Fréttablaðið - 30.08.2003, Side 13
13LAUGARDAGUR 30. ágúst 2003
fæst nú í Hagkaupum Smáralind
Kynning verður á grillunum og VSOP
lambakjöti í Hagkaup Smáralind í dag
kl. 13.00 - 17.00
heilsugrill
Þegar þú vilt besta fáanlega
lambakjötið, er VSOP merkið
sem þú skalt leita eftir.
Skammstöfunin merkir vöð-
vamikið, sérvalið og prýðis-
gott enda getur einungis
úrvals lambakjöt sem látið er
meyrna við kjöraðstæður
orðið VSOP kjöt.
V • S • O • P
Foreman rotar
keppinautana!
Rafmagnsgrill með hallandi
teflonhúðuðum grillplötum,
þannig að fitan lekur burt.
Hækkanlegt grilllok fyrir
þykkari mat.
Ofan á grillinu er sérstakur
brauðhitari, t.d. fyrir
hamborgara- eða pylsubrauð.
Bakkar fyrir fituvökvann og
plastspaðar fylgja með.
Er mjög fljótt að hitna og
auðvelt að þrífa.
1.
2.
3.
4.
5.
Fitusnauðari matur
með George Foreman
heilsugrillinu
9.490kr
NÝJUNG Á AKUREYRI
Nýstofnuð félagsvísinda- og laga-
deild Háskólans á Akureyri mun í
vetur brydda upp á nýjung í há-
skólanámi þar sem boðið er upp á
aukin tengsl við almenning og
nemendur fá þjónustu og vett-
vang sem ekki hefur verið fyrir
hendi í íslenskum háskóla. Nýj-
ung þessi hefur fengið heitið Lög-
fræðitorg annars vegar og Fé-
lagsvísindatorg hins vegar, en
þetta eru reglubundnir fyrirlestr-
ar opnir almenningi. Fyrirlestrar
Lögfræðitorgs verða á þriðjudög-
um kl. 16.30 og verður Ármann
Snævarr fyrsti fyrirlesari torgs-
ins. Félagsvísindatorg verða á
sama tíma á miðvikudögum og er
það Birgir Guðmundsson, aðjúnkt
við Háskólann á Akureyri, sem
verður fyrsti fyrirlesarinn.
Sjálfboðaliða
vantar
Rauði Kross Íslands auglýsireftir fólki
í sjálfboða-
starf innan
Reykjavíkur-
d e i l d a r .
Kynning á
s t a r f s e m i
sjálfboðaliða
verður á
þriðjudaginn
kl. 20 í Sjálf-
boðamiðstöð Rauða krossins,
Hverfisgötu 105. Sjálfboðaliðar
eru undirstaða starfsemi Rauða
krossins og með 2-4 tíma framlagi
á viku, eða 6-12 tíma framlagi á
mánuði, er hægt að láta virkilega
gott af sér leiða. ■
GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR
Er að undirbúa þingstörfin fyrir komandi
vetur.
??? Hver?
Þingmaður, félagsráðgjafi og fjölmiðla-
fræðingur. Félagsráðgjafagrunnurinn og
reynslan úr því starfi er ómetanleg í því
sem ég er að fást við.
??? Hvar?
Nú er ég heima, var að koma barninu í
skólann, fer síðan á skrifstofuna og læt
hendur standa fram úr ermum.
??? Hvaðan?
Algjört borgarbarn og hef búið á mörg-
um stöðum í henni Reykjavík, en vænst
þykir mér um Ölfusið, en þaðan á ég að
rekja föðurættina mína. Ómetanleg víð-
sýni í þeirri sveit í margföldum skilningi
þess orðs sem haft hefur gríðarleg áhrif
á mig.
??? Hvað?
Er meðal annars að laga til á skrifstof-
unni og ræða við ýmsa aðila. Einnig er
ég að fara yfir og undirbúa mál okkar
Samfylkingarfólks í hinum ýmsu nefnd-
um þingsins og auðvitað eru einhver ný
mál á döfinni – nóg að gera.
??? Hvernig?
Það þarf að ræða við ýmsa aðila, lesa
skýrslur, fara á fundi og ráðstefnur,
skoða og skilgreina. Alltaf á vaktinni.
??? Hvers vegna?
Þetta er nauðsynlegt til þess að koma
vel undirbúin í þau mál sem við viljum
leggja áherslu á á komandi þingvetri.
??? Hvenær?
Þetta verður allt sýnilegt í upphafi þings.
Lykilorðin eru: ábyrg, málefnaleg og
sterk stjórnandstaða Samfylkingarinnar.
Þess vegna er góður undirbúningur
nauðsynlegur.
■ Persónan
NÝGIFT
Ólöf Sara Árnadóttir og Páll Isólfur Óla-
son giftu sig þann 5. júlí í Garðakirkju.
Það var séra Friðrik J. Hjartar sem gaf þau
saman. Með þeim á myndinni er dóttir
þeirra Helena María.
■ Fundir
RAUÐI KROSSINN
Óska eftir sjálfboðalið-
um.
M
YN
D
/R
U
T