Fréttablaðið - 30.08.2003, Síða 8
8 30. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
■ Leiðrétting
ENN EITT VÍGIÐ FALLIÐ
„Þannig höfum við sýnt fram á
að það er ekki heitara undir Ís-
landi en annars staðar.“
Dr. Gillian R. Foulger jarðfræðingur,
í Morgunblaðinu 29. ágúst.
Kastar mæðinni
„Fylgið sem Framsóknarflokk-
urinn ávann sér í kosningabar-
áttunni er hrunið af honum.“
Leiðari DV, 29. ágúst.
Einfalt mál
„Mér finnst að
Samkeppnis-
stofnun hljóti
að sinna sínum
verkefnum og
ríkislögreglu-
stjóri sínum.“
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri,
Fréttablaðinu 29. ágúst.
Orðrétt
PEKING, AP „Bandaríkin segjast
ekki hafa ekki í hyggju að ráðast
gegn Norður-Kóreumönnum eða
bola stjórnvöldum þar í landi frá
völdum,“ sagði Wang Yi, aðstoð-
arutanríkisráðherra Kína, að
loknum þriggja daga fundi um
kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu.
Sex ríki tóku þátt í viðræðun-
um sem fram fóru í Peking. Sam-
komulag tókst um að halda við-
ræðunum áfram innan tveggja
mánaða.
Wang Yi segir að fulltrúar
ríkjanna sex séu sammála um
mikilvægi þess að Kóreuskaginn
verði kjarnorkuvopnalaus.
„Þá urðu aðilar ásáttir um að
grípa ekki til neinna aðgerða sem
auka spennuna, svo lengi sem við-
ræður eru í gangi,“ sagði Wang Yi.
Yi segir ríkin sammála um
nauðsyn friðsamlegrar lausnar.
Yfirmaður Alþjóða kjarnorku-
málastofnunarinnar segir að
Norður-Kóreumenn hóti öðrum
þjóðum með kjarnorkuáætlun
sinni og að þeim sé ekki treyst-
andi. Norður-Kóreumenn hafa
hótað að efla kjarnorkuvopnabúr
sitt. Bandaríkjamenn krefjast
þess að Norður-Kóreumenn falli
frá áætlunum sínum.
Yoon Young-kwan, utanríkis-
ráðherra Suður-Kóreu, þingar með
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, í næstu viku um
árangurinn af viðræðunum. ■
Þjófar með línuívilnun
SJÁVARÚTVEGSMÁL „Kjarni málsins
er sá að það er þjófnaður að færa
veiðiheimildir frá einum til ann-
ars með þessum hætti. Ég lærði
þá grundvallarkenningu í gamla
kirkjuskólanum á Ísafirði að
menn eiga ekki að stela,“ segir
Jón Guðbjartsson, útgerðarmaður
togbátsins Gunnbjarnar ÍS 302 í
Bolungarvík, sem hefur risið
gegn þeim áformum ríkisstjórn-
arinnar að bæta hag smábáta-
manna með því að færa þeim
línuívilnun.
Jón hefur gert út bátinn Gunn-
björn, í félagi við son sinn Guð-
bjart Jónsson, í
rúm tíu ár. Hann
segir að á þeim
tíma hafi stöðugt
verið gengið á þá
sem eigi veiðiheimildir í gamla
kvótakerfinu. Þessar millifærslur
stjórnvalda hafi kostað útgerð
hans lauslega reiknað hátt í 100
milljónir króna og útgerðin hafi
engan veginn haft undan að kaupa
kvóta. Jón útgerðarmaður nefnir
sem dæmi að þegar þeir feðgar
keyptu útgerðina árið 1992 hafi
smábátarnir veitt sem nemur níu
þúsund tonnum á ári en nú veiði
þessi floti 45 þúsund tonn.
„Þetta þýðir í einföldu máli að
30 þúsund tonn hafa verið færð frá
einum útgerðarflokki til annars.
Kvóti okkar var þegar best lét rúm
700 tonn á ári og þrátt fyrir að við
höfum keypt eignarkvóta jöfnum
höndum höfum við ekki undan. Nú
er kvóti Gunnbjarnar 480 tonn og
við erum í þeirri stöðu að þurfa
stöðugt að leigja aflaheimildir til
okkar. Þetta er óþolandi mismunun
og þjófnaður. Ég fæ upp í kok þeg-
ar ég sé að fram undan er einhver
stórfundur á Vestfjörðum til þess
að betla meira,“ segir Jón, sem
skrifaði bæjarstjórninni bréf til að
mótmæla því sem hann kallar að
stela af einum til að færa öðrum.
Jón bendir á að nú séu aðeins þrír
bátar af þeirri stærð sem hann
gerir út eftir í Bolungarvík en þeir
hafi verið sextán þegar best lét.
Lögbrot?
Hann segir að nú stefni í að
stjórnarflokkarnir samþykki að
taka upp línuívilnun eins og gert sé
ráð fyrir í stjórnarsáttmála. Það
feli í sér enn einn þjófnaðinn. Það
er gráglettin tilviljun að það er
sveitungi Jóns Guðbjartssonar út-
gerðarmanns, Guðmundur Hall-
dórsson, trillukarl og formaður
Smábátafélagsins Eldingar, sem
fékk tillögu um línuívilnun
samþykkta á landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins. Jón Guðbjartsson segir
að mælirinn sé fyrir löngu fullur.
Alþingismenn Vestfirðinga hafi
gengið erinda smábátaeigenda
varðandi línuívilnun án þess að
hugsa málið til enda. Linnulaus
áróður smábátamanna hafi skilað
sér.
