Fréttablaðið - 30.08.2003, Page 20

Fréttablaðið - 30.08.2003, Page 20
20 30. ágúst 2003 LAUGARDAGUR VIÐTAL „Þetta er saga af dreng sem reynir að bæta samband sitt við móður sína og berst meðal annars um athygli hennar við sambýlis- mann hennar og reynir að komast upp á milli þeirra,“ segir breski leikstjórinn Ken Loach um mynd sína Sweet Sixteen, sem var opn- unarmynd Breskra bíódaga í Há- skólabíói sem byrjuðu í gær. „Það sem heillaði mig við þessa sögu eru flóknu fjölskyldusam- böndin í henni, til dæmis milli sonar og móður og bestu vina. Bakgrunnur sögunnar er svo at- vinnuleysi og kröpp kjör Glas- gowbúa en það eru fyrst og fremst djúpstæð tengslin milli persónanna sem höfðuðu til mín.“ Sweet Sixteen segir frá Liam, sem býr í Glasgow. Móðir hans situr í fangelsi fyrir glæp sem sambýlismaður hennar framdi en Liam á von á því að hún losni fyr- ir 16 ára afmælið hans. Hann þrá- ir eðlilegt fjölskyldulíf en til þess að sá draumur megi rætast þarf hann að losa móður sína undan valdi sambýlismannsins, sem er dópsali, og afa síns sem er óttaleg- ur ruddi. Liam ákveður því að koma sér upp húsnæði þar sem hann getur búið með móður sinni í friði fyrir skúrkunum en fjáröfl- unartilraunir hans eiga eftir að koma honum í klandur. Einstefna frá Bandaríkjunum Loach er einn virtasti kvik- myndaleikstjóri Evrópu en því er þó eins farið með hann og fleiri aðra listamenn sem fara sínar eig- in leiðir að hann er ekki spámaður í eigin föðurlandi og myndir hans falla jafnan Frökkum, Ítölum og Þjóðverjum betur í geð en löndum hans. Loach lætur þessa stað- reynd þó ekki raska ró sinni og heldur ótrauður sínu striki. „Það er ríkari hefð fyrir fjölbreyttum kvikmyndum í þessum löndum og fólk hefur vanist því að horfa á myndir sem taka á erfiðum mál- um.“ Loach þykir dæmigerður sjálf- stæður leikstjóri og nýtur mikillar virðingar sem slíkur enda hefur hann engan áhuga á því að gera kvikmyndir fyrir dollara og eiga um leið frelsisskerðingu yfir höfði sér. „Ég hef einu sinni gert mynd í Bandaríkjunum en það var þó ekki fyrir ameríska kvikmynda- iðnaðinn heldur var myndin fjár- mögnuð í Evrópu“, segir Loach um Bread and Roses, sem fjallar um mexíkóskar systur sem berj- ast fyrir bættum kjörum þvotta- kvenna í Los Angeles. „Myndin var ódýr á amerískan mælikvarða en það breytti því ekki að það var mikið mál að fjármagna hana. Við gerðum tilraunir til þess í Banda- ríkjunum en þar voru menn með skoðanir á öllu og vildu til dæmis ráða því hvaða leikarar yrðu not- aðir og svo framvegis. Mér fannst forvitnilegt að kvikmynda í Los Angeles og lagði áherslu á að sýna þá hlið borgarinnar sem sést sjaldan og einbeita mér að kröpp- um kjörum innflytjendanna. Hug- myndaleysi og skortur á frum- leika hefur verið vandamál í bandarískri kvikmyndagerð eins lengi og ég man eftir mér. Eini áhugi Bandaríkjamanna á um- heiminum, hvað kvikmyndir varð- ar, felst í því að þeir vilja hagnast á okkur og dæla framleiðslu sinni yfir okkur. Það er ekki hægt að tala um neitt samstarf eða félags- skap, þetta er alger einstefna.“ Vinur litla mannsins Ken Loach er 67 ára gamall, fæddur þann 17. júní 1936 og Ís- lendingar hljóta því að freistast til þess að álykta að val hans á við- fangsefnum sé í einhverju sam- hengi við fæðingardaginn en bar- átta fyrir frelsi, verkföll og mót- mæli ásamt ríkri smælingjasamúð eru stef sem aðdáendur leikstjór- ans kannast vel við úr myndum á borð við Bread and Roses, Land and Freedom og Carla’s Song. Hann gerði sína fyrstu kvik- mynd, Poor Cow, árið 1967. Hann hitti svo beint í mark tveimur árum síðar með Kes en hún er í 7. sæti yfir 100 bestu bresku kvik- myndirnar að mati sérfræðinga Bresku kvikmyndastofnunninar (BFI). Hann festi sig síðan í sessi með Gamekeeper og Looks and Smiles frá árunum 1980 og 1981 og mynd- ir hans á tíunda áratugnum, Hidden Agenda (1990), Riff Raff (1990), Raining Stones (1993), Land and Freedom (1995) og My Name Is Joe (1998), sópuðu að sér hinum ýmsu verðlaunum og tóku af allan vafa á því að hann er í hópi athyglisverðustu kvik- myndagerðarmanna Evrópu. Myndirnar Bread and Roses (2000) og The Navigators (2001) hafa haldið nafni hans á lofti und- anfarið en Bread and Roses var sýnd á Íslandi á Kvikmyndahátíð í Reykjavík í nóvember árið 2001. Sweet Sixteen hefur svo aukið hróður Loach enn frekar. