Fréttablaðið - 30.08.2003, Síða 23

Fréttablaðið - 30.08.2003, Síða 23
LAUGARDAGUR 30. ágúst 2003 23 Skátahreyfingin fagnar í dag opnun nýrrar Skátamiðstöðvar, Hraunbæ 123, Reykjavík, sem mun gegna hlutverki þjónustumiðstöðvar fyrir skátastarf í landinu og sem skátaheimili í Árbænum. Skátamiðstöðin mun hýsa höfuðstöðvar Bandalags íslenskra skáta, Skátasambands Reykjavíkur og St. Georgsgildanna á Íslandi, Radíóskáta og skátafélagið í hverfinu - skátafélagið Árbúar. Bandalag íslenskra skáta Skátasamband Reykjavíkur St. Georgsgildin á Íslandi Skátafélagið Árbúar Almenningi sem og skátum yngri sem eldri er boðið að heimsækja Skátamiðstöðina í dag laugardag og skoða hana frá kl. 15-17.30 Skemmtilegir leikir verða fyrir aldna sem unga og lýkur deginum með varðeldi sem hefst kl. 17 © H ö n n u n a r h ú s i ð — 0 3 0 7 Skátamiðstöðin Reykjavík Hraunbæ 123 Þegar rithöfundurinn IrisMurdoch varð fórnarlamb Alzheimer-sjúkdómsins var mikið lof borið á eiginmann hennar John Bayley fyrir þá umhyggju og alúð sem hann sýndi eiginkonu sinni. Minning- ar Bayleys um veikindi Mur- doch urðu síðan efniviður í verðlaunamyndina Iris þar sem Judi Dench, Jim Broadbent og Kate Winslet fóru með aðalhlut- verk. Ný ævisaga Iris Murdoch hefur valdið miklu fjaðrafoki á Bretlandi en þar er kveðinn upp mikill áfellisdómur yfir John Bayley. Höfundurinn A. N. Wil- son lýsir Bayley sem geðvond- um og svikulum manni sem hafi ekki einu sinni lesið bækur eig- inkonu sinnar fyrir utan eina, The Bell, sem honum féll afar illa, ekki síst vegna þess að Mur- doch hafði þar vafið inn þætti úr samlífi þeirra. Wilson segir að Bayley hafi haldið þeirri skoðun sinni fyrir sig og sagt Murdoch að honum þætti bókin frábær. Wilson var blaðamaður þegar hann kynntist háskólakennaran- um Bayley árið 1968. Hann segir Bayley og Murdoch hafa nánast gengið sér í foreldrastað. Náinn fjölskylduvinur segir að Wilson hafi verið ástfanginn af Murdoch og það kunni að eiga þátt í því hversu harkalega hann veitist að Bayley í bókinni. Wilson segir að Bayley hafi eitt sinn sagt sér að hann hafi aldrei lesið aðrar bæk- ur konu sinnar en The Bell. Hún hefði fengið honum allar bækur sínar til yfirlestrar og hann hrós- að þeim, án þess að hafa lesið þær, og gætt þess að bera sér- stakt lof á einstaka setningar sem hann hefði fyrir tilviljun komið auga á í handritinu. Vinir Bayleys og Murdochs segja að Bayley hljóti að hafa verið að tala í hálfkæringi þegar hann sagðist ekki hafa lesið bækur konu sinnar og að Wilson hafi misskilið orð hans. Murdoch og Bayley áttu ekki börn og Wilson segir að þegar barnleysið hafi borist í tal hafi Murdoch brostið í grát. Wilson segir Bayley ekki hafa þolað börn og verið afbrýðisaman gagnvart öllum sem Murdoch eyddi tíma í. Gagnrýnendur eru margir agndofa yfir þessari ævisögu, sem þeir segjast einkennast af biturleika höfundarins. Einn þeirra segir bókina smekklausa árás á blíðlyndan og dáðan há- skólaprófessor. ■ Í nýrri ævisögu Iris Murdoch er eiginmanni hennar lýst sem svikulum manni: Smekklaus árás eða sannleikur? SNILLINGAR Á BÓKMENNTA- HÁTÍÐ Vert er að vekja athygli á bók- menntahátíð sem haldin verður í Norræna húsinu og Iðnó 7.