Fréttablaðið - 30.08.2003, Side 12

Fréttablaðið - 30.08.2003, Side 12
12 30. ágúst 2003 LAUGARDAGUR CAMERON DIAZ Leikkonan Cameron Diaz er 31 árs í dag. Hún er fædd í San Diego í Californiu. Cameron byrjaði ung að starfa sem fyrir- sæta en 1994 hlaut hún fyrsta hlutverk sitt í kvikmynd en það var í The Mask. Slúður- blöðin segja að Cameron leggi núna lag sitt við poppprinsinn Justin Timberlake. Uppþot á kjötkveðjuhátíð Flytja þurfti rúmlega hundraðlögregluþjóna á sjúkrahús eftir að þeir lentu í átökum á Notting Hill-kjötkveðjuhátíðinni í Lundún- um á þessum degi árið 1976. Flestir lögregluþjónanna voru útskrifaðir af sjúkrahúsinu eftir meðhöndlun lækna en að minnsta kosti tuttugu og sex þurftu að gangast undir frekari skoðun. Um sextíu manns sem tóku þátt í hátíð- inni voru einnig fluttir á sjúkrahús. Talið er að uppþotin hafi brotist út eftir að lögreglan reyndi að handtaka vasaþjóf á svæðinu. Þó nokkur ungmenni reyndu að hjálpa vasaþjófnum og á örfáum mínútum brutust út mikil læti. Meðal annars var ráðist á lögregluna með stein- um og öðrum hlutum. Kveikt var í lögreglubíl með tveimur lögreglu- þjónum innanborðs en þeir náðu að flýja. Að minnsta kosti 60 manns voru handteknir þennan dag. Þetta var annar dagur hátíðar- innar en sá fyrri hafði gengið eins og í sögu. „Við höfðum enga ástæðu til að ætla eitthvað annað í dag,“ sagði einn skipuleggjend- anna. „Þetta átti að snúast um skemmtun og kærleika – ekki of- beldi.“ ■ Bjargaði stúlku frá drukknun Vikan hefur verið mjögskemmtileg og flestir sem ég hef hitt minnast á þetta at- vik,“ segir Einar Örn Bjarna- son, maður vikunnar, sem bjargaði fimm ára gamalli stúlku frá drukknun í Breið- holtslaug um síðustu helgi. „Það var einstök upplifun að verða þess megnugur að bjarga mannslífi,“ segir hann. Einar segist ekki hafa hugsað á meðan björguninni stóð. Hann hafi brugðist við eins og honum hafi verið kennt og viðbrögðin verið alveg ósjálfráð. „Það var ekki fyrr en eftir að barnið var komið til lífs sem ég áttaði mig á hvað hafði gerst og það var yndisleg tilfinning, adrenalínið streymdi um mig allan.“ Einar er alinn upp í Breiðholt- inu frá níu ára aldri en áður bjó hann í Hafnarfirði. Hann er sonur þeirra Sigurlaugar Waage og Samúels Bjarnasonar og er einn fjögurra bræðra. Í Breiðholtinu sótti hann skóla og æfði fótbolta með Leikni. „Fótboltinn átti ekki alveg við mig og ég hætti á ung- lingsárum. Þess í stað eru það tölvurnar sem eiga hug minn allan og ég ætla mér í nám til Kaupmannahafnar í vetur. Ég fer með vini mínum, Páli Lúthers- syni, sem kom að björguninni með mér, og vinkonu okkar.“ Einar reiknar með að næstu fimm árin verði hann við nám í Danmörku en nú sem stendur er hann að vinna á Select í Breið- holti. „Það var ákveðið að ég færi að vinna þar en ég hóf störf í byrjun vikunnar og kann mjög vel við mig.“ Einar hefur gaman af að lesa góðar bækur, hlusta á tónslist og fara í bíó. „Ætli ég sé ekki bara ósköp venjulegur ungur maður. Ég hef gaman af að hitta vini mína og vera til,“ segir Einar Örn, sem brást hárrétt við í starfi sínu um síðustu helgi. ■ 1918 Lenín varð fyrir skotárás. Árás- armaðurinn, Fanya Kaplan, skaut hann tveimur skotum. Lenin lifði árásina af en hún hleypti illu blóði í borgarastyrjöldina. 1982 Yasser Arafat, leiðtogi PLO, var knúinn til að yfirgefa Beirút. Hann flúði yfir til Grikklands. 1983 Fyrsti blökkumaðurinn fór út í geim. Hann hélt út með geim- skutlunni Challenger og dvaldist úti í geimnum í sex daga. 1987 Ben Johnson setti heimsmet í 100 metra hlaupi. Hann hljóp 100 metrana á 9,83 sek. 2001 Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseti, var ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu. Málið var rekið fyrir Stríðsglæpadóm- stólnum í Haag. EINAR ÖRN BJARNASON Hann hyggst sækja nám til Kaupmannahafnar í vetur og reiknar með að verða þar næstu fimm árin. Já, ég er að taka við fjölmiðla-fræðinni í Háskólanum,“ segir Þorfinnur Ómarsson fjölmiðla- maður. „Ég mun stýra deildinni auk þess sem ég fer fyrir hópi sem mun endurskoða námið. Eins og er þá er fjölmiðlafræðin 1 árs framhald ofan á BA-gráðu en við munum skoða hvort þetta ætti frekar að vera mastersnám eða eitthvað slíkt.