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum og keppti til dæmis um Gullpálmann í Cannes og þar var handritshöfundurinn, Paul Laver- ty, verðlaunaður fyrir handrit myndarinnar. Þá hefur Sweet Sixteen fengið góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda í Bandaríkjunum. Frá Glasgow til Nicelands Loach kveðst hæstánægður með frammistöðu Martins Compstons í hlutverki Liams í Sweet Sixteen. Hann hafði leitað lengi að manni í hlutverkið áður en hann datt niður á Compston, sem var þá 17 ára og hafði nánast enga reynslu af kvikmyndaleik, en hann lítur ekki á sig sem leik- ara heldur knattspyrnumann. Það er þó allt útlit fyrir að leik- ferillinn verði ofan á hjá drengn- um en hann hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn í Sweet Sixteen og var meðal annars tilnefndur sem besti leikarinn á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og val- inn besti nýliðinn á British Independent Film Awards. Compston er þessa dagana í Berlín ásamt Friðriki Þór Friðrikssyni en hann fer með hlutverk í Niceland, næstu mynd leikstjórans. Loach segist aðspurður ekki hafa séð neina mynda Friðriks. „Við höfum því miður ekki feng- ið að sjá margar íslenskar mynd- ir í Bretlandi en það rætist von- andi úr því. Það er öruggt að ég mun sjá þessa mynd.“ Loach er á kafi í klippingum á næstu mynd sinni og telur ekki tímabært að segja of mikið frá henni. „Það er svo langt í land en handrit þessarar myndar er eftir Paul Laverty eins og Sweet Sixteen. Þessi mynd gerist líka í Glasgow á svipuðum slóðum og Sweet Sixteen,“ segir Ken Loach að lokum, en hann hefur í nógu að snúast og sá sér ekki fært að koma til Íslands að þessu sinni til að fylgja eftir mynd sinni. thorarinn@frettabladid.is KEN LOACH OG MARTIN COMPSTON Loach leitaði lengi að rétta manninum til að leika Liam þar til hann datt niður á hinn unga og óreynda Compston. Drengurinn hefur fengið frábæra dóma fyrir leik sinn í Sweet Sixteen og vinnur um þessar mundir með Friðriki Þór Friðrikssyni við gerð myndarinnar Niceland. MARTIN COMPSTON Fer á kostum í hlutverki Liams í Sweet Sixteen eftir Ken Loach. Leikstjórinn fylgist með framhaldinu hjá drengnum og er ákveðin í að sjá hann í Niceland eftir Friðrik Þór Friðriksson. Einn á móti öllum Breski leikstjórinn Ken Loach er einn virtasti kvikmyndagerðarmaður Evrópu. Mynd hans Sweet Sixteen var opnunar- mynd Breskra kvikmyndadaga sem byrjuðu í gær. Þar segir frá 16 ára dreng sem berst einn gegn ofurefli til að skapa sér og móður sinni betra líf. Sjálfur er Loach þekktur fyrir að fara eigin leiðir og vill fá að vinna starf sitt í friði fyrir peningaöflum. HELSTU MYNDIR KEN LOACH: Sweet Sixteen 2002 The Navigators 2001 Bread and Roses 2000 My Name Is Joe 1998 Carla’s Song 1996 Land and Freedom 1995 Raining Stones 1993 Riff-Raff 1990 Hidden Agenda 1990 Looks and Smiles 1981 The Gamekeeper 1980 Kes 1969 Hugmyndaleysi og skortur á frumleika hefur verið vandamál í bandarískri kvikmyndagerð eins lengi og ég man eftir mér. Eini áhugi Bandaríkja- manna á umheiminum, hvað kvikmyndir varðar, felst í því að þeir vilja hagnast á okkur og dæla framleiðslu sinni yfir okkur. ,, Við höfum því miður ekki fengið að sjá margar íslenskar myndir í Bretlandi en það rætist vonandi úr því. ,,

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.