Fréttablaðið - 30.08.2003, Síða 22

Fréttablaðið - 30.08.2003, Síða 22
22 30. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Í fornbókaversluninni Bókavörð-unni á Vesturgötu hefur undan- farið verið til sölu nokkur fjöldi rita sem gefin voru út af leiðtogum og fræðimönnum Hitlerstímans á dög- um Þriðja ríkisins í Þýskalandi, þar á meðal eftir Hitler, Göbbels og Rosenberg. Bækurnar koma flestar úr dánarbúi manns sem á sínum tíma var hallur undir foringjann. Skemmst er frá því að segja að ritin hafa rokið út. Ástæðan þarf þó ekki endilega að vera sú að kaup- endur séu hallir undir nasisma, þótt ekki sé hægt að útiloka það. Bæk- urnar hafa ýmislegt gildi. „Þessar bækur hafa sagnfræðilegt gildi og margir leita að þeim í fræðilegu forvitnisskyni,“ segir Bragi Krist- jónsson, eigandi Bókavörðunnar. „Það finnast búðir sem sérhæfa sig í sölu svona rita en fínni búðir á meginlandinu vilja ekki hafa þau uppi heldur geyma ofan í skúffum ef um þau skyldi vera spurt.“ Bragi segist oft hafa fengið tugi og hundruð bóka úr eigu einstak- linga á Íslandi sem voru nasistar á sínum tíma: „Ég man eftir að hafa fengið töluvert magn frá einum heiðursmanni sem nú er löngu lát- inn. Þegar Hitler fór í stríðið setti þessi maður upp hvítan trefil og sagðist ekki myndu taka hann ofan fyrr en Hitler væri búinn að vinna stríðið. Og hann gekk með þennan hvíta trefil til æviloka.“ ■ NASISTABÆKUR Gamlar bækur eftir leiðtoga og fræði- menn Þriðja ríkisins eru til sölu í Bóka- vörðunni. Greinilegt er að einhverjir hafa áhuga á nasistafræðunum, því bækurnar rjúka út eins og heitar lummur. Leiðtogar og fræðimenn Þriðja ríkisins voru iðnir við skriftir. Bækur eftir þá eru til sölu í Bókavörðunni um þessar mundir og njóta mikilla vinsælda: Eftirsótt nasistarit Það finnast búðir sem sérhæfa sig í sölu svona rita en fínni búðir á meginlandinu vilja ekki hafa þau uppi heldur geyma ofan í skúffum ef um þau skyldi vera spurt. ,, A WILD SHEEP CHASE eftir Haruki Murakami Meðal þeirra höfunda sem koma á bókmenntahátíð í sept- ember er Haruki Murakami en bækur hans njóta gríðarlegra vin- sælda víða um heim. Murakami er einn hugmyndaríkasti höfund- ur samtímans og aðdáendur hans eru þegar farnir að orða hann við Nóbelinn. Ein besta bók hans er A Wild Sheep Chase sem er sam- bland af gamansögu, sakamála- sögu og ævintýrasögu. Bók sem kemur lesandanum sífellt á óvart. ■ Bók vikunnar ■ Bókatíðindi METSÖLULISTI EYMUNDSSONAR Allar bækur 1. Dönsk-íslensk/íslensk-dönsk orða- bók. 2. Ensk-íslensk/íslensk-ensk orðabók 3. Korku saga. Vilborg Davíðsdóttir 4. Brennu-Njáls saga m. skýringum 5. Óvinafagnaður. Einar Kárason 6. Egils saga m. skýringum 7. Dönsk-íslensk skólaorðabók 8. Þýsk-íslensk/íslensk-þýsk orðabók 9. Sjálfstætt fólk. Halldór Laxness 10. Eddukvæði Skáldverk 1. Korku saga. Vilborg Davíðsdóttir 2. Brennu-Njáls saga m. skýringum 3. Óvinafagnaður. Einar Kárason 4. Egils saga m. skýringum 5. Sjálfstætt fólk. Halldór Laxness 6. Eddukvæði 7. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 8. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 9. Kaldaljós. Vigdís Grímsdóttir 10. Röddin. Arnaldur Indriðason METSÖLULISTI BÓKABÚÐA EYMUNDSSONAR 20. - 26. ÁGÚST TILNEFNINGAR TIL BOOKER Á dögunum var tilkynnt um til- nefningar til Booker-verðlaunan- anna. Tuttugu og þrjár bækur eru á listanum og í september verða sex af þeim valdar til að keppa um verðlaunin. Það vekur athygli að á meðal þeirra bóka sem eru tilnefndar er nýjasta skáldsaga Martin Amis, Yellow Dog en höf- undurinn hafði verið harðlega gagnrýndur fyrir að senda frá sér bók sem þætti ekki boðleg. Meðal annarra þekktra höfunda sem fengu tilnefningu má nefna Margaret Atwood, Melvyn Bragg og J.M. Coetzee. Þetta verða mikil skáldsagnajólog fríður flokkur höfunda send- ir frá sér metnaðarfullar sögur,“ segir Páll Valsson, útgáfustjóri Máls og menningar. „Hallgrímur Helgason, sem fékk Íslensku bók- menntaverðlaunin fyrir Höfund Ís- lands, mun sýna á sér nýja hlið í bók sem heitir Herra Alheimur. Guð situr á plánetu sinni í miðju al- heimsins og virðir fyrir sér sín 714 mannkyn þegar hann fær þær fréttir að mannkyninu á plánetunni Jörð hafi tekist að klóna sjálft sig. Þetta er sem sé bráðfjörug vísinda- skáldsaga með tilvistarlegum und- irtóni.“ Titillinn á nýrri skáldsögu Gerð- ar Kristnýjar vísar einnig í Drottin en hún ber heitið Heima hjá Guði og er sögð vera spennandi fjöl- skyldusaga um óheilindi og svik úr Reykjavík nútímans þar sem blaða- kona er í aðalhlutverki. Einar Kárason verður með mikla bók sem heitir Stormur. Heit- ið er dregið af aðalpersónunni Ey- vindi Jónssyni Stormi. Sagan gerist í nútímanum og sögusviðið er aðal- lega Ísland og Danmörk. „Þetta er skemmtileg og grípandi saga sem á eftir að vekja mikla athygli og um- tal,“ segir Páll. „Frásögnin er marg- radda en hin skrautlega aðalper- sóna Eyvindur Jónsson Stormur er hryggjarstykki verksins með nokk- uð svipuðum hætti og Þórður kakali var í Óvinafagnaði.“ Síðasta skáldsaga Guðmundar Andra Thorssonar var Íslandsförin sem kom út 1996. Nú sendir hann frá sér nýja skáldsögu sem beðið hefur verið með óþreyju. Hún nefn- ist Náðarkraftur og fjallar um „síð- ustu sósíalistana“, þá kynslóð sem bar uppi vinstri hreyfinguna í land- inu en stendur frammi fyrir nýrri heimsmynd og þarf að endurskoða eitt og annað. „Metnaðarfull og merkileg skáldsaga,“ segir Páll. Hinn margverðlaunaði Gyrðir Elíasson sendir frá sér skáldsöguna Hótelsumar. Aðalpersónan er ný- fráskilinn maður sem fer heim í þorp bernsku sinnar og dvelst þar á hóteli í eitt sumar til að leita rót- anna og finna sjálfan sig að nýju. Páll segir þetta magnaða sögu Klassíkerar og kiljur Af þýðingum sem koma út fyrir jólin ber hæst klassíker í nútíma- skáldsögum sem er Miðnæturbörn eftir Salman Rushdie í þýðingu Árna Óskarssonar. Bókin fékk á sínum tíma Booker-verðlaunin og var auk þess í fyrra kosin besta Booker-verðlaunabók aldarinnar. Einnig kemur út verðlaunasagan Hálfbróðirinn eftir Lars Saabye Christensen sem fékk Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs. Bókin hefur verið á mikilli sigurför um heiminn að undanförnu og fengið frábæra dóma. Fyrr á árinu gaf Mál og menning út miðaldaklassík, Kantaraborgarsögur eftir Chaucer. Mál og menning gefur fjölmarg- ar sögur út í kilju. Meðal kilja sem koma út fyrir jól má nefna Bóksal- ann í Kabúl eftir Åsne Seierstad, norska blaðakonu sem dvaldi í Afganistan í hálft ár og skrifar um þá reynslu sína. „Þessi bók hefur vakið gríðarlega athygli og við- brögð, henni tekst að draga þar upp mjög athyglisverða mynd af hvers- dagslífinu í Kabúl,“ segir Páll. Önnur bók sem kemur beint út í kilju er eftir Nicholas Shakespeare, niðja þess gamla. Bókin heitir Dansarinn á efri hæðinni og er vönduð spennusaga. Shakespeare kemur á bókmenntahátíð