Fréttablaðið - 30.08.2003, Qupperneq 18
18 30. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
Þetta skiptist í tvö horn. Annarsvegar eru það sólríkar myndir
af lundum, Geysi og Hallgríms-
kirkju... dæmigerðar túrista-
myndir og svo listrænar myndir
eftir lúnkna ljósmyndara á borð
við RAX,“ segir Óttarr Proppé,
verslunarstjóri Máls og menning-
ar við Laugaveginn.
Það er gömul saga og ný að
ímynd Íslands – hvaða augum út-
lendingar líta landið – er oft á
skjön við það sem Íslendingar
ætla. Hér er vísbending. Frétta-
blaðið skoðaði hver eru vinsæl-
ustu póstkortin. Hvaða kort velja
þeir sem hingað leggja leið sína
og senda vinum og aðstandend-
um? Ætla má að þeir séu einmitt
sérlegir áhugamenn um land og
þjóð og hvaða kort þeir velja til að
senda sínum nánustu hafi því
nokkuð um ímynd landsins að
segja.
Óttarr upplýsir að Mál og
menning selji upp undir 50 þús-
und kort árlega og telur einsýnt
að gera verði ítarlega úttekt á því
hvaða kort það eru sem seljast því
þau segi vissulega sína söguna.
Taka þurfi með í reikninginn að
viðskiptavinir M&m eru einkum
helgartúristar og ætla megi að
sölustaðir víða um land selji stað-
bundnari myndir. „Þeir í Eden í
Hveragerði eru líklega stærstir á
þessu sviði og ég ímynda mér að
þar seljist öðruvísi póstkort en
hér.“
Starfsfólk M&m ætlar að hlut-
fall þeirra sem kaupa póstkort sé
90 prósent útlendingar á móti 10
prósentum Íslendinga. Erfitt er að
glöggva sig á samsetningu ferða-
mannanna, en einkum eru nefndir
til sögunnar Frakkar, Englendingar
og Þjóðverjar. Svo koma skemmti-
ferðaskip sem breyta miklu í þessu
sambandi. Óttarr, sem hefur
lengi velt fyrir sér póstkorta-
markaðnum, enda var hann fyr-
irsæta á frægum jólakortum
sem Smekkleysa framleiddi,
bendir á að líklega kaupi ferða-
menn ekki síður póstkort fyrir
sjálfa sig sem einhvers konar
‘mementó’ fremur en að ætla
þau í póstinn. „Varðandi minn
persónulega frama á þessu
sviði má segja að Smekkleysu-
kortin hafi liðið fyrir að dæmið
var ekki hugsað til enda. Það var
svo gaman að gera kortin að það
gleymdist að hugsa fyrir því
hvernig ætti að selja þau. Dæmi-
gert Smekkleysumentalítet. Fram-
leiðendur póstkorta eru ekki nema
í kringum fimm, sem helgast af því
að menn verða að fara í þetta af
heilum hug og fylgja framleiðsl-
unni eftir, meðal annars sjá til þess
að standar séu fyrir hendi til að
setja kortin í.“
jakob@frettabladid.is
Hvaða ímynd hefur Ísland í hugum útlendinga?
Það er sígild spurning. Ein góð vísbending er hvaða
póstkort útlendingar kaupa hér á landi. Svo virðist sem
Gljúfrabúinn við Kárahnjúka njóti mestra vinsælda,
sem og lundinn:
Með kveðju
frá Íslandi
ÓTTARR PROPPÉ
Mál og menning er með stærri smásöluaðilum og selur upp undir 50 þúsund póstkort ár-
lega. Kortin gefa ákveðna vísbendingu um hvaða augum ferðamenn líta land og þjóð.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
TÚRISTAR HUGA AÐ PÓSTKORTUM
Öfugt við það sem ætla mætti er sennilega algengara að ferðamenn
kaupi póstkort fyrir sig sjálfa sem eins konar ‘mementó’ fremur en
ætla þau í póstkassann.
HALLGRÍMSKIRKJA
Þessi
mynd er nokkuð lýsan
di.
Ferðamenn kaupa jafn
an
kort sem eru staðbund
in,
lýsa því sem fyrir augu
ferðamannsins ber. Vvæ
ri
bókabúð Máls og men
n-
ingar við til dæmis Det
ti-
foss, þá væri mynd af h
on-
um líklega ofarlega á l
ista.
Ljósmynd Kristján Mag
nússon
og útgefandi er Laxako
rt hf.
GLJÚFRABÚINN
Þetta kort trónir á toppnum en það er úr vinsælliljósmyndaseríu RAX þar sem þessi snjalli ljósmynd-ari beinir linsuopinu að landinu sem mun fara undirvatn þegar lónið við Kárahnjúkavirkjun fer að fyllast.Útgefandi Laxakort hf.
LUNDINN VINSÆLIStarfsfólk valdi þetta kort úrnokkru úrvali lundamynda enþessi fótógeníski fugl er sívin-sæll. Að sögn Óttarrs má segjaað samanlagt séu lundakortin íefsta sætinu en dreifingin veldurþví að lundinn situr í fjórða sæti.Ljósmynd Freysteinn G. Jónsson og út-gefandi er Súla.
NOKKRIR ÁNINGASTAÐ
IR TÚRISTA Þetta
póstkort er í öðru sæti á li
sta M&m; kombó ljós-
mynda af þekktum ferðam
annastöðum með yf-
irlitmynd af Íslandi í miðju
. Bláa lónið, Jökulsár-
lón, Strokkur og Norðurljó
s sem Pálmi Guð-
mundsson myndaði. Útgefa
ndi er Demants-Kort.
BEÐIÐ
EFTI
R VOR
INU
Þessi
mynd
er efti
r RAX.
Óttar
r segir
ekki ó
algeng
t að fó
lk kau
pi fjöld
a
korta
úr söm
u seríu
nni til
eigna
r frem
-
ur en
að það
ætli s
ér að
nota þ
au í
póst. Þ
etta ko
rt er d
æmige
rt fyrir
þá
tilhnei
gingu
kaupe
nda.
Útgefa
ndi La
xakort
hf.
GOS Land íss og elda. Hér eru nokkr-
ar myndir af þekktum eldgosum:
Hekla 1970, Heimaey 1973, Krafla
1980 og Surtsey 1965. Ljósmyndir
Rafn Hafnfjörð og útgefandi þessa
korts er Litbrá hf.
1
23
4
5 6