Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2003, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 25.08.2003, Qupperneq 29
fast/eignirMÁNUDAGUR 25. ágúst 2003 Þúsundir fermetra af flísum á lækkuðu verði Öll Nords jö útimál ning með40% afslætti! Pallaolía 3 L. kr. 9 90.- Gegnheilar útiflísar frá kr. 1.250.- m Smellt plastparket frá kr.1.290.- m Hvítar veggflísar 15 x 15 kr. 890.-m Verðdæmi: 2 2 2 ÚTSALA 13 Nú líður að því að hinn árlegiIkea-vörulisti fari að detta inn um bréfalúgur Íslendinga. Ikea- bæklingurinn er með allra út- breiddustu prentgripum á Íslandi og er borinn á hvert heimili í land- inu. Bæklingurinn í ár er með nokkuð breyttu sniði frá því sem tíðkast hefur á undanförnum árum. „Fyrir utan að vera stærsti vörulistinn hingað til eru í ár farnar óhefðbundnari leiðir í framsetningu þannig að hún miðast við að skoða heimilið frá sjónarhóli barnsins,“ segir Jó- hannes Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Ikea á Íslandi. Meginþema vörulistans í ár kallast „að búa með börnum“. Í nýja vörulistanum er að finna húsgögn fyrir börn sem kallast IKEA PS leikhúsgögn. Þessi framleiðsla er algjörlega ný á markaðinum og er hönnuð með það í huga að styðja við þroskaferli barnsins. „Heimili sem gegnir sínu hlutverki hefur rými fyrir samveru, slökun, leiki og hreyfingu. Leikur er mjög mikilvægur fyrir börn, en hann er ekki einungis til skemmtunar, heldur þjálfar þau fyrir fullorð- insárin og kennir þeim að bregð- ast við umhverfinu í kringum sig. IKEA-leikhúsgögnin eru skemmtileg lausn sem leiðir til þroska,“ segir Jóhannes. ■ JÓHANNES JÓHANNESSON Jóhannes Jóhannesson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, var á hafnarbakkanum á föstu- daginn að taka á móti Ikea-vörulistanum. NOKKRAR STAÐREYNDIR: Nýi IKEA-vörulistinn er 284 bls. – var 196 bls. í fyrra Hann kemur út í 36 löndum á 46 mismunandi tungumálum 131 milljón eintaka af IKEA- vörulistanum er dreift um allan heim IKEA-vörulistinn er mest dreifða prentið í heiminum IKEA-vörulistinn kom fyrst út 1951 í Svíþjóð Ikea-vörulistinn 2004 á næstu grösum/ Stærri en nokkru sinni fyrr Glæsileg hönnun í Nat- uzzi Store í Smáralind/ Stílhreinir sófar Ný lína af sófum er væntanleg íseptember í húsgagnaverslun- ina Natuzzi Store í Smáralind. Sófarnir eru úr svokölluðu Dream- fiber efni sem að sögn Péturs Jó- hanns Einarssonar, markaðsstjóra verslunarinnar, hrindir öllum óhreinindum frá sér og er einstak- lega slitsterkt. Þá er boðið upp á sófa úr gæða nautsleðri í ýmsum litum en sófarnir eru hannaðir og framleiddir á Ítalíu og sérpantaðir eftir óskum viðskiptavina. Nýja línan er fjölbreytt en það er meira um stílhreina hönnun en undanfarið og beinar línur en djarfari liti. Auk nýrra sófa koma inn falleg sófaborð, smávörur og lampar svo eitthvað sé nefnt. ■ GULL HREINSAÐ Ef fallið er á gull getur verið gott að bera á það tann- krem og leyfa því að standa á dá- góða stund. Þá er hluturinn þveg- inn vel upp úr volgu vatni og verð- ur þá skínandi fagur. Gamall tann- bursti er ekki verra áhald en hvað annað til að bera tannkremið á. SILFUR HREINSAÐ Flestum finnst hálfleiðinlegt að pússa silfur og í sumum silfurhlutum eru skorur sem fægilögurinn nær illa til. Ein leið er að setja álpappír í botninn á potti, hálffylla hann af köldu vatni og dengja svo matarsóda út í. Leggið silfrið, borðbúnað eða skartgripi í galdrablönduna, látið suðuna koma upp og eftir smá stund er silfrið orðið silfurlitað en álpappírinn þeim mun ljótari. KERTAVAX HREINSAÐ Besta leiðin til að ná kertavaxi er að kroppa fyrst af það sem þannig næst, leg- gja svo dagblað yfir og strauja með vel heitu staujárni. Ef efnið er of viðkvæmt til að skynsamlegt sé að kroppa vaxið af má mýkja vaxið með hárþurrku og ná því þannig. ■ Húsráð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.