Fréttablaðið - 27.10.2003, Síða 14
Ólafur Ragnar Grímsson hefurenn ekki tilkynnt hvort hann
hyggist bjóða sig fram til að sitja
þriðja kjörtímabilið sem forseti. Ef
kosningar fara fram munu þær
verða haldnar eftir um átta mánuði.
Ef Ólafur Ragnar ætlar ekki fram er
tíminn að verða helst til skammur
fyrir hugsanlega frambjóðendur að
gera upp hug sinn og þjóðina til að
kynnast þeim og meta. Ólafur Ragn-
ar hlýtur því að eyða þessum vafa á
allra næstu dögum eða vikum.
Í könnun sem Fréttablaðið birtir
í dag kemur fram að um 68 prósent
kjósenda vilja að Ólafur Ragnar
verði áfram forseti. Um 12 prósent
eru óákveðin en tæpt 21 prósent
kjósenda vill ekki að Ólafur Ragnar
verði forseti á næsta kjörtímabili.
Það er erfitt að meta hvort þetta er
góður stuðningur við Ólaf Ragnar
eða hvort andstaðan við framboð
hans sé mikil eða lítil. Við Íslending-
ar höfum hingað til almennt staðið
að baki forseta okkar. Eini sitjandi
forsetinn sem hefur þurft að gang-
ast undir kosningu – Vigdís Finn-
bogadóttir – sigraði þær kosningar
með flestum greiddum atkvæðum.
Það getur því líklega ekki talist mik-
ill stuðningur við sitjandi forseta að
68 prósent kjósenda vilji hann
áfram. Að sama skapi verður það að
teljast nokkur andstaða að 21 pró-
sent kjósenda vilji ekki að forsetinn
haldi áfram. Ólafur Ragnar er lík-
lega sá forseti sem hefur mátt þola
mestu andstöðu í upphafi ferils síns.
Þessi könnun sýnir að andstaða við
hann er enn nokkur – Ólafi Ragnari
hefur tekist að draga úr henni en
enn er um fimmtungur kjósenda því
mótfallinn að hann haldi áfram.
Þegar litið er yfir feril Ólafs
Ragnars er erfitt að benda á eitt-
hvað sem getur valdið því að and-
staða við hann er svona langvarandi.
Það er ekki hægt að sjá að hann hafi
gert neitt af sér. En á móti getur ver-
ið erfitt að benda á eitthvað sem
hann hefur gert sem er fallið til þess
að auka traust til hans eða vinsæld-
ir. En forsetastarfið er nú einu sinni
þessu marki brennt – það skiptir ef
til vill ekki mestu hvað er gert held-
ur fremur hvernig.
Í kosningabaráttunni fyrir tæp-
um átta árum gaf Ólafur Ragnar til
kynna að hann myndi beita embætt-
inu til að grípa inn í mál ef hann teldi
að gjá væri að myndast milli vilja
þings og þjóðar. Sjálfsagt gætu
flestir nefnt einhver dæmi þess að
hann hefði mátt íhuga þessa stöðu á
umliðnum kjörtímabilum en líklega
væru þau dæmi misvísandi og ólík –
og í engum tilfellum hefur mikill
meirihluti þjóðarinnar verið ein-
huga. Ólafur Ragnar talaði í kosn-
ingabaráttunni um að sameina
tvenns konar þrá Íslendinga; að
vera sannir heimsborgarar og sann-
ir Íslendingar. Hann vildi með öðr-
um orðum nota stöðu forsetaemb-
ættisins til að fleyta þjóðernishug-
myndum okkar nær heiminum í
dag. Sjálfsagt hafa menn misjafna
skoðun á hvernig til hefur tekist – og
fer það þá eftir afstöðu til þjóðernis
eða alþjóðahyggju hvers og eins. ■
Úttekt VSÓ-ráðgjafar á þvíhvort hægt væri að koma
óperu fyrir í Borgarleikhúsinu
var gerð fyrir Reykjavíkur-
borg. Athugunaraðilinn, VSÓ-
ráðgjöf, er hinn sami og gaf ráð
um byggingu Tónlistarhúss þar
sem niðurstaðan var að ekki
væri æskilegt að fá inn óperu.
