Fréttablaðið - 30.08.2003, Qupperneq 10
Helgina 23. til 24. ágúst urðu þeir
sem ekki voru þegar í kippnum var-
ir við jarðskjálftakippi í námunda
við Krýsuvík. Jarðskjálftafræðing-
ar sem telja að jarðskjálftar séu
hópdýr spáðu að fleiri skjálftar
mundu fylgja á eftir. Þá hættu
skjálftarnir.
Mánudag 25. ágúst höfðu fleiri
bandarískir hermenn fallið í Írak
síðan Bush forseti tilkynnti að stríð-
inu væri lokið en féllu meðan á
stríðinu stóð.
Þriðjudag 26. ágúst kunngerði
Ingibjörg Sólrún fjölmiðlum fram-
tíðaráform sín, en hún hefur eytt
sumrinu í að hugsa um framtíðina.
Hún vill verða varaformaður Sam-
fylkingarinnar núna í haust en for-
maður árið 2005. En fyrst ætlar hún
til London í skóla til að finna upp
sósíalismann og byggja upp innra
starf flokksins. London er mjög góð-
ur staður til að finna upp stjórn-
málastefnur, og er þess skemmst að
minnast að Karl Marx var svo hepp-
inn að finna upp kommúnismann í
Lundúnum. Menntastofnunin
London School of Economics þar
sem Ingibjörg ætlar að sækja tíma
er mjög virtur skóli. Frægastur
nemenda þaðan er skallapopparinn
Mick Jagger. Við þessi tíðindi sagði
Össur Skarphéðinsson að mjög hefði
slaknað á spennunni í Samfylking-
unni. Hann hlakkar til að mynda
samhent tvíeyki með svilkonu sinni
og starfa náið með henni þangað til
hún gengur milli bols og höfuðs á
honum. Ingibjörg Sólrún tók fram
að þetta væri hugsað í þágu hins al-
menna flokksmanns, enda hljómar
það vel og skynsamlega að blóta nú-
verandi formanni til árs og friðar,
og á örugglega eftir að verða Sam-
fylkingunni til mikillar blessunar.
Miðvikudag 27. var enn einn
fréttamaður á Stöð 2 látinn fjúka.
Sumir álíta að þessar uppsagnir
stafi af því að eigendum stöðvarinn-
ar hafi blöskrað hversu sólgnir
fréttamennirnir voru í að segja
fréttir sem að áliti eigendanna koma
almenningi ekki við, og jafnframt
liður í sparnaðaraðgerðum, því að
greinilega er lítil glóra í því að hafa
fréttamenn á föstum launum við að
þegja yfir fréttum.
Á fimmtudag sögðust 63% lands-
manna telja að Sjálfstæðisflokkur-
inn sé spilltasti stjórnmálaflokkur-
inn. Samkvæmt þessu virðist ónóg
spilling vera öðrum stjórnmála-
flokkum fjötur um fót í kosningum
og munu leiðtogar annarra flokka
nú liggja undir feldi að upphugsa
leiðir til að auka spillingu í flokkum
sínum til að auka fylgið og krefjast
þess meðal annars að fá leyfi til að
skipa hæstaréttardómara. Á sama
tíma gerði Björgólfur Guðmunds-
son bankaeigandi sér glaðan dag í
mat og gleypti Kolkrabbann í heilu
lagi og pantaði flamberuð Eimskip í
eftirrétt.
Föstudag 29. ágúst lá Stóri-
Bjöggi á meltunni, saddur og sæll.
Umhverfisverndarsinnar höfðu –
aldrei þessu vant – ekki uppi mót-
mæli þótt Kolkrabbanum væri út-
rýmt. ■
Það er uppselt á landsleik Ís-lendinga og Þjóðverja í knatt-
spyrnu. Sætin 7.000 sem í boði eru
eftir nýlega stúkubyggingu á
Laugardalsvelli verða fullsetin.
Raunar hefur komið fram að að-
eins 3.000 miðar voru í hefðbund-
inni sölu. Hinum
var dreift til
styrktaraðila eftir
öðrum leiðum.
