Fréttablaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 2
2 30. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Já. Þar sem er reykur þar er eldur. Karl Th. Birgisson skrifaði blaðagrein á dögunum þar sem hann bar lof á Viceroy sígarettur. Í nýrri löggjöf um tóbaksvarnir segir að ekki megi fjalla um sérstakar tóbakstegundir nema til að vara við skaðsemi þeirra. Spurningdagsins Karl, áttu eld? Bílsprengja sprakk við bænahús í Írak: Þekktasti leiðtogi Sítamúslima fórst BAGDAD, AP Að minnsta kosti 75 lét- ust og yfir 140 særðust þegar bíl- sprengja sprakk fyrir framan bænahús Sítamúslima í hinni helgu borg Najaf í Írak í gær- morgun. Sprengjan sprakk við Iman Ali moskuna, rétt eftir að föstudagsbænum lauk og var mik- ill manfjöldi fyrir framan mosk- una. Meðal þeirra sem fórust var einn þekktasti leiðtogi sítamúslí- ma í Írak, Mohammed Baqr al- Hakim. Réttur hálfur mánuður er síðan dagblöð í Írak skýrðu frá því að al-Hakim hefði fengið morðhótanir. Enginn hefur enn lýst ábyrgð á hendur sér en Sítamúslimar segja fylgismenn Saddams Husseins, fyrrum Íraks- forseta, standa að baki morðinu. Rúmar 24 milljónir manna búa í Írak og eru 60% þeirra Síta- múslimar. Árásir á Sítamúslima hafa verið tíðar að undanförnu. Tæp vika er síðan Mohammed al- Sadr var sýnt banatilræði. Þrír lét- ust í árásinni. ■ Átökin um Straum: Farið yfir stöðuna VIÐSKIPTI Fulltrúar Íslandsbanka og Landsbanka funduðu í gær í kjölfar átakanna um Straum. Landsbankinn og Samson eiga um 34% Í Straumi og Íslandsbanka og tengdir aðilar ráða yfir um 32%. Samkvæmt heim- ildum eru Íslandsbankamenn ósátt- ir við atburði vikunnar og létu hana í ljós á fundinum. Markmið viðræðnanna er að eyða tortryggni á milli hópanna og marka stefnu um samstarf í Straumi sem sátt er um. Menn munu ræða áfram saman og telja að auðveldara verði að ná saman þegar ryk atburðarásarinnar hefur sest. ■ Enn ráðist á hernámsliðið í Írak: Einn féll og fjórir særðust ÍRAK, AP Bandarískur hermaður féll og að minnsta kosti fjórir særðust þegar uppreisnarmenn réðust á bílalest hermannanna skammt frá borginni Baqouba, 70 kílómetra norðaustur af Bagdad, höfuðborg Íraks. Alls hafa 282 Bandarískir hermenn fallið í Íraksstríðinu, þar af 67 frá form- legum stríðslokum 1. maí. Mann- fall í röðum breskra hermanna er mun minna eða samtals 49, þar af hafa 11 fallið frá 1. maí. ■ PAKKAR SAMAN Alastair Campbell, upplýsingafulltrúi Tony Blair, segist vera þakklátur fyrir þann tíma sem hann hafi unnið við hlið Blair. Alastair Campbell: Tryggur þjónn lætur af störfum LUNDÚNIR, AP Alastair Campbell, upplýsingafulltrúi Tony Blair, ætlar að segja af sér á næstu vik- um, að sögn breska forsætisráðu- neytisins. Hvorki liggur fyrir hvenær hann mun láta af embætti né hver verði eftirmaður hans. Campbell hefur verið ásakaður um að hafa gert breytingar á skýrslum bresku ríkisstjórnarinn- ar um vopnaeign Íraka til að rétt- læta hernaðaraðgerðir gegn Írak. Hann hafnaði þessum ásökunum þegar hann bar vitni í tengslum við rannsókn á dauða vopnasérfræð- ingsins David Kellys. Í yfirlýsingu frá Campbell seg- ir hann ástæðu afsagnarinnar tengjast fjölskyldumálum. Hann