„Þessir menn eru að vaða reyk.
Ef hugmynd Davíðs Oddssonar um
línuívilnun verður troðið í gegn,
munum við enn einu sinni upplifa
þjófnað. Ég bíð raunar spenntur
eftir því að sjá hvort hann gerist
þjófur eins og allir hinir. Þessi að-
ferð, að taka frá okkur til að hygla
öðrum, er alröng og felur í sér lög-
brot. Ef Davíð Oddsson vill færa
einhverjum veiðiheimildir gæti
hann látið ríkissjóð kaupa til dæmis
Síldarvinnsluna á Neskaupstað og
færa atvinnustarfsemina vestur á
firði og bjóða Vestfirðingum að
kaupa. Menn verða að beita heil-
brigðri skynsemi við svona milli-
færslur og forðast að verða þjófar,“
segir hann.
Jón útgerðarmaður segir að ekki
sé nóg með að stjórnvöld dansi í
kringum trillukarla heldur hagi
bæjaryfirvöld í Bolungarvík mál-
flutningi sínum með sama hætti.
Jón hefur því hótað að færa útgerð
sína og „allt sitt hafurtask“ úr bæj-
arfélaginu. „Bæjarstjórnin vinnur
að því öllum árum að taka af einum
til að færa öðrum. Þetta mun ég
ekki þola og þess vegna hef ég
skrifað bæjarstjórninni þar sem ég
lýsi þessum skoðunum mínum. Þeir
beita sér leynt og ljóst gegn því að
útgerðarflokkur sá sem ég tilheyri
lifi ekki af,“ segir Jón og vitnar til
þess að hólf sem voru úti af Vest-
fjörðum innan landhelgi og Gunn-
björn ÍS mátti veiða innan voru af-
numin. Hann segir að það hafi
meðal annars verið fyrir tilstilli
bæjaryfirvalda sem lagst hafi á
sveif með smábátaeigendum og
farið á bak við sig og aðra útgerðar-
menn togskipa.
„Við keyptum bátinn á sínum
tíma með það fyrir augum að veiða
innan þessara hólfa. Niðurstaðan
varð sú að þau voru afnumin. Staða
okkar sem útgerðaraðila innan
þessa sveitarfélags er sífellt að
versna,“ segir hann.
Jón Guðbjartsson segir að sér sé
það gjörsamlega óskiljanlegt hvers
vegna stjórnvöld gangi ítrekað eft-
ir smábátamönnum með þeim hætti
sem raun beri vitni.
„Við erum skornir og skornir. Ég
vil ekki leggja þetta á mig lengur,“
segir Jón.
rt@frettabladid.is
Dauði Díönu prinsessu:
Rannsókn
hrundið
af stað
BRETLAND Ákveðið hefur verið að
hrinda af stað réttarrannsókn á
dauða Díönu prinsessu og Dodi
Al Fayed. Parið lést í bílslysi í
París árið 1997.
Yfirvöld í Frakklandi höfðu
áður rannsakað slysið en þetta er
í fyrsta sinn sem málið er tekið
fyrir í Bretlandi.
Michael Burgess, dánardóm-
stjóri í Surrey, mun stjórna rann-
sókninni sem miðar að því að
varpa ljósi á staðreyndir en ekki
að finna sökudólg. Talsmaður
Mohammeds Al Fayed, föður
Dodis, fagnaði fréttunum. Al
Fayed, sem er eigandi Harrods-
verslunarinnar í London og
knattspyrnufélagsins Fulham,
hefur árum saman krafist frekari
rannsóknar á dauða sonarins og
prinsessunnar. ■
Ífrétt í Fréttablaðinu, 20. júli síð-astliðinn, var fjallað um stef-
gjöld og þar var sagt að 60% þess
gjalds sem fyrirtæki greiða í stef-
gjöld, flytji þau eða spili tónlist
fyrir viðskiptavini sína, fari beint
til útgefanda en ekki til listamann-
anna sjálfra. Hið rétta er að þókn-
un til útgefenda og listflytjenda er
60% álag á stefgjald og þeim 60%
skipta útgefendur og flytjendur
með sér jafnt. Með öðrum orðum,
ef verslun greiðir 16 þúsund til
Stefs og SFH þá er stefgjaldið tíu
þúsund, þóknun til útgefenda þrjú
þúsund og til flytjenda þrjú þús-
und. Beðist er afsökunar á þess-
um rangfærslum.
Jón Guðbjartsson, útgerðarmaður í Bolungarvík, segir útgerð sína hafa tapað hundrað milljón-
um króna vegna kvóta til smábáta. Hann segir bæjaryfirvöld og þingmenn ganga erinda smá-
bátamanna á kostnað annarra útgerðarmanna.
JÓN GUÐBJARTSSON
Lýsir þeim sem standa muni að línuívilnun sem þjófum.
■
„Þetta er
óþolandi
mismunun.“
FÁIR Í FUNDARLOK
Þungstígir ganga fulltrúar sex ríkja burt af fundi um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Kim
Yong Il, aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu, fer þar fremstur í flokki. Viðræðunum var
frestað í gær en samkomulag tókst um að halda þeim áfram innan tveggja mánaða.
Kjarnorkuviðræðum Norður-Kóreu frestað:
Samkomulag um
frekari viðræður
ÁFRAM FLOGIÐ TIL AKUREYRAR
Dönsk samgönguyfirvöld hafa
staðfest áframhaldandi leyfi Air
Greenland til áætlunarflugs milli
Kaupmannahafnar og Akureyrar.
■ Innlent