Forsvarsmenn
Knattspyrnusam-
bands Íslands hafa
séð ástæðu til að ít-
reka óskir um að
hringnum í kring-
um Laugardalsvöll
verði lokað með
stúku. Með glæsi-
legum höfuðstöðv-
um KSÍ sem byggð-
ar yrðu samhliða er
ljóst að kostnaður
verður aldrei undir milljarði
króna. Hefur verið farið fram á
viðræður við ríki og Reykjavíkur-
borg um fjárframlög.
Nýleg stúkubygging með nær
tvöföldun á sætaframboði Laug-
ardalsvallar dugir ekki til á lands-
leikjum vegna nýrra reglna FIFA.
Allir verða að sitja. Þær kröfur
eru nátengdar þeim sem UEFA
hefur sett um stúkubyggingar við
heimavelli knattspyrnuliða sem
vilja vera gjaldgeng í Evrópu-
keppni. Til að mæta þeim er fyrir-
hugað að reisa stúkur um alla
borg að kröfu KSÍ. Náðst hefur
sátt um aðkomu Reykjavíkur-
borgar að flestum þeim fram-
kvæmdum.
Aðeins einu sinni uppselt
En er stúkubygging við Laugar-
dalsvöll forgangsverkefni? Á síð-
astliðnu ári hefur aðeins einu sinni
áður verið uppselt á völlinn. Þegar
Skotar sóttu Íslendinga heim. Á
bikarúrslitaleikjum, leikjum í Evr-
ópukeppni, lokaleikjum Íslands-
mótsins, tónleikum Elton John eða
öðrum viðburðum er fjarri því að
allir miðar seljist. Er það skynsam-
legt markmið að aldrei verði upp-
selt á knattspyrnuleiki?
Áherslan á aðrar stúkubygging-
ar virðist sama marki brennd. Er
verið að taka upp reglur alþjóða-
samtaka sem sniðnar eru að
deildakeppni milljarðaliða? Stór-
liðin AC Milan og Inter Milan eru
ekki stærri en svo að þau deila
með sér heimavelli. Hvað þarf
margar stúkur í Reykjavík?
Íþróttafélög hafa takmarkað fé
og eru borin uppi af sjálfboðaliða-
starfi. Ég er ekki viss um að þau
hundruð foreldra sem taka þátt í
starfi barna sinna eða iðkendurnir
sem fara hús úr húsi og selja sal-
ernispappír, harðfisk og rækjur
hafi verið spurð hvort stúka við
Laugardalsvöll sé mikilvægari en
æfingasvæði og sparkvellir, fag-
legt starf eða félagsaðstaða. Borg-
aryfirvöld þurfa að spyrja sig
sömu spurninga. Fjármunir eru
takmarkaðir. Þeim þarf að verja
skynsamlega. ■
10 30. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Var það ekki Jón Grunnvík-ingur sem lýsti svo þurrlega
efni hinna rómuðu Íslendinga-
sagna? Og þótti sumum ekki
gott; að svo magnaðar sögur um
ástir og örlög og stolt og heiður
og göfugmennsku og glæpi
skyldu redúseraðar niður í svo
fáfengilegan hlut sem eintóm
bændaáflog. En
þegar grannt er
skoðað, hafði Jón
G r u n n v í k i n g u r
þarna rétt fyrir
sér – eins og ævin-
lega!* Var hann
kannski óafvitandi
frumkvöðull í
d íkonströksjon,
sem gengur – eftir
því sem ég hef vit
á – út á að brjóta
alla hluti svo til
mergjar að helst
ekkert stendur
eftir? Alla vega er
ljóst að þegar deil-
ur og átök t.d.
Njálssögu eru rakin til upphafs-
ins, vill rifrildisefnið oft verða
heldur lítilfjörlegt og ætti svo
sem ekki að skipta nokkurn
mann nokkru einasta máli -
nema hina „stoltu“ rifrildisseggi
sjálfa – en í þá tíð og löngum síð-
an hefur spéhræðsla eins og
menn vita verið kölluð „stolt“.
Alþýða manna hefði að minnsta
kosti mátt láta sér fátt um finn-
ast – nema hvað henni var að
vísu oft att á foraðið þegar
„keisararnir“ deildu um skeggið
á sér.
