Fréttablaðið - 23.10.2003, Side 21

Fréttablaðið - 23.10.2003, Side 21
Við upphaf kirkjuþings lýsti bisk-up Íslands því yfir að brýn þörf væri á að veita þjóðkirkjunni enn meira frelsi. Forsvarsmenn þjóð- kirkjunnar hafa ítrekað gefið í skyn að nú sé þjóðkirkjan sem hvert ann- að trúfélag og að trúfélög standi nú jafnfætis og njóti sömu réttinda. Til samanburðar eru sex þúsund manns í Fríkirkjunni í Reykjavík. Af því er einungis hægt að greiða einum presti laun með rekstrarfé kirkjunnar. Þjóðkirkjusöfnuður get- ur haft tvo ríkislaunaða presta á góðum launum. Þá getur Fríkirkjan haft 2-4 starfsmenn á launum á móti 10-12 starfsmönnum þjóðkirkjunn- ar. Fríkirkjan í Reykjavík safnar ekki sjóðum. Hins vegar geta þjóð- kirkjusöfnuðir safnað tugum ef ekki hundruðum milljóna. Fríkikj- unni er meinaður aðgangur að digr- um sjóðum ríkiskirkjunnar á meðan þjóðkirkjusöfnuðir hafa aðgang að sjóðum ríkis/kirkju, tugum milljóna auk þess að hafa ýmiss konar for- gangsaðgengi að stofnunum og þjónustu. Er hægt að leggja þetta að jöfnu þó svo að biskup vilji gera það? Í þessari stöðu lýsir biskup Íslands því yfir að brýn þörf sé á að veita þjóðkirkjunni enn meira frelsi til að hún geti athafnað sig enn betur. En skyldi það nú vera vilji fólksins í landinu (hinnar raunverulegu kirkju) að auka enn frekar frelsi og fjármagn þeirrar trúarstofnunnar sem þegar nýtur einstakra forrétt- inda fram yfir öll önnur trúfélög og veltir þremur milljörðum króna ár- lega af ríkisfé? Réttlæti, trú og sannfæring Hér áður fyrr var það trúarstofn- unin og veraldlega yfirvaldið sem ákvað hverju menn skyldu trúa. Í dag ákveður hver fyrir sig. Það er auðvelt að breyta trúfélagsskrán- ingu sinni. Hægt er að gera það oftar en einu sinni, reyndar eins oft og þú vilt. Skráningarformin eru t.d. á net- inu, Hagstofu Íslands og víðar. Mjög einfalt er að fylla þau út og í kjölfar- ið renna u.þ.b. 7.000 krónur sem teknar eru árlega í trúfélagsgjöld í nýja trúfélagið. Það breytist enginn við að skrá sig úr einu trúfélagi í annað. Sá sem ætlar t.d. að skrá sig úr þjóðkirkjunni er engu minni Ís- lendingur fyrir vikið. Við eigum að skrá okkur í það trú- félag sem okkur sjálfum finnst star- fa í anda okkar innri sannfæringar, samvisku, trúar og réttlætiskenndar. Það er engin hætta á að við missum einhver borgaraleg réttindi fyrir vikið eða verðum jörðuð utangarðs þegar við deyjum. Trúfélögum mismunað Þegar milljörðum er árlega sturt- að í eitt trúfélag en ekki önnur (1,5 milljarðar af ríkisfé umfram trúfé- lagsgjöld), veldur það óhjákvæmi- lega að fjármagn og aðstöðumunur fara að hafa áhrif á trúfélagsaðild fólks. Það er verulega dapurlegt og í raun ókristilegt. Það er deginum ljósara að þó svo tæplega 86% þjóð- arinnar hafi við fæðingu/skírn verið skráð óvirkri skráningu í þjóðkirkj- una jafngildir það ekki að 86% séu að leggja blessun sína yfir hróplega mismunun milli trúfélaga og samfé- lagslegt ranglæti. Ljóst er að mikill meirihluti þeirra sem eru skráðir í þjóðkirkjuna hafa aldrei á sinni ævi tekið meðvitaða eða virka ákvörðun um að tilheyra henni. Þrátt fyrir það telur biskup Íslands sig tala í umboði 86% þjóðarinnar. Trúfélagsskráning er sannfæring Áreiðanlegar félagsfræðilegar kannanir sýna að þjóðkirkjan sinnir trúræknisþörf u.