“ Þorfinnur fór fyrir Kvik- myndasjóði Íslands í áraraðir, eins og frægt er orðið, en nú er hann að fara í þetta nýja starf en það er ekki fullt starf. Þorfinnur mun því áfram sjá um þáttinn Í vikulok á Rás eitt, auk þess sem hann sinnir ýmsum kynningar- málum fyrir fyrirtæki. Þorfinnur segir að hann muni ekki kenna í Háskólanum, í það minnsta ekki á þessari önn, en starfstitill hans er verkefnastjóri Hagnýtrar fjölmiðlunar hjá Há- skóla Íslands, en í ár eru 28 ný- nemar skráðir við deildina og mik- il vinna við að búa þá undir harðan heim fjölmiðlanna: „Þetta eru vissulega ólíkinda- tímar sem við lifum á núna,“ segir Þorfinnur og á við uppsagnir þungavigtarfjölmiðlamanna sem dunið hafa á í fréttum undanfarið. „Það er í raun ótrúlegt þegar reyndustu og bestu fjölmiðlamenn okkar eru látnir fara. Skrýtið að fyrirtæki, jafnt sem ríkið, fari svona með fjárfestinguna sem mannauður vissulega er. Þetta er mjög furðulegt og maður þarf ekki að horfa lengra en til sjónvarps- þáttarins 60 mínútur til að sjá að þetta er ekki nógu sniðugt hjá ís- lenskum fjölmiðlum.“ Þorfinnur segir að samt sé það öllum hollt og gott að breyta aðeins til og byrja í nýju starfi. Hann er því bjartsýnn á framtíðina. Var að fá skrifstofu og fyrsti fundur með nemendum var í gær en nám þeirra hefst formlega á mánudag. ■ ÞORFINNUR ÓMARSSON tekur við fjölmiðlafræðinni í Háskólanum. Tímamót ÞORFINNUR ÓMARSSON ■ fjölmiðlamaður sér ekki lengur um Kvikmyndasjóð og er því búinn að finna sér nýtt starf: Hann tekur nú við fjöl- miðlafræðinni í Háskólanum. Maður vikunnar EINAR ÖRN BJARNASON ■ bjargaði fimm ára gamalli stúlku frá drukknun í Breiðholtslaug um síðustu helgi. „Einstök upplifun að verða þess megnugur að bjarga mannslífi,“ segir hann. Tekur við fjöl- miðlafræðinni Anna Ingibjörg Sigurðardóttir, frá Ísa- firði, Digranesheiði 21, Kópavogi, lést miðvikudaginn 21. ágúst. Sigríður Sveinbjörnsdóttir, Skálholtsvík, lést miðvikudaginn 27. ágúst. Ingibjörg Þórstína Einarsdóttir Rains lést sunnudaginn 17. ágúst. Útförin fór fram fimmtudaginn 21. ágúst í Rockford í Illinois. Birgitta Íris Harðardóttir lést mánudag- inn 25. ágúst. Sigurður R. Ingimundarson, Álfheimum 4, lést miðvikudaginn 27. ágúst. Jóhann E. Óskarsson lést miðvikudag- inn 27. ágúst. Valgerður Sveinsdóttir, frá Ósabakka, Skeiðum, Borgarholtsbraut 24, lést mið- vikudaginn 27. ágúst. ■ Andlát ■ Jarðarfarir ■ Afmæli 13.30 Eiríkur Valdimarsson, frá Norður- garði á Skeiðum, verður jarðsung- inn frá Selfosskirkju. 13.30 Anton Sigurjónsson, Goðabraut 20, Dalvík, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju. 14.00 Guðlaugur Sveinn Sigurðsson, Mánagötu 25, Reyðarfirði, verður jarðsunginn frá Búðareyrarkirkju. 14.00 Hólmfríður Þorleifsdóttir, frá Efra-Firði, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju. 14.00 Kristján Viðar Hafliðason, Ása- heimum, Króksfjarðarnesi, verður jarðsunginn frá Garpdalskirkju. Sigrún Edda Björnsdóttir, leikkona, er 45 ára. Tvíburasysturnar Dalla og Tinna Ólafs- dætur eru 28 ára. ■ Tilkynningar Fréttablaðið býður lesendum að senda inn tilkynningar um dánar- fregnir, jarðarfarir, afmæli eða aðra stórviðburði. Tekið er á móti tilkynningum á tölvupóstfangið: tilkynningar@frettabladid.is. Athugið að upplýsingar þurfa að vera ítarlegar og helst tæmandi. ■ 30. ágúst 1976 UPPÞOT ■ urðu á Notting Hill-kjötkveðjuhátíðinni í Lundúnum. 100 lögreglumenn voru fluttir á sjúkrahús. Í FULLUM SKRÚÐA Fólk klæðir sig upp og skemmtir sér á Notting Hill-kjötkveðjuhátíðinni. ■ Þetta gerðist 30 ágúst FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.