Fréttablaðið - 23.10.2003, Page 15

Fréttablaðið - 23.10.2003, Page 15
krabbamein í ættinni eru líkurnar mjög litlar að það berist áfram. Svo margir óvissu- og utanaðkom- andi þættir hafa áhrif á slíkt að fólk ætti ekki að vera hrætt vegna þess.“ ■ BJÖRGUN Svein Ludvigsen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, er óánægður með framgöngu eigenda fjölveiði- skipsins Guðrúnar Gísladóttur sem sökk við strönd Norður-Noregs í fyrrasumar. Eigendurnir fengu ár til að reyna endurheimt skipsins, en norska sjávarútvegsráðuneytinu brast þolinmæði í byrjun mánaðar- ins og tók sjálft ábyrgð endurheimt flaksins frá hafsbotni, en eigendun- um verður sendur reikningur. Norð- menn telja að síldarfarmur og olía í skipinu séu mengunarvaldur. „Við munum ná skipinu upp og sjá um fiskinn og olíuna fyrir hönd eigendanna. Þetta er gert sam- kvæmt alþjóðlegum og norskum lögum. Ég er afar óánægður með það hversu langan tíma þetta tók hjá eigendunum og ég hef gagnrýnt þá harkalega. Við urðum að bregð- ast við í byrjun október vegna um- hverfishættunnar,“ segir Ludvig- sen. ■ 15FIMMTUDAGUR 23. október 2003 LAUFEY TRYGGVADÓTTIR Segir að mörgum hafi brugðið við tilkynn- ingu Íslenskrar erfðagreiningar um arfgengi krabbameins. SANDGERÐI Stærstur hluti af kvóta bæjarbúa er horf- inn. Sameining við HB var dýrkeypt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T séu afleiðingar kvótakerfisins. Nú verði Sandgerðingar að bretta upp ermar og ná veiðirétti sínum til baka. Þar horfir hann til þess að Eimskip muni selja sjávarút- vegshluta fyrirtækisins sem er að hluta HB á Akranesi. „Ef til þess kemur að Brim verði leyst upp eins og margt bendir til þá verðum við Sand- gerðingar að vera tilbúnir til að kaupa þann hluta sem við áttum í kvóta þessa risa. Hlutur Sand- gerðis í hitaveitunni ætti að leggja sig á næstum tvo milljarða króna en ég teldi nóg að leggja helming þeirra fjármuna í að kaupa kvóta til að endurselja þeim sem vilja gera héðan út,“ segir Grétar Mar, sem reyndar ef- ast um að ráðamenn í Sandgerði deili með sér þeirri skoðun. „Þetta er auðvitað hrikaleg staða sem sveitarfélög eru komin í þegar þau þurfa að selja frá sér eignir til þess að reyna að kaupa aftur til sín veiðiréttinn. Héðan hafa horfið um 90 prósent af kvót- anum og við verðum að bregðast við þótt með örþrifaráðum sé,“ segir Grétar Mar. rt@frettabladid.is Þjófur dæmdur: Níu mánuði í fangelsi DÓMUR 24 ára maður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir ýmis brot. Hann var dæmdur fyrir að hafa í slagtogi við tvo aðra neytt veitinga á matsölustað, að verð- mæti rúmar þrjú þúsund krónur, án þess að geta greitt fyrir þær. Einnig fyrir að stela nokkrum áfengisflöskum og dýrum vindl- um að verðmæti tæpar áttatíu þúsund krónur. Þá stal hann líka bíl, langloku og upptakara. SVEIN LUDVIGSEN Norska sjávarútvegsráðherranum brast þolinmæðin við íslenska eigendur Guðrúnar Gísla- dóttur í byrjun október, en þá hafði skipið legið á hafsbotni í rúmt ár. Sjávarútvegsráðherra Noregs um Guðrúnu Gísladóttur: Óánægður með íslenska eigendur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó N T R AU ST I

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.