grænt á bílaverkstæði. Heima hjá Eddu Ársælsdóttur/ Rekaviður í hólf og gólf HUGGULEGT VIÐ MORGUNVERÐARBORÐIÐ Eldhúsborðið, sem er þungt og mikið, er sérsmíðað úr rekaviði. ELDHÚSINNRÉTTING ÚR VIÐI Edda segir að það gefi lífinu ákveðið gildi að hafa lifandi við í kringum sig. HLÝLEG OG SJARMERANDI STOFA Rekaviður á gólfum í stað hefðbundins parketts.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.