Þetta sífellda vesin
á Skarphéðni
Þessi algildu sannindi Jóns
Grunnvíkings hef ég stundum
haft mér til huggunar þegar
linnulausar fréttir af „svipting-
um á hlutabréfamarkaði“ eru al-
veg að gera mig vitlausan. Því
þótt efni Íslendingasagnanna sé
semsagt oft helst til ómerkilegt,
þá verður því ekki á móti mælt að
þar eru innan um góðar bækur.
Og því má kannski ímynda sér að
einhvers staðar í öllu fréttaflóð-
inu af hlutabréfamarkaðnum séu
geymd frækorn að Íslendinga-
sögum næstu aldanna. En rétt
eins og ég trúi því að óbreyttu
bændafólki á Suðurlandsundir-
lendinu hafi kringum árið 1000
dauðleiðst þetta sífellda vesin á
Skarphéðni Njálssyni eða þrot-
laus rifrildi Gunnars á Hlíðar-
enda við konuna sína – þá verð ég
að segja: Mikið ósköp er þetta
leiðinlegt rétt á meðan það geng-
ur yfir! Og virðist skipta okkur
nákvæmlega engu máli.
Eða hvað ragar það alþýðu
þessa lands hvort Björgólfur á
Eimskipafélagið eða hvort kol-
krabbanum tekst að láta sér vaxa
nýja griparma? Jú, víst eiga all-
nokkrir Íslendingar hlutabréf og
græða svolítið eða tapa eftir því
hvernig kaupin gerast á eyrinni,
en fyrr má nú rota en dauðrota!
Það fer heldur ekki milli mála
að það er ekki hlutabréfaeign al-
mennings sem vekur áhuga
fréttamannanna – heldur bara
hlutabréfaeign Björgólfs, Jóns
Ásgeirs, Benedikts og þeirra
kalla. En er eignarhaldið á t.d.
Eimskipafélaginu virkilega virði
síðu eftir síðu í blöðunum, ótal
Kastljóssþátta og fréttatímar
undirlagðir? Þessarar spurning-
ar spurði loks einhver um daginn
og komu vöfflur á viðmælendur –
jú, stamaði loks einhver, kannski
hefur þetta einhver áhrif á flutn-
ingsgjöld til og frá landinu. En
má þá ekki bara segja frá því
þegar þar að kemur? Ég viður-
kenni að vísu: Það eru þarna
fólgnar fréttir sem kunna að
skipta máli. En þær fréttir snúast
ekki um hvort einn kall frekar en
annar á Eimskipafélagið og það-
an af síður um hugsanleg áhrif á
flutningsgjöld til og frá landinu.
Þær eru náttúrlega pólitískar.
Kvefast Sjálfstæðisflokkur-
inn?
Þótt að allir mínir góðu vinir í
Sjálfstæðisflokknum muni seint
viðurkenna það, þá vitum við nú
samt öll að hreint ekki sísti þátt-
urinn í starfi flokksins undan-
farna áratugi hefur falist í marg-
víslegri hagsmunagæslu fyrir
kolkrabbann. Það er meira að
segja stundum spurning í því efni,
hvor er hænan og hvor er eggið.
Ef kolkrabbinn líður nú undir lok,
verður þá Sjálfstæðisflokkurinn
munaðarlaus? Eða máske barn-
laus? Mun hann fyrirhafnarlítið
taka að sér sama hlutverk fyrir
nýja „eigendur Íslands“ og hann
hefur gegnt fyrir kolkrabbann?
Eða verður hann kannski loksins
að stjórnmálaflokki, frekar en
hagsmunagæslufélagi - verður
hann frjáls og óháður? Eða fer
hann þvert á móti að upplifa til-
gangsleysi tilverunnar - kvefast -
fölna svolítið - eitthvað í þá átt-
ina?
Það eru í raun og veru þau einu
tíðindi sem leitt gætu af þeim
„sviptingum á hlutabréfamark-
aði“ sem efst eru á baugi og
kynnu að skipta fleiri Íslendinga
máli en bara þá kalla og kellíngar
sem nú eru ville vekk að kaupa og
selja hlutabréf. En reyndar:
Björgólfur Guðmundsson stjórn-
arformaður Eimskipafélagsins?
Jú, ég get ekki annað en viður-
kennt: Það er fyndin tilhugsun.
