Fréttablaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 30. ágúst 2003 35 MEISTAR FORMSINS Sýningin er komin frá Akureyri. Hluti hennar er nú í Listasafni Sigurjóns en sú sýning opnar nú í dag. Alls eru listamennirnir 41 sem eiga verk á sýningunni, bæði innlendir og erlendir. Mikið hefur verið að gerast hjáleðurrokksveitinni Singapore Sling síðustu mánuði. Frá því að plata þeirra, „The Curse of...“, var gefin út í Bandaríkjunum af Stinky Records í sumar hafa plötudóm- arnir streymt inn. „Við erum búnir að fá dóma í um 50 dómum. Flestir mjög jákvæðir,“ segir Einar Þór Kristjánsson, eða Einar Sonic eins og hann er kallað- ur, gítarleikari sveitarinnar. „Svo kemur örugglega einhver sleggju- dómur, við bíðum bara eftir hon- um.“ Þetta eru engin smá blöð sem hafa eytt dálkaplássi í sveitina. Hið virta tónlistartímarit Rolling Sto- nes gaf plötunni t.d. þrjár stjörnur af fimm mögulegum. Gagnrýnandi tónlistarvefjarins allmusic.com var öllu hrifnari og gaf plötunni fjórar stjörnur af fimm. Sveitin ætlar að prufukeyra nokkur ný lög á tónleikunum í kvöld sem líklegast verða leikin á CMJ hátíðinni í New York sem haldin verður helgina eftir Airwa- veshátíðina í október. Eftir hana tekur enn önnur tónleikaferðin um Bandaríkin við. Singapore Sling ætlar sér svo að nýta dauða tímann í nóvember og desember til þess að hefja vinnslu á næstu plötu. Tónleikarnir hefjast strax eftir miðnætti. Hljómsveitin Sain hitar upp. ■ SINGAPORE SLING Boltinn er byrjaður að rúlla fyrir Singapore Sling í Bandaríkjunum. Nýtt og gamalt hjá Slingurunum ■ TÓNLEIKAR  Á Café Milanó stendur nú yfir sýn- ing á málverkum Péturs Péturssonar. Sýningunni lýkur 7. september.“  Samsýning 20 akureyskra lista- manna stendur yfir í Ketilhúsinu á Ak- ureyri.  Sýningin Þrettán + þrjár stendur yfir í Lystigarðinum á Akureyri. Þetta er samsýning þrettán norðlenskra lista- kvenna og þriggja frá Færeyjum.  Sýningar Gjörningaklúbbsins, Heimis Björgúlfssonar og Péturs Arnar Friðrikssonar standa yfir í Nýlistasafn- inu við Vatnsstíg. Gjörningaklúbburinn opnar á 2. hæð safnsins sýninguna Á bak við augun. Í norðursal 3ju hæðar- innar er sýning Heimis Björgúlfssonar Gott er allt sem vel endar (Sheep in disguise) og í suðursalnum sýning Pét- urs Arnar Friðrikssonar Endurgerð. Sýningarnar standa til 7. september.  Sýning á nýjum verkum Rögnu Sig- rúnardóttur stendur yfir í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, Reykjavík. Viðfangsefni Rögnu er blómaskeið lif- andi hluta og spurningin hvort hræðslan við að eldast sé það sem takmarkar feg- urðarmat okkar. Þetta er 13. einkasýning Rögnu hér á landi.  Sýning á verkum Ragnars Kjartans- sonar stendur yfir í Listasafni ASÍ.  Íslensk og alþjóðleg samtímalistaverk eru til sýnis í Safni, Laugavegi 37.  Þrjár sýningar eru í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu. Þetta eru sýningarnar Humar eða frægð - Smekkleysa í 16 ár, Innsýn í alþjóð- lega samtímalist á Íslandi og Erró Stríð.  Sumarsýning í Listasafni Íslands á úrvali verka í eigu safnsins.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir sýning á málverkum Jóhannesar Kjar- vals úr einkasafni Þorvaldar Guðmunds- sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur.  