Fréttablaðið - 30.08.2003, Síða 28

Fréttablaðið - 30.08.2003, Síða 28
28 30. ágúst 2003 LAUGARDAGUR MARKAHÆST Hrefna Jóhannesdóttir er markahæst í Landsbankadeild kvenna með 21 mark þegar tvær umferðir eru eftir. Olga Fær- seth og Margrét Lára Viðarsdóttir hafa báðar skorað fimmtán mörk og Ásthildur Helgadóttir fjórtán. Fótbolti Stefnum á að klára mótið í dag FÓTBOLTI „Við stefnum á að klára mótið í dag og verðum að gefa allt sem við eigum í það,“ segir Ást- hildur Helgadóttir, leikmaður KR sem mætir Stjörnunni í dag og geta með sigri tryggt sér Íslands- meistaratitilinn. „Við búumst við hörkuleik og gerum ráð fyrir að þær bakki og leyfi okkur að sækja. Það er oft erfitt að opna þannig vörn. Við höfum aðeins verið að æfa það í vikunni og von- um að við náum að brjóta ísinn. Svo eru þær líka með fljóta fram- herja sem við verðum að passa okkur á.“ ÍBV er fjórum stigum á eftir KR og getur enn skákað Vestur- bæjarliðinu. Til þess að það gangi eftir þarf ÍBV vinna FH í dag og KR að tapa á móti stjörnunni. Lið- in myndu þá mætast í hreinum úr- slitaleik á miðvikudag. Ásthildur leikur ekki með KR-ingum í Eyj- um en komi til úrslitaleiksins treystir hún samherjum sínum fullkomlega til að fara þangað og sigra. Hún ítrekar að það skiptir öllu að vinna Stjörnuna í dag. Mhairi Gilmour og fyrirliðinn Michelle Barr leika síðustu leiki ÍBV á mótinu en markvörðurinn Rachel Brown og Karen Burke skiptu yfir í ensk félög eftir leik ÍBV og Vals í síðustu viku. Á morgun heldur Ásthildur til Svíþjóðar og leikur með Malmö í haust. Upphaflega stóð til að hún léki með félaginu gegn Evrópu- meisturum Umeå á sænsku deild- inni á morgun en félagaskipti milli landanna ganga ekki það hratt fyrir sig. Ásthildur leikur sinn fyrsta leik með Malmö gegn Hammarby á miðvikudag. Malmö er í þriðja sæti deildar- innar þegar fjórar umferðir eru eftir. „Þeir telja möguleika Malmö nokkuð góða. Þrjú efstu liðin eru öll mjög góð og jöfn og reyta stig hvert af öðru. Þeir tala um að þetta verði barátta fram í síðustu umferð,“ segir Ásthildur. Eftir leikinn gegn Hammarby verður hlé á sænsku deildinni fram í október vegna þátttöku Svía í lokakeppni heimsmeistarakeppn- innar. „Það kemur sér ágætlega fyrir mig því að við eigum að spila þrjá landsleiki á þessum tíma,“ sagði Ásthildur Helgadóttir. obh@frettabladid.is FÓTBOLTI „Ég er búinn að skrifa undir samnig við Fredrikstad til næstu tveggja til þriggja mánaða,“ sagði Ríkharður Daðason. „Það er klausa í samningnum um að við tölum aftur saman eftir tvo mán- uði. Það var fínt fyrir mig að fá inn þetta atriði um að semja aftur eft- ir tímabilið, því það er tvennt ólíkt að spila í efstu deild og 1. deild. Ég vona að nú verði ég dæmdur af knattspyrnuhæfileikunum þegar valið er í lið.“ „Ég mun fara til Fredrikstad svo fremi sem norska knatt- spyrnusambandið samþykki samn- inginn. Samningurinn er til eins árs en er uppsegjanlegur eftir þrjá mánuði ef samningar nást ekki um framhaldið.“ Samningurinn þarf að fá stimpil sambandsins áður en lokar fyrir félagaskipti í Noregi um mánaðarmótin. Ríkharður getur ekki séð að Stoke geti haft áhrif á félagaskipt- in. Hann hafi gert lokasamning við Stoke og Lillestrøm og ef Stoke tel- ur sig eiga eitthvað inni þá eiga þeir það hjá Lillestrøm en ekki hjá honum. ■ KR gæti tryggt sér sigur í Landsbankadeild kvenna í dag. ÍBV getur enn náð KR og verður að treysta á liðveislu Stjörnunnar í dag. ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR Ásthildur leikur með KR gegn Stjörnunni í dag og heldur til Svíþjóðar á morgun. Hún leikur með Malmö FF á lokaspretti sænsku deildarinnar í haust. Norska knattspyrnan: Ríkharður samdi við Fredrikstad RÍKHARÐUR DAÐASON Ríkharður Daðason leikur með 1. deildarfé- laginu Fredrikstad FK í haust. Félagið er sem stendur í 3. sæti 1. deildar og á góða möguleika á að vinna sæti í efstu deild. 13. UMFERÐ Allir leikir hefjast klukkan 14 FH - ÍBV Kaplakrikavöllur Þór/KA/KS - Þrótt./Hauk. Akureyrarvöllur Breiðablik - Valur Kópavogsvöllur KR - Stjarnan KR-völlur 14. UMFERÐ Leikirnir verða miðvikudaginn 3. sept. ÍBV - KR Hásteinsvöllur Þróttur/Haukar - FH Ásvellir Valur - Þór/KA/KS Hlíðarendi Stjarnan - Breiðablik Stjörnuvöllur KONUR L U J T Stig KR 12 10 2 0 32 ÍBV 12 9 1 2 28 Valur 12 8 2 2 26 Breiðablik 12 8 0 4 24 Stjarnan 12 3 2 7 11 FH 12 3 0 9 9 Þór/KA/KS 12 2 0 10 6 Þrótt./Hauk. 12 1 1 10 4 Úrslit 3. deildar: Leiknir mætir Núma FÓTBOLTI Fyrri leikir undanúrslita 3. deildar karla fara fram í dag. Á Ólafsvíkurvelli tekur Víkingur á móti Hetti frá Egilsstöðum og í Breiðholtinu tekur Leiknir á móti Núma. Síðasttalda liðið lék í ut- andeildinni í fyrra undir merkj- um Stúts, en það er skipað göml- um leikmönnum úr efri deildum. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14. Þau lið sem vinna í samanlögð- um leikjum komast upp í aðra deild. ■ Úrslitakeppni 1. deildar kvenna: Leikið um efsta sætið FÓTBOLTI Fjölnir og Sindri mætast á Hvolsvelli í úrslitaleik 1. deildar kvenna í dag. Það lið sem fer með sigur af hólmi leikur í efstu deild að ári. Tapliðið leikur við næst neðsta lið Landsbankadeildarinn- ar um laust sæti. Leikurinn hefst klukkan 14. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M FÓTBOLTI Keflvíkingar eru nánast öruggir um að endurheimta sæti sitt í efstu deild karla að ári en þeir mæta HK í dag í 16. umferð 1. deildar karla. Keflvíkingar hafa fimm stiga forystu, á Víking og Þór sem berjast um annað sætið, og nægir jafntefli til að gulltryggja sæti sitt meðal þeirra bestu. Baráttan um annað sætið er hörð. Víkingur gerði jafntefli við Stjörnuna í gær, 2-2. Þórsarar unnu Hauka á Akureyrarvelli 3-1 og komust þar með upp að hlið Víkings. Víkingar eiga leiki eftir gegn Breiðablik og toppliði Keflavík- ur. Þórsarar mæta Stjörnunni í næstsíðustu umferðinni og Leiftri/Dalvík heima í lokaleikn- um. Botnbaráttan er einnig hörð. Leiftur/Dalvík mætir Aftureld- ingu í dag, Haukum í næstsíðustu umferð og Þór í þeirri síðustu. ■ 1. deild karla: Keflvíkingar nánast öruggir uppi ÚRSLIT GÆRDAGSINS: Breiðablik - Njarðvík 1 - 1 Stjarnan - Víkingur R. 2 - 2 Þór - Haukar 3 - 1 STAÐAN Í 1. DEILD: Lið L U J T M Stig Keflavík 15 11 3 1 42:15 36 Víkingur R. 16 8 7 1 25 : 13 31 Þór 16 9 4 3 40 : 29 31 Stjarnan 16 5 8 3 28 : 22 23 Njarðvík 16 4 6 6 31 : 33 18 HK 15 5 3 7 23 : 25 18 Breiðablik 16 5 3 8 19 : 24 18 Haukar 16 4 4 8 19 : 31 16 Afturelding 15 4 2 9 16 : 32 14 Leiftur/Dal. 15 2 2 11 19 : 38 8 LEIKIR DAGSINS: Keflavík - HK Afturelding - Leiftur/Dalvík NÆSTU LEIKIR: 7. september HK - Afturelding Njarðvík - Keflavík Stjarnan - Þór Leiftur/Dalvík - Haukar Víkingur R. - Breiðablik 13. september Afturelding - Njarðvík Breiðablik - Stjarnan Haukar - HK Keflavík - Víkingur R. Þór - Leiftur/Dalvík KEFLAVÍK Gæti tryggt sér sæti í efstu deild með jafntefli við HK í dag.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.