Fréttablaðið - 08.12.2003, Side 2

Fréttablaðið - 08.12.2003, Side 2
2 8. desember 2003 MÁNUDAGUR „Erfitt verkefni var það hjá foreldr- um mínum að ala mig upp. En þau lögðu sig fram af fremsta megni og systkini mín voru líka afar hjálpleg við þetta erfiða upp- eldi. Svo er annarra að dæma hvernig til tókst.“ Garðar Sverrisson, formaður Örykjabandalagsins, hefur ekki vandað ríkisstjórninni kveðjurnar og sett spurningarmerki við uppeldi ráðherra. Spurningdagsins Guðni, var uppeldinu ábótavant? Allt reynt til að ráða lækni Óánægja ríkir meðal íbúa á Reyðarfirði og Eskifirði vegna þess að aðeins einn læknir þjónar héraðinu. Mikið hefur verið reynt til að ráða lækni við hlið hans, en ekki tekist enn sem komið er. HEILBRIGÐISMÁL „Það er rétt, við höfum heyrt óánægjuraddir bæði á Eskifirði og R e y ð a r f i r ð i vegna þess að það skuli ein- ungis vera einn þjónandi læknir á svæðinu,“ sagði Einar Rafn H a r a l d s s o n , framkvæmda- stjóri Heilbrigð- isstofnunar Austurlands. Þessi staða hefur verið uppi um árabil, að sögn Einars. Mikið hefur verið reynt til að ráða annan lækni við hlið þess sem fyrir er, en það hefur ekki gengið, þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar í fjöl- miðlum. Alvarlegt slys varð í Fáskrúðs- fjarðargöngunum snemma í gær- morgun. Grjóthnullungur féll á mann sem var að vinna inni í göng- unum. Hann hlaut alvarlega áverka og var fluttur á Fjórðungssjúkra- húsið í Neskaupstað og þaðan með sjúkraflugi á gjörgæsludeild Land- spítala - háskólasjúkrahúss í Foss- vogi. Íbúar sem Fréttablaðið ræddi við í gær lögðu áherslu á vaxandi þörf fyrir tvo lækna á svæðinu af öryggisástæðum. „Eskifjarðarhérað er tveggja lækna hérað,“ sagði hann. „Þar þurfa að vera tveir læknir, annar með búsetu á Eskifirði, en hinn bú- settur á Reyðarfirði. Þessi læknir, sem býr á Eskifirði, hefur setið einn í héraðinu þar sem eru um 1.500 manns, sem er of mikið. Það er lítið framboð af læknum til fastrar setu í dreifbýlinu. Við erum þó nýbúnir að ráða lækni á Djúpavog eftir auglýs- ingu. Ég held að þetta hljóti að takast á endanum. Við horfum fram á tvöföldun íbúafjölda á næstu árum og sú þensla er þegar hafin.“ Einar Rafn sagði, að mikið álag væri á þeim eina lækni sem væri starfandi í héraðinu. Það væri of mikið fyrir einn mann að vinna undir því svo árum skipti. Hann kvaðst geta staðfest að þjónandi læknir vildi fá annan með sér. Hins vegar væri ósamið um kaup og kjör ef læknarnir yrðu tveir í stað eins. Spurður hvort til greina kæmi að stofna sérstakt læknishérað í kringum Reyðarfjörð til að leysa vandann sagði Einar Rafn svo vera. „Við höfum rætt þann mögu- leika og kann vel að fara svo að það verði gert,“ sagði hann. „Það er ekkert því til fyrirstöðu. Við reynum allt sem við getum til að fá lækni á staðinn.