Helsti forsvarsmaður VSÓ-ráð-
gjafar, Stefán P. Eggertsson,
verkfræðingur og formaður
Samtaka um byggingu Tónlist-
arhúss, hefur persónulega lengi
lagst gegn því að ópera fái inni í
Tónlistarhúsinu. Niðurstaða út-
tektar VSÓ þurfti ekki að koma
á óvart þegar líka er haft í huga
að ráðamenn borgarinnar hafa
ítrekað reynt að leysa vanda
Borgarleikhússins með því að
troða í það Íslensku óperunni -
þvert gegn vilja hennar.
Niðurstaða VSÓ varð því sú
að það væri fjárhagslega hag-
kvæmara að setja óperuna inn í
Borgarleikhús en í Tónlistar-
hús. Að vísu þarf að stækka að-
alsal Borgarleikhússins upp í
850 sæti og rústa með því bygg-
ingunni. Ekki var skoðuð sú
augljósa lausn að óperusýning-
ar fengju inni í stóra (1500
manna) sal Tónlistarhússins,
lausn sem fv. menntamálaráð-
herra var búinn að lofa.
Stærri leikhús óþörf
Það hefur sést að brýn þörf er
fyrir stækkun á áhorfendasölum
leikhúsanna. Þar er fullt hús
ekki alger nauðsyn því oft eru
aðeins 5-10 leikarar í sýningu og
stundum miklu færri. Hver
kvöldsýning kostar ekki svo
mikið. Því er allt öðruvísi farið
við óperusýningar. Þar eru 5-10
einsöngvarar, 40 manna kór og
stór hljómsveit. Hátt í hundrað
manns á fullum launum á hverju
kvöldi. Eins gott að salurinn sé
fullsetinn, annars stæði kvöldið
ekki undir sér. Laun óperulista-
manna hafa hækkað svo mikið
að stútfullur 500 manna salur
skilar samt tapi. Það kallar á
miklu stærri sal.
Leikhús og ópera
fara illa saman
Hagsmunir óperu og leikhúss
fara ekki saman hvað stærð sal-
arins varðar. Litlir salir nýtast
leikhúsum, en sjaldnast óperu. Í
leikhúsi keppir ópera líka við
leikrit um vinsælustu kvöldin.
Það gengur aðeins að sýna stór
sviðsstykki (leikrit eða óperur)
tvö kvöld í viku, föstudaga og
laugardaga. Fyrir 40 árum þeg-
ar Þjóðleikhúsið var óperuhúsið
okkar urðu leikarar stundum
fúlir þegar óperan fékk helg-
arnar á meðan þeir urðu að
leika fyrir hálftómum kofanum
í miðri viku. Þetta olli spennu
milli listgreinanna og það mun
auðvitað aftur gerast í Borgar-
leikhúsinu verði af samkrulli
þeirra. Hins vegar þarf sinfón-
íutónlist ekkert á helgunum að
halda. Ópera keppir ekki um
sömu kvöld við Sinfóníuna og
hentar sambýli þeirra því vel.
Allt annan hljómburð þarf
líka fyrir talað orð en tónlist.
Það var þó einmitt einhver mis-
skilningur um hljómburð, sem
olli því að sumir lögðust gegn
því að Ópera fengi inni í Tón-
listarhúsi. Sagt var að ópera og
sinfónía þyrftu mismunandi
hljómburð, það er mesta firra.
Þótt það væri leiðrétt sátu þeir
fastir við sinn keip og þögðu,
þar á meðal óháði ráðgjafinn
Stefán P. Eggertsson. Hann og
Samtök hans um Tónlistarhús
hafa ekki sagt opinbert orð um
málið, en í staðinn komið ár
sinni vel fyrir borð meðal ráða-
manna og nú komnir vel á veg
með að láta þá byggja fyrir sig
rándýrt hús sem mun valda
meiri deilum en það leysir. Það
kaldhæðna er að um leið og þeir
heimta betri hljómburð fyrir
Sinfóníuna má Óperan eiga sig
og þeirra vegna þola enn verri
hljómburð en nú er í Háskóla-
bíói. ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um stuðning þjóðarinnar við
forseta sinn.