-13 september. Á þriðja tug erlendra höfunda frá sautján þjóðlöndum taka þátt í hátíðinni, auk fjöl- margra íslenskra rithöfunda. Fræg nöfn eru á gestalist- anum. Þar má sérstaklega nefna José Sara- mago en hann hlaut Bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1998. Annar snillingur er Japaninn Haruki Murakami en ein bók eftir hann hefur komið út á íslensku, Sunn- an við mærin, vestur af sól. Yann Martel, sem hlaut Booker-verð- launin á síðasta árið fyrir Söguna af Pí, er einnig meðal gesta. Sömuleiðis Hanif Kureishi, höfundur Náðar- gjafar. Spennu- sagnaunnendur hljóta að fagna komu Svíans Hennings Mankells og Rússans Boris Akúnins, sem er höfundur hinnar frábæru Krýn- ingarhátíðar. Aðrir erlendir höfundar eru Ingvar Ambjörn- sen, Murray Bell, Emmanuel Car- rére, Andres Ehin, Kristiina Ehin, Per Olov Enquist, David Grossman, Judith Hermann, Bill Holm, Mikael Niemi, Arto Passilinna, Nicholas Shake- speare, Johanna Sinisalo, Jan Sonnergaard, José Carlos Somoza og Peter Zilahy. ■ Sagt og skrifað HARUKI MURAKAMI Japanski snillingur- inn mætir á bók- menntahátíð. JOSÉ SARAMAGO Nóbelsverðlaunahaf- inn flytur setningar- ávarp. Thomas Hardy, höfundurfrægra skáldsagna á borð við Tess of the d’Urbervilles, Jude the Obscure og The Mayor of Casterbridge, fékk margar af bestu hugmyndum sínum úr fréttablöðum og skráði þær sam- viskusamlega í minnisbók sína. Hardy lagði mikla áherslu á að halda tilvist bókarinnar leyndri og bað um að hún yrðu brennd að honum látnum árið 1928 en bók- inni var forðað frá brennslu, sennilega af seinni eiginkonu Hardys, Florence. Nú stendur til að gefa bókina út snemma á næsta ári. Meðal fjölda frétta sem Hardy skráði hjá sér í minnisbókina er sú sem varð grunnur að slysinu í Tess of the d’Urbervilles þar sem hestur fjölskyldunnar særist til ólífis. Önnur frétt fjallar um sölu á eiginkonu, svipaðri því sem ger- ist í upphafskafla The Mayor of Casterbridge þar sem aðalpersón- an verður ofurölvi og selur sjó- manni konu sína og barn fyrir fimm gíneur. Hardy byrjaði að skrá hjá sér fréttir árið 1883 í 221 blaðsíðu minnisbók. Meginhlutinn byggir á héraðsblaðinu sem gefið var út í Dorset á árunum 1826-1830, en á þeim tímum var ládeyða í efna- hagslífinu og þjóðfélagið var frumstæðara en á níunda áratug 19. aldar, þegar Hardy var að skrifa. Margar sögur hans gerast einmitt á þessum tíma. Hann fékk að láni gömul eintök af blaðinu á bókasafninu og fór með þau heim til Dorchester. Þar las hann blöðin og skrifaði upp fréttirnar eða fékk fyrstu eiginkonu sína Emmu til að skrá þær, en hluti af minnis- bókinni er með hennar rithönd. Ritstjóri minnisbókarinnar, William Greenslade, hefur þá trú að höfundurinn hafi verið óróleg- ur vegna tilhugsunar um að les- endur vissu að hann hefði fengið nokkrar bestu hugmyndir sínar að láni úr dagblöðum. Hann segir Hardy hafa hálf skammast sín fyrir að byggja svo mjög á þess- um heimildum og þess vegna hefði hann viljað halda tilvist þeirra leyndri og að bókin yrði eyðilögð. Michael Millgate, ævisagnarit- ari Hardys, segir að Hardy hafi ætíð þótt betra að vinna eftir sagnfræðilegu efni fremur en að skálda. Bókmenntafræðingar sem hafa sérhæft sig í Hardy hafa samúð með því sjónarmiði höfundarins að minnisbókin kæmi engum við nema honum sjálfum. Millgate segir: „Hann sá enga ástæðu til að gera kunnugt um tilvist minnisbókarinnar því hann vildi að fólk læsi skáldsög- urnar, ekki hráefnið.“ ■ THOMAS HARDY Fékk hugmyndir úr gömlum dagblöðum. Hardy skrifaði bækur upp úr fréttum KATE WINSLET OG HUGH BONNEVILLE Í hlutverkum Murdoch og Bayley á unga aldri í myndinni Iris YANN MARTEL Hlaut Booker-verð- launin á síðasta ári.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.