Fréttablaðið - 30.08.2003, Page 34
■ ■ KVIKMYNDIR
Sjá www.kvikmyndir.is
Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800
Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900
Háskólabíó, s. 530 1919
Laugarásbíó, s. 553 2075
Regnboginn, s. 551 9000
Smárabíó, s. 564 0000
Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500
Sambíóin Keflavík, , s 421 1170
■ ■ SÝNINGAROPNUN
15.00 Höggmyndasýningin Meist-
arar formsins verður opnuð í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar. Forseti Íslands,
herra Ólafur Ragnar Grímsson, opnar
sýninguna formlega. Sýningin sem
kemur frá Ríkislistasafninu í Berlín, var í
Listasafninu á Akureyri í sumar og hlaut
mikla athygli.
16.00 Sýningin “4 colours 4
ladies“, opnar í listhúsi Ófeigs Skóla-
vörðustíg 5. Um er að ræða fjórar
norskar textilliiðnaðarkonur: Hilde Horni,
Torill Haugsvær Wilberg, Tove Nordstad
og Inger Lise.
16.00 Pétur Kjærnested frumsýnir
heimildamynd sína um ástandið í
Palestínu í Hinu Húsinu, Pósthússtræti
3-5. Myndina tók Pétur í Palestínu í
mars 2003, viku áður en stríðið braust
út í Írak,og sýnir hún kaldan veruleikann
á átakasvæðum Palestínu og Ísrael.
Myndin verður sýnd á klukkutíma fresti
en sýningar standa til 13. september.
16.00 Andri Páll Pálsson og
Brynja Guðnadóttir opna myndlista-
sýningu í Gallerí Undirheimar, Ála-
fossvegi 31, Mosfellsbæ. Sýningin kall-
ast Fenjavík og saman stendur af ljós-
myndum og innsetningu. Hún stendur
til 14. september.
Opnun á sýningu Charlottu Sverris-
dóttur á olíumálverkum í kaffihúsinu Te
og Kaffi að Laugavegi 27.
Opnun á sýningu Ernu Hafnes sem
hefur yfirskriftina „Ímyndávegg“ . Sýning-
in er í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akra-
nesi. Þetta er fyrsta einkasýning Ernu og
eru verkin á sýningunni olíu- og vatns-
litaverk. Sýningin stendur til 7. septem-
ber.
■ ■ TÓNLIST
12.00 Tónleikar í Hallgrímskirkju.
Þar leikur Hörður Áskelsson þrjú verk
Air og Gavottu eftir breska 19. aldar tón-
skáldið Samuel Wesley, Offertoire úr
orgelmessu eftir François Couperin og
Passacagliu og fúgu í c-moll eftir Johann
Sebastian Bach.
16.00 Sigurður Flosason leikur
ásamt Andreu Gylfadóttur. Þetta eru
lokatónleikar í sumartónleikaröð Jóm-
frúarinnar.
■ ■ LEIKLIST
20.00 Kvetch sýnt í Borgarleik-
húsinu.
20.00 Rómeó og Júlía sýnt í Borg-
arleikhúsinu í samstarfi við Vesturport
og Íslenska dansflokkinn.
20.00 Poppea sýnt í Borgarleik-
húsinu. Það er Sumaróperan sem
stendur að sýningunni
■ ■ FUNDIR 20.00 Kínaklúbbur Unnar heldur
Kínakynningu í húsi Kínaklúbbsins að
Njálsgötu 33. Unnur Guðjónsdóttir mun
kynna 18. hópferðina með myndasýn-
ingu.
■ ■ SAMKOMUR
13.00 Í tilefni af Menningarvöku
Akureyrar býður Minjasafnið á Akureyri
upp á sögugöngu. Gengið verður um
elsta hluta Glerárþorps og rifjuð upp
saga gömlu húsanna og íbúa þeirra
undir leiðsögn Hönnu Rósu Sveinsdótt-
ur safnvarðar. Gangan leggur af stað frá
gamla skólahúsinu í Sandgerðisbót og
líkur henni við Glerárstíflu.
23.30 Upplestur á draugasögum í
Minjasafninu, Aðalstræti 58, í tilefni af
Menningarvöku Akureyrar. Fjöllista-
hópurinn Circus Atlantis leggur safninu
lið við að skapa trúverðuga umgjörð um
lesturinn.
■ ■ SÝNINGAR
Danski myndlistarmaðurinn Claus
Hugo Nielsen sýnir verk sín í Gallerí
Dvergi við Grundarstíg 21, 101 Reykja-
vík. Sýningin er opin fimmtudaga til
sunnudaga kl. 17-19 til 31. ágúst.
Baldvin Ringsted og Jóna Hlíf Hall-
dórsdóttir eru með myndlistarsýningu í
Bögglageymslunni, Listagilinu á Akur-
eyri. Opið virka daga 17-22 og um helg-
ar 14-18. Sýningin stendur til 1. septem-
ber.
Kristján Guðmundsson er með sýn-
ingu í Kompunni, Kaupvangsstræti 23.
Akureyri. Á sýningunni er eitt verk gert
úr plasti og gulli. Einnig verður til sýnis
og sölu bókverkið (DOKTORSRITGERÐ)
eftir Sigrúnu Þorsteinsdóttur og Kristján,
sem kom út fyrr á þessu ári. Sýning
Kristjáns er opin daglega 14-17 til 4.
september.
Cesco Soggiu og Karl Kristján Dav-
íðsson sýna í Galleríi Sævars Karls í
Bankastræti. Sýningin stendur til 28.
ágúst.