þ.b. 10- 15% þeirra sem tilheyra þjóð- kirkjunni. Þrátt fyrir það telja Ís- lendingar sig vera töluvert trúaða í samanburði við aðrar þjóðir. Sömuleiðis gefa kannanir það til kynna að aðeins tæplega 40% þeirra sem eru skráðir í þjóð- kirkjuna eiga verulega samleið með henni hvað trúarskoðanir áhrærir. Fulltrúar ríkiskirkjustofnunar- innar hafa gefið í skyn að núver- andi fyrirkomulag sé verjanlegt fyrir dómstólum. En trúfélags- skráning fólksins í landinu verður ekki ákvörðuð með dómsúrskurði, þrýstingi stofnana eða fjárhags- legri mismunun. Trúfélagaskrán- ing fólks hefur með samviskuna að gera, innri trúarsannfæringu, innri réttlætiskennd. Það er skylda allra sem vilja kenna sig við lúterska kirkju að vera meðvitaðir um eigin trúfé- lagsskráningu, breyta henni ef þörf krefur og hvetja aðra til að gera það sama. Það var einmitt Lúter sem barðist fyrir því að tryggja sanngjant og réttlátt að- gengi allra að hinum trúarlega arfi. Skyldi það vera andstætt Guðs vilja að kristnar kirkjur, sem eru óháðar ríki, nái að blómstra hér á landi? Að þær geti, eins og ríkiskirkjan, ráðið til sín fleiri starfsmenn, guð- fræðinga og presta til að sinna aðkallandi verkefnum? Að tilheyra án þess að trúa Skyldi það vera andstætt vilja skaparans að trúfélögin beri fjöl- breytileika sköpunarinnar vitni og blómstri sem slík? Stórar ríkis- kirkjur úti í hinum kristna heimi teljast almennt ekki vitna um styrk trúarinnar, heldur hið gagnstæða. Stór ríkiskirkja vitnar almennt um skeytingarleysi, deyfð og doða al- mennings í afstöðu sinni til kirkj- unnar. Biskup Íslands hefur sjálfur í ræðum sínum fjallað um að af- staða fólks til kirkjunnar, bæði hér og á Norðurlöndum hafi verið sögð einkennast af því „að tilheyra, án þess að trúa“. Og nú virðist það stefnan að kalla fram meira af því sama, „að enn fleiri tilheyri án þess að trúa“, að gefa frelsi til að styrkja ríkiskirkjuna enn meira, auka trúfélagslega ranglætið og það á kostnað frjálsu trúfélaganna og grasrótarkirknanna. Hverjum þjónar það? Skyldi það vera í þágu Krists að þjóðkirkjustjórnin skuli setja málin í þennan farveg? ■ ■ Leiðrétting 21FIMMTUDAGUR 23. október 2003 Mikið úrval af fallegum haust- og vetrarvörum Stærðir 42-56 Stærðir 36-44 Kjóll 5.990 kr. bolur 3.390 kr. buxur 4.990 kr. Peysa 6.990 kr. pils 4.990 kr. Kápa 10.990 kr. bolur 3.390 kr. flauelisbuxur 5.690 kr. Peysa 8.590 kr. gallabuxur 5.990 kr. Flauelisjakki 7.290 kr. flauelisbuxur 6.790 kr. bolur 1.990 kr. Peysa 10.590 kr. bolur 1.990 kr. gallabuxur 6.490 kr. Sendum í Póstkröfu Sími 568 1626 Í Fréttablaðinu í gær á bls. 4 varsagt frá dómi manns á þrítugs- aldri. Rangt var farið með að sá seki hefði átta sinnum sætt refs- ingu fyrir minniháttar líkams- árásir frá 1993. Það rétta er að maðurinn hefur átta sinnum sætt sektarrefsingu, þar af þrívegis fyrir minniháttar líkamsárásir. ■ Umræðan Vill biskup meira frelsi til að mismuna? HJÖRTUR MAGNI JÓHANNSSON ■ prestur og forstöðu- maður Fríkirkjunnar í Reykjavík skrifar um mismunun trúfélaga.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.