Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.08.2003, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 30.08.2003, Qupperneq 6
6 30. ágúst 2003 LAUGARDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 80.35 0.04% Sterlingspund 126.9 0.83% Dönsk króna 11.79 0.71% Evra 87.57 0.68% Gengisvístala krónu 125,710,34% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 432 Velta 3.764 milljónir ICEX-15 1.760 0,54% Mestu viðskiptin Eimskipafélag Íslands hf. 187.144.468 Sjóvá-Almennar hf. 182.823.617 Össur hf. 160.476.146 Mesta hækkun Opin kerfi hf. 8.57% Nýherji hf. 5.88% Jarðboranir hf. 5.41% Mesta lækkun Aco Tæknival hf. -11.11% Vátryggingafélag Íslands hf. -3.45% Marel hf. -2.56% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 9.393,7 0,2% Nasdaq*: 1.807,2 0,4% FTSE: 4.161,1 -0,9% DAX: 3.484,6 -0,2% NK50: 1.360,4 0,2% S&P*: 1004,4 0,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Málverk eftir einn frægasta listmálarasögunnar var stolið í vikunni. Hvað heitir málarinn? 2Í hvaða klaustri dvaldi HannesHólmsteinn Gissurarson fyrir skömmu? 3Hvaða miðvallarleikmann var knatt-spyrnuliðið Chelsea að kaupa í fyrra- dag? Svörin eru á bls. 39 ORKUVINNSLA Þorsteinn Hilmars- son, upplýsingafulltrúi Lands- virkjunar, segir fyrirtækið ekki munu blanda sér í samskipti verk- taka og starfsmanna þeirra við Kárahnjúkavirkjun. Þorsteinn segir að þegar Landsvirkjun semji við vertaka sé ævinlega kirfilega frá því gengið að íslenskum lögum og kjara- samningum sé fylgt í hvívetna. Það sé síðan á ábyrgð verktak- anna að standa skil á því að fara að lögum og annast samskipti sín við launþega. „Þetta er fullorðið fólk sem á að kunna fótum sínum forráð,“ segir hann. Þrátt fyrir þetta hefur Lands- virkjun, að sögn Þorsteins, þrýst á að vinnubúðum starfsmanna verði komið upp eins og áætlanir segi til um. Það liggi fyrir að tafir hafi orðið á afgreiðslu erlendis á hlutum í búðirnar og skilningur sé á því. „Ef verktakinn hins vegar lenti í því að stjórnvöld lokuðu vinnu- búðum vegna þess að þær væru ekki í lagi og framkvæmdir stöðv- uðust af þeim sökum gæti það á endanum orðið samningsrof við okkur. Það yrði þá að skoðast, en það er langur vegur í það. Það hlýtur að vera áhugamál allra aðila að þessi atriði séu í lagi og þróunin virðist vera í þá átt.“ ■ Kostuðu tæplega 70.000 manns lífið PERÚ, AP Að minnsta kosti 69.000 manns létu lífið eða hurfu í átök- um stjórnvalda og uppreisnar- manna í Perú á 20 ára tímabili. Í nýrri skýrslu rannsóknar- nefndar segir að lögregla, her og skæruliðasamtökin Skínandi stíg- ur stunduðu fjöldamorð, pynting- ar og aftökur í aðgerðum sínum sem hófust í maí árið 1980 og lauk ekki fyrr en í nóvember árið 2000. Þá hvarf fólk í stórum stíl á sama árabili. Áður höfðu mannréttinda- samtök áætlað að átökin hefðu kostað allt að 30.000 manns lífið. Rannsóknarnefnd skipuð tólf mönnum tók til starfa árið 2001. Síðan hefur nefndin tekið skýrslur af 17.000 manns, þeirra á meðal leiðtogum uppreisnar- manna sem sitja í