Fréttablaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 21
Það er af svo mörgu að taka aðþað er erfitt að gera upp á milli“, segir lögfræðingurinn og pólfarinn Haraldur Örn Ólafsson þegar hann er inntur eftir því hvort hann eigi sér einhvern draumaáfangastað til að heim- sækja. Haraldur Örn hefur nefni- lega síður en svo séð nóg af heim- inum þó hann hafi endasenst heimshornanna á milli og klifið flest þau fjöll sem hafa orðið á vegi hans. „Ég fæ þessa spurningu nú ansi oft og það eina neikvæða sem ég sé við að svara henni núna er að þá fer fólk endalaust að spyrja mig hvenær ég ætli að leggja af stað. En ég gæti vel hugsað mér að fara til Nýja Sjálands þó ég sé ekkert endilega á leiðinni þangað alveg á næstunni.“ Haraldur segist ekkert endilega vera með neinn fjallaleiðangur í huga enda geti hann vel hugsað sér að heimsækja landið heim sem al- mennur ferðamaður. „Náttúran þarna er stórbrotin og maður myndi nú örugglega ganga eitt- hvað um í henni. Það þarf ekkert endilega að þýða fjall- göngu. Það eru nú samt mjög spennandi fjöll þarna sem gaman væri að klífa ef maður hefði tíma. Þetta er mjög fjar- lægt og ég hugsa að maður myndi nú tengja þetta Ástralíuferð þeg- ar þar að kemur. Það er helst syðri eyjan sem ég er að hugsa um, þó ég sé ekki búinn að kynna mér þetta í smáatrið- um.“ Hann hefur lesið og heyrt margt um Nýja Sjáland í gegn- um tíðina. „Ég var svo með Nýsjálendingum á Everest í fyrra, mjög skemmtilegt fólk og þau sögðu mér margt um landið og gerðu það endanlega af verkum að ég ákvað að heimsækja það einhvern daginn. Hvenær sem það verður að veruleika.“ LAUGARDAGUR 30. ágúst 2003 21 Verðsprengja Gildir á meðan birgðir endast. Fæst eingöngu í Hagkaupum Smáralind • Intel Pentium M 1.3 GHz • 512 MB DDR vinnsluminni • 30 GB Harður Diskur • 15” TFT XGA Skjár • Intel Graphics 64MB TV-Out • DVD drif / CD-skrifari • Intel PRO 2100 þráðlaust netkort • Innbyggt 10/100 Netkort • Innbyggt 56 Kbs módem • Infrared • Firewire • 2 x USB • Windows XP Pro • 2 ára ábyrgð Verð kr: 154.999 Verð kr: 124.999 Acer TravelMate 290LCi • Intel Celeron 2.0 GHz • 256mb DDR vinnsluminni • 20 GB Harður Diskur • 14” TFT XGA Skjár • TV-Out • DVD drif / CD-Skrifari • Innbyggt 10/100 Netkort • Innbyggt 56 Kbs módem • Disklingadrif • Firewire. • 2 x USB. • PS/2 • Infrared • 2 ára ábyrgð Verð kr: 94.999 Clevo Notebook 270S Acer Aspire 1315LC • AMD Athlon XP 2500+ • 256 MB DDR vinnsluminni • 40 GB Harður Diskur • 15” TFT XGA Skjár • S3 ProSavage TV-Out 32MB • DVD drif / CD-skrifari • Innbyggt 10/100 Netkort • Innbyggt 56 Kbs módem • Disklingadrif • Firewire • 2 x USB • Windows XP Home • 2 ára ábyrgð í Hagkaupum Smáralind RAFBÓK Hewlett Packard hefur þróað nýja kynslóð rafbóka. Textanum er hlaðið inn á þær með venjulegu UBS-tengi, en það sem kemur helst í veg fyrir fjöldaframleiðslu nú þegar fólk þreytist fljótt á að lesa af skján- um, en um leið og það vandamál hefur verið leyst telja sérfræðingar HP sig geta gert rafbókina enn þynnri og öflugri og sjá ekkert því til fyrirstöðu að hefja fjölda- framleiðslu. Rafrænn lestur: Bók án blaðsíðna Snillingarnir í þróunardeildHewlett Packard hafa sett saman frumeintak rafbókar sem getur geymt heilt bókasafn í tæki sem er litlu stærra en pappírskilja. Rafbókin er um það bil einn sentimetri á þykkt og er aðeins meiri um sig en venjuleg lófatölva. Hönnuðir bókarinnar lögðu mikið upp úr því að halda þeim eiginleikum hefðbundnu bókar- innar sem fólk kann að meta og skjárinn er því aðalmálið en á honum eru snertifletir sem gera notandanum kleift að „fletta“ í gegnum bókina. „Við einblíndum á bókina sem upplýsingamiðil, en fólk hefur notað bókina svo lengi í þeim til- gangi og kann því vel við til- hugsunina um að geta flett í gegnum eitthvað“, segir Huw Robson hjá HP og til þess að fullnægja flettiþörfinni komu hann og félagar hans öflugri töflu fyrir inni í rafbókinni og líkir eftir blaðaflettingu á skján- um þegar notandinn flytur sig yfir á næstu síðu. Lesandinn „flettir“ einfaldlega með því að strjúka snertiflötinn og hraði fingrahreyfingarinnar ræður því hvort hann fari í gegnum bókina á eðlilegum hraða eða blaði hreinlega í henni. Þá er vitaskuld hægt að setja bóka- merki á ákveðnar síður og raf- rænn fingur gerir lesandanum kleift að hlaupa yfir heilu kafl- ana. Það verður einnig hægt að lesa breiðsíður dagblaða í raf- bókinni en lesandinn skannar þá blaðið og þegar hann rekst á eitthvað áhugavert notar hann snertifletina til að stækka við- komandi grein. ■ Haraldur Örn Ólafsson hefur áhuga á að skoða Nýja Sjáland: Fjarlægt og heillandi fjallaland ■ TÆKNIUNDRIÐ ■ NÆSTA STOPP HARALDUR ÖRN ÓLAFSSON gæti vel hugsað sér að fara til Nýja Sjá- lands sem almennurferðamaður og ganga um í stórbrotinni náttúrunni. Útilokar þó ekki fjallgöngu ef spennandi fjall yrði á vegi hans. NÝJA SJÁLAND Er frekar afskekkt í Suður- Kyrrahafi í um 1700 km fjar- lægð frá Ástralíu. Landið er í eyjaklasi með tveimur stórum eyjum, Norður- og Suðurey.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.