“ jss@frettabladid.is Sáttanefnd skilar áliti um Reykjavíkurflugvöll: Stál í stál - engin niðurstaða SAMGÖNGUMÁL Sáttanefnd sam- gönguyfirvalda komst ekki að nið- urstöðu um framtíð Reykjavíkur- flugvallar í Vatnsmýrinni í áliti sem hún hefur skilað umhverfis- nefnd Alþingis. Nefndin hafði unnið að álitinu í tæpt ár. Þrátt fyrir að engin niðurstaða liggi fyrir telur nefndin eigi að síður mikilvægt að borgaryfir- völd í Reykjavík og samgöngu- yfirvöld hefji formlegar viðræður um framhald málsins. „Það er pattstaða í þessu máli. Ég sé ekki betur en að það séu helst þrjár leiðir í stöðunni,“ segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra. „Í fyrsta lagi að aðilar taki upp viðræður og reyni að semja. Í öðru lagi gæti annar aðilinn gefið sig, sem virðist lítið benda til í augnablikinu. Í þriðja lagi er auð- vitað möguleiki að grípa til laga- setningar ef samgönguyfirvöld telja málið vera þannig vaxið,“ segir Siv. Hún segist hafa gert sér vonir um að menn gætu nálgast eitthvað í þessum viðræðum. „Ég gerði mér líka grein fyrir því að embættis- menn endurspegla þá stefnu sem pólitískt kjörnir fulltrúar hafa tek- ið. Það varð að reyna þessa leið eigi að síður. Það má segja að það sé eiginlega stál í stál eins og mál- ið stendur núna. Reykjavíkurborg vill flugvöllinn burt en samgöngu- yfirvöld ekki.“ ■ Lögreglan stóð rjúpna- veiðimann að verki: Tekinn með jólasteikina LÖGREGLAN Lögreglan á Vopnafirði stóð rjúpnaveiðimann að verki við rjúpnaveiðar á innanverðri Vopna- fjarðarheiði í gær. Veiðimaðurinn var aðkomu- maður og að sögn lögreglu ætlaði hann sér að veiða sér nokkrar rjúpur í jólamatinn. Veiðimaður- inn má búast við ákæru á næstu dögum en vopnfirska lögreglan gerði afla rjúpnaveiðimannsins og skotvopn hans upptækt á staðnum. Lögreglan víða um land hefur verið með eftirlit á rjúpnaveiði- svæðum, enda er nú bannað með lögum að veiða rjúpuna. ■ Palestínumenn funda: Hlé á sjálfs- morðsárásum MIÐ-AUSTURLÖND Palestínskir stjórn- málamenn, sem hafa undanfarna daga verið á fundum í Kaíró í Egyptalandi, samþykktu í gær að hlé yrði gert á sjálfsmorðsárásum í Ísrael. Ekki náðist þó samkomulag um að gera hlé á árásum á ísraelska hermenn eða landmema gyðinga. Í lokayfirlýsingu fundarins er Ísraelsmönnum kennt um að ekki var staðið við vopnahlé í ágúst síð- astliðnum, en samtök Palestínu- manna segjast vera reiðubúin að hætta árásum á óbreytta borgara. Ákvörðun fundarins mun vera áfall fyrir forsætisráðherra Palest- ínu, Ahmed Quire, sem hugðist nota vopnahléssamkomulagið sem grunn fyrir viðræður við Ariel Sharon. ■ Sævar Gunnarsson: Segist vera dragúldinn LÍNUÍVILNUN „Ég er dragúldinn vegna þessa og lýsi eindreginni andstöðu við línuívilnunarfrum- varpið,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Hann segir óviðunandi að til- teknum hópi manna sé hyglað og á þar við smá- b á t a s j ó m e n n yfirhöfuð. „Þó þetta gildi í orði kveðnu um alla dagróðrabáta þá eru engir stær- ri bátar á dagróðr- um sem beita í landi. Það er búið að færa tugþús- undir tonna til smábáta og enn á að leika sama leikinn. Við erum á móti sértækum aðgerðum eins og þarna eru á ferðinni, sértækar að- gerðir bitna alltaf á umbjóðend- um mínum,“ segir Sævar. ■ REYÐARFJÖRÐUR Hugmyndir eru uppi um að stofna sérstakt læknishérað um Reyðarfjörð til að auðvelda ráðningu annars læknis í héraðið. „Við reyn- um allt sem við getum til að fá lækni á staðinn. Formaður Landssambands smábátaeigenda: Stórt skref í rétta átt LÍNUÍVILNUN „Ég gleðst sérstaklega yfir einu í sambandi við línuíviln- unina. Við erum í mjög mörg ár búnir að benda stjórnvöldum á það sé nauðsynlegt að taka sérstaklega á málefnum aflamarksbáta í smá- bátaflotanum. Þeir hafa orðið fyrir meiri búsifjum en flestir aðrir en með þessari aðgerð er komið til móts við mjög marga þeirra, þó ekki alla. Þetta er stórt skref í rétta átt,“ segir Arthúr Bogason, formaður Landssambands smá- bátaeigenda um línuívilnunar- frumvarp sjávarútvegsráðherra. Samkvæmt því verður tekin upp 16% línuívilnun í þorski á næsta fiskveiðiári og í steinbít og ýsu 1. febrúar næstkomandi. „Ég hefði viljað sjá hærri tölur í öðrum tegundum en þorski og gildistakan hefði mátt vera strax,“ segir Arthúr. Hann segir alvarlegt að ekki skuli tekið á vanda dagabáta í frumvarpinu. Sóknardagar smá- báta eru nú 19 og segir Arthúr nauðsynlegt að festa lágmarks- dagafjöldann í lög. „Ég hélt, meðal annars í ljósi yfirlýsinga sjávarútvegsráð- herra, að þetta yrði látið fljóta með. Ég brýni þingmenn til að klára þetta og sjá kannski í fyrsta skipti í mörg ár, einhverja sæmi- lega sátt við smábátaeigendur,“ segir Arthúr Bogason. ■ SÆMILEGA SÁTTUR MEÐ LÍNUÍVILNUN Arthúr hefði kosið að sjá meiri ívilnun í ýsu og steinbít en ráðgert er að taka upp. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI ANDVÍGUR LÍNUÍVILNUN Segir aðgerðirnar bitna á sínum umbjóðendum. REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Reykjavíkurborg vill flugvöllinn burt en sáttanefnd telur að annað staðarval komi ekki til greina. Rússnesku kosningarnar: Stórsigur Pútíns RÚSSLAND, AP Samkvæmt fyrstu tölum úr rússnesku þingkosning- unum, sem fram fóru í gær, stefndi í stórsigur stuðnings- flokks Pútíns Rússlandsforseta, „Sameinaðs Rússlands“. Flokkur- inn hafði fengið tæp 37% atkvæða og átti þá aðeins eftir að telja um 3% atkvæða. Þjóðernisflokkur Vladimirs Zhirinovskis og kommúnistar voru í næstu sætum með helmingi minna fylgi, Þjóðernisflokkurinn með tæp 16% og Kommúnista- flokkurinn með rúm 13%. Kosið var um 450 þingsæti í Dúmunni og buðu 23 flokkar fram. ■ SPRENGJUREGN Í PERLUHÖFN Alls fórust 2.390 manns í árásinni. Árásin á Perluhöfn: 62 ár liðin BANDARÍKIN Þess var minnst víða um Bandaríkin í gær að 62 ár voru þá liðin frá árásinni á bandarísku flotastöðina í Perluhöfn á Hawaii, sem varð til þess að Bandaríkja- menn ákváðu að hefja þátttöku í seinni heimsstyrjöldinni, en alls fórust 2.390 manns í árásinni. Hundruð manns voru einnig viðstaddir minningarathöfn á Hawaii í nágrenni flaksins af her- skipinu USS Arizona, en um 1200 manns úr áhöfn skipsins fórust í árásinni og eru flest líkin enn í flakinu á hafsbotni. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.