fangelsi. Nöfn 32.000 fórnarlamba átakanna eru birt í skýrslunni en fullyrt er að fórnarlömbin séu 69.280, stærstur hluti fátækir bændur. Skýrsla nefndarinnar er mikil að vöxtum en einungis lítill hluti hennar verður birtur almenningi. Rannsóknarnefndin segir skæruliðasamtökin Skínandi stíg ábyrg fyrir stærstum hluta dráp- anna og samtökunum er einnig kennt um upphaf átakanna. Andúð samtakanna á Inkum, of- beldi gegn þeim og dráp í kjölfar þess að Inkar neituðu að ganga til liðs við Skínandi stíg og ræna völdum í Perú, eru rót þessarar blóðugu borgarstyrjaldar. Lögregla og her landsins eru einnig gagnrýnd harkalega fyrir sinn hlut, sem nefndin kallar glæpi gegn mannkyninu. „Því miður hefur rannsókn okkar leitt í ljós að herinn og lög- reglan frömdu mannréttindabrot og jafnvel glæpi gegn mannkyn- inu,“ sagði Salomon Lerner, formaður rannsóknarnefndarinnar. Þremur fyrrverandi forsetar Perú, þeir Fernando Belaunde, Alan Garcia og Alberto Fujimori eru allir sagðir bera ábyrgð á grimmdarverkum gegn almenn- ingi í landinu. the@frettabladid.is Eiturlyfjahringur upprættur: Ólögleg sala alnæmislyfja NEW JERSEY, AP Yfirvöld í Banda- ríkjunum hafa upprætt eiturlyfja- hring sem keypti alnæmislyf af eiturlyfjaneytendum og seldi þau lyfsölum. Borgað var fyrir al- næmislyfin með heróíni eða reiðufé. Forsprakki hópsins, Alberto Castane, hefur verið ákærður fyr- ir að standa fyrir skipulagðri verslun með eiturlyf og ólöglegan vopnaburð. Fjórir aðrir hafa verið handteknir. Að sögn lögreglu stóðu menn á vegum Castane fyrir utan heilsu- gæslustöðvar í New York sem út- deila ókeypis alnæmislyfjum og buðu eiturlyfjaneytendum sem svarar um 16.000 íslenskum krón- um eða heróínskammt í skiptum fyrir lyfin. ■ Hrefnuveiðar Íslendinga: Þrettán veiddar HVALVEIÐAR Áhöfn Halldórs Sig- urðssonar ÍS veiddi 7,4 m hrefnu og hefur því veitt fimm hrefnur eins og áhöfnin á Sigurbjörgu. Er þetta þrettánda hrefnan sem veidd er síðan að áætlun um hval- veiðar í rannsóknarskyni hófust að nýju. Eins og komið hefur fram gerðu áætlanir Hafrannsókna- stofnunnar ráð fyrir að 20 hrefnur yrðu veiddar í ágústmánuði og vantar því enn talsvert upp á að það markmið náist. ■ Svæði þar sem búast má við talsverðri vætu eru skyggð á kortinu. Minniháttar úrkoma er táknuð með dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagildi. BLÁBER OG SKYR Það gengur af- spyrnu illa að fá sólina til að skína hér í höfuðborginni þessa dagana enda þótt ég reyni hvað ég get. Áfram verður þungbúið vestan til á landinu þar á meðal hér í Reykja- víkinni Góðu tíðindin eru að það verður úrkomulítið eða jafnvel úrkomu- laust. Aukinheldur hægur vindur og milt. Það er því tilvalið að fara til berja, því brátt koma næturfrostin. Bláber og skyr .mmmm. Kaupmannahöfn 16°C sk. m. köflum London 18°C sk. m. köflum París 20°C sk. m. köflum Berlín 18°C sk. m. köflum Algarve 26°C sk. m. köflum Mallorca 28°C sk .m. köflum Torrevieja 32°C sk. m. köflum Krít 31°C sk. m. köflum Kýpur 32°C sk. m. köflum Róm 23°C sk. m. köflum New