segist ætla að einbeita sér að skriftum og halda ræður og fyrir- lestra. Campbell fullyrðir að hann hafi íhugað að láta af störfum í rúmt ár og endanleg ákvörðun hafi verið tekin þegar í byrjun apríl. Campbell hefur starfað við hlið Blair síðan árið 1994. „Sá Alastair Campbell sem ég þekki er mjög fær, óttalaus og tryggur þjónn þess málstaðar sem hann trúir á. Hann er sterkur per- sónuleiki sem getur eignast óvini en þeir sem þekkja hann best kunna vel við hann“ sagði Blair. ■ Kjötneysla eykst: Hvítt vinsælla en rautt NEYTENDAMÁL Á fyrstu sjö mánuð- um ársins hefur kjötneysla lands- manna aukist um 7,5%. Sala á rauðu kjöti, þ.e. kindakjöti og nautakjöti hefur hins vegar dreg- ist saman, samkvæmt Hagstofu Ís- lands. Nautakjötssala hefur dregist saman um 4,5% og kindakjötssala hefur dregist saman um 5,5%. Á sama tíma hefur sala á svínakjöti aukist um 8,8% og sala á fuglakjöti um 7,4%. Þetta þýðir að árssala á svínakjöti er orðin meiri en árssala á kindakjöti. Samkvæmt Hagstofunni borðar hver Íslendingur að meðaltali um 70 til 80 kíló af kjöti á ári eða um 200 grömm á dag og er þá ekki tal- in neysla á villibráð og hvalkjöti. ■ PERSÓNUVERND Lyfjastofnun hefur verið fyrirskipað af Persónu- vernd að eyða gagnagrunni sínum um lyfjaneyslu einstaklinga. Úttekt Persónuverndar á vinnslu persónuupplýsinga hjá Lyfjastofnun leiddi í ljós víðtæka ólögmæta vinnslu persónuupplýs- inga um lyfjakaup. Lyfjastofnun hafi verið heimilt að safna upplýs- ingum um svokölluð eftirritunar- skyld lyf. Hins vegar hafi stofn- unin ekki mátt skrá persónuupp- lýsingarnar um lyfjaneyslu í gagnagrunn. Það verður að eyða grunninum fyrir 1. janúar 2005. Að því er segir í niðurstöðum Per- sónuverndar eru öryggismál Lyfjastofnunar ófullnægjandi. Stofnunin verði, fyrir 1. febrúar á næsta ári, að hafa tryggt viðhlít- andi öryggi við vinnslu persónu- upplýsinga um sölu og neyslu eft- irritunarskyldra lyfja. Meðal þess sem þurfi að gera er að koma á innra eftirliti, gera skriflegan samning við Nýherja hf. sem hýs- ir sumar upplýsingar fyrir stofn- unina og tryggja öryggi innra nets stofnunarinnar. ■ Gylliboð um síma á bjagaðri ensku Dæmi eru um að fólk fái símhringingar erlendis frá með gylliboðum um fjárfestingatækifæri. Sölumennirnir hringja ítrekað og jafnvel um miðjar nætur. Fjármálaeftirlitið segir ástæðu til að vera á varðbergi. RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI Embætti ríkislögreglustjóra berast vikulega nokkrar ábendingar um vafasöm fjárfestingartilboð erlendra aðila til Íslendinga í gegnum síma. LYF Lyfjastofnun býr til ólöglega gagnag runna og uppfyllir ekki öryggiskröfur, segir Persónuvernd, SÍTAMÚSLIMAR Bálillir Sítamúslimar mótmæltu á dögun- um við höfuðstöðvar Bandaríkjanna í Bagdad og sögðu Bandaríkjamenn hvorki vilja né geta gætt öryggis sítamúslima. Þá hafði sprengja sprungið við heimili Sítaleiðtogans Mohammed al-Sadr. Annar Sítaleiðtogi var myrtur í sprengjutilræði í Najaf í gærmorgun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / RÓ B ER T Spennandi tækifæri Til leigu húsnæði fyrir sjúkraþjálfun og sjúkranudd Í Egilshöllinni er lögð áhersla á íþróttaiðkun, afþreyingu og ýmsa þjónustu. Áhugasamir vinsamlega hafið samband í síma 568 9600 eða pall@egilshollin.