eins og Arto Paasilinna sem margir þekkja af Ári hérans en nú kemur út eftir hann í kilju bók sem heitir Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð og er ein af hans frægari sögum. Ævisögur og aðrar bækur Í ævisagnageiranum ber hæst seinna bindi Guðjóns Friðrikssonar um Jón Sigurðsson. Gísli Pálsson mannfræðiprófessor sendir frá sér bók um ævi Vilhjálms Stefánssonar sem ber heitið Frægð og firnindi og byggir á ítarlegri rannsókn á ýms- um áður ókunnum heimildum. Páll segir þetta vera vandaða, athyglis- verða og spennandi ævisögu. Einnig kemur út ævisaga Magnús- ar Magnússonar sjónvarpsmanns eftir Sally Magnusson, dóttur hans. Þorgerður og kórarnir er heitið á listrænni ævisögu Þorgerðar Ing- ólfsdóttur, sem gefin verður út í til- efni af sextugsafmæli hennar. Og bókaútgáfan Þjóðsaga, sem Páll er útgáfustjóri fyrir, mun gefa út eina bók í ár sem er Einræður Steinólfs í Fagradal, þar sem sá frægi bóndi fer yfir lífshlaup sitt. Þarna er sögð vera á ferð skemmtileg ævisaga á sviði þjóðlegra fræða. Af bókum af öðru tagi má nefna Sagnalist, íslenska stílfræði II sem fjallar um sagnastíl frá 1850-1970 eftir Þorleif Hauksson, Heim spendýranna eftir David Attenborough, Veldu þér flugu, vinur minn - veiðisagnabók eftir Pétur Steingrímsson og svo Islam og Vesturlönd eftir Magnús Þor- kel Bernharðsson. kolla@frettabladid.is GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Skrifar um síðustu sósíalistana. Fjöldi athyglisverðra bóka kemur út hjá Máli og menningu fyrir þessi jól: Metnaðar- fullar sögur HALLGRÍMUR HELGASON Sendir frá sér bráðfjöruga vísindaskáldsögu. EINAR KÁRASON Því er spáð að nýja bókin hans eigi eftir að vekja umtal. Ég er núna að lesa mjög áhuga-verða bók sem ætti að vera skyldulesning stjórnmálamanna,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir alþingiskona. „Þetta er met- sölubók Michaels Moores, Stupid White Men. Hann er mjög gagn- rýninn á stjórnarfarið í Banda- ríkjunum, vinnubrögð og spill- ingu þar í landi og er duglegur við að varpa ljósi á alla þessa þætti í bókinni. Hann gerir það á hár- beittan og fyndinn hátt og hikar ekki við að gera grín að æðstu ráðamönnum í Bandaríkjunum.“ Útgáfan sem Ásta er að lesa er sú breska, en í henni er mjög fróð- legur formáli, sem ekki er í bandarísku útgáfunni, um allt sem Moore þurfti að ganga í gegn- um til að fá bókina gefna út. „Út- gefendur hans voru búnir að prenta fyrsta upplag bókarinnar, 50 þúsund eintök, og voru þau til- búin að kvöldi 10. september 2001,“ segir Ásta. „Svo kom 11. september, – og bókin fór ekki í bókabúðir! Síðar lýsir hann ótrú- legum samskiptum við útgefend- ur, kröfum um ritskoðun og um að hann endurskrifaði helming bók- arinnar. Þeir hótuðu að setja ein- tökin í tætara og annað eftir því. Moore þverneitaði að breyta bók- inni og eftir sögulega atburðarás kom bókin út, en hefur ekki feng- ist kynnt í fjölmiðum vestra nema í tveimur litlum útvarpsstöðvum, í þáttum sem var útvarpað um miðja nótt. Fyrir utan þessa bók hef ég lesið nokkra reyfara í sumar, meðal annars Syni duftsins eftir Arnald Indriðason og svo eru nokkrar hljóðbækur á náttborð- inu, sem ég sofna út frá á kvöld- in.“ ■ Skyldulesning stjórnmálamanna ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNES- DÓTTIR Hún er að lesa hina umdeildu bók Heimskir hvítir menn. ■ Útgáfa

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.