York 28°C þrumur Miami 31°C þrumur Mánudagur Sunnudagur +11 +12 +14 +11 +13 +15 +14 +13 +13 +12 +12 +14 +15+12 +12 +14 +15+13 Víða nokkur strekkingur, síst á Austurlandi. Víðast hægur vindur og súld með köflum. +11 Hægviðri Hægviðri Hægviðri Strekkingur Hægviðri Hægviðri Hægviðri Hægviðri Hægviðri Hægviðri Hægviðri Landsvirkjun stendur utan deilunnar: Fullorðið fólk við Kárahnjúka LANDSVIRKJUN Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir langan veg frá því að Impregilo hafi brotið samninga um virkjun við Kárahnjúka. HREFNUVEIÐAR: Halldór Sigurðsson ÍS 5 hrefnur Sigurbjörg BA 5 hrefnur Njörður KÓ 3 hrefnur Bæjarlind 2 Kópavogi : 544 2210 www.tsk.is  Öryggi upplýsingakerfa A til Ö Mjög sérhæft og ítarlegt 180 kennslustunda nám haldið í samstarfi við áhættuþjónustudeildDeloitte &Touche. Tekið er á öllum þáttum öryggis upplýsingakerfa s.s. dulkóðun og PKI, samskiptaöryggi, notendaöryggismál, viðbrögð við óæskilegum aðstæðum, forvarnir, gerð öryggisstefna o.fl. Unnið verður með vélbúnað og hugbúnað sem notaður er til að tryggja öryggi í nútíma upplýsingakerfum, t.d. Cisco, Microsoft, Linux, Checkpoint, ISS Scanner, Nmap, Netcat, Neotrace, TCPdump og Snort. Einnig verður árásarbúnaður eins og L0pht, Netbus, Sub Seven, Keylogger, Crackog fleiri skoðaðir. Þessi námsbraut er fyrst og fremst fyrir starfandi kerfisstjóra í meðalstórum og stærri fyrirtækjum og stofnunum sem og starfsmenn tölvuþjónustufyrirtækja. Þátttakendur þurfa að hafa amk. 2ja ára starfsreynslu sem kerfisstjórar auk góðrar enskukunnáttu. Hægt er að velja um eftirfarandi tíma: Mánudaga og miðvikudaga, 13:00 - 17:00, byrjar 8. sept. Þriðjudaga og fimmtudaga, 08:30 - 12:30, byrjar 9. sept. Helgarnám, kennt er föstudaga, laugardaga og sunnudaga, aðra hverja helgi, alls 6 helgar, byrjar 19. sept. Námslýsing: Fyrir hverja? Kennslutímar: Leiðbeinendur: Sérfræðikennari á öryggissviði,MCSE:Security, CISSP Sérfræðingur frá áhættuþjónustudeildDeloitte &Touche,MCSE,CCA Linux og IDSsérfræðingur frá Deloitte &Touche,RHCE Löglærður fulltrúi frá efnahagsbrotadeildRíkislögreglustjóra Eldveggjasérfræðingur, CCSA,CCSE Dulkóðunarsérfræðingur Cisco sérfræðingur frá Sensa, CCIE Veiruvarnasérfræðingur frá Friðrik Skúlasyni Opið hús laugardaginn 30. ágúst 13 - 16 BITUR SANNLEIKURINN BIRTUR Forseti Perú, Alejandro Toledo, kynnir skýrslu rannsóknarnefndar um borgarstyrj- öldina sem stóð yfir í Perú 1980 til 2000. Tæplega 70.000 manns létust eða hurfu í átökunum sem eru sögð þau blóðugustu í Rómönsku-Ameríku. NÝR AÐSTOÐARMAÐUR Björn Ingi Hrafnsson, skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna, hefur verið ráðinn nýr aðstoðar- maður Halldórs Ásgrímssonar ut- anríkisráðherra. Björn Ingi starf- aði um árabil við blaðamennsku. ■ Innlent Átök stjórnvalda og uppreisnarmanna í Perú sem stóðu í tvo áratugi kostuðu ríflega tvöfalt fleiri lífið en mannréttindasamtök höfðu áætlað. Her og lögregla landsins eru sökuð um glæpi gegn mannkyninu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.