Myndlistarmaðurinn Sólveig Alda
Halldórsdóttir sýnir verk sitt Upp-skurð-
ur á Vesturveggnum í Skaftfelli Bistro á
Seyðisfirði. Verk Sólveigar samanstendur
af texta sem unnin er upp úr dagbókar-
færslum William Burroughs og hennar
eigin. Sýningin stendur til 5. september
og er opin alla daga frá kl. 11 til 24.
Ljósmyndarinn Peter Funch er með
sýninguna „Las Vegas - Made by man“ í
Kling og Bang gallerí, Laugavegi 23.
Guðbjörg Lind hefur opnað mál-
verkasýningu í aðalsal Hafnarborgar,
menningar- og listastofnunar Hafnar-
fjarðar. Viðfangsefni Guðbjargar Lindar
hafa frá upphafi verið tengd vatni, fyrst
fossum og síðar óræðum og ímynduð-
um eyjum á haffleti.
Anna Jóelsdóttir hefur opnað sýn-
inguna Flökt í Hafnarborg, menningar-
og listastofnun Hafnarfjarðar.
34 30. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
27 28 29 30 31 1 2
ÁGÚST
Laugardagur
Einar Örn Benediktsson heldurtónleika á Gauk og Stöng í
kvöld að tilefni þess að sýning
Smekkleysu á Listasafni Reykja-
víkur, Humar & Frægð, lýkur á
morgun. Titill sýningarinnar er
tilvitnun í íslenska útgáfu Sykur-
molalagsins Regína, þar sem
Einar Örn kallar; „Ég vil ekki
neitt, humar eða frægð!“. Setning-
in þýddist svo upp á enskuna sem;
„I really don’t like lobster“.
Sýningin opnaði 13. september
og hefur Smekkleysa staðið fyrir
nær stanslausri dagskrá þar sem
haldnir hafa verið tónleikar og
sýndar myndir innan um þá sýn-
ingargripi sem hanga á veggjun-
um.
Í kvöld ætlar Einar Örn svo að
flytja lög af væntanlegri plötu
sinni, Ghostigital, sem hann vann
með Birgi Erni Thoroddsen eða
Curver eins og hann kallar sig
stundum.
„Þetta er upphafið af frekari
landvinningum hjá okkur,“ segir
Einar Örn. „Fyrstu alvöru tónleik-
arnir okkar á Íslandi og upphafið
af tónleikasyrpu okkar. Næst för-
um við út að spila í Tate Modern í
London í nóvember. „
Undirleiksmenn Einars Arnars
og Curver verða að mestu leyti
þeir sömu og á tónleikum hans í
London í apríl. Elís Pétursson, Óð-
inn Örn Hilmarsson, sonurinn
Hrafnkell Flóki (kallaður Kaktus)
en við bætist Mínus gítarleikarinn
Frosti Logason sem kemur einnig
við sögu á plötunni.
Gaukurinn opnar kl. 21 og er
opið á meðan húsrúm leyfir. Um
upphitun sjá Kritikal Maaz, Exos
og Tómar THX. ■
Humri slitið
ALLIR ALDURSHÓPAR
FRÁ 4 ÁRA.
Innritun í síma: 561 5620
frá kl. 14-17
Háteigsvegi • Sími 561 5620
SIGTRYGGUR MAGNASON
Menningin lifnar alltaf meðhaustinu um það leyti sem
lömbin fara sína fyrstu og síðustu
ökuferð í sláturhúsin,“ segir Sig-
tryggur Magnason rithöfundur.
„Tvær flottustu leiksýningar síð-
asta árs, Kvetch og Rómeó og
Júlía eru nauðsynlegar í upp-
lifanasafnið og það sama má
segja um Krýningu Poppeu sem
Sumaróperan snaraði upp með
snilldarbrag. Svo væri ekki galið
að bregða sér á Klapparstíginn í
Gallerí i8 og berja augum sund-
sýningu Hlyns Hallssonar.“
Val Sigtryggs
Þetta lístmér á!
Hinn blóði drifni sunnudagur íDerry (sem Bretar kalla
Londonderry) var 30. janúar,
1972. Breski herinn hefur eftirlit
með mótmælagöngu fólks sem
krefst borgaralegra réttinda.
Hermenn taka að skjóta á göngu-
fólkið. 28 manns liggja eftir í
valnum, 13 eru látnir.
Bloody Sunday er leikin heim-
ildamynd sem lýsir því hvernig
valdbeiting getur farið úr bönd-
unum. Í stað þess að reyna að út-
skýra í einni kvikmynd „vand-
ræðin“ á Norður-Írlandi fer Peter
Greengrass þá leið að vekja
áhorfendur til umhugsunar um
hið almenna með því að beina at-
hygli þeirra að hinu sérstaka. Það
er að segja, með því að lýsa at-
burðum sorgardagsins 30. janúar
1972 í smáatriðum eru áhorfend-
ur knúðir til að hugsa um allar
þær hörmulegu blóðsúthellingar
sem hafa átt sér stað í samskipt-
um nágrannaþjóða okkar, Íra og
Englendinga, á síðustu áratugum.
Þetta er mögnuð mynd.
Nokkurs konar „Saving Private
Ryan“ - fyrir fullorðna.
Þráinn Bertelsson
UmfjöllunKvikmyndir
BLOODY SUNDAY: (Blóðugur sunnudagur)
Aðalhlutverk: James Nesbitt, Mike Edwards,
Tim Piggott-Smith, Bernadette Devlin, Kevin
McCorry, Eamonn McCann
Handrit og leikstjórn: Peter Greengrass
Blóðsúthellingar
á sunnudegi
■ TÓNLEIKAR
EINAR ÖRN
Væntanleg plata Einars Arnar og Bibba Curver kemur út um allan heim í október. Vefur Einars
ghostigital.com er uppfærður reglulega. Myndbönd af nýju plötunni eru væntanleg innan skamms.
✓
✓
✓
✓
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI