Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.08.2003, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 30.08.2003, Qupperneq 38
Augun 38 30. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Þetta var ágætlega viðburðaríkvika, sérstaklega framan af,“ segir Hallgrímur Thorsteinsson út- varpsmaður á Útvarpi Sögu þegar hann er spurður um vikuna sem var. „Ég var eiginlega allt í öllu. Ég var grasekkill því konan var í Dan- mörku. Ég þurfti að skipuleggja mjög þétt hvað ég ætti að hugsa um á hverjum tíma því ég get ekki hugsað um margt í einu. Um leið þurfti ég að raða hlutunum hverj- um á eftir öðrum og um leið fjölg- aði hlutum á dagskránni. En allt gekk þetta nú upp með því að breyta skipulagshæfileikum.“ Hallgrímur segir vinnuvikuna hafa verið fjöruga. Ásamt félögum sínum á Útvarpi Sögu á hann í við- ræðum við Norðurljós um rekstur útvarpsstöðvarinnar sem félagarn- ir eru að taka við. „Þessi útvarps- vinna er alltaf jafn skemmtileg,“ segir Hallgrímur. Hann hefur vita- skuld fylgst með fréttum af upp- sögnum fjölmiðlamanna. „Sumpart er ég alveg orðinn ónæmur fyrir þessu. Í vikunni fékk ég í viðtal til mín Sigurð Snævarr, bróður Árna, en í millitíðinni var Árna sagt upp, þannig að þessi atburður var ansi nálægt viðmælanda. Ég ræddi þetta aðeins í þættinum, en þetta koma ansi illa við mig. Svona hlutir eru alltaf erfiðir. Sjálfur hef ég í gegnum tíðina lent í nokkrum upp- sögnum hjá Norðurljósum og Út- varpsfélaginu. Ég fann það sérstak- lega eftir þáttinn að þetta hafði fengið meira á mig en ég hélt, enda Árni samstarfsmaður minn til margra ára.“ ■ Vikan sem var HALLGRÍMUR THORSTEINSSON ■ segir vinnuvikuna hafa verið fjöruga. Ásamt félögum sínum á Útvarpi Sögu á hann í viðræðum við Norðurljós um rekstur útvarpsstöðvarinnar sem félag- arnir eru að taka við. Imbakassinn Hann hefur horft til margra átta að undanförnu enda að vinna að stórvirki. Augun lýsa djúphygli og frumleika og stundum hlýju. Hver á augun? Fjörug vika Ég geri nú yfirleitt mest lítið enhorfi alltaf á Gísla Martein í sjónvarpinu og fylgist með því hvort það sé góð mynd á eftir,“ segir Salome Þorkelsdóttir, fyrr- um alþingismaður, en hún er hætt á þingi. „Nú ræð ég sjálf hvað ég geri. Hér áður fyrr þurfti maður að gegna þessum skyldum og það gat vissulega verið skemmtilegt en oft erfitt. Kom svolítið niður á fjölskyldunni fannst mér og því er ég mjög ánægð núna þegar ég þarf ekki að gera annað en það sem ég vil gera.“ Salome segist ekki fara oft í leikhús en sinfóníutónleika sækir hún, þeir eru bara ekki á laugar- dögum. Því er laugardagskvöld í huga hennar lykill að góðri afslöppun. Stundum koma samt gestir í mat, fjölskylda eða vinir, en á sunnudögum kemur öll hers- ingin í kaffi til hennar. Og þá er nú kátt á hjalla. „En þegar ég var ung stúlka voru laugardagskvöldin yfirleitt helguð bíóferðum. Við fórum ofsalega mikið í bíó á laugardags- kvöldum í gamla daga. Þá var auð- vitað ekki sjónvarp og bíó því mikil upplifun. En böll fór ég ekki á á laugardagskvöldum því þau voru daginn eftir, á sunnudegin- um, hjá til dæmis Oddfellow. Þau voru haldin seinni part dags og maður naut þeirra mjög vel,“ segir Salome og minnist líka laug- ardagskvölda í útilegum með fjöl- skyldunni: „Þegar krakkarnir voru ung fórum við mikið í útilegur með alla fjölskylduna. Þetta var áður en það komst í svona mikla tísku að ferðast um landið og því voru færri á ferð með tjöldin sína þá en eru nú. Helstu staðirnir okkar voru Landmannalaugar og Hvera- vellir, sem voru auðvitað sann- kallaðar óbyggðir, en mjög rólegt og huggulegt að eyða helginni þar.“ Í kvöld, sem og önnur laugar- dagskvöld, reynir Salome samt að hafa eitthvað gott í matinn og svo er það Gísli Marteinn. Gaman að vita hver verður hjá honum í kvöld. ■ SALOME ÞORKELSDÓTTIR Þótt hún sé sest í helgan stein er nóg að gera hjá henni í félagsstörfum en nú ræð- ur hún sér alveg sjálf. Laugardagskvöld SALOME ÞOKELSDÓTTIR ■ fyrrum alþingismaður, vill helst ekki missa af Gísla Marteini á laugardags- kvöldum en eldar þó eitthvað gott og bíður stundum í mat. HALLGRÍMUR THORSTEINSSON. „Ég þurfti að skipuleggja mjög þétt hvað ég ætti að hugsa um á hverjum tíma því ég get ekki hugsað um margt í einu.“ JPV-útgáfa hefur sent frá sérþrjár nýjar bækur og 2 af þeim eru barnabækur eftir Francescu Simon. Sú fyrri heitir Skúli skelfir fær lús og hin heitir Skúli skelfir gabbar tannálfinn. Teikningar gerir Tony Ross en höfundurinn er breskur en bækur henn- ar henta best krökkum á aldrinum 5-9 ára, segir í fréttatilkynningu frá út- gefanda. En fullorðinsbókin sem JPV sendir frá sér er verð- launasgana Skuggaleikir efir José Car- los Somoza í þýðingu Hermanns Stef- ánssonar. Um bókina sagði í Sunday Tel- egraph: „Afar frumlegur spennutryllir. Hnyttin og hug- vitssamlega skrif- uð saga þar sem hver ráðgátan tek- ur við af annarri ... Fullkomin skemmtun.“ The Times voru sam- mála og þar stóð: „Þessi vitræna glæpasaga er hreinlega frábær og mun höfða til allra sem hrifust af Nafni rósarinn.“ Skynjun mín á verk hans er af hliðstæðum toga! Hann er tvímælalaust einn helsti meistari póst- módernísku stefnunnar og smágerð ljóðræna texta hans er tímalaus! ■ Nýjar bækur (Hannes Hólmsteinn Gissurarson.) Prósaverk Dorowskys höfðu óumdeilanlega djúp- stæð áhrif á sálarlíf mitt! Mynd hans af leit mann- eskjunnar að lífsfyllingu gerði mig bókstaflega orð- lausan! Horfir alltaf á Gísla Martein

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.