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H O L 21 95 9 0 8/ 20 03 FJÁRMÁL „Við höfum fengið tugi símhringinga og það dugir ekki að segja nei,“ segir Ólafur Magnús Magnússon, sölu- og markaðs- stjóri, sem hefur orðið fyrir áreiti af völdum erlendra sölumanna sem vilja selja honum hlut í fjár- festingafyrirtæki. Sölumennirnir tala bjagaða ensku og segjast vera frá Japan. Þeir segjast veita við- mælendum sínum einstakt tæki- færi til að fjárfesta í framrás þriðju kynslóðar farsíma. Ólafur hefur margneitað fjár- festingatilboðinu, en enn er haldið áfram að hringja frá sama aðila. „Þau hringja að næturlagi, jafnvel með klukkutíma millibili. Stund- um hringir kona, og stundum maður.“ Sölumennirnir hafa hringt í eiginkonu hans, bróður og dætur, auk þess að hafa ítrekað sent fax á vinnustað eiginkonunnar. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir tilboð um fjármálaþjónustu erlendis frá berast í vaxandi mæli til Íslands og misjafnt hversu verð traustsins þau eru. „Það er ástæða til að biðja fólk um að vera á varðbergi. Í sum- um tilfellum hefur þessi starfsemi ekki tilskilin leyfi og lýtur ekki þeim lögum og reglum sem stuðla að hagsmunum viðskiptavinanna.“ Embætti ríkislögreglustjóra berast tilkynningar um vafasöm fjárfestingatilboð nokkrum sinn- um í viku. „Fólkið er að bjóða allt mögulegt, til dæmis hlutabréf í fjarskiptafyrirtækjum og tölvu- fyrirtækjum. Þá þarf gjarnan að leggja fram peninga til að taka þátt og stundum eru send mjög sann- færandi gögn um viðskiptin. Heilu hóparnir gera mjög skipulega út á að svíkja fé út úr tilteknum stétt- um í tilteknum löndum,“ segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Aðeins er um ein og hálf vika síðan fjármálaeftirlitið varaði við tveimur fyrirtækjum sem höfðu ekki starfsleyfi sem fjármálafyrir- tæki á Íslandi. Fjármálaeftirlitið mælir með því að fólk hafi sam- band ef vafasöm viðskiptatilboð berast. jtr@frettabladid.is Lyfjastofnun fór út fyrir heimildir: Gagnagrunni um lyfjatöku skal eytt Forsætisráðherra Dan- merkur veldur fjaðrafoki: Gagnrýnir fyrirrennara DANMÖRK Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, gagnrýnir harðlega undirlægjuhátt danskra stjórnmálamanna þegar landið var hernumið af Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni, í um- deildri grein sem birtist í dagblað- inu Politiken. Greinin hefur vakið mikla at- hygli enda er þetta í fyrsta sinn sem danskur forsætisráðherra tjáir sig á þennan hátt um samstarf fyr- irrennara sinna við þýska hervald- ið. Fogh ásakar dönsku ráðamenn- ina fyrir að hafa svikið lýðræðið og segir að í stað þess að gæta hlut- leysis hafi þeir lagt sig fram um að þóknast innrásarliðinu. Margir af virtustu sagnfræðing- um Danmerkur hafa gert athuga- semdir við grein forsætisráðherr- ans og bent á að hann sé ekki fær um að dæma gjörðir manna við þær aðstæður sem ríktu á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Fogh er enn- fremur gagnrýndur fyrir að fara frjálslega með staðreyndir. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.