Sumarsýning Handverks og Hönn- unar stendur yfir í Aðalstræti 12. Til sýn- is er bæði hefðbundinn listiðnaður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu hráefni. Meðal þess sem sýnt er, eru munir úr tré, roði, ull, hör, leir, selskinni, hrein- dýraskinni, pappír, silfri og gleri frá 26 aðilum. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga og lýkur 31. ágúst.  Í Þjóðarbókhlöðunni standa yfir þrjár sýningar. Eins og í sögu nefnist sýning á samspili texta og myndskreyt- inga í barnabókum 1910-2002. Þar er einnig sýning til minningar um Lárus Sigurbjörnsson, safnaföður Reykvíkinga. Loks er lítil sýning í forsal Þjóðdeildar á Heimskringlu og Snorra-Eddu.  Sýning í anddyri Norræna hússins sem nefnist Vestan við sól og norðan við mána. Á sýningunni eru ljósmyndir eftir Ragnar Th. Sigurðsson með texta eftir Ara Trausta Guðmundsson. Sýning- unni lýkur 31. ágúst.  Ragnhildur Kristjánsdóttir (Ragsý) sýnir verk sín á Kaffi Presto, Hlíðarsmára 15 í Kópavogi. Sýningin stendur til 15. október  Ragnhildur Kristjánsdóttir (Ragsý) sýnir verk sín í Blómakaffi í Blómaverk- stæði Betu, Reykjavíkurvegi 60. Hún er myndlistarmaður mánaðarins til 19. september.  Sýningin Reykjavík í hers höndum í Íslenska stríðsárasafninu á Reyðar- firði er sett upp af Borgarskjalasafni Reykjavíkur og Þór Whitehead sagn- fræðingi í samvinnu við Íslenska stríðs- árasafnið. Á sýningunni getur nú að líta mun meira af stríðsminjum en áður sem koma frá Íslenska stríðsárasafninu.  Sumarsýningu í bókasal Þjóðmenn- ingarhússins, Íslendingasögur á er- lendum málum, er ætlað að gefa inn- sýn í bókmenntaarfinn um leið og at- hygli er vakin á því að fjölmargar útgáfur Íslendingasagna eru til á erlendum mál- um.  Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Einnig er þar sýning sem nefnist Ís- landsmynd í mótun - áfangar í korta- gerð.  Hlynur Hallsson sýnir ljósmynda- og textaverkið „sund - schwimm - swim“ í gallerí i8, Klapparstíg 33.  Sýning Roni Horn „This is me, this is you“ í gallerí i8, Klapparstíg 33 er opin fimmtudaga og föstudaga frá kl. 11 - 18, laugardaga 13 - 17. Enn ein sönnunin fyrir því aðhjónabönd í Hollywood endast ekki varð ljós á föstudag þegar hjónin Ethan Hawke og Uma Thurman greindu frá því að þau væru að skilja. Ástæðan er sú að Hawke átti í ástar- sambandi við kanadíska fyrir- sætu á meðan hann var við tökur á mynd þar í landi. Uma komst að þessu í gegnum slúðurblöðin þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hans til að halda sambandi þeirra leyndu. Þau voru gift í fimm ár og eiga tvö börn saman. Kántrígoðið Johnny Cash varlagður inn á spítala á fimmtu- dagskvöldið. Hann ætlaði sér að koma fram á myndbandaverð- launahátíð MTV en varð að hætta við vegna magakveisu. Talsmenn hans segja að hann sé á batavegi. Cash, sem er orðinn 71 árs gam- all, missti nýlega eiginkonu sína. Colin Farrell segist vera niður-brotinn yfir því að þurfa að missa af fæðingu fyrsta sonar síns. Hann er að eignast barn með fyrirsætunni Kim Bordenave en verður stadd- ur í Marokkó við tökur myndar Oli- ver Stones um Alex- ander Mikla. Fréttiraf fólki ✓

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.