14 27. október 2003 MÁNUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Tríóið sem stýrir Reykjavíkur-listanum gerði þrenn afdrifa-
rík mistök í samskiptum sínum
við Steinunni Birnu Ragnarsdótt-
ur. Í fyrsta lagi að sjá til þess að
skoðanir hennar á framtíð Aust-
urbæjarbíós kæmu ekki fram í
borgarstjórn í kjölfar þess að
hafa ekki hlustað á hana í hverju
málinu á fætur öðru; í öðru lagi að
hlusta ekki á hana þegar hún vildi
ræða þessi mál; í þriðja lagi að
yppa öxlum opinberlega þegar
hún sagði sig úr borgarstjórn. Á
sérhverju stigi málsins mögnuðu
þeir vandræðin í stað þess að
leysa þau og almenningur fær á
tilfinninguna að í ráðhúsið skorti
nú pólitíska forystu, pólitískt
næmi - pólitíska auðmýkt.
Vildu þeir losna við hana?
Viðtal í Morgunblaðinu þann
22. október við Árna Þór Sigurðs-
son, leiðtoga Vinstri-grænna í
borginni - og samflokksmann
Steinunnar Birnu - segir nokkra
sögu um viðhorf atvinnustjórn-
málamanns gagnvart manneskju
sem ekki lifir og hrærist í stjórn-
málum. Árni Þór er dugmikill
maður og velviljaður en sé að
marka viðtalið virðist hann ævin-
lega hafa misst heyrnina í grennd
við Steinunni Birnu. Ekki virðist
hann sakna hennar en lætur hafa
eftir sér að sér finnist „viðbrögð
hennar vera svolítið yfirdrifin“.
Fram kemur að þau hafi átt með
sér fund þar sem hún hafi tilkynnt
að hún væri búin að ákveða að
segja af sér. Hann segist nú ásaka
sig fyrir að „ekki hafi fyrst verið
látið á það reyna hvort hægt væri
að gera breytingar að hennar
skapi. Hann hafði áður alls ekki
gert sér grein fyrir að málið væri
svona alvarlegt í hennar huga“.
Það hefði hann gert ef hann
hefði hlustað á hana, en hann
heyrði aldrei í henni. Hann hlust-
aði ekki á sjónarmið fulltrúa
Vinstri grænna í menningarmála-
nefnd borgarinnar, sjónarnið sem
hann hefði mátt vita að eiga sér
mikinn hljómgrunn meðal kjós-
enda Reykjavíkurlistans. Honum
þykja viðbrögð hennar „yfirdrif-
in“ og ekki er á honum að skilja að
hann hafi reynt að telja henni hug-
hvarf. Þetta er kunnuglegt tal sem
maður á að vísu ekki von á frá
manni úr nákvæmlega þessum
stjórnmálaflokki, en hendir okkur
karlmenn stundum þegar við
erum of mikið í samvistum við
aðra karlmenn á svipuðum aldri.
Eitt af kennimörkum
Reykjavíkur
Þetta er ekki hégómamál. Sam-
skiptin við Steinunni Birnu af-
hjúpa veikleika í Reykjavíkurlist-
anum og afsögn hennar er reiðar-
slag fyrir flokkana sem stýra
borginni; viðbrögð forystumann-
anna eru líka áhyggjuefni fyrir
velunnara þessa samstarfs. Svo
virðist sem ekki hafi verið hlustað
á sjónarmið Steinunnar Birnu í
hverju málinu á fætur öðru - og
hún jafnvel mætt tortryggni sem
talsmaður tónlistarkennara - og
málefni Austurbæjarbíós verið
dropinn sem fyllti mælinn.
Satt að segja hefur maður
fylgst hálf gáttaður með því máli
enda Austurbæjarbíó eitt af
kennimörkum Reykjavíkur. Nið-
urrif hússins hefur verið keyrt í
gegnum borgarkerfið, nánast af
offorsi - skyndilega er hlaupinn
óvæntur dugnaður í Reykjavíkur-
listann í byggingarmálum og nú
virðist loksins eiga að drífa í þeir-
ri þéttingu byggðar sem talað var
um að stefna að þegar listinn
komst til valda, í stað þess að
reisa næsta borgarhverfi til dæm-
is uppi á Esjunni. Það er jákvætt
að sjá að borgaryfirvöld hafi í
hyggju að lífga upp á það hverfi
sem í eina tíð hét austurbærinn;
þetta hverfi er mjög ákjósanlega í
sveit sett en þarfnast endurnýjun-
ar. Austurbæjarbíó er miðja þessa
hverfis, það er sjálft Samkomu-
húsið, það er Hið Sögufræga Hús
sem hvert hverfi þarf á að halda
og eins og öll merkileg hús á það
sér sín blómaskeið og sín niður-
lægingarskeið. Hin plebbalega
diskómálning á húsinu minnir á
mesta niðurlægingarskeið þess
þegar það var kallað Bíóbær eða
eitthvað ámóta og fyrsta verkið í
endurreisn hússins ætti að vera
að endurheimta hina sérkennilegu
- og sérreykvísku - rauðu skelja-
sandsáferð sem húsið prýddi. Í
þessu húsi naut maður ýmissa eft-
irminnilegustu tónleika ævinnar í
kammertónlist og djassi; þarna
horfði ég líka í menntó á magnaða
óperu eftir Stefán Jón Hafstein
um Rauðhettu minnir mig - þar
sem hann fór á kostum - og þarna
stóð ég meira að segja sjálfur og
söng kántríafbrigði af óðinum til
móður Sylvíu með honum Eiríki
vini mínum... Slíkar minningar
eiga margir Reykvíkingar um
þetta glæsilega hús, allir þessir
viðburðir hafa gefið því sál, og
enn í dag er þetta eitt besta tón-
leikahús landsins: Í tíð Reykjavík-
urlistans hefur ekki verið offram-
boð af slíku húsnæði, nema síður
sé. Maður rífur ekki bara umyrða-
laust eitt af fáum húsum þessa
borgarhluta með sál með þeim
orðum að þeir sem tregðast við
sýni „yfirdrifin“ viðbrögð.
Nóg er af ljótum og sorglegum
húsum á þessu svæði. Mætti ekki
rífa Hlemm? Og útbúa einhvers
staðar vistlegt athvarf fyrir það
fólk sem þar heldur sig? ■
Atvinnu-
leysisbætur
of lágar
Guðmundur skrifar:
Mánaðarleg upphæð atvinnu-leysisbóta er í dag rúmar
77.000 krónur. Af þessum
kexaurum ætlast ríkisstjórn Ís-
lands til þess að þiggjandi slíkr-
ar upphæðar borgi húsnæðis-
kostnað og kaupi sér í matinn í
þrjátíu daga. Staðreyndin er
þessi: Hver fermetri húsnæðis
er á 1000 til 1.500 krónur. Það
þýðir að 2ja herbergja íbúð er á
50.000-65.000 krónur. Þá stendur
eftir umtalsverð upphæð til
þess að kaupa sér í matinn og
jafnvel að taka þátt í félagslega
vænu samfélagi. Auðvitað kost-
ar ekkert að vera á bíl og hafa
það nokkuð viðunandi. Þúsund-
um er haldið á mörkum örbirgð-
ar með það að markmiði að við-
komandi hljóti að koma sér í
vinnu fyrr eða síðar.
Lögbinda þarf strax lág-
marksframfærslu með tvær
staðreyndir að markmiði. Ann-
ars vegar „allir þurfa þak yfir
höfuðið“ og „matur er mannsins
megin“. Morkinn hugsunarhátt-
ur stjórnvalda virðist vera
„reddið ykkur sjálf“ og „drepist
bara úr svengd“. Hvað á maður
eiginlega að halda. Vantar pen-
inga? Hvers konar kerfi er þetta
eiginlega! ■
Reiðarslag fyrir
Reykjavíkurlistann
■ Bréf til blaðsins
Óperu ekki í
Tónlistarhús?
Forseti með stuðning – og andstöðu
!
"
Um daginnog veginn
GUÐMUNDUR
ANDRI
THORSSON
■
skrifar um
borgarmál
Umræðan
ÁRNI TÓMAS RAGNARSSON
■ læknir skrifar um byggingu Tónlistar-
arhúss og framtíð Óperunnar