Og vissulega Íslendingasaga þar
á kreiki. Mundi ekki hinn nafn-
lausi höfundur þegar vera sestur
við og farinn að líta kálfana hýru
auga?
*Þetta er meðvituð tilraun til að
fá loksins boð um aðild að leynifé-
laginu Góðvinir Grunnavíkur-Jóns
sem þeir einir fá að ganga í sem
farið hafa opinberlega hlýlegum
orðum um Jón og störf hans. Fjöl-
margir útvarpsþættir mínir um
Jón hafa af einhverjum ástæðum
ekki dugað! ■
Áróðurs-
stríð vegna
hvalveiða
Sigurbjörn Friðriksson skrifar:
Andstæðingum hvalveiða ermjög í mun að sem flestar ljós-
myndir og sérstaklega kvikmyndir
af hvalveiðum birtist í fjölmiðlum,
vegna þess hve mikinn óhug og við-
bjóð þær vekja hjá almenningi.
Hver man ekki eftir myndunum af
kópadrápi á ísnum undan strönd
Kanada – sem voru víst sviðsettar
af andstæðingum seladráps.
Ef öfgasinnuðum grænmetisæt-
um væri leyft að taka kvikmyndir
og ljósmyndir í venjulegu slátur-
húsi til að mótmæla nautgripaslátr-
un væri hægt að vekja viðbjóð á
steikar- og hamborgaraáti. Í Banda-
ríkjunum er einfaldlega ólöglegt að
taka fréttamyndir í almennum slát-
urhúsum. Af sömu ástæðu ætti að
vera ólöglegt að mynda hvala- og
seladráp, til að vernda almenning.
Ég hef sjálfur unnið í sláturhúsi,
þegar ég var 14 ára fyrir 43 árum,
og það var bara eins og hver önnur
vinna. Ef gest bar að garði, gat bor-
ið við að honum þætti nóg um; allt
þetta blóð og lömbin í dauðateygj-
unum eftir rothöggið, skorin á háls
til að hirða blóðið o.s.frv. - og börn
að vinna við þetta.
Hafrannsóknastofnun ætti ekki
að þurfa aðra ástæðu til að banna
töku fréttamynda af hvalveiðum en
mannvernd. ■
ILLUGI
JÖKULSSON
■
skrifar um
hræringar í
viðskiptalífinu.
■ Bréf til blaðsins
■
Þótt að allir
mínir góðu vinir
í Sjálfstæðis-
flokknum muni
seint viður-
kenna það, þá
vitum við nú
samt öll að
hreint ekki sísti
þátturinn í
starfi flokksins
undanfarna
áratugi hefur
falist í margvís-
legri hags-
munagæslu fyr-
ir kolkrabbann.
Um daginnog veginn
„Bændur flugust á“
Eitt eilífðarsmáblóm
ÞRÁINN BERTELSSON
■ hraðspólar fréttir vikunnar.
Karl Marx, Jagger og I. Sólrún
Leiðrétting
Missagt var í viðtali við ÖrnólfÁrnason hér í blaðinu að
átökin í íslenskum fjármálaheimi
hefðu staðið á milli Landsbankans
og SÍS fyrir rúmum tíu árum þeg-
ar Örnólfur skrifaði bók um Kol-
krabbann. Hið rétta er að sjálf-
sögðu að átökin stóðu á milli Kol-
krabbans svonefnda og SÍS.
Landsbankinn var hins vegar við-
skiptabanki SÍS. ■
Skoðun dagsins
DAGUR B. EGGERTSSON
skrifar um kröfur um stærri stúku við
Laugardalsvöll.
FRÁ LAUGARDALSVELLI
„Er stúkubygging við Laugardalsvöll forgangsverkefni? Á síðastliðnu ári hefur aðeins einu
sinni áður verið uppselt á völlinn. Þegar Skotar sóttu Íslendinga heim.“
Stórhugur í
stúkubyggingum
■
Iðkendurnir
sem fara hús
úr húsi og selja
salernispappír,
harðfisk og
rækjur hafa
ekki verið
spurðir hvort
stúka við Laug-
ardalsvöll sé
mikilvægari en
æfingasvæði
og sparkvellir,
faglegt starf
eða félagsað-
staða.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T